Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLI 1974 37 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, ÞÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 50 nú, svo fór ég á snyrtiherbergið °g sfðan aftur upp á bókmennta- stofuna og . . . þar var Pelle og sfðan . . . síðan höfum við verið þar. — Þér hittuð engan hér frammi á ganginum? Ingmar Granstedt til dæmis? — Nei, ég sá ekki hræðu. — Og hvað var klukkan, þegar þér rákuzt loks á Bremmer? — Það . . . það veit ég hreint ekki. Skiptir það máli? — Ég er smeykur um, sagði Christer hljóðlega, — að það skipti ákaflega miklu máli. Hann þagnaði og ég braut heilann um, hvort hann væri að hugsa um það sama og ég. Jan Hede hafði séð Görel bregða fyrir, þegar hún var að fara eftir gang- inum öðru sinni, og hann hafði sagt það vera fáeinum mínútum eftir að við Ingmar höfðum skilið frammi í forsalnum, eða með öðr- um orðum rétt rúmlega klukkan tíu. Þar með var ljóst, að Görel hafði nánast verið á hælunum á Ingmar. Ég leit snöggt á svörtu hanzkana hennar, sem hún sat og sneri upp á í angist og kvfða . . . Nú var allt undir því komið, hvað Pelle myndi segja. Til að byrja með var hann svo illur, að ógerningur reyndist að fá hann til að tala af viti. Hvað í fjáranum meinti Christer nú með þessu? VISSI hann virkilega ekki, að nú voru aðeins tólf klukkustundir þar til doktorsvörn hans átti að hefjast og hann þurfti svo sannarlega á góðum svefni og hvíld að halda. Og alltaf varð hann fyrir ónæði af þessum vit- skertu löggum. Ef ekki hafði tek- izt á sfðustu sex vikum að leysa morðgátuna um Evu Claeson þurfti þá nauðsynlega að velja einmitt þessa kvöldstund til að reyna að komast að þvf. Þetta var beinlínis óþolandi og hann kvaðst vera að hugsa um að kæra þetta framferði Christers fyrir réttum aðilum, það gat hann bókað, ann- aðhvort menntamálaráðuneytinu eða innanríkisráðuneytinu, alla vega skyldi hann sannarlega kæra. Dökkt hár hans stóð í allar áttir og skapofsi hans gerði okkur í senn ringluð og dálítið heilluð. Þegar hann loksins sefaðist nokk- uð og Christer tók að leggja fyrir hann spurningar, hefði verið of- mælt að segja, að hann hefði verið samvinnuþýður og meira að segja var tiltölulega augljóst, að ekki voru öll hans orð sönn. — Görel kom rétt rúmlega hálf tíu, sagði hann í ögrunartóni — og síðan höfum við verið saman inni í her- berginu mfnu. JA, ALLAN TÍMANN. TVÖ EIN! Hafið þér slæma heyrn, eða hvað? Svona hrokafull lögga eins og þér! Pú hefðir nú getað munað eftir blessuðum börnun- um líka. Og ekki batnaði það, þegar Staffan Arnold kom inn. Það kom fram, að hann hafði enn ekki lok- ið andmælendaræðu sinni og enda þótt hann bölvaði ekki alveg jafn hraustlega þá lék ekki nokkur vafi á því, að hann var ívið taugaóstyrkari en doktorsefn- ið. — Nei! Nei! Ég hef ekkert séð og ekkert heyrt. Hann gekk fram og aftur um gólfið, æstur I skapi og baðaði út höndunum til að leggja áherzlu á orð sín. — Ég hef verið inni í vélritunarherberginu sfðan klukkan fimm í dag án þess að fá mér svo mikið sem sígarettu og ég hef hreint ekki veitt því athygli, hverjir hafa verið á ferli. . . Ég hef farið á salernið nokkrum sinnum, en ég hef ekki gefið mér tíma til að dvelja þar neitt að ráði! Og nú finnst mér eiginlega sanngjörn krafa, að við fáum að vita, hvernig á þessari yfirheyrslu stendur . . . þar sem hún virðist mikilvægari en tauga- styrkur okkar og vinnufriður . . . og það á slíku kvöldi! — Já, sagði Christer rólega. — Ég skal segja ykkur, hvernig á þessu stendur. Það hefur verið framið morð . . . MORÐ, skiljiði. Og það hér á bókasafninu milli klukkan tíu og tuttugu mínútur yfir tíu. Dauðaþögn varð í herberginu. Görel var náföl í framan og hún var sú eina, sem stundi upp: — Ingmar! Er það Ingmar? Inn ruddust nú lögregluþjónar og glæpasérfræðingar og með þeim var Einar. Christer tók að gefa þeim fyrirmæli og spurn- ingarnar dundu