Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 32 Nemendaráð Stýrimannaskólans við framhaldsskólanemendur: Hafið þið hugmynd um, hve mikið fé þið leikið ykkur með? Fyrir nokkrum mánuðum fékk Nemendaráð Stýrimannaskóians I Reykjavfk bréf undirritað af formanni Stúdentaráðs Háskóla tslands, fulltrúum Landssam- bands fsl. menntaskólanema o.fl. aðilum, þar sem nemendaráðinu var boðið að senda fuiltrúa á fund undirbúningsnefndar að stofn- þingi Landssambands framhalds- skólanemenda, en þau samtök eiga að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum framhalds- skólanemenda. Nemendaráð Stýrimanna- skólans í Reykjavfk sendi svar- bréf, þar sem lýst er þeirri skoð- un, að stofnun slfks landssam- bands sé ekki raunhæft baráttu- mál I frjálsu landi. 1 svarbréfi nemendaráðsins segir m.a., að framhaldsskólanemendur fái úr Lánasjóði ísienzkra námsmanna „ofboðslegar fjárfúlgur lánaðar á ári hverju með kjörum, sem eiga sér vafalítið fáar hliðstæður í heiminum". Bent er á, að verð- mæti útflutts loðnulýsis á árinu 1973 hafi numið um 410 milljón- um króna, en fjárveitingar til Lánasjóðsins hafi verið ráðgerðar 456 milljónir á árinu 1975. Morgunblaðinu þykir ástæða til að birta svarbréf Nemendaráðs Stýrimannaskólans I heild, og fer það hér á eftir: Vegna bréfs dags. 19. þ.m. er hér með send eftirfarandi álykt- un Nemendaráðs Stýrimanna- skólans í Reykjavik: Nemendaráðið vill benda á, að stofnun landssambands af því tagi, sem minnzt er á i bréfinu, er alls ekki raunhæft baráttumál í frjálsu landi, eins og íslandi: Ofboðslegar fjárfúlgur a) Nám er aðeins tímabundið ástand, sem varir einungis á meðan viðkomandi býr sig undir ákveðið starf, sem krefst ákveð- innar menntunar. b) Stýrimannaskólanemar, kennaraskólanemar, vélskóla- nemar, biinaðarskólanemar, háskólanemar og tækniskólanem- ar eiga allir aðild að Lánasjóði íslenzkra námsmanna og fá of- boðslegar fjárfúlgur lánaðar á ári hverju, með kjörum, sem eiga sér vafalítið fáar hliðstæður í heimin- um. c) Menntun fylgja í flestum til- vikum hærri laun, léttari vinna, styttri vinnutími og ýmis friðindi, en þetta allt hefur hver og einn að takmarki, þegar hann byrjar nám, eins og ykkur er kunnugt. d) Milljónum af skattfé íslenzkra borgara er eytt á ári hverju til menntamála og er svo komið i eyðslunni, að menn spyrja hver annan, hvort ekki sé ráð að láta staðar numið. e) Fiskvinnsluskólinn, iðnskólar og fleiri skólar berjast fyrir því að fá aðild að Lánasjóði íslenzkra námsmanna. e) Mikill skortur er á vinnuafli, sérstaklega í undirstöðuatvinnu- greinunum. Enginn vafi er á þvi, að i náinni framtíð verður spjótunum beint að þeim mennta- stofnunum, sem mestan þátt eiga í því óviðunandi ástandi, sem hefur skapazt undanfarin ár. f) Landspróf, eins ogþaðvar,þ.e. eina leiðin til framhaldsnáms í menntaskóla og háskóla, hefur verið afnumið að heita má og þær tilslakanir, sem gerðar hafa verið í.s.v. stúdentspróf, má þar nefna tuttugu ára aldurstakmarkið og öldungadeildina, sýna, að innan fárra ára mun þetta hvort tveggja verða afnumið og opnaðar nýjar námsbrautir frá sérskólum at- vinnuveganna og má benda á mörg dæmi því til sönnunar. h) Aðbúnaður að nemendum hins íslenzka námskerfis er betri en víðast hvar annars staðar, og væri ekki úr vegi, að nemendur legðu sig meira eftir því að gera heildarúttekt á öllu því, sem gert hefur verið fyrir þá nú síðustu ár, en heimta ekki stöðugt meira og meira, eins og nú virðist tíðkast hvað mest. Ureltar mennta- stofnanir Meðþessi almennu atriði í huga telur Nemendaráð Stýrimanna- skólans 1 