Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 2. JULl 1974 Vinstri stjórnar tímabili lokið: mRRGFHLDAR mÖCULEIKR VÐRR Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, sagði f sam- tali við Morgunblaðið f gær, að hann myndi vænt- anlega f dag biðjast lausn- ar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þá er nú ljóst, að sumarþing verður kallað saman. Ólafur tjáði Morg- unblaðinu, að hið nýkjörna þing yrði kvatt saman mjög fljótlega og raunar mun verða gefin út til- kynning þess efnis í dag. Leiðtogar allra stjórn- málaflokkanna hafa talið sjálfsagt að kalla þingið nú saman. Með afsögn Ólafs Jóhannes- sonar f dag er lokið þriggja ára setu vinstri stjórnar á íslandi. Sú ríkisstjórn var mynduð 14. júlf 1971 upp úr alþingiskosningunum hinn 13. júní það ár. Fljótlega eftir að úrslit lágu fyrir úr þeim Eiturgufur komust í hjólhýsi LITLU munaði, að stórslys yrði að Ástjörn í Kelduhverfi aðfararnótt sunnudags. Hjón með fimm börn sín voru á sumarleyfisferðalagi og voru stödd í heimsókn að Ástjörn, þar sem tvö önnur börn hjón- anna vinna. Var fjölskyldan með hjólhýsi, sem heimilisfað- irinn, Hilmar Magnússon og tvær dætur hans 15 og 18 ára, Helga og Hulda sváfu í. Aðrir sváfu f húsi að Ástjörn. Um nóttina vaknaði Hilmar við mikla vanlíðan því að eitraðar gufur höfðu komist inn f hjól- hýsið, frá biluðum reykháf í hjólhýsinu að því er talið er. Komst Hilmar út við illan leik og gat sótt hjálp, og var dætr- um hans bjargað út. Hringt var í sjúkrabíl frá Húsavfk, sem flutti þau á sjúkrahúsið þar. Þaðan fóru þau daginn eftir og höfðu þá að mestu náð sér eftir óhappið. Þótti mesta mildi að ekki yrði þarna stórslys. r Arangur samhents starfs segir Sigurlaug Bjarnadóttir „Þessi sigur vannst með sam- eiginlegu átaki sjálfstæðis- fóiks. Ég lít ekki á þetta sem minn sigur hér f kjördæminu, heldur árangur samhents starfs þeirra karla og kvenna, sem lagt hafa sig fram um að vinna fyrir okkur. Ég er innilega þakklát fyrir traustið og vil þakka öllu þvf góða stuðnings- fólki, sem Sjálfstæðisflokk- urinn á hér fyrir þeirra fram- Þessi mynd var tekin á tröpp- unum á Bessastöðum daginn, sem vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar var mynduð. I dag mun forsætisráðherra biðjast lausnar fyrir þessa sömu stjórn og hefur hún þá setið f tæplega þrjú ár. Þetta er önnur vinstri stjórnin, sem mynduð er frá lýðveldisstofn- un og lifir ekki út kjörtfmabil- ið. rS^Staða frystihús- anna verri en haldið var kosningum og ljóst var, að við- reisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafði misst meiri- hluta sinn á þingi vegna fylgis- hruns Alþýðuflokksins, fól forseti Islands Ólafi Jóhannssyni stjórn- armyndun. Hóf hann fljótlega samningaumleitanir við forustu- menn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðubanda- lags og eftir nokkurra vikna við- ræður komu þessir flokkar séi niður á sameiginlegan málefna- grundvöll til að byggja stjórnar- stefnuna á. Þar var m.a. kveðið á Framhald á bls. 29. Eigendur frystihúsa á Suður- nesjum komu saman til fundar I Keflavfk f gær til að ræða vanda- mál hraðfrystiiðnaðarins. Fund- urinn var vel sóttur og þar skýrðu þeir Eyjólfur tsfeld framkvæmda- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og Guðjón B. ólafsson framkvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar S.l.S. frá þvf, að verð á þorskblokk f Bandarfkjunum væri nú komið niður f 60 sent úr 86 og mætti frekar búast við verð- lækkun en hækkun. Þá kom fram á fundinum, að staða frysti- húsanna er miklum mun verri en menn höfðu gert ráð fyrir. Fundurinn kaus 5 manna nefnd til að ræða við rfkisstjórn um vandamál frystihúsanna, en nokkur bið getur orðið þar á, þar eð ekki er