Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 — Dr. Róbert A. Ottósson Framhald af bls. 10 frú Abraham. Ég vísaði fólkinu til stofu og hvarf. Mig grunaði ekki þá hvaða áhrif þessi maður ætti síðar eftir að hafa á líf mitt, en myndin af þeim mæðginunum greyptist í huga minn, og sé ég þau ennþá ljóslifandi fyrirmér. Árið 1947 var seinni Utvarps- kórinn i Reykjavfk stofnaður. Róbert Abraham var stjórnandi hans meðan hann starfaði, og söng ég í kórnum allan þann tíma. Þau ár með Róbert réðu úrslitum uin það, að ég lagði út á söng- brautina. Það var fámennt en góð- mennt f Utvarpskórnum, og segja má, að hópurinn hafi verið eins og samhent fjölskylda meðan hann starfaði. Og ótrúlega fjölbreytta tónlist sungum við, enda elja og vinnugleði söngstjórans fágæt. Eiginkona Róberts, Guðriður Magnúsdóttir, var með okkur í Utvarpskórnum, og bundumst við þar sterkum vináttuböndum. Skyldi nokkur maður hafa verið jafn vel giftur og Róbert? Ég efast um það. Guðriður, sú góða kona, hafði einstök, sefandi áhrif á hann, tók þátt í gleði hans, bar með honum þungar stundir og var alltaf til taks þegar á þurfti að halda. Hún var honum ómissandi og enginn vissi það betur en Rób- ert, sem mat hana meir en nokkra aðra mannsekju. Róbert var mjög tilfinninga- næmur og á yngri árum sínum var hann oft fljótur til geðbrigða. Hann þoldi ekki misþyrmingu á tónlist og hvort sem hann vann við æfingu, upptöku eða jafnvel konsert, átti hann það til að slá af og byrja á nýjan leik ef eitthvað það kom fyrir, sem hann sætti sig ekki við. Á hinn bóginn varð hann svo glaður ef vel var gert, að hann gat lagt frá sér sprotann og tárazt. En hann var alltaf fullur af lffi, áhuga, vinnusemi og krafti og um- fram allt ást á viðfangsefninu. Hann var stjórnandi af guðs náð. En hann vissi bezt sjálfur, að eng- inn stjórnar af guðlegum inn- blæstri einum saman. Hvernig hann vann, lærði og kunni allt, sem við kom hverju því tónverki, sem hann stjórnaði, vita allir, sem með honum hafa starfað fyrr og siðar. Virðinguna, sem hann bar fyrir tónbökmenntunum miðlaði hann okkur, sem hann mótaði. Ég ætla ekki að telja upp þau fim, sem Róbert hefur unnið og afrekað á ævi sinni. Það er svo margþætt og rismikið, að furðu sætir. En mig langar til að þakka honum fyrir hve mannlegur hann var og ótrúlega hjartahlýr. Hann elskaði fjölskyldu sina og varljúf- menni á heimili. Hann virti eldra fólk, móður sína annaðist hann af stakri umhyggju meðan hún lifði, og hlýrra samband en ríkti milli hans og tengdaforeldra hans hef ég aldrei þekkt. Föður mfnum veikum sýndi hann einstaka góð- vild, ræktarsemi og trygglyndi. Sjálf á ég honum svo ótal margt að þakka. Hann studdi mig mín fyrstu spor á söngbrautinni, og síðar ótal önnur. Hann var kennari minn í tónlistarnámi, leiðbeinandi i kennslu og kór- störfum, og bar föðurlega um- hyggju fyrir öllu mfnu starfi. Vinátta okkar var djúp og stóð af sér margvísleg veðrabrigði lífs- ins. Það eru margir, sem gráta Róbert í dag. Allir, sem hafa sungið með honum, lært hjá hon- um, unnið með honum að hvers kyns störfum, sakna hans sárt.En það er fyrst og fremst Róbert sjálfur, sem við syrgjum, maður- inn með glettnina í augunum, fjörið, áhugann, sorgina, gleðina og ástina til okkar allra. Það var hann, sem við misstum. Eg bið Ástkær faðir okkar ■ KARL ÞÓRHALLSSON, Njálsgötu 1 3 b, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. marz kl. 3 Ásgeir Karlsson, Haraldur Karlsson, Guðrún Karlsdóttir, Kristján Jónsson, Þórhalla Karlsdóttir, Jóhann Eymundsson, Sigríður Karlsdóttir, Einar Pétursson, Kristm Karlsdóttir, Alvar Óskarsson, Hjördfs Karlsdóttir, Sigurður Bjarnason, Fjóla Karlsdóttir, Gisli ísleifsson, Þórdís Karlsdóttir, Jón B. Ingimundarson. Hjartkær eiginkona min, móðir okkar, dóttir og systir, MARGRÉT AUSTMANN JÓHANNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. marz kl. 3. Ómar Pétursson, Helena og Sigrún Ómarsdætur, Þórhalla Karlsdóttir, Jóhann Eymundsson, Ulfhildur Þorsteinsdóttir, PéturÁrnason og aðrir ættingjar. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SVANHILDAR BOGADÓTTUR, Stigahlíð 6. Helgi Gíslason, börn, tengdaborn og barnabörn. t Frænka mín, UNA GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist að Hrafnistu 1 8. marz. Kristin Benjamínsdóttir. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð við andlát og jarðarför systur okkar, KRISTÍNAR SVEINSDÓTTUR, Hafnarfirði. Guðríður Sveinsdóttir, Bótólfur Sveinsson, Jónatan Sveinsson, Sigurjón Sveinsson. