Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1974 ' Leikmennirnir í einangrun ALLAR þjóðirnar, sem komust f 16 liða úrslit heimsmeistara- keppninnar f knattspyrnu, höfðu lækna og nuddara á sfnum sner- um og nokkrar, þar af hafa fimm, sem komust f átta liða úrslitin, sálfreðinga f þjðnustu sinni. Hlutverk þeirra er að kanna sálarástand leikmahnanna fyrir leiki og eftir og gefa þjálf urunum ráð. Hefur verið litið á sérfreð- inga þessa með nokkurri tor- tryggni og m.a. hafa þer skoðanir verið settar fram á prenti, að menn beti sér það upp, að nú er ner útilokað að neyta örvandi lyfja, með þvf að láta dáleiða sig eða heilaþvo. Gifurlega miklar umræður hafa verið f f jölmiðlum um kynlff leik- mannanna í heimsmeistarakeppn- inni. Slíkt er reyndar ekkert nýtt heldur skýtur slfkum umræðum jafnan upp á yfírborðið, þegar stórmót eru haldin. Hafa læknar og aðrir vísindamenn verið ófeimnir við að láta skoðanir sínar á máli þessu f ljós, svo og þjálfarar og leikmenn, og sem fyrr eru ekki allir á eitt sáttir. Leikmönnum flestra liðanna, sem tóku þátt í 16 liða úrslita- keppninni f Þýzkalandi, voru lagðar mjög strangar lífsreglur; meðal þess, sem þjáifararnir Helmut Schön, Mario Zagallo og Feruccio Valcareggi fyrirskipuðu, var, að leikmennirnir mættu alls ekki hafa samskipti við kvenfólk meðan á keppninni stæði. Þá settu flestir reglur um, hvenær leikmennirnir ættu að fara að sofa, hvað þeir ættu að borða og farið var fram á það við þá, að þeir hvorki reyktu né drykkju áfengi eða bjór á meðan á keppn- inni stæði. I búðum leikmannanna hefur verið mikil ólga vegna allra þessa boða og banna, sérstaklega hjá vestur-þýzka liðinu, sem býr í Malente milli leikja. Franz Beckenbauer krafðist þess t.d. að fá konuna sína í heimsókn eftir leikinn við A-Þýzkaland. — Lffið í þessu klaustri er að gera mig vit- lausan, sagði hann. Lentu leik- mennirnir síðan í hörðum deilum við þjálfara sinn, sem lyktaði með því, að hann lét undan og gaf þeim leyfi til þess að fá konur í heimsókn með því skilyrði, að þær _færu. frá „klaustrinu" ekki seinna en klukkan tvö um nótt- ina. Þótti þetta mikil framför frá því, sem áður var, en 1958 krafð- ist þýzki landsliðsþjálfarinn þess, að allt kvenfólk, sem vann á hótelinu, þar sem þýzka liðið bjó, yrði látið fara og þjónar fengnir f þess stað- Brasilfska liðið býr f algjörri einangrun f Hofheim. Umhverfis hótelið, sem þeir búa f, var reist mikil girðing, sem kostaði um 40.000 mörk. Mario Zagallo þjálfari þeirra segir, að þessi girð- ing eigi að vernda liðið fyrir hugsanlegum hryðjuverka- mönnum og hefur gefið hinum vopnuðu vörðum, sem gæta hlið- anna, fyrirskipun um að hleypa engum leikmannanna út fyrir hana. Brasilfumennirnir hafa verið í æfingabúðum frá 1. marz og allan þann tfma hafa aðstoðarmenn þjálfarans vakað yfir þeim. Francisco Marinho, hinn ljós- hærði bakvörður liðsins, slapp þó andartak úr augsýn þeirra, er liðið var að búa um sig á hóteli fyrst eftir að það kom til Þýzka- lands; stundina notaði hann til þess að spyrja eina þjónustustúlk- una jafn sakleysislegrar spurn- ingar og þeirrar, hvort hún tryði á ást við fyrstu sýn. Stundarfjórð- ungi síðar hafði þjálfarinn gefið honum svar við þessari spurn- ingu, svar sem Marinho gleymir sennilega seint. Þjálfari Zaire, Bruno Vidinic, fann upp ráð til þess að halda leikmönnum sínum frá freist- ingum veika kynsins. Á hverju einasta kvöldi sýndi hann leik- mönnum sfnum klámkvikmyndir áður en þeir fóru að sofa. Itölsku leikmennirnir máttu að- eins leyfa sér einn munað: Glas af víni með matnum. Strangara var það hjá Búlgur- unum. Þeir máttu hvorki reykja né drekka. Kynlff og kvenfólk voru algjör bannorð í þeirra her- búðum. Aðeins einu sinni á dag fengu leikmennirnir að fara úr hótelinu, sem þeir bjuggu í, og þá urðu þeir að vera allir saman. Ferðafrelsi þetta notuðu þeir alltaf á sama hátt: Þeir þrömm- uðu á næsta pósthús og póstlögðu þar póstkort heim. Þjálfari