Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1974 29 — Biðst lausnar Framhald af bls.40 um útfærslu landhelginnar I 50 mílur og um, að stefnt skyldi að brottför varnarliðsins í áföngum á kjörtfmabilinu, jafnframt því sem heitið var viðnámi við verð- bólgu. I ráðuneyti Ólafs Jóhannes- sonar voru sem kunnugt er eftir- farandi ráðherrar: Halldór E. Sigurðsson, er fór með fjármál ríkisins og landbúnaðarmál, og Einar Agústsson, sem fór með utanríkismál, báðir úr Framsókn- arflokknum, flokki forsætisráð- herra; Magnús Kjartansson, sem fór með iðnaðar- og orkumál, heil- brigðis- og tryggingarmál, og Lúð- vík Jósepsson, sem fór með við- skiptamál og sjávarútvegsmál, báðir úr Alþýðubandalagi; og úr Samtökunum þeir Hannibal Valdimarsson, er fór með sam- göngu- og félagsmál, og Magnús Torfi Ölafsson, er fór með menntamál. Um mitt kjörtímabil- ið lét Hannibal Valdimarsson af embætti að eigin ósk og tók Björn Jónsson þá við málaflokkum hans í stjórninni. Forsætisráðherra fór aftur á móti sjálfur með dómsmál. — Hannibal Framhald af bls. 3. um, töldum líklegast að staðan á þinginu milli stjórnar og stjórnar- andstöðu yrði 29 á móti 31 eða jafnt — 30 á móti 30. Við komum okkur þess vegna saman um, að sú staða gæti komið upp að gripa þyrfti til utanþingsstjórnar. Stjórnarmyndunartilraunir nú- verandi þingflokka geta komizt I algjöra sjálfheldu og þjóðin legg- ur naumast I þriðju kosningarnar á einu ári I von um að skerpa línurnar á þingi. Þá er embættis- mannastjórn einasta úrræðið." Við spurðum Hannibal að lok- um, hvort það hefðu ekki verið mikil viðbrigði fyrir hann að standa ekki f eldlínu kosningabar- áttunnar að þessu sinni. „Jú, að- staða mín núna var algjörlega ólík því, sem ég hef átt að venjast, bæði að þurfa nú ekki að standa i kosningabardaganum og fylgjast síðan með kosningahorfum um nóttina af áhorfendabekk." „Syrgðir þú þá ekki hlutskipti þitt að þessu sinni?“ „Nei,“ svaraði Hannibal, „oftar var það nú fagnaðartilfinningin sem gagntók mig.“ ~ Magnús Torfi Framhald af bls. 3. „Ástæðurnar eru ýmsar, en meginástæðan er sú, að Sam- tökin hafa aldrei komið á hjá sér skipulagi, sem er nándar nærri eins þéttofið og skipulag annarra flokka, svo að þegar straumar I stjórnmálaviðhorfi almennt reynast andstæðir Samtökunum og þeirri rfkis- stjórn sem þau hafa átt aðild að, þá mæðir það harðast á stjórnmálaflokki, sem hefur ekki við skipulagt kerfi að styðjast. En þar að auki hefur auðvitað orðið verulegt frá- hvarf frá Samtökunum vegna þeirra átaka, sem hafa átt sér þar stað á sfðustu mánuðum.“ — En ef litið er á úrslitin f heild? „Urslitin f heild sýna, að sú staða er komin upp á Alþingi, að þeir flokkar, sem staðið hafa að fráfarandi rfkisstjórn og stjórnarandstöðuflokkarnir eru þar f jafnvægi, svo að til þess að mynda starfhæfa rfkis- stjórn getur ekki orðið um að ræða nema breytta samsetn- ingu á rfkisstjórn.“ — Hvað heldur þú að taki nú við? „Eg ætla ekki að gerast svo djarfur að spá um það á þessu stigi, en hitt þykist ég viss um, að þing verði kallað saman mjög fljótlega.