Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 Allgóður ýsu- afli Þorláks- hafnarbáta Dr. Jönas Kristjánsson og Steindór Steindórsson með litmynd af Snæfel Isjökli úr Ferðabók Eggerts og Bjarna. Frummyndir Ferðabókar Egg- erts og Bjarna komnar heim 1 FYRSTA skipti í áraraðir fæst góður ýsuafli 1 net við Suðurland. Sumir Þorlákshafnarbátar hafa að undanförnu fengið 10—15 lestir af failegri ýsu f net eftir eina nótt, sem þykir mjög gott. Benedikt Thorarensen fram- kvæmdastjóri hjá Meitlinum i Þorlákshöfn sagði í samtali við Kísilgúr selst vel Húsavík, 19. marz — TIÐARFAR hefur verið gott það sem af er marzmánuði, þar til í fyrradag að snerist til norðanátt- ar og í gær snjóaði, svo að hvftt er yfir að líta, en í dag er hægviðri og bjartviðri. Aflabrögð það sem af er þessum mánuði hafa verið frekar góð og gæftir góðar. Rauðmagaveiði hefur verið fremur léleg og fáir, sem stunda hana. Grásleppan virðist ekki vera gengin á miðin og menn verða frekar seinna á ferðinni en síðastliðin ár. M.s. Selá Iestar i dag fullfermi af kfsilgúr, en hann er fluttur út svo og seldur svo að segja um leið og hann er framleiddur. Fram- leiðslan gengur vel. — Fréttarit- ari. Bertil Lauritzen. BERTIL Lauritzen, forstjóri frá Dramatiska Institutet f Stokk- hólmi, heidur fyrirlestur í Norræna húsinu fimmtudags- kvöldið 21. marz kl. 20:30 um þá menntun, sem hægt er að fá á Norðurlöndum til að starfa við leikhús, útvarp, kvikmyndir og sjónvarp. 1 fyrirlestri sínum mun hann einnig víkja nokkuð að þróun samvinnu Norðurlandanna á þessu sviði, en árið 1961 lagði Norðurlandaráð fram tillögu um þá samvinnu. Þá mun hann fjalla um þá breytingu, sem hefur orðið á fræðslu um þessa miðla f al- mennum skólum og loks mun hann setja fram nokkrar spurn- ingar um hlutverk þessara miðla í framtíðarþjóðfélaginu. Bertil Lauritzen fæddist 1917. Hann lauk fil. lic-prófi í bók- menntasögu við Uppsalaháskóla 1945. Hann vann lengi við gerð fræðslu- og heimildakvikmynda hjá sænsku kvikmyndafélagi, var forseti Sænsku kvikmyndaaka- demíunnar 1959—1964, náms- stjóri við kvikmyndaskóla Svenska filminstitutets 1964—1970 og forstjóri Dramatiska Institutet frá 1970. Hann var um skeið ráðgjafi um kvikmyndir hjá UNESCO og for- maður alþjóðlega skólakvik- Morgunblaðið í gær, að hann myndi ekki eftir því, að ýsa hefði fengizt svo neinu næmi I net í fjölda ára, og litið hefði borizt á land af ýsu í Þorlákshöfn siðan nótabátarnir stunduðu þær veiðar. Nótabátarnir fóru að allra dómi ákaflega illa með ýsustofn- inn og hvarf ýsan að mestu um tíma. En siðan ýsuveiðar með nót lögðust niður hefur ýsuaflinn aukizt heldur ár frá ári og í vetur svo um munar. Sagði Benedikt, að ýsan, sem bátarnir fengju, væri mjög stór og góð, og þætti ákaflega góð til vinnslu. Ysuafli bátanna væri mjög misjafn, en sumir fengju 2—3 tonn í trossu eða 10—15 tonn í einni lögn. Ennfremur sagði hann, að almennt væri afli bátanna tregur, eða allt síðan ufsinn hvarf fyrir 3 vikum. Aflahæsti báturinn væri nú Brynjólfur með nokkuð á 6. hundrað lestir. 1 gær hafði síldarbræðsla Meitilsins tekið á móti 15 þúsund lestum af loðnu og þá var fyrir- tækið búið að frysta 500 lestir af loðnu. 546 SLYS urðu f umferðinni í febrúarmánuði sl., eða 19,5 að maðaltali á dag. Af þeim var eitt banaslys, er 63 ára gömul kona varð fyrir bfl á Reykjanesbraut í Öskjuhlfð. 