Reykjavík, að til einskis sé að vinna að stofnun sambands með menntastofnunum, sem eru úreltar og hafa í för með sér þróun, sem er mjög óhagstæð og hættuleg öllu ungu fólki. Nemendaráðið vill benda á, að fjöldi nemenda i framhaldsskól- um hér á landi er í hámarki. Að- sókn í skóla eins og Fiskvinnslu- skóiann, Stýrimannaskólann og Vélskólann er hins vegar það lítiL að skapazt hefur neyðarástand í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar. Það liggur því í augum uppi, að aukin aðsókn 1 þessa skóla verður ekki á annan hátt en að minnka aðsókn í þá skóla, sem við getum mikið til verið án. Viljum við sérstaklega benda á menntaskólana í því sam- bandi. Námið i þeim mætti stytta um að minnsta kosti tvö ár. Tveggja ára almennur undir- búningur er alveg nægilegur til að hefja nám við háskóla, sbr. England og fleiri lönd. Einnig eru margar námsgreinar í háskólan- KVEÐJA FRA ELDRI FÉLÖGUM 1KARLAKÓR REYKJAVÍKUR Hinztu kveðju til góðs félaga er vandi að færa i letur. Orðin segja svo lítið. Við eldri söngfélagar í Karlakór Reykjavíkur höfum nú á seinni árum fylgt mörgum félögum til hinztu hvilu. Eftir áratuga sam- vistir í félagsstarfi skilja þeir eft- ir fjölda endurminninga, órjúf- andi vináttu hafa myndazt og þau slitna ekki sársaukalaust. Félagi okkar, Þorsteinn Ingvarsson, bakarameistari, er við kvöddum við útför hans í gær átti að baki langan og góðan söng- feril. Sem unglingur gerðist hann liðsmaður í Karlakór Reykjavíkur og söng í kórnum nær samfellt í 40 ár. Hann var óvenju nákvæm- ur í söng, sem og í öllu starfi; naut jafnan fyllsta trausts söngstjóra og ekki sízt félaganna í 1. bassa, um mjög lítils virði og mætti sameina deildir innan hans án nokkurra erfiðleika. Heimtið meira — enginn þakk- lætisvottur Að lokum vill Nemendaráðið setja fram dæmi, sem sýnir enn betur, hvað ræður ferðinni hjá ykkur. Á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1974 var gert ráð fyrir fjárveitingu til Lánasjóðs fslenzkra námsmanna að upphæð kr. 456.600.000.00. Til saman- burðar skal á það bent, að fyrir allt útflutt loðnulýsi árið 1973 fengust kr. 410.000.000.00. I stað- inn fyrir að þakka þá aðstoð, sem íslenzkir borgarar (i vinnu) ætluðu að veita ykkur, stofnuðuð þið til mótmælaaðgerða og heimtuðu meira. Svarið, sem þið fenguð, var 30 milljón króna aukaframlag, en samt hvarflaði aldrei að ykkur að sýna minnsta þakklætisvott. Stýrimannaskóla- nemar þurfa allir af hafa a.m.k. 24 mánaða siglingatíma til inn- göngu í stýrimannaskóla. Flestir nemendur hafa miklu lengri siglingatíma að baki. Þeir hafa þvf áþreifanlega orðið varir við háa skatta og f ofangreindu dæmi er ein af ástæðunum fyrir þessum en þá rödd söng hann alla tíð í kórn um. Þorsteinn viðaði að sér, sem áhugamaður, meiri tónfræðslu en almennt gerist,aðallega þó hjá dr. Róbert A. Ottóssyni, en atvikin hafa gert þá að ferðafélögum yfir i hið ókunna. Fáir vissu, að Þorsteinn átti í handraðanum frumsamin lög, ení ógleymanlegum fagnaði, er hann hélt fyrir sex árum á sextugsaf- mæli sínu, sungu nokkrar af önd- vegissöngkonum okkar og nokkr- ir kórfélagar fjölbreytt lagaval einsöng eftir Þorstein. Hann kom oft skemmtilega á óvart. í vinahópi átti hann til að leiða viðstadda á glaðværan hátt yfir þröskuld hversdagsleikans, þótt að eðlisfari væri hann raunar mikill alvörumaður. Stjórn Karlakórs Reykjavfkur og hinn starfandi kór þakkar af alhug framlag hans til félags- starfsins, þar sem hann var bæði Þorsteinn Ingvarsson háu sköttum, sem fæstir ykkar þekkja af eigin reynslu. Það er meðferðin á opinberu fé og einnig