Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULl 1974 27 — Richard Beck Framhald af bls. 25 naut þar kennslu margra víð- frægra og stórgóðra kennara. Vorið 1924 lauk ég meistara- prófi og fjallaði ritgerð mín til meistaraprófs um áhrif Byrons lávarðar I íslenzkum bók- menntun. Doktorsprófi lauk ég tveimur árum síðar og var við- fangsefni mitt þá um þýðingar sr. Jóns Þorlákssonar á Bægisá á „Tilraun um manninn" eftir Alexander Pope og Paradisar- missi eftir Milton. Þessi doktorsritgerð mín var síðan prentuð stytt fyrir allmörgum árum í riti H.I. Studia Isalndica. Hann ræðst til háskólans í N-Dakota Þegar þessum áfanga á menntabraut Richards Beck er nú farsællega lokið, hugleiðir hann um stund að hverfa til Islands en þá var engin staða fyrir hann hér, eins og áður var að vikið. Ofarlega var I huga hans, að ílentist hann vestra, þá gæti hann fengið kennarastöðu í norrænum málum, en þær stöður voru fáar og hann vildi tryggja svo framtíð sína, að hann gæti orðið kennari I ensku. Haustið 1926 tekur hann að sér kennslu f enskum bók- menntun við St. Olafs College I Northfield í Minnesota. Þar kveðst hann hafa kennt einum nemanda sínum íslenzka tungu, EinariHágen,sem löngu ervíð- kunnur fræðimaður og nú pró- fessor við Harvardháskóla og einn þeirra sem H.I. sæmdi heiðursdoktorsnafnbót á 60 ára afmæli sínu. Segist Richard það jafnan telja sér heiður að hafa getað veitt honum leiðsögn á fyrstu sporunum í námi fs- lenzkrar tungu. Síðar kenndi hann um hrið við Thiel College og var forseti enskudeildarinn- ar þar, en síðsumars 1929 býðst honum staðaíNorðurlandamál- um við Ríkisháskólann í Norð- ur Dakóta og því starfi gegndi hann í 38 ára, eða þar til 1967 að hann lét af embætti, sjötug- ur að aldri. Meðfram prófessorsembættinu var hann einnig áslenzkur ræðismaður f fjöldamörg ár og segist minnast þess með ánægju. Einnig tók hann að sér umfangsmikil aukastörf, sem m.a. voru fólgin í kynningarstarfi um Island, ís- lenzka tungu og bókmenntir og segir, að hann hafði verið svo heppinn, að einmitt þessi störf og þau, sem hann innti af hendi fyrir Þjóðræknisfélagið, hafi einmitt fallið í sama farveg og hans daglegu störf. Vann hann einnig mikið fyrir Noreg, þvf að hann kenndi einnig norsku þarna og Norðmenn eru fjöl- mennir á þessum slóðum. Ég spyr Richard um fyrstu íslenzku útflytjendurna, sem hann komst í kynni við, þegar hann kom vestur. Hver var þeirra hugur til Islands? — I hópi frumherjanna veit ég, að margir voru þeir, sem báru í brjósti djúpa saknaðar- kennd og lfklegt er að sumir þeirra hafi séð eftir að hafa farið frá íslandi. Og umfram allt höfðu þeir áreiðanlega ekki gert sér grein fyrir þeirri miklu baráttu, sem beið þeirra. En flestir þeirra einsettu sér áreiðanlega að verða mætir og góðir borgarar hins nýja lands og tókst það ágætavel. Kynnin af Káinn og fleiri v-ísl. skáldum — Þú hefur sjálfsagt kynnzt vestur-íslenzkum skáldum eins og til dæmis Káinn og fleirum. — Já. Ég kynntist Káinn vel. Og Jóhanni Magnúsi Bjarna- syni. Og Guttormi J. Guttorms- syni. Kynni okkar Káins hófust svo, að það mun hafa verið árið 1928 eða 1929, að ég ritaði fyrir Eimreiðina grein um bók- menntaiðju Islendinga í Vesturheimi. Vitanlega fjalla ég þar um Káinn. Kaflanum lýk ég á svofelldum orðum: „lausa- vísur láta honum bezt, en lengri kvæði rniður." Þetta er alveg satt, en ég varaði mig ekki á, að þetta var í stuðlum. Skömmu síðar birtist svo í Lögbergi þetta: „Lausavfsur láta honum bezt en lengri kvæði miður. Richard Beck“ og undir „I handarskolum fer þó flest friður sé með yður. Káinn. Ég skrifaði nú Káinn og þakkaði kveðjuna og þannig hófust okkar framúrskarandi góðu kynni, sem entust meðan hann lifði. Það kom síðar í minn hlut að gefa út ljóðasafn hans að beiðni Magnúsar Kjarans og reyndi ég að safna saman flestu eftir hann og enda þótt ég næði ekki í allt, leitaðist ég við að safna saman megin hluta vísna hans og kvæða. Síð- ar sá Tómas Guðmundsson um að gefa úr úrval úr verkum hans og vann það verk af prýði eins og honum er lagið. Káinn var merkilegur maður og sér- stæður. Hann var virðulegur í fasi, reisn yfir framgöngu hans. Hann var skyldur Jónasi Hall- grímssyni og ættarmót yfir vanga mátti glögglega sjá. Hann var glaðlegur maður og þótti eins og sumum sopinn góður. Ekki ætla ég mér að áfellast hann fyrir það. Hann var vinsæll og virtur, framúr- skarandi barngóður og blfður, þótt sumum fyndist hann hrjúf- ur á ytra borði. Eg sagði til hans í vísu: „Heyrist bak við hlátrabylgjur hjartað gegnum ljóðin þín ...