Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 Minning: Dr. phil Þórður Þorbjarnarson Dr. Þörður Þorbjarnarson and- aðist aðfararnótt 12. þ.m. að Vff- ilsstöðum. í byrjun ágústmánaðar sl. hafði hann farið til New York til þess að leita sér þar lækninga hjá hinum færustu íæknum undir handleiðslu Björns læknis bróður síns, sem þar starfar. Er Björn talinn vera meðal allfa færustu lækna þar vestra í handlækningum og nýtur hins mesta trausts meðal starfs- bræðra sinna. Þórður sýndi eindæma þrek í veikindum sínum. Allt var gert, sem í mannlegu valdi stóð, til þess að hann næði heilsu. Nokkur bati fékkst, en eigi til frambúðar. Er nú lokið ævi þessa kjark- mikla manns, sem aldrei lét sér verk úrhendi falla. Hann var sihugsandi um starf sitt og vinnandi fram f rauðan dauðann. ★ ★ ★ Með dr. Þórði Þorbjarnarsyni er fallinn frá einn af merkustu vísindamönnum íslenzkum og einn þeirra, sem mestu hafa fengið áorkað til framfara í fisk- iðnaði Iándsmanna. „Með vísindum alþjóð eflist til dáða“ kvað Einar Benediktsson í Aldamótaljóðunum. Það var hugsjón dr. Þórðar sem ungs manns að leita sér menntun- ar erlendis til þess að starfa að framförum í sjávarútvegi lands- manna. Hann tók B.Sc. próf i fisk- efnafræði við Dalhousie Uni- versity í Ilalifax, Kanada, 1933 og doktorspróf (Ph.D.) í lffefna- fræði frá University College í London 1937. Til námsins hafði dr. Þórður notið styrks frá Fiskifélagi Is- lands, en forseti þess var þá Krist- ján Bergsson. Vegna menntunar sinnar og hugarfars skildi Þórður til fulln- ustu, að rannsóknir og athuganir á framleiðsluháttum, efnivörum, tækni og markaðsmálum eru for- sendur þess, að unnt sé að reka atvinnuvegi í nútíma þjóðfélagi með viðhlítandi árangri. Fáir íslendingar hafa sýnt skilning sinn á þessum undir- stöðusannindum betur í verki en dr. Þórður. Honum var ljóst, að það var engin skömm, heldur þjóðar- nauðsyn fyrir íslendinga að hag- nýta sér erlenda verkkunnáttu og tækni í þágu íslenzkra atvinnu- vega. Um leið skyldi leitað að nýjum leiðum með innlendum rannsóknum, eftirföngum. Árangurinn kynnti hann í fjölda ritgerða. Áhugi dr. Þórðar fyrir starfinu var óbilandi. Fyrst að afla sér þekkingar, fylgjast með nýjung- um f fiskiðnaði víðs veg- ar um heim og síðast, en ekki sízt að kynna starfsemi sína og Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins með prentun og fjölritun ýmissa upplýsinga, sem að gagni mega koma fyrir sjávar- útveginn. Vilji hans til þess að láta gott af sér leiða gerði hann að þeirri hjálparhellu íslenzks sjáv- arútvegs, sem raun ber vitni. ★ ★ ★ Dr. Þórður átti að baki langt og merkilegt starf í þágu íslenzks fiskiðnaðar. FVrst sem forstöðu- maður Rannsóknastofu Fiskifé- lags Islands frá 1934 til 1965 og síðan sem forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, sem er til húsa að Skúlagötu 4, í eigin húsi, svo sem kunnugt er. Við augum mínum og annarra, sem muna eftir því, þegar Efna- rannsóknastofa ríkisins var á ann- an tug ára f skúr á baklóð við Hverfisgötu, blasir nú sú ótrú- lega breyting á starfsemi og hög- um rannsóknastofnana á vegum ríkisins, er orðið hefir á nærri 40 árum. I stað þessarar einu efnarann- sóknastofu, sem starfaði við mjög bágbornar aðstæður, en að