Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 33 Halldór Jónsson, verkfræðingur: Stjórnlaus óðaverðbólga — verð- hrun peninga — félagslegt ranglæti Er Byggingarsjóður yfirborgunarsjóður iðnaðarmanna? Um verðbólgu Tiltölulega aðvelt er að leiða rök að þvi, að lifskjör Islendinga hafa batnað undanfarna áratugi um nær 3% á ári. Þetta er hinn svokallaði hagvöxtur. Hann er raunveruleg lifskjarabreyting vegna tækniframfara að frádreg- inni verðbólgu. Öll lönd hins frjálsa heims búa við verðbólgu á mismunandi stigi. Verðbólgan í Brasilíu um miðjan áratuginn 60—70 fór yfir 100% á ári. A Islandi var hún 15—20% flest sömu ár, en náði 30 % á ársgrund- velli okt—des 1973. Ekki eru talin nein líkindi til þess að hún sé að hægja á sér og jafnvel búast margir við íslandsmeti nú á merkisárinu 1974 Nýlega var vikið að áhrifum verðbólgu á þjóðfélög í brezka blaðinu „The Economist". Þar var bent á, að engin þjóð, sem hefur búið við yfir 20% verðbólgu um lengri tima, hefur haldið lýð- ræðisskipulagi. Filipseyjar þoldu um 20% verbólgu ára- tuginn 60—70, en hafa nú misst lýðræðið. íslendingar halda einir velli óðaverðbólguríkjanna og eru þannig hálfgert undur að þvi að manni skilst á hinu brezka blaði. Það er eitt einkenni verðbólgu, að það er eins og hún ali sjálfa sig. Þess meiri sem hún verður, þess meiri tilhneigingu hefur hún til þess að vaxa. Hér um veldur það, að menn fara i kapphlaup innbyrðis og ákveða að láta ekki sinn hlut eftir liggja, hvað sem það kostar. Tómas hefur bent á það, að hjörtum mannanna svipi saman í Súdan og í Grímsnesinu. Þurfum við ekki að leiða hugann að því, hvað getur gerst hér, haldi verð- bólgan áfram að vera 30% á ári. Þrátt fyrir sjálfsrómaða friðsemi okkar íslendinga er mér til efs, að við hegðum okkur öðruvisi sem einstaklingar í kerfi en annað fólk, ef ytri aðstæður verða öfga- kenndar. Svarið við slikum aðstæðum hefur svo oft orðið vinstri eða hægri fasismi. I raun- inni upplifðum við uppgjöf lýð- ræðisins í smækkaðri mynd, þegar siðasta vinstri stjórn hafði spilað rassinn úr buxunum 1958 og minnsta flokknum undir for- sæti Emils var falið að rétta skip- ið við. Þá stóðum við frammi fyrir því, að verðbólgan myndi fara úr böndum að óbreyttu ástandi. Með skynsamlegum ráðstöfunum tókst þá að snúa hjólinu aftur á bak. Með markaðs- og athafnafrelsi komst nokkur bati á. Nú höfum við haft vinstri stjórn aftur í nærri 3 ár og sagan virðist vera að endurtaka sig. Aðeins er ekki víst, að úrspilið verði eins gæfu- legt og þá. Það er athugunarvert að i sumum löndum, þar sem hægri fasismi er við völd, studdur af markaðs- og athafnafrelsi, þá hefur orðið efna- hagslegur bati og lifskjör þegn- anna hafa raunverulega batnað. Nægir að nefna Brasiliu og Grikk- land. Vinstri fasismanum hefur hins vegar yfirleitt gengið verr í sinum löndum. Yfirskipulagning þeirrar stefnu virðist drukkna i sjálfri sér. Má benda á Kúbu, Chile Allendes, Sovétrikin o.s.frv. Nú tel ég að meirihluti Islend- inga sé andsnúinn fasisma, bæði vinstri og hægri og er það vel. En það má benda á það, að til fasisma er yfirleitt ekki gripið, fyrr en hinir lýðræðislegu efnahagsmála- afglapar eru búnir að sigla í strand. Þeir hafa venjulega skap- að forsenduna fyrir valdatöku þrælapískaranna. Hverjir settu Hitler á lappirnar nema efnahags- afglapar vesturveldanna? Lenin og byltingin hefðu ekki komið til, hefði zarinn og hans menn ekki verið þau fífl sem þeir voru. Og þannig mætti telja. Svo getur maður skoðað í eigin barm. Brasilía