Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1974 „Hið jákvæða á sterkari ítök í mér... við verðum að viðurkenna aðrar stefn- ur, önnur lífsviðhorf en við höfum sjálf” I einu af mörgum ljóðum Tómasar Guömundssonar segir frá sextán skálda bekknum: . Þá færðust okkar fyrstu ljóð í letur þvi lífið mjög á hjörtu okkar fékk og geri margir menntaskólar betur, ég minnist sextán skálda í fjórða bekk.“ Einn þeirra, sem Tómas mun hafa átt við þarna, er dr. Richard Beck, sem ungur hleypti heimdraganum. Hélt vestur um haf eftir stúdents- próf til náms og hefur síðan ílenzt vestra við fræðistörf og vinnu og ótaldri landkynningu og rniklu starfi í Þjóðræknis- félaginu. Sjálfsagt ætlaði hann sér ekki að fara héðan fyrir fullt og allt, en þegar lokið var prófi, var reyndar ekkert fyrir hann að gera hér á Iandi, svo að hann settist að vestanhafs og skaut þar rótum, enda þótt hann hafi alla tfð látið sér umhugað um íslenzk málefni og sótt Island heim margsinnis. Hann er hér nú með eiginkonu sinni, Margréti Brandsson, ættaðri frá Reynistaða hjáleigu I Mýr- dal, en fædd í Norður-Dakóda. Við vorum háfleyg tilfinningaskáld Richard Beck er kominn tals- vert á áttræðisaldur, en árin mörg hafa farið um hann hlýj- um höndum, hann er hress og sprellfjörugur og hefur frá ótal mörgu að segja. Ég spyr hann fyrst um sextán skálda bekkinn. — Já, þá var mikil skáldaöld. Og maður lifandi! Við vorum tilfinningaskáld og háfleygir í ljóðum okkar. Það eru engar ýkjur hjá Tómasi, þjóðskáldinu okkar. Ég man ég endaði eitt ljóð frá þessum árum á speki á borð við þessa: „Ég fann ég var meira en mold. . .“ Þetta var alveg í okkar anda. Þetta var veturinn 1918—19. Hæsti tindurinn á þvf ári var þó þann 1. desember 1918, þegar við stóðum saman við Stjórnarráð- ið og lýst var yfir fullveldi Is- lands og fáninn dreginn að húni í fyrsta skipti. Sigurður Eggerz flutti stutta en skáld- lega ræðu. Síðar þennan vetur, á árlegri hátfðarsamkomu okk- ar, flutti Davfð Stefánsson, sem þá var í sjötta bekk, afar fagra ræðu fyrir minni ættjarðarinn- ar og nefndi hana „Island, lit- anna land“ Ég man enn áhrifin af þeirri ræðu, svo máttug var hún. Síðar á þvf ári gerðist það svo að Halldór Guðjónsson las opinberlega úr „Barni náttúr- unnar" og við fjölmenntum á upplesturinn, skólabræður hans, og fleiri. Ég man, að þeg- ar ég gekk út, var ég samferða kennara okkar einum, sem sagði að sannfærður væri hann um, að eitthvað meira en venju- legt væri byggi f þessum skóla- pilti. Og sannspár hefur hann orðið. Richard Beck er fæddur á i Svínaskálastekk f Reyðarfirði. Bærinn sá er nú kominn i eyði. A hann féll grjótskriða fyrir allmörgum árum og enginn hef- ur orðið til að endurbyggja hann. Um aldamótin flytur Richard með foreldrum sfnum á Litlu-Breiðuvík, og á yngri árum kveðst hann hafa stundað þaðan sjómennsku, eða frá 13 ára aldri og öll sumur þar til hann hélt til Vesturheims 1921. — Ég var formaður á róðrar- báti frá 16 ára aldri, segir hann mér, fyrst í Litlu Breiðuvík og síðar frá Vattarnesi. Sjó- mennskan var mér ágætur skóli. Og hollt er að minnast þess, að maður hafði stundum á yngri árum sigg £ lófum eftir þungan barning. Drengurinn var námfús og var hann settur til lærdóms hjá móðurbróður sinum. Sigurði Vigfússyni á Eskifirði, sem þar hélt skóla í mörg ár. Hann var maður að mestu sjálfmenntað- ur, að því er Richard segir. Samtal við dr. Richard Beck Þeir töluðu mig upp í að flytja þjóðskáldinu Matthíasi Jochumssyni kvœði — En næst móður minni á ég honum mest að þakka, segir Richard. Og eftir það tók ég gagnfræðapróf á Akureyri og siðan sat ég í Menntaskólanum hér einn vetur, eins og við vik- um að. Ég fann það eftir að ég var kominn i Menntaskólann og ekki síður ég fór að stunda framhaldsnám vestanhafs, hve kennsla Sigurðar frænda míns hafði verið mér mikill og góður grundvöllur að byggja á. Eftir próf úr 4. bekk þá las ég 5,og 6. bekk utanskóla eins og margir aðrir skólabræður mínir gerðu. Ég var þá á Akureyri, bjó á heimili Age Schiöth, sfðar lyf- sala, og lásum við saman. Á því heimili naut ég ómældrar vin- semdar og ástúðar. Þennan vet- ur á Akureyri varð ég þess að- njótandi að kynnast jöfrinum Matthías Jochumssyni, ein- hverjum mesta öndvegismanni, sem ég hef kynnzt. Ég fylgdi honum oft á gönguferðum hans umAkureyrarbæogþegar kom að afmæli hans árið 1919 töluðu einhverjir kunningjar mínir mig upp í að yrkja þjóðskáldinu kvæði og flytja honum það heima hjá honum á Sigurhæð- um. Ég