búið að mynda nýja rfkisstjórn f landinu. Einar Kristinsson fram- kvæmdastjóri Sjöstjörnunnar í Njarðvfkum var kosinn formaður nefndarinnar. Hann sagði f sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að fokun húsanna hefði verið frestað en eftirfarandi ályktun hefði verið samþykkt einróma á fundinum: „Almennur fundur frysti- húsaeigenda á Suðurnesjum hald- inn í Keflavík 1. júlí 1974 lýsir því yfir, að grundvöllur fyrir rekstri frystihúsa er algjörlega brostinn. Fundurinn tekur fram, að verði ekkert að gert innan mjög skamms tíma, er fyrirsjáanleg stöðvun frystihúsanna." Enn fremur sagði Einar, að þennan fund hefði átt að halda fyrir nokkru, en menn hefðu viljað bfða með hann fram yfir kosningar, þvf að annars hefðu menn sagt, að hann hefði verið haldinn í pólitísku skyni. Að auki hefðu forsvarsmenn sjávar- útvegsins verið ófeimnir við að gefa út yfirlýsingar um, að vandi sjávarútvegsins væri lftill sem enginn. Sagði Einar, að nú væri verið að gera úttekt á tapi frysti- húsanna. Því verki væri ekki lokið enn, en komið hefði í Ijós, því miður, að staða þeirra væri miklu verri en menn hefðu haldið. I viðræðunefndina við stjórn- völd voru kosnir, auk Einars, þeir Ólafur Ólafsson, Sandgerði, Gunnar Sveinbjörnsson, Kothús- um Garði Óskar Hermannsson, Grindavík og Guðjón Ólafsson, Keflavík. lag,“ sagði Sigurlaug Bjarna- dóttir frá Vigur f samtali við Mbl. f gær. Sigurlaug er eina konan í hópi þeirra, sem nú voru kosin á Alþingi f fyrsta sinn, en alls voru þrjár konur kosnar á þing nú, þar af tvær fyrir Sjálfstæðisf lokkinn. Mbl. spurði Sigurlaugu að þvf, hvort hún hefði búizt við að ná kosningu að þessu sinni. „Ég bjóst ekki við að komast inn, sagði Sigurlaug, enda þótt ég gerði mér Ijóst, að á þvf væri möguleiki. Þessi barátta lagðist vel f mig frá upphafi og hún hefur gengið vel. Ég hef notið góðs stuðnings margra f kjör- dæminu og ekki sfzt var vel unnið meðal kvenna. Við feng- um góðan byr og góðar viðtökur og erum mjög ánægð með árangurinn." — Ætlar þú að sinna þing- störfunum eingöngu? — „Ég ætla að láta af öðrum störfum utan heimilisins. Það væri að ætla sér of mikið að hyggjast hafa annað starf jafn- framt þingmennskunni og heimilinu. En ég kem til með að sakna kennslunnar sem ég hef unnið við og er áreiðanlega ekki að kveðja hana endanlega núna. Það er ekki vfst að ég sitji á þingi ævilangt, þótt ég komi þar inn einu sinni." Framhald á bls. 38 GÍSLI ANDRÉSSON í SÝSLUNEFND Kosningu f hreppsnefnd Kjósarhrepps hlutu Ólafur Andrésson Sogni, 95 atkv., Davfð Guðmundsson Miðdal, 90 atkv., Magnús Sæmundsson Eyjum, 85 atkv., Helgi Jónsson Felli, 68 atkv. og Pétur Lárusson Káranesi, 42 atkv. I sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu var kosinn Gísli Andrésson Neðra-Hálsi með 90 atkvæðum. Varamaður er Gfsli Ellertsson, Meðalfelli. Banaslys í BANASLYS varð f Hafnarfirði á laugardag. 39 ára gamall maður, Óskar Helgason, beið bana við vinnu um borð f togaranum Jóni Vídalfn, AR 1. Óskar starfaði við höfnina í Hafnarfirði og var að aðstoða skipverja um borð i togar- anum við að færa til toghlera á dekki, þegar togvírar strekktust um höfuð hans. Hann var látinn þegar komið var með hann á slysavarðstofuna. Málið er f rann- sókn hjá lögreglunni f Hafnar- Hafnarfírði firði. Óskar lætur eftir sig konu og fjögur börn. D-lista hátíð í Reykjaneskjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn f Reykjaneskjördæmi býður öll- um þeim, er unnu fyrir D- listann á kjördag á D-Iista hátfð f Súlnasal Hótel Sögu miðvikudagskvöld 3. júlf kl. 21.00. Aðgöngumiðar afhentir hjá forstöðumönnum kosn- ingaskrifstofa. Olafur biðst lausnar 1 d — Þing kvatt saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.