Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1974 13 s- Sveinbjörn Arnason kaupmaður sjötugur SJÖTlU ár eru ekki langur tími nú á dögum og það er heldur ekki langur tími hjá iðjusömum manni eins og Sveinbirni K. Arnasyni í Fatabúðinni, sem nú í dag fyllir þennan aldur. Sveinbjörn er fæddur í Ölafsvík 2. júlí 1904. Hann þurfti snemma að hefja vinnu eins og títt var þá um drengi f sjávarplássum, sem höfðu ungir ásamt fjölskyldu sinni orðið að sjá á bak föður og fyrirvinnu. Á unga aldri vann hann bæði til sjós og lands og hefir hann oft minnzt þessara ára við mig, því að þau voru erfið en lærdómsrík og því drjúgt vegarnesti fyrir lífs- leiðina. Strax í æsku var Sveinbjörn bókhneigður og stefndi hugur hans til mennta og þeirra erinda hélt hann til Reykjavíkur árið 1918, þá 14 ára að aldri. Þegar til Reykjavíkur kom þurfti drengurinn vinnu og réðst sem sendisveinn til Haralds Árna- sonar kaupmanns í Haraldarbúð. Þessi ráðning varð örlagarík fyrir hinn unga svein, því að þótt hann hafi hugsað sér í upphafi að nema með vinnu sinni urðu námið og vinnan það sama. Verzlun varð hans ævistarf. Hjá Haraldi fékk Sveinbjörn tækifæri til að nema í verzlunar- fræðum bæði hérlendis og erlend- is jafnframt því að stunda vinn- una. Starf Sveinbjörns hjá Haraldi varð mjög farsælt og hefir hann um langan tíma verið talinn ein- hver liprasti verzlunar og kaup- maður í Reykjavík. Arið 1959 hætti Sveinbjörn sem verzlunarstjóri í Haraldarbúð, keypti Fatabúðina við Skóla- vörðustíg og hefir rekið þá verzl- un með miklum myndarbrag síðan. Gæfusporin hafa orðið mörg hjá Sveinbirni um ævina og eitt það mesta, þegar hann kvæntist 30. maí 1931 Súsönnu M. Grímsdóttur Ólafssonar bakara í Reykjavfk. Þau hjónin hafa verið sérstaklega samhent og ber heimili þeirra og allur heimilisbragur þess glöggt vitni. Þetta þekkja þeirra ætt- ingjar og f jölmörgu vinir. Sveinbjörn hefir talsvert starfað að félagsmálum um ævina og ber þar helzt að geta K.R. og V.R., en i báðum þessum félögum hefir hann verið mjög virkur félagi og unnið innan þeirra að mörgum góðum málum. Listasmekk hefir Sveinbjörn góðan, hvort heldur um er að ræða bókmenntir eða málaralist, enda var það ekki nein tilviljun, að Haraldur Arnason sendi hann ungan til London til náms í gluggaskreytingum og útstilling- um og er Sveinbjörn fyrsti sér- menntaði gluggaskreytinga- og út- stillingamaður, sem verzlun í Reykjavík hefur eignazt. Þessara hæfileika Sveinbjörns hafa margir notið um dagana og þær eru ófáar kónga- og forseta- heimsóknirnar, þar sem Svein- björn hefir verið fenginn til skreytinga á veizlu- og móttöku- sölum. Ég hef hér að framan drepið á nokkur atriði í störfum Svein- björns um dagana, en slíkt hlýtur alltaf að vera aðeins hinn ytri rammi, því að það, sem innan rammans er, maðurinn sjálfur sem sál og persóna, verður það þunga á metaskálunum og þar finnum við góðan dreng, hrein- lyndan, heiðarlegan og hjálp- fúsan, sem hinir fjölmörgu við- skiptavinir og félagar gegnum ár- in þekkja og meta. Fyrstu kynni mín af Sveinbirni urðu fyrir réttum