1 hinum slysunum varð einungis eignatjón f 492 slys- um, en f 53 slysum urðu meiðsli á fólki, alls 61 manni. Kemur þetta fram í yfirliti Umferðarráðs yfir umferðarslys 1 febrúar. Fýrstu tvo mánuði ársins hefur orðið 1181 umferðaróhapp, þar af 104 slys með meiðslum, þar sem 134 slösuðust og 2 létust. Miðað við sömu mánuði 1973 er um fækkun umferðarslysa að ræða, því að þá urðu 1260 slys, þar af myndasambandsins og hefur ver- ið formaður dagskrárnefndar Norræna kvikmynda- og sjón- varpssambandsins frá 1973. Hann hefur einnig haft með höndum ýmis önnur ráðgjafar- og sér- fræðistörf, auk þeirra sem hér hafa verið nefnd, og hefúr gefið út rit um bókmenntasöguleg og kvikmyndafræðileg efni. „ÞAÐ er ekki hægt að meta þessar myndir til fjár.“ Þetta sögðu forsvarsmenn danska Vís- indafélagsins um frummyndirnar úr hinni merku Ferðabók Eggerts 120.slys með meiðslum. Fyrstu tvo mánuði ársins í fyrra létust fjórir í umferðarslysum, nú tveir. í skýrslu Umferðarráðs segir ennfremur: Aukning umferðarslysa á síð- asta ári var minnsta aukning frá ári til árs síðan 1969 og aukning slysa með meiðslum sú minnsta síðan 1968. Er því hægt að tala um jákvæða þróun síðustu 14 mánuði, sérstaklega þegar höfð er i huga veruleg fjölgun ökutækja, sem varð á þessu timabili meira en 10%. Föstumessa í Hallgrímskirkju FÖSTUMESSA verður í Hall- grímskirkju í kvöld. Er hún eins og aðrar föstumessur á þessu ári liður i að minnast 300 ára ártiðar Hallgrims Péturssonar. Við messuna í kvöld leikur Pét- ur Þorvaldsson sellóleikari ein- leik, þrjú lög eftir Jón Leifs, sem hann skrifaði við textá eftir sr. Hallgrím Pétursson. Dr. Jakob Jónsson prédikar, en ræðuefni hans er „Mynd Baltasars af Kristi í krossinum“, en sú mynd vakti nýlega athygli ásýningu í Reykja- vík. Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, er bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. spurði um hversu hátt skyldi tryggja þær, en bókaútgáfan hefur nú fengið þessar myndir hingað til lands gagngert vegna endurútgáfu Ferðabókarinnar. Er ráðgert, að bókin komi út á þessu ári bæði I íslenzkri útgáfu, „til þess að punta upp á þjóðhá- tfðarárið", eins og Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum, þýðandi Ferðabókarinnar á fslenzku, komst að orði á blaðamannafundi, sem Örn og Örlygur boðuðu til f gær vegna heimkomu myndanna. r Islenzk verk á frönsku MORGUNBLAÐINU hefur borizt bókin „Les Lettres Nouvelles Ecrivains Dú, Danemark, des Iles Feroe, d’íslande, de Norvege og er það kynning á norrænum bók- menntum, þar birtast í franskri þýðingu verk höfunda frá Dan- mörku, Færeyjum, Noregi og ís- landi. Formála að bókinni ritar C.G. Bjurström. Regis Boyer, sem var sendi- kennari hér við Háskólann ritar þarna grein um íslenzkar sam- tímabókmenntir og eftirtaldir ís- lenzkir höfundar eiga ljóð eða þætti i bókinni: Einar Ól. Sveins- son, Guðmundur Böðvarsson, Davíð Stefánsson, Snorri Hjartar- son, Steinnn Steinarrr, Jón úr Vör, Hannes Sigfússon, Jón Ósk- ar, Stefán Hörður Grímsson, Ein- ar Bragi, Hannes Pétursson, Þor- steinn frá Hamri og Thor Vil- hjálmsson. Regis Boyer hefur séð um allar þýðingarnar úr íslenzku á frönsku. Um útgáfuna sá Maurice Nadeau. Frummyndirnar eru flestar lit- aðar, og hafa þær hvergi