og við Eitt mesta efnahagslega undur veraldar á sér nú stað i Brasilíu. Eftir algert hrun kom festa í stjórn efnahagsmála. Fljótandi gengi, verðtrygging fjárskuld- bindinga, bæði launa, sparifjár og lána, ásamt með markaðs- og at- hafnafrelsi, leiddi Brasilíu á minna en áratug til mesta hag- vaxtar sem nú þekkist i heimin, um — yfir 10% á ári. Og vel að merkja geysilegra kjarabóta al- mennings. Verðbólgan er komin úr meira en 100% um miðjan síðasta áratug niður fyrir 15%. Utflutningur hefur vaxið risa- skrefum, t.d. tvöfaldaðist hann 1973 frá 1971. Þó kunnu Brasilíumenn, fyrir hrunið, alla kúnstir í niður- greiðslum, verðlagsstýringu, verkföllum o.þ.h. En það kostaði þá endalok þess sem við myndum kalla lýðræði að draga lærdóm af lexíunni. En við? Þurftum við að læra eða kunnum við allt? Hvað erum við nýbúnir að ,,semja“ um í kjaramálunum? Nokkuð annað en aukinn kaup- mátt atvinnutekna og alhliða efnahagslega framfaratíma? Er breyting hugsanleg? Þegar maður hefur virt fyrir sér gang samningamála um skeið, þá vilja sækja að manni ýmsar hugrenningar. Verkfall hér, verk- fall þar. Langur timi líður milli þess sem samningar eru gerðir og farið er að vinna að þeim næstu,— hvað þá að hinir gömlu séu kláraðir, eins og t.d. linumál- ið. Síðan er rokið til og öll mál á að leysa á kappvökufundum á skömmum tima, helzt með verk- fall yfirvofandi eða áskollið. Nú hafa ríkisafskipti af samn- ingum aukiztmjögí tíð núverandi ríkisstjórnar. Hún hefur bæði gripið beint inn í kjaramál eins og með vinnutímastyttingunni, or- lofsbreytingum o.fl., auk þess sem hún hefur verzlað við annan samnings aðilann um skattlagn- ingu hins, rétt eins og hann væri ekki til. Þegar svo er komið, þá virðist það hafa harla lítinn til- gang að Vinnuveitendasamband- ið, sem búið er að svipta öllum ríkisfyrirtækjunum, sé yfirleitt samningsaðili um taxtamál, þó að það dútlaði áfram við smáatriði eins og það hversu mörg prósent af vinnutímanum launþeginn skuli vinna, hvað hann eigi að fá að borða o.s.frv. Enda i sjálfu sér eðlilegt að mönnum sé i sjálfsvald sett fyrir hvað þeir vilja minnst vinna, ef hægt er að útiloka kúg- un og einokun starfsgreina og landssvæða. Þegar svona er kom- ið, virðist einfaldara að reyna eftirfarandi leiðir: Alþingi ákveði hver skuli vera lágmarkslaún i landinu og hvern- ig þau skuli verðbætt. Alþýðusam bandið, sem hafi sem allra flesta launþega innan sinna vébanda, raði félagsmönnum sínum i hlut- fallslega launaflokka við lág- markslaun. Séu það þá gildandi taxtar og verðbættir eins og lágmarkslaun. Framboð og eftir- spurn sé síðan látin ráða því, hvort greidd séu hærri laun en þessi. Samtök vinnumarkaðarins semja um fyrirkomulagsatriði gegn vinnuaflsforgangi, en eng- inn sé skyldur að vera i samtök- um né starfréttindi heft þannig. 2. Allt sparifé skal verðtryggt á sama hátt og lágmarkslaun. Ut- lansvextir miðist við verðlas- þróun og sem flestar fjárskuld- bindingar séu þannig verðtryggð- ar. (Þannig mætti efla bygginga- sjóð, hækka og lengja lán hans í stað þess að brenna eigum hans stöðugt og ala þannig á van- hugsuðum verðbölguspekúlasjón- um almennings.) Fullt tillit til verðbölgu sé tekið við skattlagningu einstakhnga og félaga og miðist við það fremur að ýta undir sparnað og fjárfestingu en að lama athafnaviljann. Rikið hagi framkvæmdum sínum frem- ur eftir þannig fengnu ráðstöfun- arfé en með núverandi óskalista- kerfi. Neikvæður tekjuskattur leysi fjölskyldubætur og elli- styrki af hólmi. Gengi skal lag- fært oft en smærra í einu til þess að forðast lostaáhrif. Allt verð- lagseftirlit og niðurgreiðslur hverfi og markaðurinn þannig lát- inn finna jafnvægi sitt, þó einokunareftirlit sé strangt. 