tuttugu árum. Það var sumarið 1954 að ég ásamt vinum mínum Friðriki Ölafssyni stórmeistara og Arinbirni Guð- mundssyni skákmanni ákvað að endurvekja tímaritið Skák, sem þá hafði legið í dvala nokkurn tíma. í minn hlut kom að sjá um tekjuhlið málsins og var það aug- lýsingasöfnun. Einn þeirra manna, sem ég leitaði til og útskýrði fyrirætlan okkar jafnhliða því að biðja um auglýsingu, var Sveinbjörn, sem ÁVALUR “BANI1' VENJULEGT DEKK MEÐ SLÉTTUMJANA“ SlÉTTUR “BANI” BETRI STYRISEIGINLEIKAR BETRISTÖÐUGLEIKI í BEYGJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDING Veitið yður meiri þægindi og öryggi í akstri — notið GOODYEAR G8, sem býður yður fleiri kosti fyrir sama verö. -----------^------------- Sölustaðir: Reykjavík: Hekla h.f., Laugaveg 1 70—1 72 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Grslasonar, Laugaveg 171. Keflavík: Gúmmiviðgerðin, Hafnargötu 89. Hveragerði: Bifreiðaþjónusta Hveragerðis v/Þelamörk. Akranes: Hjólbarðaviðgerðin h.f., Suður- götu 41. Akureyri: Hjólbarðaverkstæði Arthurs Benediktssonar, Hafnarstræti 7. Baugur h.f: bifreiðaverkstæði Norðurgötu 62. Stykkishólmur: Bílaver h.f. v/Ásklif. Neskaupstaður: Bifreiðaþjónustan, Strandgötu 54 HEKLAhf Laugaveg. 170—172 — Sim. 21240 þá var verzlunarstjóri hjá Har- aldarbúð. Aldrei mun það líða mér úr minni, hvernig Sveinbjörn tók á móti mér með sinni lipurð, hjálp- fýsi og áhuga á málefni okkar, þó að það væri honum alls óviðkom- andi. Þá var nú ekki komið að því, sem seinna varð, að ég varð tengdasonur Sveinbjörns. Oft hefi ég minnt Sveinbjörn á þessa fyrstu heimsókn mína til hans, sem betur fór varð ekki sú sfðasta. Það hefir verið mín gæfa að eignast Sveinbjörn fyrir vin og venzlamann. Það er margt, sem við höfum rædd um dagana, og margt, sem ég hef lært hjá þess- um vini mínum hvort sem um hefir verið að ræða verzlun eða mannlífið sjálft. Alltaf er hann tilbúinn til samræðna og leggur ætíð gott til mála. Þetta kunna dætur hans, tengdasynir og barnabörnin vel að meta, enda er hann vinsæll í hópnum. I upphafi stóð ekki ti’ að hafa þessar línur margar, m.a. vegna þess að ég veit, að Sveinbirni er ekki um slíkt gefið. En ég gat ekki setið á mér að senda honum kveðju mína og fjölskyldunnar á þessum degi og óska honum og Súsönnu til hamingju með daginn og megi þau njóta í sameiningu sem lengst lffsgleði sinnar og starfsorku, en þau hjónin dveljast að heiman þessa dagana. Einar Þ. Mathiesen. Volkswagen - Passat - K70 - og Audi-eigendur Eigendum Volkswagen, Passat, K70 og Audi er bent á að bifreiðaverkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 13. ágúst. Þó mun deild sú, er framkvæmir skoðanir og eftirlit á nýafgreiddum bifreiðum vera opin með venjulega þjónustu. Reynt verður að sinna bráðnauðsynlegum minniháttar viðgerðum. Ennfremur er viðskiptavinum okkar bent á að umboðsverkstæði okkar, Vagninn, Borgarholtsbraut 69, Kópavogi, Sími 42285, rekur alhliða Volkswagen-þjónustu. Smurstöð okkar mun starfa á venjulegan hátt. HEKLAhf. Laugavegi 170—1 72 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.