Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 Barist um silfrið í Höllinni í kvöld TVEIR leikir farafram I 1. deild- inni í handknattleiknum annað kvöld, fyrst leika IR og Ármann og sfðan mætast Valur og Fram. Það er síðari leikurinn, sem vek- ur athygli, en Valur og Fram berjast um silfurverðlaunin f mótinu. Valsmenn standa heldur betur að vígi, þeir hafa hlotið 16 stig í 12 leikjum, en Framarar einu stigi minna. Fyrri leikurinn annað kvöld hefst klukkan 20.15 I Laugardalshöllinni. Nokkuð ljóst er að Axel Axelsson skorar sitt 100. mark í íslandsmótinu annað kvöld. Axel er nú kominn með 98 mörk, eða að meðaltali rúmlega 8 mörk i leik i vetur, glæsilegur árangur það. Hörður Sigmarsson, Haukum á einnig möguleika á að skora 100 mörk eða meira í Islandsmótinu, en Haukar eiga tvo leiki eftir. Einar Magnússon á vissulega einnig möguleika á að ná þessu marki, en Þá þarf hann lika að skora 11 mörk i leik Vikings og Ármanns, sem fram fer næsta sunnudag. Staðan f 1. deildinni er nu | þessi: FH 12 12 0 0 283:203 24 Valur 12 7 2 3 240:218 16 Fram 12 6 3 3 261:230 15 Víkingur 13 5 2 6 282:284 12 Haukar 12 3 4 5 225:253 10 ÍR 12 3 3 6 232:254 9 Ármann 12 3 3 6 182:198 9 Þór 13 1 1 11 234:299 3 Stigahæstu leikmennirnir í einkunnagjöf Mbl. eru nú þessir, leikjafjöldi í svigum: Viðar Símonarson, FH 39 (12) Ragnar G unnarsson, Ármanni 37 (12) Gunnar Einarsson, FH 36 (12) Axel Axelsson, Fram 35 (12) Hörður Sigmarsson, Haukum 34 (12) Björgvin Björgvinsson, Fram 32 (12) Einar Magnússon, Vfkingi 31 (13) Stefán Jónsson, Haukum 31 (12) Gunnlaugur Hjálmarsson, IR 30 (12) Gunnsteinn Skúlason, Val 30 (12) Ólafur H. Jónsson, Þór 30 (12) Sigtryggur Guðlaugsson, Þór 30 (13) Markahæstir eru eftirtaldir: Axel Axelsson, Fram 98 Einar Magnússon, Víkingi 89 Hörður Sigmarsson, Haukum 82 Gunnar Einarsson, FH 79 Viðar Simonarson, FH 76 Sigtryggur G uðlaugsson, Þór 67 Agúst Svavarsson, IR 61 Gísli Blöndál, Val 54 Guðjón Magnússon, Vikingi 52 Björgvin Björgvinsson, Fram 51 Vilhjálmur Sigurgeirsson, IR 51 Auðunn hættir keppni Reykjavíkurmót í skíðagöngu REYKJAVlKURMÓTIÐ í 15 km skfðagöngu var lialdið síðastlið- inn sunnudag við Skfðaskálann f Hveradölum. Skfðafólag Reykja- víkur sá um framkvæmd mótsins, mótsstjóri var Jónas Ásgeirsson og brautarstjóri Ásgeir Ulfars- son. Sjö keppendur tóku þátt I mótinu og luku allir keppninni þrátt fyrir þungt færi. Gengið var frá Skíðaskálanum óg meðfram veginum austur á heiði og sömu leið til baka. Rásmark og enda- mark voru við afleggjarann inn að Skíðaskálanum. Sigurvegari varð Guðmundur Sveinsson, Skiðafélagi Reykjavik- ur; gekk hann á 52 mínútum og 27 sekúndum. Röð annarra og timar urðu sem hér segir: 2. Páll G uðbjörnsson, SR 57.23 3. Hermann Guðbjörnss., Hrönn 60.26 4. Jóhann Jakobsson, Hrönn 61.55 SKhlAlANDSGANGAN 5. Viðar Kárason, SR 65.47 6. Brynjólfur Steingrímss., SR 67.08 7. Sveinn Kristinss.,SR 75.37. Eftir keppnina var sameiginl'eg kaffidrykkja i Skíðaskálanum og Reykjavíkurmeistaranum afhent verðlaun, mjög fagur silfurbikar, gefinn í tilefni 60 ára afmælis SR af Jóakim Snæbjörnssyni, gamal- kunnum skíðamanni frá Reykja- vík. Gestur SR var Alfreð Jóns- son, fyrrum Islandsmeistari frá Siglufirði, nú oddviti iGrimsey. AUÐUNN Óskarsson, handknatt- leiksmaður úr FH, hefur ákveðið að hætta að leika með meistara- flokki FH að þessu keppnistíma- bili loknu. Áuðunn hefur leikið 47 landsleiki fyrir tslands hönd í handknattleik og oftast verið sá sem mest og bezt hefur barist. Með FH hefur Auðunn leikið síð- an 1961 og orðið Islandsmeistari innanhúss 6 sinnum og útimeist- ari alls 10 sinnum. I samtali við Morgunblaðið f gær sagði Auðunn að ástæðan fyr- ir því að hann hygðist hætta