“ Og hann var líka alvárlega hugsandi maður jafnframt þvf, að hann var frábært kímni- skáld. Ég kynntist lfka Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni. Hann var mikilvirkur skáldsagnahöfund- ur og orti ágæt kvæði. Að því kom, að hann var, verðugur mjög, sæmdur riddarakrossi fyrir ritstörf sín. Þá segir kona hans, Guðrún Hjörleifsdóttir við hann: „Þetta færðu nú góði minn, fyrir að ljúga upp sögum.“ Þetta sagði Jóhann mér í áheyrn Guðrúnar og skemmtu bæði sér konunglega, enda var sambúð þeirra innileg og ástúðleg alla tíð, þótt ekki væri búið við ríkidæmi. Jóhann var mikill Islendingur, enda þótt hann færi af Islandi 9 ára og sæi ekki land sitt „líkamleg- um augum“ eins hann orðaði það upp frá því. Það var gott að koma á heimili þeirra hjóna og allt lff Jóhanns einkenndist af þeirri skoðun, sem Þorsteinn skáld Erlingsson setti fram er hann sagði: „Mig langar að sá enga lygi þar finni sem lokar að síðustu bókinni minni.“ Nú Guttormi J. kynntist ég vel og við skrifuðumst á og heimsótti ég hann iðulega í Manitoba og naut gestrisni hans og þar sveif fslenzkur andi yfir vötnum. Guttormur var fæddur í Nýja tslandi og eina meiri háttar skáld íslenzkt, sem fætt er vestanhafs. Hann var gæddur djúpri og sterkri skáld- gáfu, og hann kom nokkrum sinnum til Islands, eins og margir vita. Hann sagði við mig: „Maður þarf að fara til Island til að hrista upp Islend- inginn í sér.“ Að vera jákvœður — Mig langar að spyrja þig Richard. Ertu jafn jákvæður í allra garð og þú virðist vera? — Þetta hefur nú enginn spurt mig um áður, segir hann. Tekur meira að segja ofan gler- augun og hugsar málið. — Jú, ég er jákvæður f eðli mínu. Það er dýpra í mér. En ég get verið gagnrýninn f bók- menntadómum. En maður mæl- ir f jöllin, þar sem þau eru hæst. Og ég vil frekar varðveita það jákvæða. Auðvitað er mér ekki allt jafn kært. Tökum til dæmis ljóð. Sjálfur yrki ég f hefð- bundnum stíl. En ég fordæmi ekki það sem er ort órímað. Einn af skólabræðrum minum Jóhann Jósson var meðal þeirra fyrstu, sem orti órímað og ljóð hans eru fögur og mikill skáldskapur. Mikið skáld verð- ur alltaf mikið skáld, hvaða ljóðaform, sem valið er. Ung skáld verða að finna sfn form og við vitum að stefnur rísa og stefnur hnfga. Og þetta á ekki aðeins við um skáldskapinn; við verðum að viðurkenna önn- ur sjónarmið, aðra lífsskoðun en maður hefur sjálfur. Mig langar svona undir lokin, sagði Richard Beck, að geta þess, að ég tel mig hafa verið gæfusaman og hafa kynnzt mörgu góðu fólki. En þó fýsir mig alveg sérstaklega að geta eins, George W. Carver, sem var vísindamaður, Svartur. Fæddur þræll. En hann varð einn víðfrægastur vísinda- manna sinnar tiðar og það sér- staklega fyrir starf sitt með jarðhnetuplöntuna og rann- sóknir á henni. Ur þessari plöntu vann hann merkar afurðir. Hann var einu sinni boðinn til háskólans í Cornell, þegar ég var það við nám, til að flytja fyrirlestur og þar sem ég var þá forseti erlenda stúdenta- klúbbsins kom það í minn hlut að fylgjast talsvert með honum. Hann var ógleymanlegur mað- ur og það var stórkostlegt að sjá hann og heyra. Hann sameinaði vísindamennsku og einlægni og djúpan mannúðaranda. Að kynnast' honum er með áhrifa- mestu ævintýrum, sem ég hef lent í, ef ég má orða það svo. — Mig langar að sfðustu að segja, að það er ánægjulegra en ég fæ með orðum lýst fyrir okk- ur Margréti að vera hér á 30 ára lýðveldisafmæli og 1100 ára af- mæli landsbyggðar. Hver heim- sókn til ættjarðarinnar treystir ættar og menningarbönd og er uppspretta yndis og yngingar- lind. h.k. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Vinsamlegast úrskýrið, hvað Kristur átti við, þegar hann kallaði sig mannssoninn. Þetta hlýtur að vera óvenjumikilvægt hugtak, enda kemur það fyrir meira en áttatíu sinnum í guðspjöll- unum. Margar ástæður geta legið til þess, að Kristur nefndi sig þessu nafni. Hann var sannarlega Guð, en hann var einnig sannarlega maður, og hann kom til þess að verða eitt með mönnunum og neyð þeirra. Hann var líka sannarlega sonur Daviðs, hinn fyrir- heitni, en jafnframt vildi hann gera það lýðum ljóst, að hann hefði komið til þess að frelsa menn af öllum þjóðum og kynkvislum. Þegar hann notar heitið mannssonur, er hann með því að lýsa yfir, að tilboð hans um hjálpræði sé ætlað öllum mönnum, að hann hafi komið til þess að endurleysa alla þá, sem vilja veita honum viðtöku sem frelsara. Takmarkaður mannlegur hugur getur ekki skilið allt það, sem felst í holdtektinni — því, að Guð kom í heiminn í manns- mynd — en hún er dýrleg staðreynd, og í þessu verki kærleika og miskunnar Guðs stendur hjálpræðið öllum til boða, ókeypis, þeim sem þiggja vilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.