Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 Fræðslufundur Verkalýðsráðs Sjálfstæðisílokksins og Málfundafélagsins Óðins. Miðvikudaginn 20. marz kl. 30:30 heldur Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins og Málfundafélagið Óðinn, sameiginlegan fund í Miðbæ við Háaleitisbraut (norðurendi). Dagskrá: Húsnæðismál Framsoguma ður: Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri. Allt sjálfstæðisfólk velkomið á meðan húsrúm leyfir. Austurbær - Norðurmýrl Almennur útbreiðslufundur verður í Templarahöllinni miðvikudaginn 20. marz n.k. kl. 20 30. Ræðumenn verða Albert Guðmundsson borgarráðsmaður, Jóhannes Zoega hitaveitustjóri og ÞóroddurTh Sigurðsson vatnsveitustjóri. Sjálfstæðisfólk í hverfinu fjölmennið og ræðið málefni hverfisins við ofangreinda ræðumenn. HEIMDALLUR SAMTÖK UNGRA SJÁLFST/íÐISMANNA í REYKJAVÍK Stofnun bygglngafélags Heimdallur S.U.S. gengst fyrir stofnun BYGGINGAFÉLAGS fyrir ungt fólk. Stofnfundur verður haldinn fimmtudaginn 20. marz kl. 20.30 í Miðbæ, Háaleitisbraut (norðausturenda). LÖGD VERÐA FRAM DRÖG AÐ LÖGUM FYRIR FELAGIB. STOFNFÉLAGAR HAFA FORGANG í FELAGINU. HEIMDALLUR. Starfshópur SUS um Samelnuðu blððirnar og hiut islands f starfl belrra Fimmti fundur starfshópsins verður haldinn miðvikudaginn 20. marz kl. 20:30 í Galtafell i við Laufásveg Dr. Gunnar Thoroddsen prófessor ræðir um sögulegan aðdraganda að inngöngu fslands i SÞ, umræður um ísland á Yalta-ráðstefnunni og á Alþingi 1 945 og 1 946. Stjórnandi hópsins er Guðmundur S. Alfreðsson stud.jur. s.u.s. Dorgarnes Dorgarnes Sjálfstæðisfólk f Borgarnesi boðar til flokksfundar miðvikudaginn 20. marz kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kynning á fjárhagsáætlun Borgarness fyrir árið 1974. 2. Uppstillingarnefnd skilar tillögu til uppstillingar framboðslista flokksins fyrir hreppsnefndarkosningar 26. maí nk. 3. Önnur mál. Nefndin. SumarbústaÖaland Brotavél Óska eftir að kaupa eða leigja land undir sumarbústað. Vinsamlega hringið í síma 81 284 á kvöidin. Stór brotavél til sölu. Stimplagerðin, Hverfisgötu 50, sími 1061 5. Notið tækifærið Skíðakennsla fyrir almenning daglega frá hádegi til kl. 10 á kvöldin. Hentar jafnt byrjendum sem þeim sem lengra eru komnir. Keppt er í Skálafelli á virkum dögum, en í Bláfjöllum um helgar. Miðareru seldir í öllum sportvöruverzlunum. Skíðasamband íslands. Til sðlu 62 rúmlesta bátur Báturinn er nýkominn úr slipp og er tilbúinn að hefja þorskanetaveiðar strax. Báturinn er í 1. flokks ásigkomu- lagi, með öllum siglinga- og fiskileitartækjum. 7 — 8 þorskanetatrossur, ásamt togveiðarfærum fylgja í kaup- um. Greiðsluskilmálar mjög hagstæðir og útborgun stillt í hóf. Einstakt tækifæri fyrir 2—3 samhenta menn. Skipasalan og skipaleigan, Vesturgötu 3. Einnig 14 rúmlesta bátur í mjög góðu standi með 5 rafmagnsrúllum. Góðir greiðsluskilmálar. Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa. Skipasalan og skipaleigan, Vesturgötu 3, sími 13339. KAUPUM SALTAOAN RAUÐMAGA Upplýsingar um verð, söltun og frágang í síma 51 455. ÍSLENZK MATVÆLI, HAFNARFIRBI HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RIKISINS Mmgm Staða forstööumanns tyrir tæknl dettd Húsnæðlsmálasiofnunarinnar Húsnæðismálastofnun ríkisins auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns fyrir tæknideild stofnunarinnar, sem stofnuð verður á næstunni. Mun teiknistofa stofn- unarinnar starfa innan ramma deildarinnar, sem vinna mun m.a. alhliða að gerð hústeikninga, einnig að gerð burðarþols-, hitalagna-, vatns- og