Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLI 1974 — Otvíræð Framhald af hls. 2 ræða, að honum hafi tekizt að skapa hættuástand hjá kjósend- um þannig, að þeir hafa haldið meiri tryggð við hann en við áttum von á. Sá klofningur, sem við vissum um, virðist ekki hafa haft mikil áhrif, þegar í kjör- klefann var komið. Þá hefur það einnig reynzt svo, að frjáls- lynda fylgið frá Birni hefur frekar farið yfir til Alþýðu- bandalagsins. . Þetta hefur valdið mér tölu- verðum vonbrigðum, en að öðru leyti getur Sjálfstæðis- flokkurinn unað sæmilega við sinn hlut í kjördæminu. Hlut- fallstala okkar hefur hækkað og er hærri en hún hefur verið um árabil." Suðurland: Aldrei betra hlutfall „Ég er mjög ánægður með úrslitin, bæði í kjördæminu og eins yfir heildina," sagði Ingólfur Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. „Við höfum aukið okkar hlutfall í báðum tilfellum, og það hefur aldrei verið svona gott hjá sjálfstæðismönnum á Suður- landi. Við erum nú með 42,7%. Skýringarnar á þessu fylgi Sjálfstæðisflokksins hér sem á öllu lapdinu eru auðvitað þær, að fólk veit um þennan aðsteðjandi efnahagsvanda, það veit, hvað vinstri stjórnin ætlaði að framkvæma f varnar- málunum. Kjósendur I kjör- dæminu er margir þeim ráð- stöfunum mjög mótfallnir og fólk treystir Sjálfstæðisflokkn- um til að tryggja öryggi lands- ins og takast á við vandann sem framundan er.“ Ath. Þar sem ekki var símasamband við Blönduós í gær tókst ekki að ná tali af Pálma Jónssyni efsta manni á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjör- dæmi vestra. 70 ára í dag 70 ára er f dag, 2. júlf, Þorlákur Bernharðsson, Hátúni 10. Hann verður að heiman f dag. Týndi 20 þúsund krónum UNGUR piltur týndi f gær 20 þúsund krónum á leið frá Laufás- vegi upp Skólavörðustfg, Grettis- götu og að Klapparstfg. Pening- arnir voru fjórir fimm þúsund króna seðlar, sem hann var með f vasanum. Þetta tap er mjög baga- legt fyrir piltinn, sem er 14 ára, og eru þeir, sem kunna að hafa fundið eitthvað af fénu, beðnir að hafa samband við lögregluna. 31) Frá afhendingu prófskírteina H.l. í Háskólabíói sl. Iaugardag. „Sé það góðu heilli gjört og vitað” A LAUGARDAG fór fram f Há- skólabfói afhending prófskfrteina þeirra stúdenta, sem f vor luku prófum frá Háskóla Islands — og var við það tækifæri lýst kjöri fjögurra heiðursdoktora við há- skólann, rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Þórbergs Þórðarsonar, fræðimannsins sænska, Peters Hallbergs og Steingrfms Jónssonar, rafmagns- verkfræðings og fyrrverandi rafmagnsstjóra. Við athöfnina lék strengjakvintett undir stjórn Þorvalds Steingrfmssonar ásamt Carli Billich pfanóleikara. Lokaprófi luku að þessu sinni 162 stúdentar og er það fjölmenn- asti hópur til þessa, sem braut- skráist f senn frá háskólanum. Þeir skiptust þannig f deildir: Guðfræðideild 4, Lagadeild 21, Læknadeild 19, Lyfjarfæði lyfsala 3, Tannlæknadeild 6, Heimspeki- deild 14, námsbraut í þjóðfélags- fræðum 4, Viðskiptadeild 34 og Verkfræði- og raunvfsindadeild 57, en þeir síðasttöldu skiptust þannig, að 37 tóku próf f ýmsum raungreinum en 20 tóku lokapróf í verkfræði og er það fyrsti hópur- inn, sem lýkur því prófi sam- kvæmt reglugerð, er sett var þar að lútandi árið 1970. Próf í raun- greinum skiptust svo, að 5 höfðu stærðfræði sem aðalgrein, eðlis- fræði 2, efnafræði 7 líffræði 13, jarðfræði 6, jarðeðlisfræði 1 (og var fyrsti stúdentinn, sem útskrif- ast