3. Fjármagnsflutningar til og frá landinu verði frjálsir, en e.t.v. undir eftirliti vegna innrása er- lends stórfjár í einokunarskyni. Litið verður maður var við það, aðhinir„ábyrgu“ stjórnmálamenn séu farnir að gefa verðbólgunni meira en hornauga, enda trúir stór hópur fólks því að það græði á henni. En það er blekking í flestum tilfellum, þó að þeir sem með völdin fara i bankakerfinu hafi stundum getað nælt sér i drjúgán aukabita. En endanlega verður almenningur að borga slík ævintýri með verri lífskjörum. Mismununin Annars finnst manni þetta stríð um það, hvort verzlunar- maðurinn eða verkamaðurinn á að hafa 160 kr. á klukkutíma eða 200 dálitið tilgangslaust. Það er nefnilega kominn dálítið stærri ósamhljómur í kerfið, vegna þess að markaðskerfinu er leyft að starfa sums staðar en annars stað- ar ekki. Kunningi minn einn sýndi mér á dögunum tölur um kaup iðnaðarmanna hjá stærstu byggingafyrirtækum landsins. Dagvinnukaup þeirra reiknað frá uppmælingatöxtum reyndist sem hér segir: (Þeir hafa nú fengið um 30% hækkun!) Trésmiðir kr. 497 pr. klst., málarar 679 kr. pr. klst., múrarar kr. 555 pr. klst. Þetta kemur í sjálfu sér engum á óvart sem er sjálfur að byggja. En það má líka athuga það, að málmiðnaðarmaður, t.d. vélvirki eða bifvélavirki, sem undanfarið hafa ekki unnið undir 30% yfir- borgun á taxtakaup (verkfalls- laust! Aðeins markaðskerfið í starfi) höfðu með 30% yfirborg- un 262 kr. pr. klst. í dagvinnu. Og þetta eru engu að siður fagmenn en byggingariðnaðarmenn. Væri vinnuliður áætlaður 40% af byggingakostnaði, þá væri vinnuliður byggingafagmanna kr. 1.600.000 af 4ra millj. kr. íbúð. Þar eð tímakaup byggingar- iðnaðmanna er um 100% hærra en málmiðnaðarmanna með 30% yfirborgun, þá er þarna um að ræða 800.000 kr., sem fara í yfir- borgun á byggingariðnaðarmönn- unum umfram málmiðnaðar- menn. En þessi upphæð samsvar- ar sem næst húsnæðismálaláninu. Niðurstaða. Ef menn hefðu byggt húsin á dagvinnukaupi málmiðnaðarmanna með 30% yfirborgun, þurfti ekki að lána tólfhundruð milljónir úr bygg- ingasjóði, sem í dag virðist því miður aðeins vera yfirborgunar- sjóður byggingariðnaðarmanna. Hér skal ekki lagður dómur á það, hvórt máimiðnaðarmenn hafa of lágt kaup eða byggingariðnaða- menn of hátt. Allavega virðast verkamenn og verzlunarmenn hafa hlutfallslega lægra kaup en þessir aðilar. Meðalháskólamaður hefur 380 kr. pr. klst. — málarinn 680 kr. Eru verkamenn og verelunarmenn þá ofaldir á um 200 kr.? Er ekki nauðsynlegt að leyfa markaðskerfinu að starfa líka meðal verzlunar- og verkamanna? Getur verkalýðsforystan ekki náð meiri árangri fyrir sitt fólk með svolitlu hugmyndaflugi en með því að rótast eins og naut í flagi og etja sinu fólki í verkföll, sem enginn hefur í rauninni ráð á? Markaðs- frelsi Það er staðreynd, sem gengur í gegn um alla veraldarsöguna, að hvenær sem menn hrófla við lög- máli framboðs og eftirspurnar, þá gefst það illa. Verðlagsákvæði Danakóngs á fiski sköpuðu ein- okunarverzlunina og gerðu hana svo þungbæra fyrir okkur. Markaðsfrelsið hefur hins vegar fært okkur lífskjarabætur siðustu ára, með verðhækkunum fisks á Bandarikjamarkaði. Megum við ekki vera þakklát fyrir að það er engin verðlagsnefnd i Banda- ríkjunum, þó að sjálf getum við ekki lifað án hennar? Diocletian velti Rómaveldi með markaðsþvingunum