A-Þýzkalands, Georg Buschner, leyfir leikmönnum sfnum að drekka öl á daginn. Hann kom hins vegar af fjöllum, þegar hann var að því spurður, hvort leikmennirnir hefðu sam- neyti við kvenfólk: — Þeir hugsa um knattspyrnu, en ekki stelpur, sagði hann. Reykingar eru algjör- lega bannaðar, en þjónustufólk, sem vinnur á hóteli því, sem Þjóð- verjarnir búa á, hefur staðið þá að því að reykja á salernunum. Svíarnir eru hins vegar mjög frjálslyndir. Þeir æfa á hverjum degi, en þar fyrir utan skiptir sér enginn af því, hvort þeir reykja eða drekka — og þeir mega elta stelpur eins og þeim sýnist, sagði þjálfari þeirra — bara ef þeir eru ekki með þær á hótelherbergjum sfnum. — Ég tel mjög hættulegt ef leikmönnunum leiðist, sagði þjálfarinn — það er víst nóg fyrir þá að hafa ekki fjölskylduna hjá sér, og ég hef farið fram á það við sænska knattspyrnusambandið, að hún verðlauni leikmennina fyrir að komast f átta liða úrslitin með því að bjóða fjölskyldum þeirra hingað til Þýzkalands. Við vorum f æfingabúðum áður en við fórum til Þýzkalands og þá fengu allir að hafa fjölskylduna með. Ég man ekki eftir eins skemmtilegu andrúmslofti og var þarna hjá okkur. Gleðihúsin í Stuttgart höfðu opið lengur en venjulega í tilefni heimsmeistarakeppninnar, en leikmönnum Argentínu, sem f borg þessari búa, er stranglega bannað að heimsækja þau. — heimsókn. Wilson kom í heimsókn SENNILEGA eru engir menn meira f sviðsljósinu þessa dagana en knattspyrnukapp- arnir, sem þreyta keppni um heimsmeistarabikarinn f Vestur- Þýzkalandi. Stjórnmálamenn hafa komið auga á þetta og hafa sumir þeirra f frammi tilburði til þess að notfæra sér frægð kapp- anna á knattspyrnuvellinum. Þeg- ar Billy Bremner lýsti þvf yfir, að það væri ekkert vit fyrir Skota að láta spila brezka þjóðsönginn „God Save The Queen“, fyrir leik- ina, það ætti auðvitað að leika „The Brave“ — skauzt Harold Wilson tii Þýzkalands til þess að ræða málið við hann. Skozku leik- mennirnir tóku vel á móti Wilson og ljósmyndararnir fengu nóg að gera. „Þennan mann myndi mér aldrei detta f hug að kjósa,“ sagði Dennis Law, er Wilson lét taka mynd af sér með honum, en Peter Lorimer lýsti því yfir, að hann styddi Wilson, enda hafði Wilson sagt áður í viðtali við blaðamenn, að Ormond, skozki þjálfarinn, væri genginn af göflunum er hann setti Loramer út úr liðinu. Ormond sendi Wilson þá sam- stundis símskeyti: „Vertu ekki að skipta þér af því, sem þér kemur Wilson og Dennis Law. Vel fer á með þeim, þrátt fyrir allt. ekki við. Reyndu heldur að pasa það, sem þú átt að gera. Ég mun reyna að vinna mitt starf.“ Þegar V-Þýzkaland lék við Júgóslavíu á dögunum stóð yfir þingfundur f v-þýzka sambands- þinginu og virðist svo sem ein- hvert veigamikið mál hafi verið á dagskrá, þar sem þingmennirnir töldu sig illa geta verið fjarver- andi. Nokkrir voru þó sendir til þess að fylgjast með leiknum f sjónvarpi og sendiboði hafður til þess að koma fréttunum á fram- færi jafnóðum. Þegar fréttir bár- ust um að Gerd MUller hefði skor- að annað mark Þjóðverjanna, gat einn þingmannanna ekki stillt sig og kallaði svo hátt, að alfir máttu heyra. „Déskotinn. Halið þið ekki að MUller hafi verið að gera mark.“ I A-Evrópulöndum gildir það fyrir íþróttafréttamenn að vera ekki hrifnæmir og sdlla fyrir- sögnum sínum f hóf. Einum júgóslavneskum blaðamanni, sem skrifar f dagblaðið „Novosti", varð það á að birta í blaði sínu risafyrirsögn, sem hljóðaði á þessa leið: „Júgóslavfa vann Zaire 9:0. Okkar menn tóku byrjend- urna í bakaríið." Þetta þótti lítil kurteisi og blaðamaðurinn fékk vont fyrir. Þótti utanríkisráðu- neytinu í Júgóslavfu óhjákvæmi- legt að senda Mobuto forseta Zaire símskeyti og biðjast af- sökunar á þessum stóryrðum. Kom fram í skeytinu, að sigur Júgóslavfu hefði verið alltof stór — leikurinn hefði verið það jafn, að hann hefði getað farið á hvorn veginn sem var! Haitibúarnir eignuðust vinkonur f V-Þýzkalandi eftir að þeir duttu út