Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 25 og vandvirkur vísindamaður, lærður mjög. Hann kynnti sér sér- staklega íslenska kirkjutónlist frá miðöldum og fjallaði doktorsrit- gerð hans, sem hann varði við heimspekideiid Háskóla Islands árið 1959 um Þorlákstíðir biskups hins helga. Hin síðustu ár var dr. Róbert dósent i litúrgískri söng- fræði við guðfræðideild Háskóla íslands. Dr. Róbert var margvíslegur sómi sýndur, svo sem verðugt var. Árið 1970 hlaut hann Stúdenta- stjörnuna, heiðursmerki stúdenta, sem þá var veitt þriðja sinni. Áður höfðu hlotið hana próf. Þorbjörn Sigurgeirsson og dr. Jakob Benediktsson. í heiðursskjali, sem stjörnunni fylgdi, segir svo: „Stúdentastjarnan 1970 er veitt dr. Róbert A. Ottóssyni, söng- málastjóra þjóðkirkjunnar, fyrir framúrskarandi starf í þágu tón- listar á islandi. Dr. Róbert A. Ottósson hefur unnið að tónlistarmálum á Íslandi í meira en aldarfjórðung og sýnt frábæran dugnað og virðingar- verða fórnfýsi í því starfi. Hann hefur auðgað íslenskt tónlistarlíf á margvísiegan hátt. Hann hefur stjórnað fjölmörgum uppfærslum tónverka, íslenskra og erlendra og verið afkastamikill tónlistar- kennari. Þá hefur hann lagt drjúgan skerf til islenskra tónvís- inda með doktorsritgerð sinni um Þorlákstiðir. Hann var einn af forvígismönnum Söngsveitarinn- ar Fílharmóníu, sem hefur flutt mörg stærstu verk tónbókmennt- anna undirstjórn hans. Má nefna IX. sinfóníu Beethovens, Requiem Mozarts, Þýska sálu- messu eftir Brahms, Messias eftir Hándel og Sálmasinfóníu Stravinskys.1* Þá leyfi ég mér og að tilfæra ávarp dr. Róberts við þetta tæki- færi, en það lýsir honum vel: „Mér hefur fallið mikill og að ég held óverðskuldaður heiður í skaut. En ég hlýt að vera þakk- látur — þakklátur ykkur fyr- ir að telja mig hlutgengan til þessarar sæmdar og þakklátur forsjóninni fyrir að hafa Ieyft mér að lifa og starfa i þessari stóru, blessuðu fjölskyldu, sem mér finnst að öll islenska þjóðin sé — því að það er einmitt sam- kenndin, fjölskyldukenndin i sorg og gleði, í tapi og ávinningi, sem er aðalsmerki þess mannlifs — ég leyfi mér að segja þess fagra mannlífs, sem lifað er á tslandi. Og ekki get ég óskað mér betra hlutskiptis, en að mega starfa með stúdentum við Háskóla ís- lands og horfa með þeim fram á veginn og aftur i aldir. Svo ,jtugurinn sér yfir hlykkjóttum stafanna baugum / hendur, sem forðum var stjórnað af lifandi taugum." En þegar ég stend hér til að þakka ykkur, hlýt ég að minnast þess og minna á, að hlutverki minu á vettvangi sinfóniskrar tónlistar er þannig farið, að einn hefði ég þar engu til Ieiðar komið. Það er fyrir starf annarra, ekki sist íslenskra hljóðfæraleikara, söngvara og söngkóra, að mér hef- ur auðnast að leggja fram nokkurn skerf til íslenskra tón- listarmála. Og það er þetta fólk, sem ásamt íslenskum tónskáld- um, hefur á fáum áratugum tekist að gera Island hlutgengt i heimi hinnar göfugustu meðal listanna. I nafni og fyrir hönd allra íslenskra iðkenda og unnenda tónlistar, tek ég við Stúdenta- stjörnunni. Að lokum þetta, kæru stúdent- ar: Þo'tt eflaust verði oft þungt fyrir fæti, þótt samviskan knýi ykkur til baráttu og byltinga, þá gefið ykkur þó einnig tíma til þess að njóta — til þess að njóta mannlegs samfélags, til að gleðjast og til að gleðja bræður ykkar og systur. .