vísu með góðum starfsmönnum, Trausta Ólafssyni og Bjarna Jósefssyni efnafræðingum, sem jafnhliða gegndu öðrum störf- um, eru nú komnar margar rannsóknastofnanir: Rannsókna- stofur Háskólans, Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, Rannsóknastofnun iðnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnað- arins að Keldnaholti, rannsókna- stofur sjúkrahúsanna, Hafrann- sóknastofnunin og síðast en ekki sízt Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins. Dr. Þórður veitti hinni síðast- nefndu forstöðu. Hann var í bygg- inganefnd húss rannsóknastofn- ana sjávarútvegsins (Hafrann- sóknastofnunarinnar og Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins) frá upphafi til dauðadags, hátt á þriðja tug ára. Hann var jafn- framt framkvæmdastjóri nefnd- arinnar. Hefur dr. Þórður, ásamt Davíð Ólafssyni fyrrverandi fiski- málastjóra og núverandi banka- stjóra í Seðlabankanum, átt manna drýgstan þátt í því, að hús stofnananna og aðbúnaður allur er jafn glæsilegur og raun ber vi tni. ★ ★ ★ Nú er kyrrstaðan úr sögunni. Alls staðar blasa við framfarirn- ar. Þó held ég, að ég hafi hvergi séð meiri breytingu frá því, sem áður var, en hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Er ánægjulegt að eiga þess kost að fylgja erlendum kaupendum sjávarafurða og for- ystumönnum i fiskiðnaði þangað. Þeir útlendingar, sem þangað hafa komið, hafa undantekninga- laust látið í ljós hrifningu sína yfir aðbúnaði og starfsemi stofn- unarinnar og forstöðumanns hennar og talið hana vera hlið- stæða því, sem bezt þekkist ann- ars staðar. Efnagreiningarvottorð og aðrar skýrslur stofnunarinnar eru hik- laust viðurkenndar af kaupend- um á erlendum vettvangi í sam- bandi við sölur sjávarafurða. Er þetta mjög mikils virði fyrir is- lenzkan sjávarútveg. Dr. Þórður var ætið í nánu sam- bandi við Matvælastofnun Sam- einuðu þjóðanna, F.A.O., og sótti fjölda ráðstefna, sem haldnar voru á hennar vegum. Dr. Þórður beitti sér fyrir þátt- töku Islendinga í samtökum fisk- mjölsframleiðenda, International Association of Fish Meal Manu- facturers (IAFMM). Samtök þessi halda uppi fræðslu um ýmsa framleiðslu fóðurefna og um þró- un markaðsmála með skrifstofu í London. Þá er Félag ísl. fisk- mjölsframleiðenda fyrir atbeina dr. Þórðar aðili að samtökum helztu útflutningslanda fiskmjöls, F.E.O., með aðalskrifstofu í París, en dr. Þórður var frá upphafi frkvstj. Félags islenzkra fisk- mjölsframleiðenda og hvatamað- Ui að stofnun þess. Framangreind samtök fisk- mjölsframleiðenda héldu ráð- stefnu hér á landi árið 1965 og var dr. Þórður aðal forgöngumaður þessara fundahalda, sem þóttu takast svo sem bezt varð á kosið. Dr. Þórður sótti fjölda ráð- stefna um fiskiðnaðarmál og var jafnan meðal þeirra þátttakenda, sem Iétu að sér kveða. Var hann vel metinn og góðkunnur meðal þátttakenda, sem oft voru að miklu leyti hinir sömu ár frá ári. Dr. Þórður var forseti ráðstefnu um vinnslu sjávarafla, sem Verk- fræðingafélag Islands efndi til vorið 1967 að Hótel Sögu í Reykja- vík. Gaf félagið út stóra bók með erindum þeim, sem þar voru flutt, m.a. af dr. Þórði. I bókinni eru einnig prentaðar umræður þær, sem fram fóru á ráðstefnunni. 