Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULl 1974 7 •• Orvar C-vítamín starfsemi heilans? Dr. Josef Smola er tékkneskur vlsindamaður og starfar sem vls- indalegur ráðunautur við rann- sóknarstofnun kolaiðnaðarins I Tékkóslóvaktu. Hann hefur af tilvilj- un uppgötvað áður óþekkt, og mjög forvitnileg áhrif C-vítamlns á llkams- starfsemina. Smola heldur því fram. að hið umdeilda vltamln geri menn ferskari andlega. Tékkneski vlsinda- maðurinn tilkynnti um þessa upp- götvun á fundi vlsindamanna frá fjölmörgum þjóðum. sem hatdinn var I nágrenni Lundúna fyrir skömmu. Vel getur verið, að fundur þessi hafi markað tlmamót I sögu C-vltamlns þar sem vlsindamenn gáfu þar sannfærandi skýringar á ýmsum vafaatriðum um lyfið. Áður var þvl haldið fram, að C- vltamln hefði góð áhrif á ýmsa sjúk- dóma. Það var sagt lækna kvef og inflúensu. koma I veg fyrir hjarta- sjúkdóma og jafnvel styrkja llkam- ann svo, að ákveðnar forsendur krabbameins næðu ekki að skapast. Komi nú I Ijós, að C-vltamln geti einnig haft örvandi áhrif á heilastarf- semina, má með sanni segja, að það sé allra meina bót. Getur þetta verið satt? Þetta er spurning, sem margir læknar spyrja nú sjálfa sig: Er það mögulegt, að svo einföld sameind (efnafræðilega er C-vltamln mjög llt- ið og raunar næsta ómerkilegt efni) geti haft svo margvlsleg og þýð- ingarmikil áhrif á llkamann? Fyrir áðurnefndan fund gat eng- inn gefið ákveðið svar við þessari spurningu, en einn fundarmanna, Sherry Lewin llfefnafræðingur frá Lundúnum, setti hins vegar fram kenningu, þar sem hann tengir C- vltamln helztu sameindakerfunum, sem stjórna niðurbroti efna I llkam- anum. Þar er kominn hlekkurinn, sem vantaði (I þekkingu okkar a.m.k ), og þá er auðvelt að skilja, hvernig C-vltamln getur haft áhrif á svo margvlslega og mismunandi starfsemi I llkamanum. Og þá fellur allt saman við kenningu Smola um örvandi áhrif C-vltamlns á heilastarf- semina, svo sem enn mun sýnt verða. En hvernig gátu vlsindamenn um allan heim lent I svo miklum vand- ræðum vegna þessa litla, og að þvf er virðist einfalda, vftamlns? Þess ber fyrst að geta, að mannslikaminn getur ekki framleitt C-vltamln fremur en llkamir sumra annarra dýrateg- unda, þar á meðal má nefna ind- versku leðurblökuna, sem lifir á ávöxtum. Við verðum að fá það með fæðunni. Spurningin er: hvað þurfum við mikið magn? C-vltamln hefur verið tengt skyrbjúg allar götur slðan á 16. öld er það var uppgötvað I brezka flotanum, að hægt var að fyrirbyggja sjúkdóminn með neyzlu citrus-ávaxta (appelslna, sltróna o. fl ). Þegar vlsindamenn reiknuðu út, hve mikilsmagns Cvlta- mlns við þyrftum að neyta á degi hverjum, höfðu þeir I huga, hve mikið þyrfti til þess að koma I veg fyrir skyrbjúg. Nóbelsverðlaunahaf- inn Linus Pauling reiknaði dæmið hins vegar með hliðsjón af því, hve mikils magns aðrar dýrategundir neyttu á dag, og komst að þeirri niðurstöðu, að við þörfnuðumst þriggja gramma á dag, sem er hundrað sinnum meira en mælt er með I Bretlandi og fimmtlu sinnum meira en Bandarlkjamenn telja hæfi- legt. Hver hefur rétt fyrir sér? MJÖGJÁKVÆÐAR NIÐURSTÖÐUR Á áðurnefndum fundi I Lundúnum rannsökuðu vlsindamennirnir hin góðu og augljósu áhrif C-vItamlns á llkamann. Almennt er álitið, að vlta- mlnið hafi góð áhrif gegn kvefi og eins og gefur að skilja fór mikill tfmi I rannsóknir á þvl atriði. Josef Smola skýrði frá tilraunum slnum á 1000 tékkneskum kolanámumönn- um, sem hann hafði gefið auka- skammt af C vltamlni á degi hverj- um. Skammtarnir voru smáir, einn tlundi úr