Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1974 Minningarorð: Kristján Sighvats- son klæöskeri 16. okt. 1884 — 9. maí 1974. KVATT hefir heiðurs- og dreng- skaparmaðurinn Kristján Sig- hvatsson, nær níræður. Lítillátur, ljúfur og kátur gekk hann á fund skapara síns. Langri og vamm- lausri ævi lokið. Miklum og sam- vizkusömum starfsdegi afrekað. Hans eina sjúkralega afstaðin. Síðla í síðasta október hlýddi Kristján kalli ellinnar og lagðist á sjúkrabeð í fyrsta sinn. Frá þvf sjúkrabeði átti hann ekki aftur- hvæmt. Fótavist hafði hann þó um tíma og allt fram til hins síðasta. Ern og glaður, við engan styggur né f orðum hryggur, var Kristján til síðustu stundar. Vissi, að jarðneskum dögum hans var senn lokið. Vísaði til helgi- söngsins: „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mfn þig, ó Guð.“ Svo sannkristinn var Kristján og trúarsannfærður, að hann þyrsti eftir að fá að koma og birtast fyrir augliti Guðs. Allt líf Kristjáns var helgað Guði á hans einlæga, hógværa og hljóðláta hátt. Ungur kynntist Kristján séra Friðrik Friðrikssyni og var vinátta þeirra og samstarf náið. Við andlát séra Friðriks sat Krist- ján einn og tók við andlátsorðum hans. I KFUM starfaði Kristján alla tíð af ljúfmennsku og hjarta- gæzku. Aldrei varð hann þar neinn framámaður heldur góður og leiðbeinandi, sem allt mildaði, græddi og bætti. Einn var hann af stofnendum Vatnaskógar 1923 og lér sér jafnan annt um þann góða unglingauppeldisstað. Margt var líkt með Kristja'ni og séra Friðrik nema hin mikla hlédrægni Krist- jáns. Séra Friðrik fann Guð sinn, þegar hann sem drengur f Goð- dölum lék sér að gluggagrind og horfði til himins í gegnum hana. Kristján fann sama Guð í gegnum litla rauf á snjóþöktum litla bað- stofuflugganum í Höfða í Dýra- firði. Bær var fenntur í kaf, en yngsta barnið, Kristján, linnti ekki látum fyrr en það hafði fengið að gera holu niður að glugganum, svo að sæist til himins. Þá var lífsanda gefið loft við að horfa á þungum vetri í vestfirzku stórviðrunum upp til Guðs í gegnum þessa smáu glugga- rauf. Hjá Kristjáni fór saman alla tíð kenning og breytni. Áreiðanlega og örugglega gerði Kristján aldrei neitt annað en það, sem var gott og göfugt. Hugur hans einn það veit, er býr hjarta nær. I hugan- um var Kristján jafn sterkur og góður sem i athöfnum og gjörð- um. Eins og séra Friðrik fékk Kristján að njóta langra, fagurra og mannbætandi lffdaga. 1 umbun hlaut hann njjög góða heilsu, mikla starfskrafta, mikið andlegt þrek og líkamlegt atgervi. Stórt var hans skraddara pund. Ógleymanlegur maður fyrir tak- markalausan kærleika. Kristján Sighvatsson var fædd- ur að Höfða í Dýrafirði 16. okt. 1884. Sonur hjónanna Ragnhildar Brynjólfsdóttur Brynjólfssonar f Bjarneyjum á Breiðafirði, sem fædd var 1842, og Sighvats Grims- sonar Borgfirðings Einarssonar í Nýjabæ á Akranesi og var yngstur 12 barna þeirra. 7 börn sín misstu þau hjón ung og 3 á unglingsaldri. Auk Kristjáns komst til fullorðinsaldurs Pétur Sighvats úrsmiður á Sauðárkróki, fæddur 1876. Niðjar Péturs eru fyrir norðan, m.a. Sighvatur sjó- maður Pétursson og börn hans. Sighvatur Grímsson átti og dóttur með konu frá Kvennabrekku í Dölum, er Margrét hét. Atti hún 6 börn og sonur hennar var Sig- hvatur, er síðar bjó að Höfða. Föðurbróðir Kristjáns var Einar Grímsson að Dynjanda í Arnar- firði, en sonur hans er Jóhann vélameistari á Hrafnistu í Reykja- vík. Kristján kvæntist aldrei. Faðir Kristjáns var fræðaþulur- inn Sighvatur Grímsson borgfirð- ingur, fæddur, 20. des. 1840 og dáinn 14. jan 1930. Foreldrar hans voru þurrabúðarhjón á Akranesi og þar ólst hann upp við mikla fátækt og enga menntun. Föður sinn missti Sighvatur 11 ára en móður 19 ára. Hins vegar var Sighvatur fæddur fræðimaður og aflaði sér sjálfur allrar mennt- unar, frá lestri, skrift upp í ætt- og sagnfræðing. Með miklu búamstri sflesandi og sískrifandi, hvenær sem stundir til þess gáfust og jafnvel oftar. Stundaði