1 ritinu er að finna meiri fróðleik um íslenzkan fiskiðnað en völ er á annars staðar. ★ ★ ★ Dr. Þórður var fæddur á Bíldu- dal hinn 4. maí 1908. Voru for- eldrar hans Þorbjörn Þórðarson héraðslæknir í Bíldudalshéraði í rúmlega 31 ár og kona hans.Guð- rún Pálsdóttir prófasts í Vatns- firði Ólafssonar. Varð þeim hjónum átta barna auðið, þau eru: 1. Páll framkvæmdastjóri, fyrr- um kaupfélagsstjóri, skipstjóri og landskjörinn alþingismaður 1934—1937. Kvæntur Bjarnheiði Guðmundsdóttur bónda á Ragn- heiðarstöðum Guðmundssonar. 2. Dr. Þórður, kvæntur Sigríði dóttur Arents Claessens stórkaup- manns og aðalræðismanns og konu hans, Helgu Þórðardóttur kaupmanns Guðmundssonar, syst- Ur Slmonar á Hól lögfræðings, föður Guðrúnar A. Simonar söng- konu. Var frú Helga systir Jónu konu Richards Thors. Voru þau systkin afkomendur Guðmundar Þórðarsonar á Hólnum I Hliðar- húsum í Vesturbænum. Hann var lengi bæjarfulltrúi íReykjavik og meðal kunnustu borgara i bænum fyrir hundrað árum eins og Jón útgerðarmaður Þórðarson bréðir hans. 3. Arndis, vann fyrrum á skrif- stofu Fiskifélag Islands. Hún býr nú á Selfossi og er gift Marteini byggingaverkfræðingi Björnssyni byggingafulltrúa þar. 4. Sverrir hagfræðingur. Var hann forstjóri Tryggingastofnun- ar ríkisins, er hann lézt 13. febrú- ar 1970. Ekkja hans er Ragnheið- ur Asgeirs Sigurðardóttir bónda í Möðrudal og víðar Haraldssonar. 5. Guðrún, d. 5. júni 1959. Hún var fyrri kona dr. Brodda Jóhann- essonar skólastjóra Kennaraskól- ans. 6. Björn, lézt fjögurra ára 15. júlí 1920. 7. Björn læknir. Aukaprófessor við Cornell University Medical College í New York. Hann er kvæntur Margaret hjúkrunar- konu, dóttur Johns Brown skóla- stjóra. 8. Kristín, gift Guðmundi Ingva hrl. í Reykjavík Sigurðssyni, skólameistara Guðmundssonar og konu hans Halldóru Ölafsdóttur prests f Kálfholti Finnssonar. ★ ★ ★ Guðrún kona Þorbjarnar læk^iis Þórðarsonar var sem fyrr getur dóttir Páls prófasts í Vatnsfirði Ólafssonar, er prestur var þar og víðar. Hann var alþingismaður Strandamanna 1886—1891. Kona hans var Arndfs Pétursdóttir kaupfélagsstjóra Eggerz og bónda í Akureyjum Friðrikssonar prests Eggerz (Eggertssonar) í Akureyj- um. Móðir Arndfsar var Jakobína dóttir Páls amtmanns Melsteðs og konu hans, Önnu Sigriðar dóttur Stefáns amtmanns Thorarens- sens. Foreldrar séra Friðriks voru séra Eggert Jónsson að Ballará og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir sýslumanns í Búðardal Ketilsson- ar, er fyrstur manna gaf út tima- rit hér á landi (Maaneds-tidender 1773—1776). Magnús var kvænt- ur Guðrúnu Magnúsdóttur prests á Húsavík Einarssonar, alsystur Skúla landfógeta Magnússonar. Arndís Pétursdóttir Eggerz var alsystir Ingibjargar 1. konu séra Magnúsar Bl. Jónssonar í Valla- nesi og hálfsystir Sólveigar konu séra Stefáns-á Völlum í Svarfað- ardal Kristinssonar. Séra Stefán var af Krossaætt i Eyjafirði, náskyldur Snjólaugu Þorvaldsdóttur bónda að Kross- um, konu Sigurjóns Jó- hannessonar bónda að Laxa- mýri. Meðal barna þeirra var Jóhann skáld Sigurjóns- son og Snjólaug kona Sigurð- ar Björnssonar brunamálastjóra í Reykjavík. Sonur þeirra er Sigur- jón lögreglustjóri í Reykjavik. Dóttursonur þeirra Sigurðar og Snjólaugar, sonur Ingibjargar og Sigursteins Magnússonar í Edin- borg, er