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, FRIÐGEIRS JÚLÍUSSONAR, Ránargötu 1 2. Finney Kjartansdóttir, Sigurborg Friðgeirsdóttir, Eggert Jósefsson, Edda Friðgeirsdóttir Kinchin, Eric Kinchin. t Okkar beztu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vinsemd og samúð við fráfall og jarðarför móður okkar ELÍNRÓSAR BENEDIKTSDÓTTUR, Smáratúni 2, Keflavik. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Keflavikur, fyrir frábært starf kærleika og hlýju við móður okkar meðan hún var i Sjúkrahúsinu. Börnin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, ÓLAFS S. ÓLAFSSONAR, Gunnarssundi 1, Hafnarfirði. Eiginkona, börn, tengdasynir, barnabörn, bróðir og mágkonur. t Það tilkynnist ættfólki og vinum, að bróðir okkar SVEINBJÖRN HALLBJÖRNSSON lézt í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 17/3 s.l. rúmlega áttatíu ára að aldri. Útför hans fer fram í Kaupmannahöfn næstkomandi miðvikudag. Heimilisfang sonar hans, Erik Hallbjörnsson, er: Gammelgárdsvej 16 Farum, Danmark. Þuríður Hallbjörnsdóttir, Páll Hallbjörnsson, Kristey Hallbjörnsdóttir, Cæsar Mar Hallbjörnsson, Sigrún Hallbjörnsdóttir, Oddur Hallbjörnsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðír og afi ÁGÚST BJARNASON, frá Hraunmúla, Laugavegi 27 B, Reykjavik, sem lézt 14. marz sl. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtu- daginn 21. marz kl. 13.30 Þeir, sem vildu minnasf hins látna er bent á líknarstofnanir Svava Lúthersdóttir, Hermann S. Ágústsson, Sólveig 1. Gunnlaugsdóttir, Elínbjörg J. Ágústsdóttir, Rúnar Ingi Finnbogason, Bjarni J. Ó. Ágústsson, Ásta M. Marinósdóttir, Kristín Th. Ágústsdóttir og barnabörn. Lokað 1 úag. mlðvlkudag, vegna útfarardr. Þórðar Þorbjarnarsonar. Lokað 1 dag 20. mars fyrir hádegi vegna jarðarfarar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðaríns. Hafrannsóknastofnunin. Guðríði, einkasyninum Grétari Ottó og Magnúsi tengdaföður guðs blessunar. Og Róbert þökkum við allt Þuríður Pálsdóttir. Með dr. Róbert Abraham Ottós- syni er horfinn einhver svipmest- ur persónuleiki þessara daga. Hann var allt i senn: hinn fæddi snillingur, fágætur kennari og elskulegur vinur. Um slfka finnst oss jafnan þeir dvelji of stutt. Hitt ber að þakka, að vér skyldum hafa þá hamingju að njóta um hríð útvalins afreksmanns og öðlings, enda skarð hans að því skapi vandfyllt sem hann var aldrei einhamur. Dr. Róbert fæddist í Berlín 17. mai 1912. Hann lauk stúdents- prófi frá Falke Realgymnasium í fæðingarborg sinni 1931, en stundaði síðan nám við heim- spekideild Friedrich Wilhelm-há- skólans þar í borg. Hann nam tónlistarfræði við Staatliche Akademische Hochschule fúr Musik i Berlín árin 1932 til 1934, er hann hélt til Parísar, þar sem hann hafði tónsmfðar og hljóm- sveitarstjórn að aðalnámsgrein- um. Veturinn 1934 til 1935 dvald- ist hann f Kaupmannahöfn og starfaði þar m.a. víð stjórn sinfóníuhljómsveitar. Hann flutt- ist til íslands haustið 1935, settist að á Akureyri og kenndi við Tón- listarskólann þar. Eftir að hann fluttist til Reykja- víkur var hann kennari við Tón- listarskólann, og kenndi einnig við Barnamúsíkskólann í Reykja- vík. Hann var einn af stofnendum Söngsveitarinnar Fílharmóníu, og leiðtogi hennar og stjórnandi æ síðan. Margsinnis stjórnaði hann Sinfóníuhljómsveit íslands og sömuleiðis óperuflutningi í Þjóð- leikhúsinu. Veturinn 1956 til 1957 stjórnaði hann Sinfóniuhljóm- sveit Berlfnar og árið 1962 fór hann fyrirlestra- og hljómleikaför til ísraels. Hann tók við embætti söngmálastjóra þjóðkirkjunnar árið 1961 og stofnaði skömmu síð- ar Tónskóla þjóðkirkjunnar, sem brautskráir kantora og menntar kirkjuorganista. Ötull í starfi ferðaðist hann um land allt, þjálf- aði kóra og hélt kórstjórnarnám- skeið. Hann var afar nákvæmur t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir GUÐMUNDUR HANNESSON frá Móhúsum, Stokkseyri, andaðist á Hrafnistu sunnudag- inn 1 7. marz. Stefanía Sigurðardóttir, börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, SIGURÐAR BREIÐFJÖRÐ ÞORSTEINSSONAR Sérstakar þakkir færum við tengdafólkinu fyrir alla þeirra miklu aðstoð Guð bléssi ykkur öll Guðlaug Kristjánsdóttir og börnin. t Innilegar þakkir fyrir samúð, vin- semd og hlýhug við andlát og útför, INGIBJARGAR KRISTÍNAR FINNSDÓTTUR, frá Garðsenda. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og systrum á St. Fransiskurspítalanum í Stykkis- hólmi fyrir frábæra umönnun og hlýju sl. 3 ár Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.