lækningar með góðum árangri og þótti mikill lagamaður. Annaðist bóksölu og ýmsan erindarekstur. Jafnan sárafátækur en vinsæll og vinamargur. Kvæntist 1865, en frá Akranesi hafði hann flutzt 1861 til Flateyrar og kynnzt þar t Konan mln, JÓNÍNA PÁLSDÓTTIR, andaðist á Landakotsspítala þann 27 júnf. Fyrir hönd systur. Asgrfmur Jósefsson. t Bróðir minn KRISTJÁN BJARNASON söðlasmiður frð Akranasi andaðist að heimili slnu 27. júnf. Fyrir mfna hönd og annara vandamanna. Jón Bjarnason. Gfsla Konráðssyni fræðimanni og höfðu þeir gott hvor af öðrum. I Gufudalssveit fluttist hann 1867, þaðan 1869 að Klúku í Bjarnarfirði en 1873 að Höfða í Dýrafirði og var þar til æviloka og gerði hann garð frægan. I frteði- störfum var hann vakinn og. sofinn og um hann hafa mætustu menn sagt, að hann væri mestur fræðimaður úr alþýðustétt á síð- ustu öld. Fyrir utan óhemju af- skrifta, sem hann gerði fyrir ýmsa, er ótrúlegt hve hann af- kastaði í ritstörfum við jafn- slæmar aðstæður. Þetta er það helzta: Ævisögur íslenzkra presta, frá öndverðu fram að dánardægri hans 1914. Presta- ævirnar eru í 22 bindum og mun mest notaða handrit Land sbóka- safnsins. Þá eru það dagbækur hans frá 1. jan. 1863 til andláts, að nokkru eins konar annáll, alls á sjöunda þúsund handritaðar síð- ur. Orkti mikið og nefndi Ijóða- safn sitt Syrpu. Þýddi eina bók, en eftir hann kom út prentað Um verzlun 1910 og bók um Sigurð Breiðbjörð 1912 og 198 greinar og kvæði í blöðum og tímaritum, mest 1 Þjóðvilja Skúla Thorodd- sen, en segja má, að við það blað hafi Sighvatur verið blaðamaður. Sá um útgáfu og prentun á nokkr- um bókum Gísla Konráðssonar. 1 júnímánuði 1906 seldi Sighvatur Landsbókasafninu allt handrita- safn sitt, sem þá var alls 78 hand- rit og öll handrit sem hann ætti óskrifuð. Sumum þurfti hann að skila til Landsbókasafnsins en öðrum fékk hann að halda á með- an hann lifði. Fyrir þetta fékk hann sem greiðslu 350.00 kr. á ári meðan hann lifði. Styrki til rit- starfa fékk hann frá Alþingi um líkt leyti. Ævisaga Sighvats er það gagnmerk, að skömm er að hún skuli ekki vera skrifuð og útgefin, þótt æviágrip hans hafi birzt. Þá er það þjóðarhneisa, að prestaævirnar skuli ekki löngu útgefnar, en notaðar sem gull- náma fyrir ýmsa fræðimenn, sem slá sig til riddara á hans verkum. Sama má segja um dagbækurnar eða valda kafla úr þeim, fylla vfða upp með bréfum úr hinu mikla bréfasafni Sighvats. Vonandi verður þetta til bóta brátt. Upp á þessu fræðimannsheimili ólst Kristján og átti sínar ljúfu bernskuminningar, þrátt fyrir fátækt og sorgir. Minnisstætt var honum, þegar Nansen kom í Dýra- fjörð til fundar við föður hans og gekk með Kristján á háhesti og spáði fyrir honum gæfu og gengi. Að Höfða dvaldi Kristján til Haustsins 1901, við ýmis störf, landbúnað og sjósókn. Nóg þótti honum þá um fræðistörf föður sfns og mun það hafa átt þátt f þvf síðar, að fræðistörf vildi hann ekki fást, þó að af eðlisfari hafi hann verið vel til þess fallinn. Fróður var samt Kristján og lang- minnugur. Hjá Kristjáni var allt í hófi, ró og reglu. Að ráði Péturs bróður síns fluttist Kristján til Reykjavíkur haustið 1902 og hóf trésmiðanám hjá Steingrfmi Guðmundssyni. Ekki líkuðu honum hamars- höggin og bramboltið við smið- arnar. Samrýmdist ekki rósemi huga hans. Réðst til klæðskera- náms 1902 til Reynolds Andersen t Konan mln SOFÍA JÓHANNSDÓTTIR Holti, Svlnadal andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi föstudaginn 28. júnl. Jarðarförin auglýst slðar. Guðmundur B. Þorstainsson. og vann hjá honum til 1908, en þá yfirtók Edenborg það klæðskera- firma og starfaði Kristján þar til 1912. Fyrst áfram undir stjórn Andersens en sfðast undir stjórn Guðmundar Bjarnasonar, sem 1912 stofnaði eigið fyrirtæki, síðar G. Bjarnason og Fjeldsted, og fluttist þá Kritstján með Guð- mundi og starfaði með honum á meðan Guðmundur lifði og hjá fyrirtækinu fulla vinnu til 31. júlí 1971, en eftir það nokkra ígripa- vinnu, allt