Magnús Magnússon, sem er meðal vinsælustu fyrirlesara hjá B.B,C. í London svo sem al- kunnugt er. Meðal barna séra Stefáns er Pétur Eggerz kaupsýslumaður, faðir Sólveigar Eggerz listakonu, Kristinn heit- inn læknir, Sæmundur umboðs- sali og Sigríður formaður Kvenfé- lagasambands Islands, gift Birgi Thorlacius fáðuneytisstjóra. Arndís var hálfsystir Ragnhild- ar konu Ölafs læknis Thorlacius héraðslæknis í Berufjarðarhéraði og alþingismanns Sunnmýlinga 1903—1907, er bjó að Búlands- nesi, en þeim hjónum varð 7 barna auðið, þ. á m. voru Sigurður skólastjóri við Austurbæjar- barnaskóla í Reykjavík. Hann lézt 1945. Birgir ráðuneytisstjóri og Kristján ráðuneytisdeildarstjóri og alþm. Sigurður Eggerz fyrrum forsæt- isráðherra, bankastjóri, bæj- arfógeti og rithöfundur, er andaðist árið 1945, og Guð- mundur Eggerz sýslumaður og al- þingismaður, d. 1957, voru synir Péturs Eggerz og síðari konu hans og því hálfbræður Arndfsar ömmu dr. Þórðar Þorbjarnar- sonar. ★ ★ ★ Meðal barna séra Páls í Vatns- firði og Arndfsar voru: Elínborg, gift Guðmundi Theodórs bónda i Stórholti, Guðrún kona Þorbjarn- ar læknis, Ólafur, fyrrum verzlun- arstjöri á Isafirði faðir Páls Ölaf- sonar efnafræði-ngs, Pétur bóndi í Hafnardal, Sigriður, giftist Hann- esi Stephensen verzlunarstjóra og útgerðarmanni á Bfldudal Bjarna- syni, Böðvar kaupfélagsstjóri á Bíldudal, Stefán bóndi i Svansvík, Páll bóndi f Þúfum, Jakobfna Jó- hanna Sigriður, giftist Ágústi verzlunarmanni Sigurðssyni á Bíldudal. ★ ★ ★ Þorbjörn laeknir var fæddur að Laxárnesi í Kjós, sonur Þórðar hreppstjóra, síðar að Neðra Hálsi f Kjós Guðmundssonar og fyrri konu hans, Guðrúnar Guðmunds- dóttur bónda í Þórukoti á Álfta- nesi ísakssonar. Guðmundur bóndi í Laxárnesi var sonur Gísla á Ingunnarstöðum í Kjós Guð- mundssonar Jónssonar lögréttu- manns í Skildinganesi, síðast á Lágafelli. Kona Guðmundar var Guðríður Ottadóttir að Hrólfs- skála Ingjaldssonar. Guðmund- ur var mikill búsýslu- og dugnað- armaður og nefndur hinn ríki. Árið 1802 hlaut hann verðlaun fyrir björgun á mönnum úr sjáv- arháska. Elztur barna þeirra hjöna var Jón, sem gerðist foringi fyrir lif- verði Jörundar árið 1809 og flutt- ist sfðar til Færeyja og kenndi sig þar við fæðingarstað sinn Effersö (Örfirisey), og er mikil ætt frá honum komin þar í eyjunum. Pétur bóndi í Engey, er kvænt- ist Ölöfu Snorradóttur bónda og skipasmiðs í Engey Sigurðssonar, var einn af sonum Guðmundar. Margrét dóttir Guðmundar giftist Þórði dannebrogsmanni Jónssyni á Bakka, og voru þeirra synir Einar prentsmiðjustjóri, faðir Guðjóns prentara föður Bene- dikts G. Waage, sem var forseti I.S.I. um langt skeið, og Pétur á Smiðjuhóli, faðir Sigurðar fanga- varðar, föður Péturs heitins há- skólaritara og fræðimanns, Jóns heitins verkfræðings og slökkvi- liðsstjóra i Reykjavík og þeirra systkina. Verður hér að láta staðar numið í ættfræðinni. Ekki fer það milli mála, að dr. Þórður hefur verið í 13 nánum ættartengslum við fjölda þjóðkunnra manna. ★ ★ ★ Einkasonur dr. Þórðar og frú Sigriðar er Þórður Þórðarson Þor- bjarnarson byggingaverkfræðing- ur, núverandi borgarverkfræð- ingur í Reykjavík. Hann er kvæntur Sigriði Jónatansdóttur hæstaréttardómara Hallvarðsson ar, d. 1970, og konu