grammi, en engu að síður varð árangurinn mjög jákvæður. Þeir, sem tóku skammtana, fengu 1 5 prósent færri kveftilfelli og töp- uðu 16 prósent færri vinnudögum vegna veikinda, borið saman við þá, sem ekkert C-vltamln tóku. Þetta er mjög áhugavert I vísindalegu tilliti, en hefur einnig mikla efnahagslega þýðingu. Þegar Smola vann að þessum tilraunum tók hann einnig eftir þvl, að þeir, sem tóku C-vItam!n, voru miklum mun betur á sig komnir andlega, voru betur vakandi og við- bragðsfljótari, enda urðu þeir fyrir 10 prósent færri slysum en aðrir. Hann hófst handa um að rannsaka þetta fyrirbrigði á vísindalegan hátt og komst þá að því, að þeir, sem fengu aukaskammt af C-vltamini, höfðu mun næmari athygli og voru mun viðbragðsfljótari andlega en aðrir. Af þv! leiddi, að þeir voru hæfari til þess að forðast slys Læknisfræðin stendur á háu stigi á Vesturlöndum, en engu að slður hefur henni ekkí enn tekizt að finna óbrigðult ráð við venjulegu kvefi. Það gerir kannski ekki mikið til, þar sem þeir eru fáir, sem látast úr kvefi, en hið sama verður ekki sagt um krabbamein og hjartasjúkdóma. Nýj- ustu vlsindarannsóknir benda hins Eftir Roger Lewin forum world features vegar til þess, að þeir, sem taka stóra skammta af C-vltamlni til þess að forðast kvef eða lækna það, geti um leið bjargað sér frá áðurnefnd- um tveimur sjúkdómum, sem verða mörgum að bana. Lltum fyrst á krabbamein. Enginn vafi leikur á þvl, að sumar tegundir orsakast af efnum, sem kallast nltró- samín. Sum þessara efna koma fyrir I ákveðnum fæðutegundum, önnur myndast I fæðunni I geymslu og enn önnur á meðan fæðunnar er neytt. Á slðastliðnu ári uppgötvuðu banda- rlskir vlsindamenn, að C-vltamln getur komið I veg fyrir myndun nltrósamlna I fæðunni eftir að henn- ar hefur verið neytt og þannig komið I veg fyrir eina forsendu krabba- meins. Samkvæmt sfðustu fréttum getur C-vltamln hins vegar ekki ein- göngu komið I veg fyrir myndun nltrósamína heldur einnig hindrað myndun krabbameinsvalda I þess- um og öðrum skyldum efnum Þess vegna virðist örugglega mega full- yrða, að C-v!tam!n vinni gegn krabbameini. Þetta eru einnig góðar fréttir að því er viðvíkur kransæðastlflu. Fólk deyr af kransæðastíflu vegna þess, að háræðarnar I hjartanu stíflast af fitu, sem berst með blóðinu. öll þau efni, sem draga úr fitumagninu, sem blóðið flytur, eru þvl til góðs. Og samkvæmt niðurstöðum tékkneska vísindamannsins Emil Ginter er það einmitt þetta, sem C-vítamln getur gert. Með rannsóknum á tilrauna- dýrum hefur hann komizt að þvl, að stöðugur skortur á C-v!tamlni leiðir til fitumyndunar I blóði dýranna. Nýjustu rannsóknir hans, sem hann hefur gert á mönnum, sýna aftur á móti, að aukaskammtar af Cvlta- mlni minnka fitumyndunina I blóð- inu um 10 af hundraði, sem er umtalsvert. Sherry Lewin hefur sett fram þá hugmynd, að auk þess sem C-vltamlnið dragi úr fitumyndun I blóðinu hjálpi það einnig til þess að leysa upp þá fitu, sem þegar hefur setzt innan I æðarnar. Lewin hefur sett fram þá hug- mynd, að það, sem valdi niðurbrots- hæfni C-vltamlns, séu tvö hliðstæð efni, sem kallast „Cyclic AMP", og „Cyclic GMP". Þessi tvö efni eru undirstaða alls efnaniðurbrots I llkamanum og mega þvl teljast mik- ilvægt stjórntæki hans. Lewin telur, að eitt hlutverk C-vltamlns sé að auðvelda blöndun þessara efna I llkamanum og þannig hafi það áhrif á alla llkamsstarfsemina Heilinn er eitt þeirra llffæra, sem hlýtur að verða fyrir áhrifum af þessu. Vlsindamenn uppgötvuðu nýlega, að sjúklingar, sem þjást af þunglyndi, skortir