í’agra gleði, guði logi, / Gimlisdóttir, heill sé þér! / í þinn hásal hrifnir eldi, / heilög gyðja komum vér. / Þínir blíðutöfrar tengja, / tiskan meðan sundur slær; / allir bræð- ur aftur verða / yndisvængjum þinum nær.““ Þannig var dr. Róbert, og þannig minnumst vér hans, nemendur guðfræðideildarinnar, ,Jierrarnir“ hans, sem eigum hon- um svo mikið að þakka. Starf hans við deildina var mikið og merkilegt, og návist hans jafnan með þeim hætti, að hún feykti burt öllum hversdagsleika. Árangur af starfi hans er, að ég hygg, þegar kominn í ljós í kristnihaldi voru, og hann á eftir að koma enn betur í ljós á næstu árum. Ég bið Guð að styrkja frú Guðríði i þungri sorg og við hjón- in sendum henni og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Björnsson. Dr. Róbert Abraham Ottósson er látinn. Þessi frétt er sorgartíðindi fyrir alla vini hans, einkum þá, sem hafa þekkt hann og unnið með honum áratugum saman. Ég hefi því miður ekki borið gæfu til að þekkja hann lengur en i rúmlega tíu ár, en á þeim tima hefur hann lfka verið einn minna áhrifa- mestu kennara og hjálparhella í starfi. í fjögur ár kenndi hann mér og öðrum samstúdentum minum kirkjulega litúrgfu við guðfræðideild Háskóla íslands, og jafnframt var hann söngstjóri minn í Söngsveiúnni Fílharmóniu f jafnlangan tíma. Hvort tveggja er dýrmætt i endur- minningunni. Dr. Róbert var nefnilega úthafinu Ifkur, þar sem skiptast á stillur í blíðum veðrum, og æstar risavaxnar úthafsöldur i stórviðrum og þess á milli eru öll tilbrigði náttúruaflanna leikin. Mér finnst ég hafa kynnst þessu öllu saman i kynnum mfnum af dr. Róbert. í kennslustofunni kynntist ég kyrðinni og rósem- inni hjá hinum fædda kennara, sem leiddi okkur áfram f mildi gegnum sögu hinnar kirkjulegu litúrgfu frá upphafi og tildagsins í dag. Það voru ekki aðeins fyrir- lestrar hans, sem komu okkur að gagni siðar meir, heldur kennsla hans í tóndæmum, sem hann lét okkur æfa. Öðrum tilbrigðum skapgerðar hans kynntist ég á æfingum hjá kórnum hans, þar sem hinn kröfuharði listamaður reyndi að fá okkur til að syngja fegurstu verk tónbókmenntanna, og tókst það líka með óbrigðulli tónheyrn, frábærum túlkunar- hæfileikum og fitonskrafti hins viljasterka leiðtoga, sem sökkti sér öllum inn í verkefni augna- bliksins. Hver einasta tónhending var vandlega undirbuin fyrirfram og kynnt okkur svo rækilega, að við urðum ævilangir vinir þeirra verka, sem við bárum gæfu til að syngja undir stjórn hans. Hvflík gæfa að fá að njóta þessa manns sem læriföður, er við átt- um að búa okkur undir preststarf í íslenzku þjóðkirkjunni! Og eftir á að hyggja, — lengst af mfnum námstíma var þessi þriggja ára kennsla dr. Róberts ekki á náms- skrá guðfræðideildar en var eins konar skyldukvöð, sem hann tók á sig sem söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar. En þegar ég hefi séð, hvílíkt hrafl það er, sem nágrannaþjóðir okkar láta stúdenta sína læra f litúrgíu, hrósa ég happi yfir því að hafa notið leiðsagnar dr. Róberts. Ég vil nefna nokkur atriði, sem ég tel mig hafa notið góðs af í mfnum prestsskap: ífyrsta lagi: Dr. Róbert lét okk- ur, hina verðandi presta, kynnast starfi verðandi organista kirkjunnar með því að láta hina ungu nemendur sína á þessu sviði sækja litúrgíska tima