Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 21 Hernaðar- legt gildi r Islands Framhald af bls. 19. veitt Varsjárbandalagsríkjunum betri aðstöðu til þess að verjast þeim. Þeir þættir, sem gera aðstöðu hér mikilvæga I dag, eru einnig nokkuð gagnkvæmir. Aðstaða hér myndi gera Varsjárbandalaginu kleift að fylgjast með miklu af umferðinni um NorðurAtlants- hafið milli Norður-Ameríku og Evrópu, bæði á og undir yfirborði sjávar. Einnig gæfi aðstaða hér Varsjárbandalaginu möguleika á að trufla þá umferð að verulegu leyti, ef til átaka kæmi. Aðstaða hér myndi einnig gera Varsjár- bandalaginu kleift að trufla eða hindra algerlega lagningu dufla- beltis eins og rætt var um áður og sýnt á mynd 1. Eins og áður var minnzt á, hafa Bandaríkin kafbátastöð I Holy Loch í Skotlandi. Sovétrikin hafa hins vegar enga stöð fyrir eld- flaugakafbáta utan Sovétríkjanna og eru að því leyti verr sett, að eldflaugakafbátar þeirra þurfa að sigla lengri leið til þess að komast í skotmál við Bandaríkin heldur en bandarískir kafbátar til þess að komast í skotmál við Sovétrík- in. Því er að staðaldri stærri hluti af kafbátaflota Sovétríkjanna ut- an skotmáls við Bandaríkin en öfugt. Skotsvæðin eru sýnd á myndur 2a og 2b. Ennfremur þurfa eldflaugakafbátar Sovét- manna, sem ætluð er varðstaða í Norður-Atlantshafinu, að sigla framhjá eftirlitsstöð NATO, þ.e. Keflavíkurstöðinni. Ef Sovét- menn hefðu kafbátastöð á íslandi myndu þeir bæði gera NATO erf- iðara að fylgjast með ferðum kaf- bátanna og stytta siglingatíma kafbátanna til þeirra svæða, sem þeir þurfa að vera á. Aðstaða hér myndi því jafngilda aukningu á kafbátaflota þeirra, þar eð stærri hluti flotans yrði að staðaldri inn- an tilskilinna svæða. Hvert er gildi hernaðarbandalags fyrir ísland? Reynslan hefur sýnt, að þegar ófriðarblika er á lofti er ekkert, sem aftrar herveldi frá því að fara sínu fram, ef það telur hags- munum sínum ógnað, nema mátt- ur annars herveldis, sem er á önd- verðum meiði. Þetta er atriði, sem ekki er vert að gleyma, þegar rætt er um það, hver framtíðarstaða landsins eigi að vera á alþjóða- vettvangi. Þegar taka þarf ákvörðun er nauðsynlegt, að allir valkostir séu athugaðir. Þvi er rétt að athuga, hverjir virðast helztu valkostirn- ir, sem snerta hernaðarlegt öryggi landsins. Eins og er virðast þeir vera: 1. Við getum verið áfram í NATO og: a) haft hér her b) verið án hers. 2. Við getum sagt okkur úr NATO og lýst yfirhlutleysi og: a) reynt að fá alþjóðasamtök eins og Sameinuðu þjóðirnar til að ábyrgjast hlutleysi okk- ar og sjálfstæði b) treyst því, að aðrar þjóðir virði hlutleysi okkar og sjálf- stæði. 3. Viðgetum sagt okkur úr NATO og sótt um upptöku í Varsjár- bandalagið. Valkostur la er sá, sem við höf- um valið, og ef við veljum hann áfram þýðir það áframhald á nú- verandi fyrirkomulagi, sem við jafnframt höfum reynslu af. Að sjálfsögðu er sá fjöldi hermanna, sem hér hefur verið að staðaldri, engan veginn nægilegur til þess að verja landið gegn hertöku án liðsauka, en þessi fjöldi gæti hins vegar tafið hertökuna þar til liðs- auki bærist, en það tæki a.m.k. hluta úr sólarhring. A»uk þess er sú staðreynd, að ekki er hægt að taka landið án árásar á Banda- ríkjaher, öftrun gegn hertöku landsins, þvl að slfk árás myndi að öllum líkindum leiða til gagnárás- ar og stigmögnunar átakanna. Valkostur lb er sá, sem margir hafa haldið fram, að við ættum að velja. Ef við veljum hann (og NATO samþykkir hann) veitir hann vissulega allmikið öryggi, en samt talsvert minna en val- kostur la. Er það einkum af þvi, að þá væri hægt að taka landið herskildi án þess að til vopnaðra átaka kæmi við önnur NATO-ríki, og yrðu þau þá að hafa frumkvæð- ið um að taka landið aftur með hervaldi og taka ákvörðun um, hvort þau vildu hætta á að stig- magna átökin upp I styrjöld. Ef við veldum lb og NATO sam- þykkti það, þá yrðum við enn- fremur að gera það upp við okk- ur, hvort við vildum njóta vernd- ar NATO án þess að láta nokkuð á móti annað en að neita þjóðum utan NATO um aðstöðu. Valkostur 2a er valkostur, sem nokkuð hefur verið ræddur á inn- lendum vettvangi. Hann myndi vera háður því, að Sameinuðu þjóðirnar eða aðrir aðilar vildu ábyrjast það, að við yrðum ekki tekin herskildi. Öryggið, sem þetta myndi veita, væri allmiklu minna en la eða lb veita, því að reynslan hefur sýnt, að ekki er treystandi á alþjóðasamning nema það sé báðum stórveldunum í hag, að samkomulagið sé