á mér: — Var það virkilega satt, að veslings Ingmar hefði verið drep- inn? Hvernig? Hvers vegna? Hver hafði gert það? Hvað vissi ég um það, sem gerzt hafði? Sem betur fór kom Christer aftur á vettvang fljótlega og ég losnaði við að brjóta heilann um, hverju hann vildi, að ég svaraði. Hann settist í gluggakistuna og lögregluþjónn með hraðritunar- blokk I hendi settist út I eitt horn- ið og lét lítið fara fyrir sér. Pelle dró fram stól handa sér og annan handa Görel. Jan sat enn hreyf- ingarlaus I hinni gluggakistunni og Staffan hné niður í stól, sem var við vinnuborðiö hans. Ég hugsaði með mér og það var ein- kennileg tilfinning, að litli hópur- inn hefði minnkað til muna: Ing- mar Granstedt var ekki lengur I hópi hinna grunuðu. Lillemor Olin hafði ekki sézt hér í kvöld og væntanlega óþarfi að gruna hana um græsku. En þó voru ennþá sex manneskjur eftir.... Þögnin var að verða óbærileg. Við heyrðum I glæpasérfræð- ingunum, þar sem þeir voru að leita I næstu vistarverum. Einar kom I dyrnar, gekk til Christero og hvíslaði einhverju að honum. Christer kinkaði hugsandi kolli og hann leit á alvörugefin andlitin umhverfis sig. Það var engu líkara en hann væri að bíða eftir einhverju. Ég held þó, að það, sem næst gerðist, hafi komið honum að óvörum. Kersti Ryd sneri sér snöggt að honum og rödd hennar skalf eilítið, þegar hún sagði: — Má ég bera fram spurningu? — Sjálfsagt. — Var það sá sami, sem myrti Ingmar og myrti Evu? — Ég get að minnsta kosti ekki séð aðra trúlegri skýringu. — Og þér eruð sannfærður um, að það hafi gerzt á tímabilinu frá klukkan tíu til tuttugu mínútur yfir tíu? — Já. — En þá... Hún hikaði augna- blik og greindarleg augu hennar báru vott um fögnuð og undrun i senn, þegar hún hrópaði hálfhátt: — Þá GETUR hann alls ekki hafa gert það. — Ef þér eigið við Karl Gustaf Segerberg, sagði Christer með heimspekilegri ró, þá hafið þér á réttu að standa. Ég hef heldur aldrei grunað hann um verknað- inn. En þér virðist hafa gert það. Hvers vegna? Karl Gustaf leit þrumu lostinn á Kersti Ryd. Ég hugsaði með mér, að nú yrði hann reiður eða sár, en ég sá ekki betur en fegins- svipur færðist yfir andlit hans og endaði I stríðnislegu glotti. — Margt hef ég nú séð og reynt á langri ævi, en þetta er þó i fyrsta skipti, sem ég veit til, að einhver hafi grunað mig um morð. En ég verð að taka undir það með lögregluforingjanum, að fróðlegt væri að heyra um ástæður fyrir þeim grunsemdum. Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Hversu fjölmennur var fundurinn? Kunningi Velvakanda lagði þetta á borðið hjá honum um dag- inn: „ATHYGLISVERT er, að bæði Tíminn og Þjóðviljinn birta fréttir af hinum glæsilega úti- fundi sjálfstæðismanna I Reykja- vík, sem haldinn var í fyrradag. Séu fréttir þessar lesnar, rekur lesandinn strax augun i, að þær eru keimlikar mjög. Einkum er athyglisvert, að báðum blöðum ber nákvæmlega saman um fjölda fundarmanna. Bæði segja, að á fundinum hafi verið 1500 til 2000 manns. Övilhallur aðili, lög- reglan, tjáir siðan VIsi I gær, að á fundinum hafi verið 8000 til 10000 manns. Þessar tölur minna mig á spurn- ingu, sem kennari minn í stærð- fræði spurði eitt sinn mig og skólafélaga mina. Spurningin var um það, hve há sú tala væri, sem við teldum, að mannshugurinn gæti greint. Fæstir ef nokkur gat svarað til réttri tölu, en hún er talan 3. Sjái maður þrjú eðli — þarf viðkomandi ekki að telja. Hann getur I raun gert sér grein fyrir þvl að þar eru 3 epli. En verði þau fjögur sér viðkomandi strax, að þar liggja 3+1 epli eða 2+2. Hann þarf því enn ekki að telja. Ef eplin eru 5, skiptir við- komandi þeim ósjálfrátt niður og hann sér að þar eru 2+2+1 eða 3+2 epli. Ef eplin eru 6, sér við- komandi jafnframt að þar eru 3+3 epli eða 2+2+2 eða 3 + 1+2, en þegar eplunum fer enn fjölg- andi fer gamanið að kárna. Slfellt verður erfiðara að greina fjölda eplanna og langhæsta