Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 17 PortúgaJ: Meiri hreinsanir Alexander Solzhenitsyn hefur nú fest kaup áhús- inu á meðfylgjandi mynd, sem er f útborg Zúrich, og mun hann og fjöiskylda hans setjast þar að til frambúðar, að þvf er bezt er vitað. Hús- ið er í útborg, sem heitir Zúrichberg, og er það friðsæll og rólegur stað- ur. Nú er búizt við fjöl- skyldu rithöfundarins frá Moskvu á hverri stundu. Lissabon 19. mars.NTB. AREIÐANLEGAR heimildir f Lissabon hermdu f morgun að nú hefðu 4 hershöfðingjar úr yfir- stjórn hers Portúgals verið svipt- ir embættum og 33 aðrir herfor- Bíræfinn þjófur Leicester 19. marz NTB. ÓVENJU bíræfinn þjófur rændi 6 pundum af afgreiðslumanni á bensínstöð í Leicester í Englandi um helgina, skipaði honum að fylla tank næsta bils, sem-kom á stöðina og stal síðan greiðslunni fyrir það bensín, áður en hann forðaði sér. Árbók S.Þ.: Jarðarbúar 15 milljarðar árið 2007 New York, 18. marz, AP. 1 ÁRBÓK Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út f New York í gær, kemur fram, að fbúafjöldi jarðar var 1. júnf 1972 3,8 milljarðar og fjölgunin á árs- grundvelli er nú um 2%. Haldi þessi fjölgun áfram þýðir það, að ibúafjöldinn kemur til með að hafa fjórfaldazt árið 2007. Færri dauðsföll af hjartasjúkdómum Fjölmennustu þjóðirnar eru, í milljónum, Kina 800,7 Indland 563,4, Sovétríkin 247,4, Bandarík- in 208,8, Indónesia, 121,6, Japan 115,9, Brasilía 98,8, V-Þýzkaland 61,1. Bangladesh 60,1 og Nfgeria 58 milljónir. Stærstu borgirnar eru Shanghai 10,8 milljónir, Tókíó 8,8, New York 7,8, Peking 7,5, London 7,4, Moskva 7,1, Mexikó City 6,8, Bombay 5,9, Seuol 5,5 og Sao Paulo 5,1. Hér er aðeins átt við sjálfar borgirnar, en ekki út- borgir. Þá segir í bókinni, að hollenzk- ar konur séu langlffastar, verði 76,6 ára að meðaltali, en konur á íslandi, Sviþjóð og Frakklandi komi næst með 76 ár. Sænskir karlmenn eru aftur á móti líf- seigastir með 71,69 ár, en í kjöl- farið fylgja karlar á íslandi, Noregi, Hollandi, Danmörku og ísrael með 70 árog rúmlega það. Það er aðeins í 7 löndum heims, sem karlmenn lifa lengur en kon- ur, i Nígeríu, Efri Volta, Pakist- an, Kambódíu, Ceylon, Jórdaniu og Indlandi. Minnstur ungbarnadauði er í Svíþjóð, aðeins 11,1 af hverjum 1000, en mestur er ungbarnadauð- inn í Nígeriu, 159,2 af hverjum 1000. New York 19. marz. AP. TALSMAÐUR bandaríska heilbrigðisráðuneytisins Gleðikonur vilja stéttarfélag Addis Abeba,Eþíópfu 19. marz. NTB. 15000 gleðikonur f Addis Abeba höfuðborg Eþfópfu fylgja nú i kjölfar verkalýðsfé- laga og hermanna og krefjast þess að fá að stofna stéttarfé- lag. I kröfugerðinni er m.a. farið fram á, að fast verð verði ákveðið á þjónustu þeirra og óke.vpis læknisskoðun. Kröfu- gerðinni var dreift á götum borgarinnar, en ekki er vitað til þess, að fulltrúar kvenn- anna hafi gengið á fund ráða- manna. skýrði frá þvf í dag, að dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma í Banda- rfkjunum hefði fækkað ár- lega um 10—11% frá því 