Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULÍ 1974 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands í lausasolu 35,00 kr. eintakið rennt skiptir mestu við úrslit alþingiskosn- inganna, sem fram fóru í fyrradag. Vinstri stjórnin hlaut endanlega sinn dóm í kosningunum. í dag mun Ólafur Jóhannesson biðj- ast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. í annað skipti frá þvi að lýðveldi var stofnað á íslandi hrökklast vinstri stjórn frá völdum, áður en kjörtíjna- bilið er úti. Úrslit kosninganna skipta sköpum um öryggis- og varnarmál þjóðarinnar. Á hinu nýkjörna alþingi er örugglega enginn þing- meirihluti fyrir hendi til þess að standa að uppsögn varnarsamningsins eða brottvísun varnarliðsins. Þetta var höfuðmál kosn- inganna, þótt umræður um efnahagsmálin síðustu vik- ur skyggðu nokkuð á það, en niðurstaðan varð í sam- ræmi við undirskriftasöfn- unina í vetur. Óhætt er að fullyrða, að Alþingi endur- speglar nú þann eindregna þjóðarvilja, að varnir verði tryggðar i landinu. Sjálfstæðisflokkurinn vann ótvíræðan sigur í kosningunum, hlaut hærra hlutfall atkvæða en hann nokkru sinni hefur fengið frá því fyrir stríð og fleiri þingmenn en nokkru sinni frá því að núverandi kjör- dæmaskipun var tekin upp. Sjálfstæðisflokkurinn er því sigurvegari þessara kosninga svo orðalag and- stæðinga hans sé notað. Fylgisaukning Sjálfstæðis- flokksins varð mest f Reykjaneskjördæmi og Reykjavík, en hún varð einnig mikil um land allt. Framsóknarflokkurinn tapaði hlutfallslega at- kvæðum í flestum kjör- dæmum landsins, þó ekki öllum og raunar virðist flokkurinn hafa haldið sín- um hlut mun betur en bú- ast mátti við. Eftirtektar- vert er, að hinir svonefndu Möðruvellingar, vinstri- sinnaðir Framsóknar- menn, sýnast ekki hafa náð nokkrum árangri, sem máli skiptir og lítið höggvið inn í raðir Framsóknarflokks- ins. Þeir eru með þessum kosningum úr sögunni sem pólitískt afl, hafi þeir nokkru sinni vérið það. Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru augljós- lega að veslast upp. I tveggja manna þingflokki þeirra er annars vegar ráð- herrann, sem neitaði að yf- irgefa ráðherrastólinn og beið afhroð í kosningunum í Reykjavík og hins vegar einn þingmanna þeirra, sem stóð að vantrausti á vinstri stjórnina og hélt þingsæti í sínu kjördæmi. Ólíklegt er, að þetta verði samstæður þingflokkur til lengdar. Sennilegra er, að þetta verði síðustu kosn- ingar, sem SFV tekur þátt í. Útkoma Alþýðubanda- lagsins varð misjöfn. Sums staðar vann flokkurinn á, annars staðar stóð hann í stað og sums staðar var um verulegt fylgistap að ræða. Alþýðubandalagið hagnað- ist á sundrungunni til vinstri í þessum kosning- um. Þau vandamál, sem Alþýðuflokkurinn átti við að etja í kosningunum nú, byggðakosningunum í maí og þingkosningunum 1971 eiga sér rætur lengra aftur í tímann. Tengsl flokksins við verkalýðshreyfinguna hafa verið að veikjast. Upphaf erfiðleikanna má rekja til klofningsins 1938 og aftur 1956, þegar þekktir verkalýðsforingjar yfirgáfu flokkinn. Verk- efni Alþýðuflokksins hlýt- ur að vera að efla tengsl sín við verkalýðssamtökin. Lýðræðissinnaður jafnað- armannaflokkur hefur um- talsverðu hlutverki að gegna í íslenzku þjóðfélagi. Nú blasir það verkefni við að mynda verður nýja ríkisstjórn í landinu, sterka stjórn, sem er fær um að takast á við þann AÐ KOSNINGUM LOKNUM vanda, sem við blasir I efnahagsmálum af festu og öryggi. I samræmi við úr- slit kosninganna er eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi forystu um myndun slíkrar ríkisstjórnar. Á þessu stigi verður ekkert um það sagt með hverjum hætti ber að standa að slíkri stjórnarmyndun. Þar hlýtur að ráða úrslitum málefnaleg samstaða um þau viðfangsefni, sem framundan eru I efnahags- málum, varnarmálum og við nýja útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. 