tala, sem viðkomandi getur greint án þess að telja eplin er talan 9, en þá verða eplin líka að vera skipu- lega uppröðuð I þrjár þrenndir, 3+3+3. Það er því ekki að furða, þótt blaðamenn Tímans og Þjóðviljans hafi rennt blint I sjóinn með fjölda fundarmanna á Lækjar- torgi I fyrradag. Þar voru þeir I raun að áætla hlut, sem þeir ein- faldlega höfðu ekki hæfni til þess að fullyrða neitt um. Ef hins vegar t.d. mynd af fundinum er rannsökuð gaumgæfilega, henni skipt niður I jafnstóra reiti og slðan talið, hve margir sjást I hverjum reit, er nokkurn veginn unnt að komast nærri þeirri tölu, sem á fundinum var. Hver og einn getur reynt að áætla töluna, en enginn kemst að hinni réttu. Hið eina, sem unnt er að segja um fundinn, er, að hann hafi verið stórglæsilegur og jafnast engir fundir stjórnmálaflokka á við hann. í þessu sambandi má kannski minna á fleiri tölur um fundar- sókn. Alþýðubandalagið hefur eftir fundi slna I Laugardalshöll- inni stundum haldið þvl fram, að fundi þeirra hafi sótt 6 þúsund manns. Af áðurnefndum ástæðum hefur enginn getað rengt sann- leiksgildi þeirra Þjóðviljamanna I þessum efnum. Einnig hefur þeim verið ómögulegt að gera sér mannfjöldann ljósan. En á Lista- hátlð hélt Renata Tebaldi hljóm- leika, sem voru forkunnarvel sóttir. Telja sumir, að aldrei fyrr hafi verið eins mikill mannfjöldi I höllinni og alls staðar var staðið á göngum. Á þessa hljómleika seld- ust 3.500 miðar. Það er þvl loks orðið ljóst að oftalið er um nokkur þúsund á kosningafund- um Alþýðubandalagsins." 0 Landnámsteppi Vigdísar Ragnheiður G. Asgeirsdótt- ir skrifar: Listunnendur hafa spurzt fyrir um hverju það sæti, að hið sögu- lega, myndofna teppi, Landnáms- teppið, sem Vigdls Kristjánsdóttir óf, að tilhlutan Bandalags kvenna I Reykjavík og gefið var Reykja- vlkurborg 18. ágúst 1961, skuli ekki vera sýnt á hinni miklu yfir- litssýningu, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Teppið sýnir landnámsmanninn Ingólf Arnar- son ásamt fjölskyldu sinni, þegar hann finnur öndvegissúluna i Reykjavik. Frummyndina að teppinu gerð Jóhann Briem, sá ágæti og mjög svo viðurkenndi listamaður og mun þetta vera fyrsta myndofna teppið, sem vitað er um með vissu, að ofið hafi verið hér landi, sem sýnir sögulegan atburð og það slikan viðburð, sem land námið var. Fyrsta þjóðhátíðarfrímerki okkar, sem gefið var út 1974, ber myndina af þessu teppi, og einnig framsíða einnar efnisskrár þjóð- hátíðar, sem prentuð er á ensku. Því verður mönnum á að spyrja: „Hvers vegna er þetta listaverk ekki með á þjóðhátiðar sýningunni að Kjarvalsstöðum og hver eða hverjir hafa ráðið þvl, að svo varð ekki? Hvað segir þjóð- hátíðarnefndin um þetta? Vigdls vinnur nú að öðru sögu- legu teppi, sem sýnir Ingólf og Hallveigu á leið heim til Islands með víkingaskipi, og sýnir atburð þann, er Ingólfur varpar önd- vegissúlunum fyrir borð. Póstkort hefur verið gefið út af landnáms- teppinu, sem ef til vill er fáanlegt ennþá, en áreiðanlega hefðu margir viljað senda vinum og vandamönnum erlendis kveðju á þessu korti. Einnig hefði mátt gefa út stærri litmyndir af tepp- inu og eins myndir af hlutum úr þvi (details). Ragnheiður G. Ásgeirsdóttir.“ LJOS & ORKA FJÖLBREYTT ÚRVAL GÓLFLAMPA HENTUGAR TÆKIFÆRIS- GJAFIR LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL Sendum í póstkröfu. LJÓS & ORKA Suóurlandsbraut 12 simi S4488 VANDERVELL Vé/a/egur BENSÍNVÉLAR Austin Bedford Vauxhall Volvo Volga Moskvitch Ford Cortina Ford Zephyr Ford Transit Ford Taunus 1 2M, 1 7M, 20M Renault, flestar gerSir. Rover Singer Hilman Simca Skoda, flestar gerSir. Willys Dodge Chevrolet DIESELVÉLAR Austin Gipsy Bedford 4—6 cyl. Leyland 400, 600, 680. Land Rover Volvo Perkins 3, 4, 6 cyl. Trader4, 6 cyl. Ford D. 800 K. 300 Benz, flestar gerðir Scania Vabis Þ. Júnsson & Co, Skeifan 17 84515—16 — Sími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.