hans, Sigur- rósar Gísladóttur. Börn Sigríðar og Þórðar yngra eru: Sigriður Þórdis, Jónatan og Þórður, enn í æsku, á aldrinum 8 til 14 ára. I hinum erfiðu og langvarandi veikindum dr. Þórðar veitti frú Sigrfður kona hans honum alla þá hjúkrun og aðstoð, sem fórnfús eiginkona megnar að veita. Hún tók fullan þátt i starfi hans, von- um og vonbrigðum. Auðsýndi hún þá fórnfýsi, sem er fegursti þátt- ur mannlífsins á jörðu hér. Minning dr. Þórðar, hins dug- mikla vísindamanns og brautryðj- anda, verður í heiðri höfð hjá öllum, sem honum kynntust, eins lengi og þeim endist aldur, og nafn hans mun varðveitast i sögu islenzkra atvinnuvega. Sveinn Benediktsson. Þórður Þorbjarnarson dr. phil var einn af beztu og mikilvirkustu vísindamönnum hér á landi, og margar rannsóknir hans og niður- stöður höfðu hagnýt áhrif á fram- kvæmdir og stefnu f þeim at- vinnugreinum, sem hann vann fyrir, einkum í fiskiðnaði. Sam- verkamenn hans, sem þessum hnútum eru kunnugastir, gera sjálfsagt grein fyrir rannsóknum hans og fjölda ritgerða um þær, sem ekki eru mitt meðfæri. Ég þekkti Þórð um árabil, er við vorum næstu nágrannar bæði á heimilum okkar hér suður i Star- haga og lengi á skrifstofum okkar i Skúlagötu. Þegar Ríkisútvarpið var komið f húsnæðisþrot, fékk það inni i nýju húsi þeirra fisk rannsóknamanna, sem þá var ver- ið að ljúka, en Þo'rður fór þá með stjórn þessara framkvæmda. Rík- isútvarpið fékk þarna hagstæða aðstöðu og var alltaf góð sam- vinna milli þessar stofnana. Dr. Þórður Þorbjarnarson var ekki einungis sérfræðingur f þeim rannsóknum, sem hann stundaði, heldur var hann víða heima á öðrum sviðum. Hann las nýjar bækur, hann ræktaði garð sinn, hann veiddi lax, hann hafði áhuga á fuglum og fuglalífi. Hann undi sér i sumarhúsi þeirra hjóna austur við Þingvallavatn. Hann var einnig víðförull maður og þurfti oft að fara utan i rann- sókna- og samningaerindum og hafði mikið samband við erlenda fræðimenn, sem einnig komu hingað á hans vegum og nutu gestrisni þeirra hjóna. Hann var fremur fáskiptinn maður um þau mál, serri honum þóttu ekki á sinu sviði, en ein- dreginn i skoðunum á áhugamál- um sinum. Hann var viðræðugóð- ur og kunni á mörgu skil, vin- gjarnlegur og lét sér mjög annt um þá, sem hjá honum eða með honum unnu, sjentilmaður i allri framgöngu. Dr. Þo'rður var kvæntur hinni ágætustu konu, Sigriði Claessen, og er hús þeirra fagurt, reykvískt heimili. Sonur þeirra er Þórur Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræð- ing ur. Þetta eru að leiðarlokum ein- ungis fáein persónuleg orð okkar nágrannanna um langa viðkynn- ingu og ánægjulega og til að minnast manns, sem var forustu- maður í fræðum sinum, áhrifa- maður í fslenzku atvinnulífi og góður vinur, sem eftirsjá og sjón- arsviptir er að. Vilhjálmur Þ. Gfslason. I dag verður til moldar borinn dr. Þórður Þorbjarnarson, for- stöðumaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, en hann lézt að Vífilsstöðum aðfararnótt þriðjudagsins 12. marz, eftir löng og erfið veikindi. Þórður fæddist á Bildudal 4. mai 1908 og voru foreldrar hans Þorbjörn héraðslæknir þar Þórðarson, hreppstjóra og útvegs- bónda að Hálsi í Kjós og kona Framhald á bls. 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.