1 umsögn Geirs Hallgrímssonar, for- manns Sjálfstæðisflokks- ins I Morgunblaðinu i dag um kosningaúrslitin, legg- ur hann áherzlu á nauðsyn þess, að’ víðtæk þjóðarsam- staða skapist um lausn þeirra vandamála, sem við blasa. Samstarf verður að takast, ekki aðeins innan nýrrar rikisstjórnar, held- ur einnig utan hennar. Minnast mættu menn þess, að það var undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sem nýtt og betra samstarf tókst milli ríkisvalds og verkalýðshreyfingar með júnísamkomulaginu 1964 og allar götur siðan. í um- sögn sinni í Morgunblaðinu í dag leggur Geir Hall- grímsson áherzlu á náið samráð við aðila vinnu- markaðarins um lausn efnahagsvandans. Aðeins með því móti er hægt að tryggja farsæla lausn þeirra verkefna, sem nú verður að takast á við. Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson RITHÖFUNDAR eru ekki taldir vera fyrirhyggjumenn í peningamálum; ekki „fésælir" eins og sagt var um Pétur biskup. Hinn dæmigerði rithöf undur er lfkast til fátækari en nágranni hans, samt eyðslu- samari og — eins og sjómaður í landlegu — göfugur i fornri merking orðsins þegar heppnin er með. Hvernig stendur þá á því að rithöfundar láta sig muna um annað eins lítilræði og listamannalaun svokölluð, gerast meira að segja hör- undsárir ef framhjá þeim er gengið svo engu er líkara en þeim þyki vegið að sjálfs æru enda þótt laun þessi nemi vart meira en hálfs til eins mánaðar tekjum iðnaðarmanns? Svarið er einfalt. Það eru ekki fyrst og fremst peningarnir sem um er teflt þótt þeir séu jafnan hafðir að yfirvarpi heldur sú viður- kenning eða einkunn sem rit- höfundar telja felast í úthlut- uninni. Listamannalaun — áður kölluð skáldastyrkur — eru að uppruna til heiðurslaun, og í vitund almennings eru þau það enn, svo rausnarleg sem þau eru orðin eða hitt þó heldur með sfgandi krónu! ,Sá úlfa- þytur sem verður ár hvert eftir að þeim er úthlutað rniðast lfka alltaf við það f reynd. Eða hvenær heyrist sagt. En átti að fá þessi laun af því hann þurfti á þeim að halda? Aldrei nokk- urn tíma. Hins vegar kveður oft við 'tón eins og þennan: NN er svo ágætur höfundur að skömm var að framhjá honum skyldi gengið. Ekki bætir úr skák fyrir þá sem útundan verða að fjölmiðl- ar birta úthlutunina, auglýsa hana, bókstaflega breiða hana út. Og almenningur les með áfergju, vitandi að nokkuð mun á eftir fylgja, og þá er menn- ingarlegra að hafa fylgst með frá upphafi, vita hvað um er deilt. Og þetta á ekki aðeins við um listamannalaunin, heldur allar greiðslur til rithöfunda sem nokkru nema; starfslaun, söluskattsfé og svo framvegis. Allt er þetta klætt í verðlauna- búning, ella væri það ekki borið á torg eins og gert er. Undir þessu kynda rithöfundar leynt og ljóst þar sem þetta á þátt í að auglýsa verk þeirra. Engri ann- arri starfsstétt kæmi slíkt til hugar, léti enda ekki bjóða sér slíkt. Eða hvort yrðu þeir kyndugir á svipinn gæðing- arnir hjá hinu opinbera ef fjöl- miðlar slægju allt í einu upp fjárhæðunum sem þeir stinga í vasann fyrir „nefndastörf"? Höfundur sem stigið hefur fæti I neðri flokk listamanna- launa telur sig á uppleið. Og hinn sem kominn er í efri flokk lftur svo á að samfélagið sé þar með búið að viðurkenna hann sem fyrsta flokks höfund, honum sé þar með borgið, hann geti sett ríkisfjölmiðlunum stólinn fyrir dyrnar, og í samn- ingum við útgefendur sé hann orðinn sterki aðilinn. Hinn sem ekkert fær þrátt fyrir ærna verðleika að eigin dómi fyllist vanmetakennd, telur sig mis- skilinn og rangindum beittan og því fremur því fleiri bækur sem hann hefur sent frá sér og því Iengur sem hann hefur fengist við ritiðju. 