úr keppninni, og hér er einn þeirra að kveðja er hann lagði af stað heim. Leikmennirnir verða að bíða unz keppnin er búin, sagði þjálfarinn Vladislao Cap. Einn leikmann- anna, Roberto Telch, gat þó ekki beðið. Hann var ákærður fyrir að nauðga þjónustustúlku f hótelinu, sem liðið býr í. Kæran var þó látin niður falla, er argentínska knatt- spyrnusambandið bauðst til þess að greiða föður stúlkunnar 450 þúsund krónur í sárabætur fyrir spjöllin á meyjunni. Astralíubúarnir kvörtuðu ekki yfir þvf að fá ekki að hafa afskipti af kvenfólki. — Það er verra að mega ekki fá sér bjórkollu, sögðu þeir — það er eins og að neita Skota um viskf. Hjá Skotunum gilti ein regla: Bjór í stað kvenfólks. Eftir 3—0 sigur liðsins gegn Zaire drakk Billy Bremner fimm Iftra af bjór. Hann sagðist aðeins hafa kunnað eitt orð í þýzku, er hann fór þangað: „Bier“, en hú hefði hann aukið orðaforða sinn í „Grosses Bier“. Júgóslavarnir hafa þann hátt- inn á, að hver og einn verður að gæta sín sjálfur. — Meðan leik- mennirnir standa sig á vellinum mega þeir gera það sem þeim þóknast f frítfma sfnum, segir þjálfari liðsins, Miljan Mijanic, og segir, að það þyki alveg sjálfsagt, að leikmennirnir hafi konurnar sfnar með, þegar þeir fara í langa æfingabúðadvöl. Það sé aðeins ein regla, sem nauðsynlega beri að hafa f heiðri: Nógur og góður svefn. Hollenzku leikmönnunum er eindregið ráðlagt að hafa sem minnst samskipti við kvenfólk, en konur sumra leikmannanna eru þó í Þýzkalandi og fá þær að heimsækja þá öðru hverju. Hins vegar vill þjálfari Hollending- anna alls ekki, að leikmennirnir hafi sfma f herbergjum sfnum, hvað svo sem hann á við með þvf. Leikmennirnir mega ekki drekka, hvorki bjór né áfengi, en afskipta- laust er látið, þótt þeir reyki, og notar hinn frægi Johan Cruyff sér það óspart — reykir a.m.k. tuttugu sígarettur á dag. Þeir sálfræðingar, sem fjallað hafa um boð og bönn knatt- spyrnumannanna, eru flestir á einu máli um að þjálfarnir skjóti hátt yfir markið með þvf að vera svona strangir. — Það er meiri bölvuð vitleysan f þessum mönn- um, sagði t.d. dr. Zopp, sem er kunnur sálfræðingur í Dtissel- dorf. — Þeir vinna markvisst að því að brjóta knattspyrnumenn- ina niður. Ég hef komið til þriggja liða og það rfkir sann- kölluð kafbátsstemmning hjá þeim, eins og hún er nú skemmti- leg. Fritz Stemme prófessor f sál- fræði hefur sagt: — Löng einangrun f æfingabúðum er fáránleg og niðurdrepandi. Dr. Siegbuch prófessor f læknis- fræði, sem starfar f Hamborg, tekur þó dýpst í árinni af öllum sérfræðingunum: — Leik- mennirnir eru meðhöndlaðir eins og þrælar á miðöldum, sagði hann — lffsháttum þeirra er bókstaf- lega umsnúið. Og ef menn halda, að það sé skaðlegt fyrir leikmenn- ina að hafa samneyti við kven- fólk, þá leyfi ég mér að lýsa því yfir, að þar er um algjöra van- þekkingu að ræða. Þvert á móti getur það verið mjög skaðlegt fyrir menn,. sérstaklega kvænta, að lifa því munklffi, sem leik- mönnunum er fyrirskipað. Vestur-ÞJóðverjar æfa strfðsöskur sitt. • • OSKRIÐ HEFUR SITT AÐ SEGJA — Það er ekki hægt að búa sig betur undir leik en með þvf að öskra nógu hátt og nógu lengi, sagði þýzki leikmaðurinn Wolf- gang Overath, þegar blaðamenn spurðu hann að þvf hvað það ætti að þýða hjá honum að fara inn á salerni fyrir leiki og öskra þar eins og hann hefði hljóðin til. — Ég öskra lfka f hálfleik, sagði Overath og oft er það þannig, að félagar mfnir smitast og öskra lfka. En það er vfðar en á salernunum og f búningsklefunum, sem Þjóðverjarnir öskra. Fyrir leiki sfna mynda leikmennirnir keðju og reka sfðan upp samstillt og ógnvekjandi strfðsöskur. En það eru fleiri en Vestur-Þjóðverjar sem reka upp strfðs- öskur fyrir leiki. Haiti-búarnir öskruðu bæði lengi og hátt, en það virtíst þó duga þeim skammt. Meira að segja leikmenn frá A-Evrópulöndunum losa sig við þá gffurlegu spennu sem er fyrir leikina með þvf að öskra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.