mjög svo óeðlilegur þrýstingur á rikisvaldið, sem islenzkt atvinnu- líf sligast undir. Eins og er mæta sérskólar atvinnuveganna ekki miklum skilningi hjá stjórnvöld- um, en brátt rekur að þvf, að stjórnvöld neyðast til þess að leysa úr þeim vanda, sem mennta- stofnanir atvinnuveganna eiga við að glíma og má búast við, að þá verði ekki liðin slík meðferð á opinberu fé, sem bent er á hér að framan. Við getum að sjálfsögðu ekki stutt stofnun sambands nemenda, sem hefur önnur eins áform og þessi í huga. Nemenda- ráðið efast um, að þið hafið hug- mynd um, hversu mikið fjármagn þið fáið að leika ykkur með ogþið ættuð að verðleggja kröfur ykkar áður en þið heimtið. Nemendaráð Stýrimannaskólans f Reykjavfk Börkur Akason, formaður Jóhann Ragnarsson, varaformaður Guðni A. Einarsson, ritari Jens G. Jensson Lárus Grfmsson Hreggviður Hreggviðsson Gunnar Hjálmarsson Einar G uðbjörnsson frábær söngmaður og traustur fé- lagsmaður. Við eldri söngfélagarnir kveðj- um með söknuði vin og góðan dreng og sendum öllum aðstand- endum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. (Ó.M.) — Þórður Þorbjarnarson Framhald af bis. 13 hans Guðrún Pálsdóttir, prófasts að Prestbakka, Ólafssonar. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1929 sigldi Þórður til Kanada og hóf þar nám í fiskefnafræði, sem hann svo lauk prófi 1 frá Dal- housie University í Halifax árið 1933. Hann hélt síðan háskólanámi áfram í Englandi og lauk Ph. D,- prófi í lífefnafræði frá University College í London 1937. Það er haft fyrir satt, að fátt móti menn meira en æskustöðvarnar og mörgum endast áhrif þeirra ævi- langt. Þórður Þorbjarnarson ólst upp 1 vestfirzku sjávarþorpi, Bíldudal, þar sem hann kynntist íslenzkum sjávarútvegi þegar 1 æsku af eigin raun. Sá áhugi, sem þá var vakinn á málefnum útvegs- ins.entist honum ævilangt. Það var ekki algengt á þessum árum, að íslenzkir stúdentar legðu leið sina til náms í Kanada, en fyrir ungan mann, sem sér- staklega vildi kynna sér sjávarút- veg og fiskiðnað á fræðilegum grundvelli, voru kanadiskir há- skólar girnilegir til fróðleiks. Árið 1934 varð Þórður svo ráðu- nautur i fiskiðnfræðum hjá Fiski- félagi Islands, en stundaði þó einnig framhaldsnám á vetrum í London, allt til 1937. Á árinu 1934 urðu raunveru- lega veigamikil þáttaskil í lífi hans, því að ráðunautsstarfið átti eftir að þróast yfir í þau rann- sókna- og leiðbeiningastörf í þágu fiskiðnaðarins, sem urðu ævistarf hans. Svo ör hefur vöxtur þessar- ar starfsemi orðið, að á árinu 1974 er það rannsóknastofnun með yfir 30 manna starfsliði, sem nú sinnir þeim verkefnum, sem áður gerði einn ráðunautur. Ævisaga Þo'rðar Þorbjarnarsonar er því snar þátt- ur 1 þróunarsögu þessarar starf- semi. Fyrstu rannsóknastofurhar urðu til á neðstu hæð Fiskifélags- hússins við Ingólfsstræti. Þarna var ekki vítt til veggja og tækja- kóstur af skornum skammti fyrstu árin, en 1946 voru sam- þykkt á Alþingi lög, þar sem svo var kveðið á, að ákveðinn hundraðshluti af útflutningsverð- mæti sjávarafurða skyldi renna til byggingar fyrir fisk- og fiskiðnaðarrannsóknir. Með þess- um lögum var brotið blað og grundvöllurinn lagður að Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, eins og hún nú er. Oft höfum við starfsmenn þessarar stofnun- ar rætt það okkar 1 milli hvílíku grettistaki hafi í raun réttri verið lyft, þegar ákveðið var á árinu 1946 að reisa stórhýsi fyrír rann- sóknastarfsemi að Skúlagötu 4. Hér munu sjálfsagt ýmsir hafa lagt hönd á plóginn, en ekki er ég í vafa um, að áhugi Þórðar Þor- bjarnarsonar og elja