sinum og verðlagsstjórn. Lúðvík hefur verið að smá drepa hluta atvinnu- lífsins með misþyrmingum sínum á þessu lögmáli i gegn um verð- Iagsnefnd. En honum láist að gæta að því, að um leið rýrir hann atvinnuskilyrði launþeganna sem hann annars segist elska. Þau störf, sem Ormsson o.fl. höfðu að bjóða, er bara ekki lengur í boði. Flest virðist um þessar mundir benda til þess að Islendingar telji hag sínum betur borgið ofanað- stýrðu samkeppnislausu efna- hagskerfi en í markaðskerfi. Enda þau öfl við völd sem að sliku styðja. Tízkutal, eins og að það sé sáluhjálp i þvi að sameina svo sem 2 ríkisbanka, bendir til þess að menn reyni litt að skilja hismið frá kjarnanum. Enda er okkur varla vorkunn, þar sem heil kyn- slóð hefur alizt upp við það, að það sé óumbreytanleg staðreynd, að sparifé á hæstu vöxtum rýrni um helming á 7—10 árum. Rikis- valdið leggur skatt á hverja krónu atvinnuveganna eins og hún hafi verið króna í árslok en ekki þeir 70—80 aurar sem hún er, og leyf- ir sjálfu sér okurlánastarfsemi spariskírteinanna á meðan það sektar aðra fyrir svipaða starf- semi. Er þá nokkur furða, þó mönnum verði tiðrætt um fjár- skort og hafi ekki önnur úrræði en koma saman og gera samþykkt- jr um að ríkið skuli útvega fjár- magn í þetta og hitt. Og gera svo aðra samþykkt daginn eftir um að skattar verði að lækka. Þriðja samþykktin er svo að kaup skuli stórhækka. Hér þyrfti ekki að ríkja fjár- magnsskortur ef fólki væri sýnd sanngirni og verðbólga myndi hjaðna ef fólkið sýndi af ábyrgðartilfinningu á móti. En hug^unarhátturinn breytist með vexti verðbólgunnar og er nú að komast á lokastigið, — að allir gefi frat í allt og hugsi aðeins um að sprengja upp sitt kaup án til- lits til annarra. Enda hafa þing- menn, ráðherrar og ríkisvaldið markað leiðina. Óneitanlega eru margar blikur á lofti í efnahagsmálum heimsins. Vöruskiptajöfnuður olíuinnflutn- ingslandanna snýst á verri veg, en olíuframleiðslulöndin geta ekki líkt þvf torgað sjóðum sfnum. Eitt svar kaupendanna, vilji þeir forð- ast kreppu, er að auka fjárfesting- ar sínar f stað neyzlu og hreinlega að fá féið að láni hjá Aröbunum. Þannig geta þessar þjóðir haldið áfram hagvexti og átt samt fyrir skuldum. Og í rauninni er þetta eina von Arabanna til þess að fá annað borgað en mislitan verð- lausan pappír. Maður skyldi ætla að Islending- ar þyrftu ekki mjög langan tíma til þess að átta sig á söðunni. Miklir fjárfestingarmöguleikar hér —, miklir peningar þar. Ætli það væri ekki nær að hafa sendi- herra í Saudi-Arabíu en í Kaup- mannahöfn? En það er sjálfsagt til lítils að tala um þetta í okkar hefðbundna landi, þar sem fjórðungur mannaflans er bundinn við opin- bera stjórnsýslu. En það svarar til þess að hver fjölskylda hafi um- sjónarmann í kerfinu. Til Hvers vantar þá almenning umboðs- mann? Hins vegar er nauðsynlegt að við gerum okkur ljóst hvert við erum að stefna. Stjórnlaus óða- verðbólga, til aðgreiningar frá stýrðri verðbólgu, er ekki bara verðhrun peninga. Hún er félags- legt óréttlæti og upplausn sam- félagsins, sem venjulega hefur leitt til þess að þjóðir hafa misst það sem þær sízt vildu —, frelsi einstaklingsins. Það er full ástæða til þess að við reynum að átta okkur á því, hvernig við ætlum að bregðast við, fari verðbólgan að stefna á 100% á ári. Verður mögulegt að halda uppí lýðræðiskerfi við þær aðstæður? Ef ekki, hvað þá? Aðgerðarleysi og fyrirhyggju- leysi mun ekki leysa vandann ef að honum kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.