í þeirri grein frá H. I.) og landafræði 3. kærleika." Rektor kvað hilla und- ir nokkrar nýjar námsbrautir í skólanum á sviði heilbrigðismála, svo sem í hjúkrunarfræðum, sjúkraþjálfun meinatækni, félagsráðgjöf o.fl., og aðrar vera á umræðustigi m.a. námsbraut fyrir starfsfólk í matvælafræði, endur- skoðun, fjölmiðlun o.fl. en nauðsynlegt væri að skapa góða aðstöðu til rannsókna og kennslu áður en nemendum væri stefnt inn á nýjar brautir, ella mætti vænta vonbrigða. Rektor minnti og á, að þjóðfélagið þarfnaðist fleira en háskólagenginna manna og kvað hættulegt, ef það yrði útbreidd skoðun, að háskólapróf væri eini lykillinn að lífs- hamingju manna. Þegar prófskírteini höfðu verið afhent, var lýst kjöri heiðursdokt- ora. Forseti heimspekideildar, prófessor Sigurjón Björnsson, skýrði frá þeirri ákvörðun sem deildin hefði tekið á fundi sínum 8. marz sl. að sæma rithöfundana Þórberg Þórðarson og Gunnar Gunnarsson heiðursnafnbótinni „doctor litterarum islandicarum Margrét Jónsdóttir tekur við heiðursskjali fyrir mann sinn heiðursdoktor Þórberg Þórðarson, rithöfund. Lýst kjöri heiðurs- doktora við Háskóla r Islands og próf- skírteini afhent honoris causa“ og hinn kunna fræðimann dr. Peter Hallberg, lektor við háskólann í Gautaborg, heiðursnafnbótinni „doctor philo- sophiae honoris causa“. Gerði pró- fessor Sigurjón örstutta grein fyr- ir ferli þeirra hvers um sig og afhenti heiðursskjöl deildarinnar til staðfestingar — með orðtakinu „Sé það góðu heilli gjört og vit- að". Af heilsufarsástæðum gat Þórbergur Þórðarson ekki tekið við heiðursskjali sínu og gerði kona hans, Margrét Jónsdóttir, það fyrir hann. Þá skýrði forseti verk- fræðideildar, Guðmundur Björns- son, prófessor, frá því, að deildin hefði á fundi sínum 11. júní sl. samþykkt að sæma Steingrím Jónsson fyrrum rafmagnsstióra, heiðursnafnbótinni doctor technicae honoris causa" og sam- þykktin verið staðfest 18. júní sl. á 84 ára afmæli Steingríms. Gerði Guðmujjdur stutta grein fyrir starfsferli hans og afhenti honum síðan heiðursskjalið með sömu orðum og áður voru viðhöfð. Háskólarektor gat þess f ávarpi sínu til kandidata og annarra við- staddra, að á síðastliðnu hausti hefðu 57 stúdentar lokið prófi og í febrúar sl. 44, þannig, að alls hefðu 263 tekið lokapróf á einu ári. Hann kvaðst vænta þess, að um 1000 nýir stúdentar innrituð- ust f háskólann nú á næstunni og gæfi hin öra fjölgun stúdenta í háskólanum tilefni til, að Islend- ingar spyrðu sig tveggja mikils- verðra spurninga, annarsvegar hvort háskólinn væri undir það búinn að veita öllu þessu fólki skammlausar viðtökur og hins- vegar, hvort þessi braut væri öll- um til góðs, sem út á hana legðu. „Ég tel þessar spurningar umhugsunarvirði fyrir þá, sem stýra menntamálum og stjórna skólum, sagði rektor, og ekki síð- ur fyrir þá, sem eru að búa sig undir lffið með námi í skólum, fyrir foreldra, sem vilja leiða börn sfn til lffshamingju og fyrir þá, sem leggja skattpeninga til samneyzlu þjóðarinnar... Það hlýtur að vera mikils um vert, að við getum verið sannfærð um, að skólinn geri þeim, sem hann sækja, eitthvert gagn og skili þjóðinni, sem hefur fóstrað þá, verðmætum f mannviti og mann- Heiðursdoktorarnir Peter Hallberg, Gunnar Gunnarsson rithöfundur og Stein- grímur Jónsson. Milli þeirra síðarnefndu tveggja situr frú Margrét Jónsdóttir, eiginkona dr. Þórbergs Þórðarsonar, rithöfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.