í guðfræði- deildinni. Þetta vandi okkur fyr- irfram á samstarf við væntanlega organista okkar. í öðru lagi lærðum við að líta ; litúrgíu íslenzku kirkjunnar sem eina grein á litúrgískum meiði allrar kristni, en ekki sem einangrað fyrirbæri. Þess vegna gætum við með meiri djörfung en ella kennt kórum okkar að meta litúrgískt gildi hátíðasöngva Bjarna Þorsteinssonar. Það er t.d. engin tilviljun, að nemendur dr. Róberts voru fyrstir til að taka upp notkun hátíðasöngvanna í Eskifjarðarprestakalli. í þriðja lagi tókst honum að inn prenta nemendum sínum aukinn hraða í kirkjusöng. Eitt dæmi er breytingin, sem orðið hefur á sönghraða í sálmalaginu: „Upp, skepna hver, og göfga glöð“, frá því að ég heyrði það fyrst. Þá tók 45 sekúndur til eina mínútu að syngja hvert vers. Nú tekur það I hæsta lagi 25 sekúndur og er mikiu fegurra lag. Jafnvel börnin hrifast með af einskærri gleði við að syngja þennan lofsöng. í fjórða lagi kenndi hann okkur að meta þann fjársjóð sem við átt um f okkar eigin islenzka músík- arfi. Þar var hann sjálfur fremst- ur allra vísindamanna, og hann miðlaði okkur óspart af þekkingarbrunni sínum. Bók hans „Tuttugu og tveir helgi- söngvar11 hefur að geyma flest þau lög, sem hann kynnti okkur stúdentunum á þessum árum. Og við notuðum þessi lög við guðs- þjónustur, þar sem við sungum, bæði innan Háskólans og utan. Hér minnist ég æfinga undir guðsþjónustur, sem marka sögu- leg tímamót: Fyrsta miðnætur- messan á jólum í Dómkirkjunni 1964. Síðan er þessi miðnætur- messa fastur liður f jólahaldi Reykvíkinga. — Fyrsti aftansöng- ur á jólum í sjónvarpi 1966, fræg- ur af ritdeilum i blöðum í byrjun árs, 1967. — Aðrir muna eftir undirbúningi að vfgslu Skálholts- dómkirkju 1963, og vinnu hans með Skálholtskórnum æ siðan. Það er sannarlega mikill arfur, sem dr. Róbert hefur látið okkur nemendum sínum eftir sig, hvort sem við erum prestar eða fræði- menn. Andi hans mun óhjá- kvæmilega svífa yfir vötnunum, þar sem unnið er að rannsóknum á íslenzkri kirkjutónlist eða þar sem nemendur hans reyna I kyrr- þey að efla íslenzka menningu í sóknum sínum víða um land. Minningin um hann kallar okkur til dáða, ekki ti 1 uppgjafar. Kaupmannahöfn, 13. marz 1974. Kolbeinn Þorleifsson. Mikil var sú gæfa að kynnast Róbert A. Ottóssyni, þessum vor- boða heimsmenningar, sem stund- um festir rætur f þessu senn einstaklingslausa landi, gestinum útlenda, sem varð jafn íslenzkur og mosagrátt hraunið. Veröld, sem var, heitir eitt af öndvegisritum þessarar byltingarsömu, óvissu aldar. Róbert A. Ottósson var einskonar persónugervingur þeirrar menn- ingar, sem er aðal rits Stefáns Zweigs og inntak. Það var eins og Róbert A. Ottósson segði, jafnvel aðeins með áleitinni hæversku sinni: Þessi veröld var ekki einungis, hún verður. Það þarf mikinn inngróinn húmanisma til að trúa því á vorum dögum. (Jr þessum menningarheimi tiginnar, innri frelsiskenndar eins og Zweig orðar það I aldarlýs- ingu sinni, var Róbert A. Ottósson sprottinn, þangað sótti hann kynngi og kraft, víðsýni og eldleg- an áhuga, sem átti eitthvað skylt við vorið. Zweig talar um siðfágun f sömu andrá og „alþjóðleg kynni“ og varar við þjóðernis- stefnum.eins og við kynntumst þeim á fyrra hluta þessarar aldar. Gamla Frón naut góðs af þeim heimsborgaralega arfi, sem lá f blóði Róberts A. Ottóssonar, ekki síður en Stefáns Zweigs. Einar Benediktsson, sem öðrum íslendingum fremur hefði getað talað um „alþjöðleg kynni“ f sömu andrá og heilbrigða þjóðernis- kennd, kallaði norræna vær- ingja, eða þá, sem sóttu suður til Miklagarðs, „víkinga* and- ans um staði og hirðir". Á Is- landi eru staðir, en ekki hirðir. Róbert A. Ottósson setti það ekki fyrir sig, svo hlédrægur og yfirlætislaus sem hann var. Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán, sagði annað skáld, nær okkur í tímanum. Róbert A. Ottósson var óvenju- hlýr maður og nærgætinn, en kröfuharður og allt að þvf miskunnarlaus fyrir hönd listar sinnar. Viðmót hans var agað af þeirri evrópsku menningararf- leifð, sem honum var i blóð borin og við þurfum á að halda öðru fremur. Þetta er borgaraleg menning og engin furða þótt Kín- verjar þoli illa einn höfuðpaur hennar, Beethoven. Þessi menn- ing var ávallt í fylgd með Róbert A. Ottóssyni. Hann gaf meira en honum var gefið, flaðraði aldrei upp um annað fólk með oflofi, sem er háð, en hafði gleði af að víkja að manni hlýju orði, ef hon- um þótti ástæða til. Lagði jafnvel lykkju á leið sína í þeim erinda- gjörðum. Slfk uppörvun minnir á regnið og sólina, sem kalla á vöxt og þroska. Hann minnti að þessu leyti á Bjarna Benediktsson, sem sótti andrúm aldarinnar á sömu slóðir og Róbert A. Ottósson. Fals- laus uppörvun þeirra var f ætt við vorið. En þeir voru ólfkir að öðru Ieyti. Þegar við Róbert A. Ottösson hittumst síðast, ekki alls fyrir löngu, talaði hann um margt að venju. Hann tottaði að sjálfsögðu pípuna, talaði lágt gladdist yfir sumu, var hugsi yfir öðru. En mest talaði hann þó um svila sinn veikan, þann góða dreng Magnús frá Mel. Það stóð til að við heim- sæktum hann saman. En á því verður bið. Þessi fáu -örð eru skrifuð I þakklætisskyni, en ekki til að vega og meta listamanninn Rób- ert A. Ottósson (til þess skortir mig þekkingu) eða lýsa marg- lyndi hans og persónutöfrum. Samt þykist ég vita, að hann hafi verið einn af fáum útvöldum. Hlýtt viðmót og viðurkenningar- orð af hans munni voru öðru verð- mætara. Þannig tala þeir einir, sem eru ánægðir með þær kröfur, sem þeir gera til sjálfra sín. Hinir eru alltaf óánægðir — með aðra. Meðal annars af þeim sökum er fráfall Róberts A. Ottóssonar óbætanlegt og sársaukafullt áfall. Hann stækkaði öðrum fremur þetta þrönga og að mörgu leyti háværa og yfirborðslega þjóð- félag. Við lát hans hefur það skroppið saman, minnkað. Og við eigum ekki von á Messiasi. Nú þegar Róbert A. Ottósson er allur og andi hans hverfur inn i fögnuð Bachs, Handels og Beethovens, skulum við minnast hans með því að gera meiri kröfur til sjálfra okkar en annarra. Þo að hann hefði ekki kennt okkur ann- að, hefði hann ekki komið erindis- leysu á fund þessarar heimsfjar- lægu, einmana þjóðar. En ísland gaf honum einnig mikið: konuna, sem stóð við hlið hans. Hann hefði áreiðanlega get- að sagt með Einari Benediktssyni, að hún hafi verið„drottning míns anda, dis við mitt borð“ og er slík reynsla mikil hamingja, ekki sízt þegar haft er í huga, að „mungát- in sjálf hún ber moldarkeim". Með þakklæti er Róbert A. Ottósson kvaddur. Og enginn fyll- ir það skarð sem hann skilur eftir. Ástæðan er sú, að enda þótt hann hafi lifað og hrærzt í mikilli