við að sann- færa ráðamenn þjóðarinnar um gagnsemi rannsókna 1 þágu atvinnuveganna hafi orðið þyngst ámetaskálunum. Það er ekki ætlun mín að rekja hér 1 þessum kveðjuorðum starfs- feril Þdrðar Þorbjarnarsonar, en hann lét sér raunar ekkert óvið- komandi, sem viðkom nýtingu sjávarafla allt til æviloka. Þó eru það tvö atriði, sem verða mér öðr- um fremur minnisstæð, vegna þess að bæði mörkuðu á sínum tlma djúp spor f atvinnusögu þjóðarinnar. Þegar Þdrður hóf störf hjá Fiskifélagi Islands, var fram- leiðsla þorskalýsis þýðingarmikil atvinnugrein og nam verðmæti þess 10% af útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ilann hóf nú þegar skipulagðar mælingar á A-víta mínmagni í þorskalýsi og ýmsum öðrum lifrarlýsistegundum og áttu þær drjúgan þátt í því, að farið var að miða verð á lýsi við vítamínmagn en það var til hags bóta fyrir íslendinga, sem fram- leiddu lýsi auðugt af vítamínum. En Þórður lét ekki hér við sitja. Lútsuðan, sem er bræðsluaðferð til vinnslu á lýsi úr fiturýrri lifur og lifrargrút, er 1 sinni núverandi mynd að verulegu leyti hans verk og I erlendum fræðibókum oft nefnd íslenzka aðferðin. Fram- leiðsla þorskalýsis hefur að vísu dregizt saman á seinni árum, vegna tilkomu ódýrra gervivíta- mína, en lútsuðan er þó enn í fullu gildi og víða notuð í lifrar- bræðslum landsmanna. Sumarið 1935 varð alger afla- brestur á síldveiðunum fyrir Norðurlandi. Þórður dvaldi þetta sumar á Sólbakka við Flateyri og ætlaði að annast þar efnafræði- legt eftirlit við síldarbræðsluna. Það voru aðallega togarar, sem leggja áttu upp á Sólbakka, en nú urðu bæði verksmiðjur og veiði- skip verkefnalaus, vegna afla- leysisins. Þórður og félagar hans á Sólbakka lögðu nú rað sín sam- an og árangurinn varð, að togar- arnir skyldu veiða karfa 1 bræðslu. Þetta heppnaðist ágæt- lega og gekk bræðsla karfans snuðrulaust. íslenzkir togarar hirtu yfirleitt ekki karfann fram að þessu, svo að hér var um algera nýjung að ræða, sem átti eftir að valda straumhvörfum f íslenzkum sjávarútvegi. Það má að leiðarlokum undrast yfir því hve mörgu Þörður Þor- bjarnarson kom í framkvæmd og hve margvíslegum verkefnum hann sinnti, ekki hvað slzt vegna þess, að hann gekk sjaldan heill til skógar. Það fór ekki fram hjá samstarfsmönnunum að heilsa hans leyfði oft á tíðum ekki, að hann væri á vinnustað, en hann var þar samt og vildi ekki annað. Bezt naut hann sín fyrr á árum meðan hann gat sjálfur tekið virk- an þátt I fiskiðnaðartilraunum rannsóknastofunnar. Hann var mildur stjórnandi og var það I samræmi við frjálslynd- ar lffsskoðanir. Enda þótt heilsufarið hafi sjaldnast verið sem skyldi, hygg ég þó, að Þórður Þorbjarnarson hafi veriðmikillgæfumaður bæði I starfi sínu og einkalífi. Hann var i hópi forystumanna I sjávarút- vegi og fiskiðnaði á stormasömu framfaraskeiði og hafði sem slík- ur mikil áhrif á þróun mála, sem voru honum hugstæð allt frá æskuárum. Arið 1936 gekk Þórður að eiga Sigríði Þórdfsi, dóttur Arents Claessens aðalræðismanns og konu hans Helgu Þórðardóttur. Þau hjónin eignuðust einn son, Þórð, sem nú er borgarverkfræð- ingur í Reykjavík. Frú Sigrlður eða Bella eins og hún oftast er nefnd, reyndist manni sinum ástúðlegur og traustur lifsföru- nautur, sem engir erfiðleikar fengu bugað, allt til hinztu sam- verustundar. Samstarfsfólk Þórðar Þor bjarnarsonar sendir frú Sigríði og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur, þótt orðin kunni að vera fátækleg þegar svo góður drengur er horfinn yfir móðuna miklu. Geir Arnesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.