1963. En frá 1940 til 1963 var árleg aukning dauðs- falla um 18% á ári. Talsmaðurinn, dr. Peter Frommer, þakkaði þessa þróun framförum í fyrir- hyggjandi læknisfræði og stóraukinni fræðslu um or- sakir og einkenni hjarta- sjúkdóma. Fordæma aflétt- ingu olíubannsins Þingað um fargjöld Montreux, Sviss 19. marz AP. FULLTRtJAR 90 flugfé- laga koma saman hér til fundar f dag, til að ræða hækkun á flugfargjöldum, sem taka á gildi 1. júní nk. ef samkomulag næst. Hækkun þessi er byggð á stórhækkuðum eldsneytis- kostnaði og tillögum IATA. Talið er, að hækk- unin muni nema um 5%, en verði nokkuð breytileg í einstaka iöndum. Eldsneytiskostnaður hefur auk- izt gífurlega á sl. 12 mánuðum eða um 170% miðað við sama tima i fyrra. Gert er ráð fyrir, að fundurinn standi i 10 daga. Dubcek- bréfið ófalsað Prag 19. marz. NTB. AREIÐ ANLEGAR heimildir NTB fréttastofunnar i Prag staðfestu i dag, að það hefði verið Alexander Dubcek, sem skrifaði bréfið til ekkju Josefs Smrkovsky á dög- unum og sagt var frá hér í blað- inu. Bréfið var birt i italska komm- únistamálgagninu Giorno Via Nuove i fyrri viku. Töldu margir það falsað, þar sem Dubcek hefur látið lítið fara fyrir sér á síðustu ái'um og engar yfirlýsingar frá sér sent. Núverandi leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins, Gustav Husak, hefur heitið því, að engin pólitisk réttarhöld verði látin fara fram og er þetta skilið sem loforð um, að ekki verði hróflað við Dub- cek. Beirút.Lfbanon 19. marzAP. RÍKISÚTVARPIÐ I Llbýu for- dæmdi f morgun þá ákvörðun Arabaleiðtoga að hefja aftur olíu- sölu til Bandaríkjanna og sagði það landráð, einkum í Ijósi þess, að ástandið f Golanhæðum færi nú dagversnandi. Lfbýa og Sýr- land voru á móti þvf að olíubann- inu yrði aflétt. Ekkert hefur verið minnzt á ákvörðunina I útvarpinu 1 Damaskus. Á fundi Arabaleiðtoganna, sem haldinn var í Vfn, var einnig ákveðið að halda áfram banni við ingjar handteknir vegna óróans innan hersins síðustu daga. Joaquim da Luz Gomes hers- höfðingi, hinn nýskipaði varnar- málaráðherra landsins, kom til Lissabon i dag frá Luanda höfuð- borg Angóla, til að taka við emb- ætti. Fyrirrennari hans, Fran- cisco da Costa Gomes var sviptur embætti sl. fimmtudag ásamt næstráðanda sínum Spinola hers- höfðingja, en bók Spinolas, sem gefin var út fyrir skömmu og þar sem nýlendustefna stjórnarinnar er harðlega gagnrýnd, var ástæð- an. Gomes hafði lýst yfir stuðn- ingi við skoðanir Spinolas. Spinola og Gomes voru mjög vinsælir meðal yngri herforingja í hernum og er þeir voru settir af varð það úl þess að nokkur hundruð hermenn gerðu upp- reisnartilraun á laugardag, en þeir voru stöðvaðir, er þeir reyndu að komast til höfuðborg- arinnar á brynvörðum vögnum. Her landsins var þá skipað í við- búnaðarstöðu, en sú skipun var dregin til baka í gær. Auk þeirra Spinola og Gomes herma fregnir að Amaro Romano yfirmaður her- skóla ríkisins og Tierno Baghulo aðmfráll f varnarmálaráðuneyt- inu hafi verið sviptirembættum. Beðið