fór þangað með öðrum gestum, kvaddi mér hljóðs, en vitanlega var ég dálítið feiminn að ætla mér að flytja þjóðskáld- inu kvæði. En ég stundi því nú upp og þegar ég hef lokið ljóð- inu, kemur sr. Matthfas til mín, leggur hönd sína á öxl'mér, — og sú hönd var engin smá smíði, — hún var eins og mjúkur bjarndýrshrammur og það var mikill ylur f þeim armi — og segir að hann kæri sig að vísu ekkert um skjall, en honum þyki vænt um, þegar það bezta sem hann hefði gert væri metið. Flutti hann langa og hlýlega ræðu i minn garð og annarra gesta og var þetta eftirminnilegt kvöld. Síð- ar þennan vetur heyrði ég sr. Matthfas flytja ræðu hjá Stúdentafélagi Akureyrar, sem var neilmikill félagsskapur þá, fyrir minni kvenna. Og hvílíkt andríki — flug — tilþrif! Ég hika ekki við að segja hann mestan persónuleika, sem ég hef kynnzt. Og hann hefur sjálfsagt haft meiri áhrif á lífs- skoðun mina en nokkuð annað skáld. — Síðar vill svo til, heldur Richard áfram, að þegar ég er kominn til Winnipeg 1921 kynnist ég þar Sveinbirni tón- skáldi Sveinbjarnarsyni og hlýddi á konsert, sem hann hélt. þar. Við kynntumst og þessi kynni urðu til að hann bauð mér heim til sfn kvöld- stund. og þá styn ég því upp, hvort hann vilji leika fyrir mig. „Ó„ guð vors lands." Hann gerði það. Og því gleymi ég aldrei. Ég sé hann fyrir mér við hljóðfærið, hvíthærðan og tiginmannlegan og með þessum hlýja og vinsamlega blæ, sem einkenndi hann. Ég sat í andakt yfir að eiga þess kost að hlusta á þetta lag. Og þannig vildi það til að sitt hvoru megin hafsins hafði ég heyrt skáldið Matthfas fara með þennan undurfallega þjóðsálm og tónskáldið leika lagið við hann. Frá einhverju slfku geta sjálfsagt aðrir sagt lfka. En ég er aðeins að tala um mig núna. Og þetta var sannast sagna guð- dómleg reynsla. Ég hleypti heimdraganum Richard Beck lýkur stúdents- prófi vorið 1920 og síðsumars 1921 heldur hann til Winnipeg ásamt móður sinni, en faðir hans hafði látizt þegar drengur- inn var tíu ára. Móðir Richards átti þar systkini, sem hana langaði að heimsækja og piltur- inn hugði á nám. — Um vesturflutning minn, ástæður til hans og framtíðar- drauma mína á þeim árum, sem hann, hefur skólabróðir minn og vinur Guðmundur Hagalín ritað hressilega og vinsamlega í grein f Mbl., sem birtist fyrir nokkru og rek ég það ekki nán- ar, heldur vísa til þeirrar greinar. En skömmu áður hafði ég misst fyrstu konu mína, Ólöfu Danielsdóttur frá Helgustöðum í Reyðar- firði, eftir stutta sam- búð. Vitanlega átti það sinn þátt f vesturför minni, þar sem óhjákvæmilega kemst los á mann við slikt. I Winnipeg kynntist ég Berthu Samson, sem þar var hjúkrunarkona. Við geftum okkur nokkru síðar j og eignuðumst við tvö börn, Margréti og Richard yngri, sem bæði eru nú löngu uppkomin og ég er sex barna afi. Berthu, konu mína missti ég haustið 1958. Nokkrum árum sfðar kynntist ég núverandi eiginkonu minni Margréti og við giftumst 1961. Hún sótti sfðan með mér afmælishátið Háskóla tslands 1961 um haustið og má segja það hafi verið okkar brúðkaupsferð. Við Margrét höfum búið í Voctoriu- borg á Vancouvereyju, síðan ég lét af störfum. Ég hef orðið á sjá á bak tveimur góðum konum. En það hefur verið mfn gæfa að eignast nýja konu, sem er mín stoð. Og því lít ég svo á, að þótt sorgin hafi barið að dyrum hjá mér, ekki síður en öðrum, þá hefur margt orðið mér til gæfu, og sé á allt litið tel ég mig mikinn lánsmann. Við snúum þá aftur til sumarsins 1921, þegar Richard hleypir heimdraganum og heldur vestur. — Þá vann ég fyrsta veturinn við farandkennslu í íslenzku í Winnipeg fyrir Þjóðræknis- félagið. Ég fór heimili af heimili og kynntist mörgu góðu fólki. Þessa kennslu má að vissu leyti skoða sem forspil að mínum nánu tengslum við Þjóðræknisfélagið, en ég var varaforseti þess og sfðar forseti í allmörg ár og oft hefur verið sagt frá vel og ftarlega. Haustið 1922 fór ég frá Winnipeg til Iþöku og settist í Cornellháskóla og þar las ég íslenzk fræði undir handleiðslu hins mikilhæfa fræðimanns Halldórs Hermannssonar og sat við vizkubrunn Fiskesafnsins. Halldór var lfklega ekki aðeins einhver mesti bókmennta- fræðingur, sem tsland hefur átt, og heldur og prýðilegur kennari, gagnfróðari flestum og ritverk hans eru kunnari en svo, að þau þurfi að tfunda. Jafnframt því, sem ég lagði stund á norrænu, las ég forn- ensku, miðensku, gotnesku einnig nútfma ensku og enskar bókmenntir fyrr og sfðar. Og Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.