list, var hann jafnvel meiri af sjálfum sér en henni. Það er ekki of mikið framboð jafnvel á vórum dögum á miklum húmanistum, boðberum listar og menningar og ógleymanlegum manndómsmönnum, sem segja, það eitt, sem þeir hugsa. Það, sem Róbert A. Ottósson hugsaði, átti ekki aðeins rætur f kaldri rök- hyggju, heldur einnig og ekki síð- ur hlýju, stóru hjarta. Matthías lohannessen. Bergmundur Bœring Jónsson — Minning Fæddur 9. sept. 1953 Dáinn 8. febrúar 1974 Annað veifið erum við eftir- minnilega minnt á þá staðreynd, að starf íslenzka sjómannsins er áhættusamt. I misjöfnum veðrum þarf ekki mikið út af að bera, svo að sköpum skipti, og jafnan er þá skammt milli lffs og dauða. Það var um sjöleytið föstudags- morguninn 8. febrúar síðast lið- inn, þegar áhöfnin á togaranum Karlsefni var að taka inn vörp- una, að ólag reið á skipið, og Berg- mundur Bæring, sem var að fást við trollhlera, missti jafnvægið, Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt með greinar aðra daga. — Grein- arnar verða að vera vélritað- armeð góðu línubili. hrataði ofan í skutrennuna og rann í sjóinn. Og þrátt fyrir það, að áhöfn Karlsefnis og nærstaddra skipa gerðu allt, sem í mannlegu valdi stóð til að leita Bergmundar, tókst ékki að finna hann. — Enn einu sinni hafði sjórinn krafið íslenzku þjóðina um fórn, og að þessu sinni var það rúmlega tvítugur efnis- piltur, dugmikill og reyndur sjómaður, þó að ungur væri að árum. Bergmundur Bæring var fædd- ur í Reykjavík þann 9. september 1953, sonur hjónanna Ingunnar Jónasdóttur og Jóns Magnússonar útvarpsvirkja. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum til fimm ára aldurs, en þá skildu þau hjón sam- vistir og skömmu sfðar giftist Ingunn aftur Sigurði Bárðarsyni, bifreiðarstjóra, sem gekk Berg- mundi Bæring i föðurstað. Síðustu árin hefur fjölskyldan búið að Háaleitisbraut 119 í Reykjavfk. Bergmundur Bæring dvaldi á sumrum hjá afa sfnum og ömmu, Jónasi Finnbogasyni og Hansinu Bæringsdóttur, í Bolungarvík, allt frá unga aldri og fram á unglings- ár, og má með sanni segja, að þar hafi verið hans annað heimili. Þar vandist Bergmundur Bæring alls konar vinnu til sjós og lands og undi vel hag sínum. Hann var mjög lagtækur til allra starfa og átti létt með nám. Að loknu námi f gagnfræðaskóla stefndi hugur hans til sjómennsku. Hann réðst nokkur sumur háseti á vélbátinn Bryndfsi frá Isafirði til frænda sfns Finnboga Jónassonar út- gerðarmanns, einnig reri hann hjá frændum sínum í Bolungar- vik. Bergmundur Bæring var sér- stakt prúðmenni í umgengni, hæglátur og greindur vel. Hann iðkaði mjög bo'klestur í tómstund- um og var námfús. Hann hafði enn ekki gert upp við sig,' hvert starf hann ætti að velja sér að ævistarfi, þegar kallið kom. i vet- ur sem leið var Bergmundur Bæring við nám í Námsflokkum Reykjavfkur f þeim tilgangi að búa sig undirfrekara nám annað- hvort við Sjómannaskólann eða Verzlunarskólann. En nú er skorið á þráðinn, ævin er á enda, draumarnir um framtíðina allt f einu að baki, og Bergmundur Bæring horfinn út á móðuna miklu. Við, sem eftir lifum, þökk- um hinum prúða dreng sam- vistirnar og biðjurn honum bless- unar. Foreldrum hans, bræðrum og öðrum ástvinum sendi ég inni- Iegar samúðarkveðjur. Þorsteinn Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.