núna væri sú að hann væri orðinn það slæmur í fótunum að hann treysti sér ekki til að vera i þessu lengur. — Hásinarnar eru alveg að gefa sig, svo það er annað hvort að hætta í þessu eða eiga á hættu að þetta verði enn verra. Maður nær heldur engum árangri í iþróttum svona meiddur og þá hættir mað- ur að hafa gaman af þessu. Þegar ánægjan er farin þá er til lítils að vera að æfa. Eg ætla þó ekki að kveðja handboltann alveg, ef ég get þá dútla ég með fyrsta flokkn- Happdrætti KS NÝLEGA var dregið í happdrætti Knattspyrnufélags Siglufjarðar og komu vinningarnir upp á eftir- talin númer: 306, 853, 1386 og 1472. Eigendur þessara miða eru beðnir að snúa sér til Guðmundar Skarðhéðinssonar i sima 71246. um og æfi handbolta til að halda mér við. En í 1. deildinni reikna ég ekki með að verða með að þessu keppnistímabili loknu. Við spurðum Auðun hvort hann langaði ekki til að ná 50 lands- leikjum, en en hann vantar ekki nema þrjá leiki til að ná því tak- marki. — Eg setti mér einu sinni það mark að ná 25 landsleikjum, siðan hefur næstum annar eins Stjarnan skiptir á bakvörðum Sfðastliðið ár þjálfaði Hreiðar Arsælsson hið unga og efnilega lið Stjörnunnar I 3ju deildinni f knattspyrnu. Náði Hreiðar ágæt- um árangri með liðið þó svo að þvf tækist ekki að sigra I deild- inni. Eins og kunnugt er lék Hreiðar í mörg ár sem bakvörður með fslenzka landsliðinu og nú hefur annar kunnur landsliðsbak- vörður tekið við stöðu hans. Er það Valsmaðurinn Árni Njálsson, og verður hann með „Stjörnurn- ar“ úr Garðahreppi þetta keppn- istlmabil. fjöldi bætzt við, en ætli það sé ekki nóg komið, sagði Auðunn að lokum. Athugasemd frá fararstjórn VEGNA greinar um þátttöku ís- lenzka handknattleikslandsliðsins í Heimsmeistarakeppninni i Morgunblaðinu í gær kom farar- stjórn fslenzka hópsins að máli við blaðið og hafði eftirfarandi athugasemd fram að færa. „Lands liðsnefnd, þjálfara og leikmönn- um var fullkunnugt um að HSt átti kost á að þrír menn fylgdust með lokakeppninni. Áður en hald- ið var til Þýzkalands var athugað hvort ekki væri unnt að fslenzki hópurinn dveldi í Þýzkalandi út keppnina, færi svo að fslenzka liðið kæmist ekki í keppnina um sæti 1.—12. Framkvæmdaraðilar sáu sér hins vegar ekki unnt að verða við þessari beiðni, en til- kynntu HSl að þrír menn gætu verið allan tímann. Þar sem þjálf- ari eða liðsstjórn hafði ekki áhuga var leikmönnunum gefinn kostur á að dvelja ytra allan tímann, en þeir höfðu ekki heldur áhuga." Puttemans setti heimsmet Belgíumaðurinn Emile Putte- mans setti nýtt heimsmet I 5000 metra hlaupi innanhúss á móti, sem fram fór f París um síðustu helgi. Hljóp hann á 13:24,6 mín. Sjálfur átti hann gamla metið, sem var 13:30,8 mfn. I sama hlaupi var tekinn millitími á Puttemans á 3 mílum og reyndist tími hans einnig þar vera nýtt heimsmet: 12:58,9 mín. Sjálfur átti Puttemans gamla metiá og var það 13:05,2 mfn. Hringurinn á brautinni i París var 166,67 metr- ar, þannig að þetta afrek Putte- mans er stórkostlegt. AÓvörun um slöövun atvlnnurekstrar vegna vansklla á söluskattl Samkvæmt kröfu tollstjórans I. Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir október — desember 1 973, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrif- stofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 14. mars 1974. Sigurjón Sigurðsson. Skrlfastofan verður lokuð í dag vegna jarðarfarar Dr. Róberts A. Ottóssonar. Félag íslenzkra hljómlistarmanna. úlgerðarmenn - fiskverkendur Bátur til leigu 40 lesta bátur í góðu lagi til leigu til vertíðarloka. Báturinn er með nýlegri vél og geta veiðarfæri fylgt með í leigunni. Allar upplýsingar í síma 1 9700 og 92-31 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.