til sfðasta hausts. Aðal- störf Kristjáns var vandaður fatn- aður, kjólföt og einkennisbún- ingar. Kristján var einstakur fag- maður og mjög eftirsóttur klæð- skeri. Verk Kristjáns var trygging fyrir góðri flík. I Reykjavík átti Kristján heima í 50 ár, að Grettis- götu 35 en vorið 1970 að Hrafnistu i Laugarási. Þá var heilsa hans og starfsþrek óskert, en það gerði hann vegna aldurs, til að venjast staðháttum, ef hann missti heilsuna og yrði síðar að einhverju leyti ósjálfbjarga. Óheppinn.var hann samt með her- bergi þar, sérstaklega hinn fyrsta vetur. Herbergið var í risi með þakglugga, sem snjó setti stundum á, svo að ekki sást út. Þá gat hann ekki eins og á Höfða forðum rutt snjó af glugganum eða gert smá rauf. Vinir hans reyndu að fá hann fluttan en án árangurs. Sjálfur var Kristján of prúður að kvarta, en á Hrafnistu naut hann sín ekki vel. Kristján var glæsilegur maður að velli og bar sig vel. A yngri árum var hann fþróttamaður. Jafnan var hann snyrtilegur svo af bar, kurteis maður og heiðurs- maður í alla staði. Tryggur var hann og vinamargur Elskaður af öllum, sem kynntust honum. Hjálplegur, umburðarlyndur og kærleiksríkur. A síðustu árum hans, eftir að hann fluttist að Hrafnistu, reyndust vinir hans honum hið bezta og hjálpuðu hinum eins og þeir gátu og voru honum innan handar. Hins vegar af hljóðlæti og hógværð sinni vildi Kristján sem minnst gera þeim ónæði og færðist undan mörgu, sem þeir vildu fyrir hann gera. Hafi einhver maður farið f einu og öllu eftir heilræðavísum séra Hallgrims Péturssonar, þar á meðal verið dyggur, trúr og tryggur, þá hefir það verið Kristján Sighvatsson, klæðskera- meistari, frá Höfða í Dýrafirði. Þar sem þetta er mín hinzta kveðja til Kristjáns vinar mfns og velgjörðarmanns, þá verð ég lítil- lega að segja frá okkar kynnum. Sjaldan mun nokkur hafa átt nokkrum jafnmikið að þakka fyrir jafnlítið og ég Kristjáni. Hann vann f húsi á móti skrif- stofu minni. Árið 1964 kom hann á skrifstofu mfna og hafði ég aldrei hitt hann fyrr. Var hann með viðkvæmt erindi, sem ég reyndi að leysa og tók að mér. Ég var mjög hissa á, að þessi geðugi maður bæði mig óþekktan að leysa úr þessum vanda sínum og spurði, því hann kæmi til mín. Með mér hefði hann fylgzt eftir að ég varð nágranni hans og hafði hann valið mig eingöngu vegna samskipta minna við börn mín, þegar þau höfðu komið eða verið á skrifstofu minni. Næstu 2 ár hittumst við af og til, en lítið var það, sem ég gerði fyrir Kristján. Svo skall ógæfa mín yfir og ég var tröllum gefinn og mörgum gleymdur. Eftir skýrslu sérfræð- ings, þá hefði ég átt að vera hrotti og mjög vondur við börn mín. Þegar ég las það um mig, þá varð mér hugsað til Kristjáns, að annað álit hefði hann haft. Ég S. Helgason hf. STEINIÐJA llnholti 4 Sfmar 74677 og U2S4 t Faðir okkar. tengdafaðir og afi TÓMAS ÓSKAR ÁRNASON prentari Bergþórugötu 60, andaðist I Borgarspltalanum föstudaginn 28. júnl. Jarðarförin auglýst slðar. Dætur, tengdasynir og bamabörn. t Eiginmaður minn, SUMARLIÐI KRISTMANN ÓLASON, Skúlagötu 78, lézt I Grensásdeild Borgarspltalans 28. júní. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Kristjana Ellsabet Ólafsdóttir. Eiginkona mln t KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Vatnsleysu andaðist I sjúkrahúsi Selfoss, aðfararnótt 30. júní Erlendur Björnsson. t Maðurinn minn. HALLGRÍMUR GUÐMUNDSSON Miðtúni 54, Reykjavlk. lést I Landakotsspitala sunnudaginn 30. júnl. Margrét Ingimarsdóttir. t Konan mln. MARÍA JÓNSDÓTTIR, Tómasarhaga 41, lézt I Landspltalanum laugardaginn 29 júnl. Jarðarförin ákveðin slðar. Ketill GuBmundsaon. t Útför eiginkonu minnar. móður okkar, tengdamóður og ömmu. GUÐMUNDU KRISTINSDÓTTUR, Tómasarhaga 14, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. júli n.k. kl. 1 3.30. Kristinn Filippusson, Sigurður Kristinsson, Guðmundur Kristinsson, Helga H. Nielsdóttir. Kristln Pálsdóttir, bamaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.