Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 7 f umræðum manna á meðal um fiskeldi er oft vitnað til silungseld- is í Danmörku. Þetta er eðlilegt, þvi að Danir hafa byggt á þessu sviði upp verulega atvinnugrein, enda standa þeir þar fremst Norð- urlandaþjóða, þó að víðar væri leitað Skýring þess, hve Dönum hefur vegnað vel I fiskeldi, er m.a. fólgin í því, að þeir búa við hentug náttúru- og framleiðsluskilyrði, lega landsins er hagstæð gagnvart mörkuðum, að ógleymdu því sam- starfi og þeirri reynslu, sem Danir hafa öðlazt i silungseldi i rúmlega 80 ár. Óþarft er að minna á, hvað Danir eru duglegir og hæfir bú- menn; um það vitnar landbúnaður þeirra. 700 FISKELDISSTÖÐVAR Um 700 eldisstöðvar eru í Dan- mörku, er framleiða árlega um 1 2 milljón kiló af silungi aðallega regnbogasilungi, sem seldur er til rúmlega tuttugu landa. Danir fá í gjaldeyristekjur vegna þessa út- flutnings árlega jafnvirði um 1 300 milljónir islenzkra króna. Er greitt sem svarar til um 112 islenzkra króna fyrir hvert kiló af regnboga- silungi. Stærstu viðskiptalönd Dana eru Vestur-Þýzkaland, en þangað fór um helmingur út- flutnings þeirra árin 1971 og 1972, Belgia og Luxemborg, sem keyptu 1 9% fyrrnefnd ár, og Bret- land, er fékk 13% útflutningsins. Auk fyrrgreindra landa. seldu Dan- ir þessi ár eldisfisk til Sviss, Sviþjóðar, Frakklands, Austurrík- is, Hollands, Finnlands, Noregs. Italíu og fleiri landa. Eins og sjá má, eru þessi lönd öll i Evrópu, en Eftir Ingva Hrafn Jónsson. Silungseldi í Danmörku greininni og aðilar í silungseldi í innflutningslöndunum reyna að sjálfsögðu að keppa við innfluttan silung. Fyrr í þessari grein voru tíundaðir þeir kostir, sem Danir byggju við í sambandi við silungs- eldið, og skal nú vikið nánað að þeim: Danir eiga aðgang að góðu, súrefnisríku vatni með heppilegu hitastigi árið um kring og sömu- ieiðis eiga þeir völ á góðu fiskfóðri á hagstæðu verði. Það atriði, sem síðast var nefnt, skiptir raunar höfuðmáli vegna þess, að fóður- kostnaður er stærsti liðurinn í rekstri eldisstöðvar. Þetta sýnir útreikningur, sem félagskapur eldisstöðva i Danmörku hefur lát- ið gera og var birtur i riti þeirra i desember 1 973. Eldisstöðvar i Danmörku eiga kost á að fá reglulega fiskfóður, úrgangsfisk, en Danir eru með sérstakt úthald til þess að afla þessa hráefnis fyrir eldisstöðvarn- ar og fiskimjölsverksmiðjur, sem bræða fiskinn. Eldissilungur í Öxnalækjarstöð Tungulax H/F. Ijósm. Ól. K. M. þó fer nokkurt magn fram- leiðslunnar til annarra heimsálfa. en það er óverulegur hluti af heild- arútflutningi Dana. Sem fyrr greinir, er um fram- leiðslu og sölu á silungi að ræða, en það er fyrst og fremst svo- nefndur „portions"-fiskur, þ.e. fiskur, sem er um 180 til 350 grömm að þyngd. En auk slátur- fisksins eru seld lifandi hrogn og sleppiseiði. Eldisstöðvar í Danmörku eru með útitjarnir, sem grafnar hafa verið út í jarðveginn með möl í botni. Vatn til stöðvanna er tekið úr lind, læk eða á. Við sum stærri vatnakerfin eru margar eldis- stöðvar, hver niður af annarri meðfram ánni. MIKIL GRÓSKA í FISKELDI Eftir síðustu heimsstyrjöld hefur orðið mikil aukning á framleiðslu alisilungs i Danmörku. en fisk- eldisstöðvum hefur fjölgað á þessu tímabili úr 100 í 700. Þá hafa orðið verulegar framfarir F eldinu sjálfu; með endurbættar og betri aðferðir en áður voru við- hafðar. T.d. þurfti fyrr á árum að vera með fiskinn í eldi í 2 til 1'h ár til þess að fá hann i kjörstærð til sölu og neyzlu, en nú tekur það 1 til 1 Vz ár. ÓDÝRTFÓÐUR Mikil samkeppni er i atvinnu- FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐUR Samkvæmt fyrrnefndum