1 þvf sam- bandi skipta listamannalaunin sjálf — það er að segja pening- arnir — minnstu máli. Það er eins og fyrr segir viðurkenn- ingin sem krjáð er eftir því hún getur verið leið til fjáröflunar sem meira munar um en upp- hæðina sem f hinum nauð- lágu launum felst. Ekkert af þessu er gott og blessað. Hitt er þó erfiðara við- fangs að rithöfundar eru ekki stétt í nútfmaskilningi, heldur — sem slíkir — vfsandi aftur til fyrri tíðar; sundurleitur hópur þar sem hver og einn hefur sinna þersónulegu hagsmuna að gæta og treður skóinn ofan af starfsbróur sínum þegar verst lætur. Launþegar eru þeir að takmörkuðu leyti; miklu fremur smáframleiðendur eins og bændur eða trillukarlar; vinna líka af hugsjón eins og þeir. Hver verður aflakóngur? Langflestir gegna — auk rit- starfanna — fullu borgarara- legu starfi, og hjá æði mörgum eru ritstörfin, þykist ég vita, aukavinna ofan á aðra auka- vinnu. Einungis þeir sem mest bera úr býtum geta leyft sér að sinna engum aukastörfum öðrum en ritstörfunum. Sá möguleiki að lifa hér af rit- störfum einum saman sýnist ekki á færi annarra en ofur- menna. Hins vegar er í sam- tökum rithöfunda talsverður hópur manna sem fengist hafa við ritstörf einhvern tíma ævinnar en síðan hætt að mestu eða öllu leyti en sitja þó við sama borð hvað laun snertir og hinn hópurinn sem enn er í fullu starfi. Það hnykkir enn á þeirri staðreynd að listamanna- launum er ætlað að vera heiðurslaun en kaup fyrir unna vinnu í sveita sfns andlits. Sá andi sveif líka yfir vötn- unum þegar söluskattsfénu svo- kallaða var úthlutað í vetur leið þótt væri í fyrstunni ætlað annað hlutverk. Gengið var framhjá höfundum sem til þess áttu fullan rétt eins og þeir væru hundar en ekki menn þar sem á hinn bóginn reglugerðin var teygð á þverveg og langveg til að geta rétt öðrum tvö hundruð og tuttugu þúsund af því þeir töldust fínir menn og betra að hafa þá með sér en á móti. Eða þá líklegir til að minna á sig svo eftir yrði tekið, nema hvort tveggja væri (framhjá einum sveim slíkum var þó gengið, örugglega af vangá fremur en ásetningi). Svo er það flokkapólitíkin, menningarpólitíkin, klíku- skapurinn og allt það baktjalda- makk sem óhjákvæmilega fylgir hvers konar úthlutunum þar sem gert er upp á milli manna. Af þeim sökum er hverri nýrri úthlutun tekið eins og birtingu happdrættisvinn- inga. Þess vegna er jafnan tekið að spyrja og fregna, hvísla og hrópa jafnskjótt sem hún hefur verið upplýst. „Hvers vegna fékk Guð- bergur ekkert?“ var t.d. spurt í vetur. Svar (og það dæmigert); „Hann átti að flytjast í efri flokk, en það fórst fyrir og því féll hann alveg út.“ I vetur og vor skrifuðu nokkrir ríthöfundar um þessi mál hér I blaðið. Einn þeirra, Jón Björnsson, hefur stundum áður látið til sín heyra eftir úthlutun listamannalauna og er flestum kunnugri þeim málum öllum. Drap hann meðal annars á pólitfkina sem er ýmsum þyrnir í augum. Ég er honum sammála að skárra sé að þeir sem úthluta fé til rithöfunda séu yfirlýst og opinberlega póli- sískir heldur en ópólitískir f orði kveðnu en pólisfskt hlut- drægir í reynd. En jafnvel þótt finna mætti fáeina ópólitfska menn sem jafnframt væru sæmilega dómbærir á skáld- skapariðju til að úthluta launum og styrkjum til ríthöf- unda held ég það bætti lftið úr skák. Það er kerfið sjálft sem er úrelt, leifar af rómantík og oftrú á guðlega snilligáfu skálda í bland við fyrirlitning á iðju þeirra af þvf þau „vinna ekki fyrir sér eins og annað fólk“. Þó ekki væri fyrir annað en sögnina að „úthluta" sem minnir á ölmusu til volaðra eða sveitarstyrk væri fyrirkomu- lagið tortryggilegt. En vitanlega er um fleira að tefla fyrir rithöfunda en lista- mannalaun og aðra styrki sem “úthlutað" er. Rfkisfjölmiðlarnir, sjónvarp og þó einkum hljóðvarp eru orðnir nokkur tekjulind fyrir fslenska rithöfunda. En hvemig skyldi nú fara um rétt- lætið á þeim stöðum? ætli reglan um úrval annars vegar og úrkast hins vegar kæmi ekki í ljós ef grannt væri skoðað. Því einnig þar er „úthlutað“ og það vafalaust eftir einhverjum öðrum smekk en listasmekk, oft og tíðum. Þeir sem þar hafa hreiðrað um sig mættu gjarnan minnast þess að þeir sitja þar hvorki sem stjórnendur né eig- endur einkafyrirtækja heldur sem umboðsmenn þjóðarinnar allrar eða að minnsta kosti þess hluta hennar sem greiðir skatta til nefndra sotofnana. Peningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.