efnið „Cyclic AMP" I heiiann. Margir telja nú, að C-vltamln geti bætt úr þessum skorti, ef kenningar Lewins stand- ast. Nú eru vlða gerðar tilraunir til þess að ákvarða enn betur áhrif C-vltam!ns á þunglyndi og jafnvel á geðklofa. Læknar og fylgjendur C- vltamfns blða þess með óþreyju, að fá að heyra um úrslitin. Enginn getur leyft sér að mæla með þvl, að fólk fari að taka stóra skammta af lyfjum, I þessu tilfelli C-vItamlni, án þess að einhver annar haldi þvl fram, að sllkt sé hættulegt. Enn sem komið er hafa þó engin haldgóð rök fyrir þvl, að C-vítamin sé hættulegt, verið færð fram, jafn- vel þótt fólk taki nokkur grömm á dag. Eins og sýnt hefur verið gera þessir stóru skammtar sennilega mikið gagn. Eða svo tilfærð séu orð eins fundarmanna á áðurnefndum fundi I Lundúnum: „Sjómennirnir I brezka flotanum læknuðu skyrbjúg án þess eiginlega að vita hvernig þeir fóru að þvt. Við ættum að hafa jafnmikinn kjark og notfæra okkur hin góðu áhrif C-vItamlns, án þess að blða þess að vita með vissu hvers vegna þau eru svo góð." Brotamálmur Kaupum allan brotamálm lang- hæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 27, slmi 25891. Sköfum og hreinsum hurðir Simi 85043 frá kl. 6—8 e.h. Nýkomið óvenjuglæsilegt úrval af púðum allar gerðir af saum. Hannyrðabúðin Linnetstig 6 Hafnarfirði. Simi 51314. Kona með tvö börn óskar eftir eins til 2ja herb. ibúð strax. Örugg mánaðargreiðsla. Upplýsingar i sima 1 5049. Kðpurtil sölu Kápusaumastofa Dlönu, Miðtúni 78, slmi 1 8481. Útihandrið og önnur létt járnsmiðavinna. Fljót afgreiðsla. Stáltæki s.f., Simi 42717. Hjólhýsi til sölu Upplýsingar í síma 42787. Ensk bréfaviðskipti Segið það sem þér þurfið að segja. Fáið betri árangur. Ég get hjálpað yður. Áreiðanlegur Amerikani — dvalið 2'h ár á íslandi. Uppl. i s. 14604. Geymið auglýsinguna. SAUOARKROKUB 18/1-1971 pg Kennarastöður Sauðárkróki Nokkrar kennarastöður við barnaskólann og gagnfræðaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar Kennslugreinar m.a. íslenzka, Enska, Handavinna pilta, söngur, Leikfimi pilta. Allar nánari upplýsingar veita skólastjórar. Fræðsluráð. SAGA ÍSLANDS 874-1930 í bókinni segir höfundur: Tilgangurinn með riti þessu er sá, að reyna að gefa heildarmynd af líðan hinnar íslensku þjóðar frá landnámstíð til vorra daga. Þetta hefi ég leitast við að gera með hlutfallsuppdrætti eða línuriti af mannfjöldanum, eftir því sem sagnfróðir menn hafa gefið drög til. Snorri Sigfússon, fyrrum námsstjóri og fræðimaður segir um bókina: Ég dáðist þá og geri ekki síður nú að þvi listfengi og því hugarfari, sem bókin ber vitni og því söguskyni, sem sýnir mikinn kennara. Mætti með réttu nefna hana listræna perlu, sem vel ber að varðveita. En hún ætti einnig að verða að virku afli í fræðslu þeirra, sem upp vaxa. Bókin fæst hjá: Bókaverzl. Helgafell, Laugavegi 100, Bókaverzlun ísafoldar. Austurstræti 8, Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Vesturveri og Skólavörðustlg, Bókaverzlun Málsog menningar, Laugavegi 18, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18, Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti. LOFTPRESSUR GRÖFUR Leigjum út traktorsgröfur, pressubila, vélsópara, traktorsgröfu, og Bröit X 2 gröfu. Tökum að okkur að grafa grunna, fjarlægja uppgröft o.fl. Einnig hverskonar múrbrot, fleyga- borvinnu og sprengingar. Kappkostum að veita góða þjónustu, með góðum tækjum og vönum mönnum. UERKFRnmi HF Verktakar — Vélaleiga. Skeifunni 5 V 86030 og 85085.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.