út- reikningi nemur fóðurkostnaður i framleiðslu á kílói af regnboga- silungi i eldisstöð 43 af hundraði heildarkostnaðar, en laun eru 22%. Eru þessir tveir liðir þvi 65%. Framleiðslukostnaður á hvert kíló í fyrrnefndu dæmi er sem svarar til tæplega 100 islenzkra króna. Útreikningur þessi er miðaður við eldisstöð, sem framleiðir árlega um 150 tonn af silungi, þar af er helming- ur sláturfiskur „portions"-fiskur, en hitt sleppiseiði. INNFLUTNINGSHÖMLUR Margvisleg vandamál hafa steðjað að fiskeldi i Danmörku, bæði fyrr og siðar. Á síðari timum hefur athyglin beinzt i æ ríkara mæli að fisksjúkdómum, útrým- ingu þeirra og vörnum gegn þeim. Það kemur til af þvi, að augu manna hafa opnazt fyrir þvi, að fisksjúkdómar hafi valdið og eigi þátt i verulegu rekstrartjóni i vax- andi atvinnugrein. Einnig hafa ýmis lönd, sem Danir hafa selt ali- silung til. sett mjög strangar regl- ur um slíkan innflutning til að koma í veg fyrir, að fisksjúkdómar berist inn í landið. Þannig settu Bandaríkjamenn fyrir nokkrum ár- um afar hörð ákvæði i lög hjá sér um innflutning á alisilungi, er leiddi til þess, að sala á silungi frá Danmörku datt niður með öllu; vegna þess að Danir hafa ekki getað fullnægt þeim kröfum, sem gerðar hafa verið. Bandarikja- menn höfðu verið mjög góðir við- skiptavinir Dana og misstu Danir þvi þarna afar hagstæðan markað. Þá hafa Svíar einnig hert mjög á reglum i sambandi við innflutning á fiski og hrognum þeirra, en þeir hafa orðið fyrir slæmri reynslu i þessu efni og krefjast eins og mörg önnur lönd heilbrigðisvott- orða. En til þess að unnt sé að gefa slik vottorð, þarf að vera fyrir hendi aðstaða i landinu, stofnun, sem sinnir þessum hlutum. FISKISJÚKDÓMAFRÆÐIN ER UNG Safa fisksjúkdómafræða er til- tölulega stutt. Ör þróun hefur ver- ið á þessu sviði síðustu áratugina, enda mönnum orðið Ijósara en áður mikilvægi þess, að fiskstofn- ar, hvort heldur sem er i eldis- stöðvum eða i náttúrunni, séu heilbrigðir. Þá hefur einnig komið á daginn, hve mikil hætta getur verið samfara flutningi á fiski og hrognum þeirra milli landa, ef ekkí er aðgát höfð, með tilkomu nýrra og áður óþekktra sjúkdóma, sem valdið geta afhroði i fiskstofnum og hafa gert. BARÁTTA GEGN SJÚKDÓMUM Vegna fyrrgreindra viðhorfa i sambandi við gætni gagnvart sjúk- dómum i fiski, hafa Danir sjálfir gert ráðstafanir til þess að bæta ástandið i þessum efnum. Þeir stofnuðu fyrir réttum 20 árum tilraunastöð i Bröns, til þess að sinna ýmsum aðkallandi verkefn- um vaxandi silungseldi til stuðnings og hjálpar. Um svipað leyti og Bandarikjamenn settu ákvæði um, að heilbrigðisvottorð yrðu að fylgja innfluttum silungi, komu til sögunnar í Danmörku lög um baráttu gegn smitnæmum sjúkdómum í vatnafiski, m.a. til að reynt yrði að mæta auknum kröfum erlendis frá um heilbrigði silungs og hrogna hans, er þeir keyptu af Dönum. Ágætur árangur hefur náðst i baráttunni gegn sjúkdómum. En hér er um mikið vandamál að ræða, sem taka mun langan tíma að leysa og verða gifurlega kostnaðarsamt verkefni, ef verulegur árangur á að nást. Er reyndar vafasamt, að nokkurn tima takist að útrýma með öllu hættulegum sjúkdómum í fiski, þegar þeir hafa náð fótfestu við aðstæður eins og i Danmörku, þar sem margar eldisstöðvar eru i sama vatnakerfi. En þrátt fyrir þessi breyttu við- horf i sambandi við heilbrigðismál- in, selja Danir þúsundir tonna af silungi til margra landa, enda er mestur hluti framleiðslunnar sláturfiskur, sem annaðhvort fer lifandi eða f rystur á sölumarkað til neytendanna. UMHVERFISVERND Hin mikla umræða um mengunarmál á siðari árum hefur einnig stuðlað að endurmati manna á stöðu náttúrulífs, og komið hafa til sögunnar nýjar kröfur um umhverfisvernd. Háværar raddir hafa verið uppi í Danmörku um, að eldisstöðvarnar valdi mengun í þeim vatnakerfum, sem þær eru i tengslum við, og krafizt hefur verið útbúnaðar hjá stöðvunum til þess að komið sé i !'