birzt áður. Frumútgáfa Ferðabókar- innar kom út á dönsku árið 1772, Framhald á bls. 20. Grænland krefst 200 mílna Góðvon, 18. marz, NTB. LANDSRAÐIÐ f Grænlandi hef- ur ákveðið að styðja 200 mílna fiskveiðilögsögu á hafréttarráð- stefnunni í Venezúeia i sumar. Landsráðið vill enn fremur, að erlendir fiskimenn skuldbindi sig til að landa í Grænlandi vissum hluta þess afla, sem þeir fá við landið, ef grænlenzkir fiskimenn geta ekki landað nógu miklu sjálf- ir. Sumir kölluðu þetta ósk- hyggju, þar sem lágt verð fæst fyrir aflann í Grænlandi. Akvörðunin um 200 mílurnar verður lögð fyrir sjávarútvegs- ráðuneytið fyrir milligöngu Grænlandsmálaráðuneytisins. Danski sjávarútvegsráðherrann samræmir kröfur Grænlendinga, Færeyinga og Dana fyrir haf- réttarráðstefnuna. Kosningar til Stúdenta- ráðs í dag KOSNINGAR til Stúdentaráðs Háskóla islands fara fram f dag og er kjörstaður opinn í Félags- heimili stúdenta frá klukkan 09 til 18 f dag. Kosningarétt hafa allir innritaðir stúdentar f Há- skóla tslands. Tveir listar eru í kjöri, A-listi, sem er listi Vöku, og B-listi, sem er listi vinstri manna, en að þessu sinni bfður Verðandi ekki fram. Kosningin stendur að- eins yfir f dag. 1 fyrradag var haldinn allfjöl- mennur framboðsfundur og kom þar fram, að mikill áhugi er meðal stúdenta. Aðallega er kosið um tvö aðalmál í þessum kosn- ingum. Hið fyrra varðar utan- rikismál og snýst um aðild Stúd- entaráðs að aiþjóðasambandi stúdenta — International Union of Students — en Vaka er andvíg aðildinni. Þá er og deilt um hlut- verk stúdentaráðs. Vaka vill, að Stúdentaráð sinni i auknum mæli málefnum stúdentanna sjálfra.en vinstri menn vilja, að ráðið taki pólitíska afstöðu til opinberra mála. Snjóbíllinn var sjö tíma að fara fyrir Oddsskarð ODDSSKARÐ hefur verið ófært undanfarna daga öllum farartækjum nema snjóbfln- um, sem heldur uppi fólks- flutningum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar á veturna. 1 fyrradag tók ferð hans óvenju- lega langan tfma vegna slæms veðurs og erfiðrar færðar; var hann nær sjö tíma að fara þá leið, sem hann fer venjulega á röskum klukkutíma. Við Odds- skarð og f þvf var slíkt dimm- viðri og ofanhrfð, að bflst jóriun varð að fá einn farþeganna tólf til að ganga á undan snjóbíln- um og vísa honum veginn. Sótt- ist manninum gangan seint, þar sem snjór var svo gljúpur, að hann sökk nánast í hverju skrefi. „En þetta var engin raun,“ sagði maðurinn, Hjörleifur Guttormsson, kennari, í samtali við Mbl. í gær. „Veðurhæð var ekki svo mikíl, að mér væri ekki stætt, en hins vegar gat ég ekki gengið eins og á föstu und- irlagi, því að snjórinn var svo laus í sér og gljúpur. Eg varð því að brölta þetta eins og bezt gafst.“ Hjörleifur fór á undan bflnum í röskan hálftíma. Aðalorsökin fyrir því hversu seint snjóbílnum sóttist ferðin var hins vegar sú, að leiðin yfir skarðið var mjög erfið fyrir hann. Hafði skarðið verið rutt i síðustu viku, en siðan fennt i ruðninginn aftur og var sá snjór mjög laus í sér. Snjóbill- inn er með ýtutönn að framan og getur lagað til fyrir sig, en fer annars hraðast yfir á harð- fenni. Eigandi bílsins og öku- maður er Sveinn Sigurbjörns- son á Eskifirði. FYRIRLESTUR UM FJÖLMIÐLAMENNTUN Nær 20 umferðar- slys á dag í febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.