skolplagnateikninga svo og raflagnateikninga. Auk þess fer fram á vegum deildarinnar áætlunargerð vegna íbúðabygginga, eftirlit með byggingaframkvæmdum og leiðbeiningastarfsemi. Þá er einnig gert ráð fyrir því, að þróunar-, könnunar- og fræðslustarfsemi fari að nokkru fram á hennar vegum. Nánari upplýsingar um starfið gefur framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Umsóknir, ergreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist stofnuninni í ábyrgðarpósti fyrir 1 6. apríl nk. Reykjavík, 1 8. marz 1 974, HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RIKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453 Húsmæðrafélag Reykjavíkur í eigið húsnæði HUSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík- ur hefur nú eignazt eigið húsnæði, að Baldursgötu 9. Húsnæðið er að vfsu ekki fullfrá- gengið, ,þar eð segir í frétt frá félaginu, hafa önnur verkefni, svo sem námskeiðahald og fræðslufundir, orðið að sitja nokkuð á hakanum að undan- förnu en nú er ætlunin að bæta úr þessu. Eru fyrirhuguð sýni- kennsjukvöld f matreiðslu mjög bráðlega, og ef til vi 11 verður námskeið í handavinnu eftir páska. Til þess að efla félagssam- starfið verður gerð tilraun með að hafa opið hús einu sinni i viku, á fimmtudögum frá kl. hálf þrjú til hálf sex. Verður þar kaffi á könn- unni fyrir húsmæður og gesti þeirra. Sömuleiðis ætlar félagið að halda hlutaveltu næstkomandi sunnudag og eru félagskonur minntar á, að vel þegið væri að fá nokkra smáhluti í veltuna. Verður tekið á móti munum föstudag og laugardag í þessari viku kl. 3—6 að Baldursgötu 9. Sömuleiðis verður svarað I sima 11410 á sama tima þessa daga. 15 ára piltar stálu 2 bílum TVEIR 15 ára piltar fóru um kl. 14 á sunnudag á bílasölu við Borgartún og ætluðu sér að taka Volkswagen-bifreið til skemmti- aksturs. Hins vegar komu þeir henni ekki i gang og tóku þá aðra VW-bifreið til að draga þá fyrr- nefndu í gang. En með því að þeir voru komnir með tvær bifreiðar, ákváðu þeir að fara á þeim báðum i ökuferð um nágrennið. Héldu þeir sig einkum á Sætúninu og á Kirkjusandi. Er þeir voru á leið til baka, tók annar tvo 12 ára drengi upp í, en missti skömmu síðar stjórn á bifreiðinni, svo að hún valt heila veltu. Féll annar drengjanna út í veltunni, en eng- inn meiddist. Tók ökumaðurinn þá til fótanna til að bjarga sínu eigin skinni. Félagi hans skilaði hinni bifreiðinni á bilasöluna og tók síðan einnig til fótanna. — Nokkru síðar gaf sá, sem velt hafði bifreiðinni, sig fram við lög- regluna og hún hafði upp á félaga hans nokkru síðar. Ekið á kyrr- stæða bíla AÐFARARNÓTT laugardagsins 9. marz sl., kl. 03:30—10:00, var ekið á gráa Volkswagen-bifreið, R-7805, á stæði við Iðufell 6 í Breiðholti og afturstuðarinn hægra megin og hægra afturbrett- ið dældað. Þá var að kvöldi þriðjudagsins 12. marz, kl. 21—23:30, ekið á Cortina-bifreiðina R-37221 á stæði við Irabakka í Breiðholti og vinstra frambrettið og hurð mikið dælduð. Þeir, sem gætu gefið upplýsing- ar um ákeyrsiurnar, eru beðnir að láta lögregluna vita. Peugeotfor- stjóra skilað París. 18. marz, AP. TALSMAÐUR Peugeot bílafyrir- tækisins tilkynnti ’ í dag, að Boisset, sem varyfirmaður útibús fyrirtækisins 1 Argentínu, hefði verið látinn laus úr haldi hjá mannræningjum, sem hand- sömuðu hann 28. desember sl. Mun Boisset vera á leið til Frakk- lands og er sagður við ágæta heilsu. Ekkert hefur verið gefið upp um það, hvort lausnargjald var greitt fyrir forstjórann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.