“n fvrir. að menqandi skolp ber- ‘st frá þeim út i vatnakerfin. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um þessi mál og víst eru ófgar þar á ferðinni, eins og svo oft, þegar slik málefni eru á dagskrá. (Heimild: Ferskvandsfiskeriblad- et). ATVINNA ÓSKAST 1 9 ára stúlka óskar eftir atvinnu strax. Er vön afgreiðslu. Margt kemur til greina. Uppl I sima i 21376 milli kl. 2—6 í dag og á morgun. FLUGFREYJA óskar eftir 2 herbegjum, ein- staklings-ibúð eða 2ja herb. ibúð m. sima. Algjörri reglusemi heitið. Simi 25600 frá kl. 9—5. GRINDAVÍK til sölu 1 00 fm fokhelt parhús við Leynisbraut. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Simar 1 263 og 2890. KEFLAVÍK NÁGRENNI íbúð óskast til leigu. Þrennt i heimili. Uppl i síma 1081 á daginn TILSÖLU Willys árg. '58 með nýrri körfu og nýleg upptekin vél. Á hagstæðu verði. Uppl. að Arnarhrauni 4—6 1. hæð til vinstri. TVEGGJA HÆÐA HÚS TILSÖLU I Njarðvík. 2 íbúðir 110 fm. 300 fm. lóð fylgir Tilboð óskast. Uppl. í sima 83256. KEFLAVIK — NJARÐVÍK 2ja — 3ja herb. ibúð óskast strax. Simi 1821. STARFSSTÚLKA ÓSKAST Vaktavinna. Upplýsingar á staðn- um. Hliðagrill. Suðurveri, Stigahlið 45—47. TEK AÐ MÉR BÓKHALD eftir chekka-færslum. Leiðbeiningar. Simi: 2-27-35 kl. 1—6 alla daga. Geymið auglýsinguna. VOGAR VATNSLEYSUSTRÖND Til sölu fokhelt einbýlishús stein- steypt um 110 fm ásamt 32 fm biskúr. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík Simar 1 263 og 2890 STÝRIMANN OG HÁSETA vantar strax á 75 lesta bát, sem rær með þorskanet frá Grindavik. Vanir menn, hærra kaup Sími 35450 og 86^758. FISKIBÁTUR Til sölu nýendurbyggður 70 jesta fiskibátur. Ný 500 ha GIVI aðalvél. Nýtt stýrishús, nýjar mannaibúðir, nýtæki. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik. Simar 1 263 og 2890. UNGURMAÐUR óskar eftir vel launaðri, þrifalegri atvinnu. Margt kemur til greina Upplýsingar i sima 31098 á kvöldin GARÐUR Til sölu 15 ára einbýlishús um 11 0 fm ásamt bilskúr. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns. Vatnsnesvegi 20, Keflavik Símar 1 263 og 2890 DEMANTSHRINGUR Með hjartalaga steini tapaðist fyrir skömmu hér í borginni Skilvis finnandi geri viðvart i sima 21947 AUSTIN MINI til sölu. Ekinn um 30.000 þús. km. Upplýsingar i sirha 41 853 eftir kl 7. VANTAR MANN i byggingavinnu Upplýsingar eftir kl. 7 á kvötdin hjá Sigurði Guð- mundssyni i sima 301 57 DÝRAVINIR Óskum eftir hund eða tik af dverg..puddle'kyni. Uppl. i síma 66420 Jón Sigurjónsson, Stórateig 13. FIAT 1100 STATION '66 sérlega vel með farinn, óryðgaður, einn eigandi, ekinn 74 þús. km. Skoðaður '74. Allar uppl. gefur Globus h f , bif- reiðadeild Simi 81 555. KEFLAVÍK — NJARÐVÍK Til sölu 46 fem notað ullargólf- teppi. Upplýsingar i sima 3216 eftir kl 19. KAUPUM OG SELJUM BÆKUR Mikið úrval af íslenzkum póstkortum, frimerkjapökkum og FDC bréfum. Safnarabúðin, Laugavegi 1 7, 2. hæð. TILSÖLU Volkswagen 1 300 árg '73 Upplýsingar í sima 41914. INNRI-NJARÐVÍK Til sölu 2ja hæða íbúðarhús 3ja heb ibúð á neðri hæð og 5 herb ibúð á efri hæð. Hagstæð greiðslukjör Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík Símar 1 263 og 2890. Jflt>r£runWat>ifc =^-1 mnRCFfliDPR mÖCULEIKR VORR SÆNSKIR ÚRVALS PENINGASKÁPAR E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 4, HAFNARFIRÐI — SÍMI 5191 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.