með að berja á Kúrdum sölu olíu til Hollands og Dan- merkur. Lubbers, efnahagsráð- herra Hollands, sagði í gær, að ákvörðun þessi hefði lítil áhrif á efnahagslíf landsmanna. Ove Guldberg, utanríkisráðherra Dan- merkur, sagði, að þessi ákvörðun Araba kæmi á óvart, því að dönsku stjórninni hefði ekki ver- ið kunnugt um, að Danir væru í sérstöku banni, þeir hefðu aðeins fylgt stefnu EBE i þessum mál- um. I tilkynningu Arabaleiðtog- anna sagði, að olíubannið á þessi tvö lönd myndi halda áfram, þar eð þau væru bæði „óvinsamleg“. Beirut 19. marz — NTB. Ríkisstjórnin í trak mun ekki grípa til róttækra ráð- stafana gegn uppreisnar- mönnum Kúrda, fyrr en frestur sá er liðinn, sem Kúrdar hafa fengið til að fallast á úrslitakosti stjórnarinnar. Er það hinn 26. marz. Ef einhver brot verða að þeim degi liðnum, þá mun ríkisstjórnin sam- stundis grípa til gagnráð- stafana, herma fréttir frá Bagdad í dag. í tilkynningunni segir, að 8. herfylki frakska hersins, sem telur 15 þúsund hermenn, hafi verið sent til þess svæðis i Norð- ur-írak, þar sem Kúrdar hafa ráð- izt á landamærastöðvar, að sögn tyrkneskra heimilda. Er herfylkið vel búið vopnum og ýmsum hergögnum, sem hafa skal úl taks, ef Kúrdar ákveða að láta enn úlskarar skríða. Fyrir 80 dollara milli London og New York? DÓMARI hjá bandarfsku flug- málastjórninni hefur samþykkt umsókn brezka flugfélagsins Laker Airwais um leyfi til að fljúga milli New York og London á ódýrustu fargjöldum, sem þekkzt hafa fram til þessa. Hér er um nýstárlega flugþjón- ustu að ræða, þvf að ekki má kaupa farmiðann fyrr en úti á flugvelli og ekki fyrr en 6 klst. fyrir brottför vélarinnar. Farþegar geta tekið með sér nesti, eða fengið keyptar mál- tfðar um borð í vélinni, að þvf er blaðið Herald Tribune segir I frétt frá Washington í fyrri viku. Skv. umsókninni á fargjaldið aðra leiðina að kosta 80 dollara, eða tæpar 7000 kr. ísl. Hins vegar er gert ráð fyrir, að far- gjaldið fari upp f 92 dollara vegna hækkaðs olíuverðs. Flug- ferðir geta hafizt þegar f vor, ef flugmálastjórnin lætur sam- þykkt dómarans standa og Nixon forseti gefur samþykki sitt. Liklegra er þó talið, að flugmálastjórnin muni áfrýja úrskurðinum, en bandarisk flugfélög hafa mótmælt honum harðlega og sagt, að þau muni tapa milljónum dollara ef flug- leyfið verði endanlega sam- þykkt. í úrskurði sinum lagði dómarinn, Greer M. Murphy, til. að flugmálastjórninni yrði veitt heimild til að hafna umsókn- inni ef rannsóknir leiddu í ljós, að fargjöldin væru of lág til að félagið gæti borið sig. Lægstu fargjöld milli Bret- lands og New York nú eru 272 dollarar fram og til baka, en 268 dollarar aðra leiðina og hækkar upp í 347 dollara yfir háannatímann. Flugfélagið gerir ráð fyrir tveimur ferðum á dag yfir sumarið með risaþot- um af gerðinni DC-10, sem taka 345 farþega. Mbl. hafði sam- band við forráðamenn Loft- leiða vegna þessa máls, en þeir vildu ekkert um það segja á þessu stigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.