haldið. Val- kostur 2b veitir ekkert hernaðar- legt öryggi, því að þá gæti hvaða herveldi sem er tekið okkur, hve- nær sem væri. Valkostur 3 felur í sér tvo möguleika, að hér verði her frá Varsjárbandalaginu og að hér verði ekki her frá bandalaginu. Ekki er þó vitað, hvort við gæt- um valið á milli þessara tveggja möguleika, ef við sæktum um upptöku i Varsjárbandalagið. Fyrri kosturinn myndi veita okk- ur nokkurn veginn sama öryggi gegn þvi að vera herteknir af að- ila utan Varsjárbandalagsins eins og nú höfum gagnvart þvi að vera herteknir af aðila utan NATO. Það er að segja, þetta væri eins konar spegilmynd af núverandi ástandi í þessu tilliti. Veldum við þennan kostinn, yrðum við að gera það upp við okkur, hvort við teldum okkur eiga meiri samleið með þjóðum Austur-Evrópu held- ur en Vestur-Evrópu, einkum hvort við vildum vera á öndverð- um meiði við þær Norðurlanda- þjóðir, sem eru í NATO. Jafn- framt því yrðum við einnig að íhuga, hvort líklegt væri, að við hefðum sama sjálfræði i innan- og utanrikismálum, ef við værum innan vébanda Varsjárbandalags- ins, eins og við nú höfum innan NATO. Lokaorð Hér á undan var fyrst rætt um hernaðarlegt mikilvægi íslands. Til þess að undirstrika það mætti benda á, að á síðasta ára- tug mætust bandariskar og sovézkar flugvélar oftar i nágrenni íslands en víðast hvar annars staðar í heiminum. Til stuðnings þeirri skoðun, að mikilvægi landsins fari vaxandi með tilliti til sjóhernaðar, má benda á myndir 3a og 3b, sem sýna aukin umsvif sovézka flotans síðasta áratug. Má segja, að f valdatafli stórveldanna sé island eins og reitur á miðju taflborði. Slíkur reitur fær sjaldan að vera auður lengi eftir að taflið er haf- ið. Hér hefur einnig verið rætt um hernaðarlegt öryggi landsins, þ.e. hvaða áhrif við gætum haft á það, hverjir völduðu þann reit á taflborðinu, sem ísland er. Rætt var um það, hversu auðvelt eða torvelt yrði að taka okkur her- skildi við mismunandi aðstöður. Jafnvel þó að aðstæðurnar væru þannig, að auðvelt væri að hertaka landið, er ólíklegt, að svo færi nema ófriðarblika væri á lofti. Hins vegar er mjög líklegt, að færum við úr NATO, myndu önnur öfl fljótlega fara að seilast til áhrifahérálandi. Auk Varsjár bandalagsríkjanna, sem hefðu hag af því að auka áhrif sín hér, kæmu einnig til greina aðrir aðil- ar, sem ef til vill myndu vilja tryggja sér aðstöðu bæði gagnvart NATO og Varsjárbandalaginu. Hvernig er liklegt, að önnur ríki myndu reyna að seilast til áhrifa hér, án beinna hernaðar- legra aðgerða? Saga kalda stríðs- ins sýnir.að þaðmágera ámarg víslegan hátt, til dæmis með mik- ilvægri efnahags- og tækniaðstoð, með viðskipta- og menningar- tengslum, með því að verja miklu fé til áróðurs innanlands fyrir málstað þess, er áhrifanna æskir, með því að styðja fjárhagslega flokka eða flokksbrot innanlands og síðast, og vonandi sízt hér á landi, með því að finna (eða stofna) hóp ofstækisfullra öfga- manna og styrkja þá til hermdar- verka eða valdatöku með þvi að láta þeim vopn i hendur. Sem betur fer eru þeir fáir ef nokkrir hér á landi, sem fáanlegir væru til slíks, en það þarf heldur ekki stóran hóp til í vopnlausu landi. Það var tilgangur þessarar greinar að benda á þá þætti, sem að áliti greinarhöfundar hafa á- hrif á hernaðarlegt gildi íslands og öryggi okkar. Nú eru þessi mál ofarlega á baugi. Hver sem ákvörðun landsmanna verður á þessu sviði gera víst flestir sér ljóst, að svo mikið er í húfi, að ákvörðunin verður að byggjast á raunsæi og rökhyggju, en ekki óraunsæi og óskhyggju. Gítarkennsla Ódýrir hóptimar. Uppl. í síma 1 6972 daglega kl. 12—14 og 18—20. Bátur tll sdlu 1 5 tonna stálbátur, frambyggður 2ja ára gamall, er til sölu. Báturinn er gerður fyrir togveiðar, netaveiðar, línuveiðar, handfæri, (6 rafmagnsrúllur) og hrefnuveiðar (50 millimetra byssa). Vélin er 120 hestafla Dornan, en Ijósavél Petter. Færanlegur skutgálgi og norskt togspil. Ný grásleppunet og eitthvað af línu getur fylgt. Guðmundur Ásgeirsson, Melagötu 2, Neskaupstað, sími 97-7177. Lokaó til kl. 1.00 í dag vegna jarðarfarar dr. Þórðar Þorbjarnar- sonar. Fiskifélag íslands. UMBOÐ — PLASTUMBÚÐIR Dönsk plastumbúðaverksmiðja, sem framleiðir plast- stampa, plastfötur og plastbikara óskar eftir reyndum og traustum umboðsmanni á íslandi fyrir framleiðsluvörur sínar. í UIMI-PLAST H0RHAVEN 26 • 9000 AALBORG TELEFON 08-13 9535 DANMARK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.