“ — Og að lokum Magnús, telur þú úrslitin áfellisdóm um stjórnina? „Það er sýnt, að sú breyting, sem orðið hefur, er fráfarandi rfkisstjórn heldur á móti, en sá straumur er samt ekki svo sterkur, að hann hafi megnað að færa stjórnarandstöðunni meirihiuta á þingi.“ — Karvel Framhald af bls. 3. og lýstu á hana vantrausti, meðan Magnús Torfi sat eftir i ráðherra- stól. „Það geri ég nú ráð fyrir,“ svaraði Karvel. Um önnur úrslit kosninganna sagði Karvel, að sér fyndist at- hyglisvert t.d. fylgistap Fram- sóknarflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi. „Að visu gerði ég nú ráð fyrir, að hann væri hér í varnar- stöðu, en ekki að hann stæði svona höllum fæti. Einnig er at- hyglisverður sigur Sjálfstæðis- flokksins, honum hljóta menn að velta fyrir sér. Alþýðuflokkurinn fær hins vegar svipað fylgi hér á Vestfjörðum og hann hafði síðast, bætir að vísu við sig um 30 at- kvæðum að ég held. Hins vegar er því ekki að leyna, að útkoma Al- þýðubandalagsins hér er — að mér finnst, — svona nokkuð um- hugsunarefni. Ég reiknaði alltaf með þvi, að það bætti hér við sig, en mér sýnist þetta svona vera í það mesta, sem maður gat átt von á. Knútur Bruun hdl. Lðgmannsskrifjtofa GroHlsgötu 8 II. h. Sími 24940. FRANSKA RIVIERAN Ævintýraheimur frönsku Rivierunnar hefir í meira en hundrað ár verið óska- staður auðkýfinga og listamanna og kvik- myndastjarna og feg- urðardisa, síðan þær urðu til. IMú loksins verður þessi heillandi veröld sólskins og skemmtana. almenn- ingseign á íslandi, með hinum ódýru þotuferð- um Sunnu beint til Niíza. Hægt að velja um dvöl í tvær til fjórar vikur 5 Nizza, Monte Carlo, eða Menton. fTTTH! FERBASKRIISIOFAN SUNNA * SIMAR1640012070 C eri „VIKTORIA so/asemm ”Viktoria“ sófasettiö er fáanlegt í fjölbreyttu áklæöaúrvali hr. •i Fellsmúla 26 (Hreyfilshúsinu) Simi; 85944 ÞETTA ER ORÐSENDING TIL HÚSBYGGJENDA, FRÁ SJÓVÁ. Húsbyggjendur hafá í mörg horn að líta, og ekki þurfa þeir sízt að hyggja að fjárhagslegu öiyggi. Hvort sem byggt er íbúðarhús eða iðnaðarhús, verzlunarhús eða vöruskemma, þarf að vérjast óvæntum skakkaföllum. BYGGINGARTRYGGING SJÓVÁ tryggir húsið í smíðum, ásamt aðfluttu efni og vinnupöllum, gegn hvers konar beinum skemmdum af völdum eldsvoða, vatnsflóðs, jarðskjálfta, eldgosa, hruns, foks og þjófnaðar, svo eitthvað sé nefnt, og innifalin er ábyrgðartrygging vegna framkvæmdanna. BRUNATRYGGING SJÓVÁ tryggir bygginguna og aðflutt efni ásamt vinnupöllum gegn skaða af völdum eldsvoða. ÁBYRGÐARTRYGGING SJÓVÁ tryggir gegn slysum á mönnum og tjónum á munum, sem húsbyggjandinn kann að verða gerður ábyrgur fyrir vegna framkvæmdanna, SLYSATRYGGINGAR SJÓVÁ tryggja húsbyggjandann og starfsmenn hans, og má benda á að samkvæmt samningi ASÍ og Vinnuveitendasambands Islands skulu allir launþegar vera slysatryggðir í starfi. Söludeildin okkar er í síma 82500. Hringið og fáið upplýsingar um þær tryggingar, sem henta yður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.