Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 17
17 MORG UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1974 ÞRIÐJUDAGUR 2. JULl 8 SlÐUR Bjarni og Vilmundur hlupu á 10,6 sek. Nýlega héldu þrlr fslenzkir frjálsfþróttamenn utantil keppni, þeir Bjarni Stefánsson, Vil- mundur Vilhjálmsson og Hreinn Halldórsson. Hafa þeir nú keppt á tveimur mótum I Svfþjóð og náðu þar mjög góðum árangri. A mótum þessum kepptu einnig Júlfus Hjörleifsson, ÍR, og Sig- urður Sigurðsson, A, sem dvelja ytra við æfingar. Fyrra mótið f Svfþjóð fór fram f Ninköping. Þeir Bjarni og Vil- mundur kepptu f 100 metra hlaupi. Bjarni varð þriðji f sfnum riðli á 10,6 sek. og Vilmundur varð einnig þriðji f sfnum riðli á 10,6 sek., sem er hans bezti ár- angur f 100 metra hlaupi til þessa. t úrslitahlaupinu henti það hins vegar, að bæði Vilmundur og Bjarni sátu illilega eftir f startinu og náðu ekki betri tfma en 11,0 sek. og urðu aftarlega f | hlaupinu. Vilmundur keppti | einnig f 400 metra hlaupinu og hreppti þar bronsverðlaun, hljóp á 50,0 sek. Hreinn Halldórsson keppti f kúluvarpi og varpaði 17,41 metra f keppninni sjálfri. t uppmýkingu náði Hreinn mun betri köstum, sumum samtals um 18,50 metrum. Júlfus Hjörleifsson keppti f 1500 metra hlaupi og bætti þar fyrri árangur sínn um hvorki meira né minna en 18 sék. — hljóp á 3:59,4 mfn. Frá Ninköping héldu tslend- ingarnir til Vesteraas og þar varð Bjarni f jórði f 100 metra hlaupi á 10,9 sék., Sigurður Sigurðsson varð þriðji f B-riðli 100 metra hlaupsins á 11,2 sek. og Vil- mundur Vilhjálmsson varð sjötti f 400 metra hlaupi á 49,2 sek. t kvöld keppa tslendingarnir á móti f Stokkhólmi, en þaðan halda þeir til Óslóar og keppa á móti, sem fram fer á Bislet-leik- vanginum. LINURNAR SKÝRAST EFTIR leikina fjóra, sem fram fóru f heimsmeistarakeppninni f knattspyrnu á sunnudaginn, eru Ifnurnar þar teknar að skýrast verulega. Aðeins fjögur lið eiga nú möguleika á þvf að hreppa heimsmeistararitilinn: Holland, Brasilfa, Vestur-Þýzkaland og Pólland. Leika þessi lið saman á miðvikudagskvöldið, og verður þar um hreina úrslitaleiki að ræða um röð f riðlunum. 1 a-riðli nægir Hollandi jafntefli við Brasilfumenn til þess að komast f úrslitaleikinn f Miinchen og b- riðlinum nægir V-Þýzkalandi jafntefli við Pólland tfl þess að komast f úrslitin. Liðin, sem verða undir f Ieikjunum á mið- vikudag, munu keppa um þriðja sætið og fer sá leikur fram f Múnchen 6. júlf. Aðeins eitt þeirra liða, sem er f keppninni, hefur ekki tapað leik til þessa. Er það lið Póilands, sem vann sinn fimmta sigur í röð á sunnudaginn, og var það Júgó- slavfa, sem var fórnarlambið að þessu sinni. Þess má geta, að Pól- verjar urðu Olympíumeistarar í MOnchen 1972, og verða því heimavanir er til úrslitaleikjanna kemur. Sá leikur, sem vakti mesta at- hygli á sunnudaginn, var viður- eign Svía og Vestur-Þjóðverja, en í þeim leik náðu Svfar óvænt forystu í fyrri hálfleik, 1—0. Höfðu þeir lengi í fullu tré við Þjóðverjana, en urðu að lúta í lægra haldi undir lokin, er Þjóð- verjar náðu liði sfnu á fulla ferð. Má segja, að Svíarnir séu það lið í keppninni, sem. hingað til hefur komið einna mest á óvart. Flestum þeim, sem um heims- meistarakeppnina fjalla, ber saman um, að lið Hollands beri af, enn sem komið er, og eitthvað verulega óvænt verði að koma fyrir til þess að það hreppi ekki heimsmeistaratitilinn. Attu Hol- lendingarnir fremur náðugan dag á sunnudaginn, er þeir léku við Austur-Þjóðverja. Var greinilegt, að Þjóðverjarnir lögðu alla áherzlu á að fá ekki slæma útreið í leiknum og léku algjöran varn- arleik. Hafa veðmál um sigurveg- ara í keppninni breytzt mjög mikið að undanförnu, og veðja nú flestir á Hollendinga, en áður Gústaf setti íslandsmet GtJSTAF Agnarsson, A, setti nýtt Islandsmet f lyftingum þunga-1 vigtar á móti, sem fram fór f Laugardalshöllinnf á laugar- daginn, en mót þetta var liður f fþróttahátfðarhöldum þjóð- hátfðar f Reykjavfk. Gústaf snaraði 155 kg og janhattaði 180 kg. Samanlagður árangur hans var þvf 335 kg — 5 kg betri en gamla metið var, en það átti hann sjálfur. 1 keppninni átti Gústaf tvær allgóðar tilraunir við 170 kg f snörun, en hefði hann náð þeirri þyngd upp, hefði nýtt Norður- landamet litið dagsins ljós. Keppnin var með forgjafarsniði og varð Kári Elfasson, A, sigur vegari, en hann bætti sinn fyrri árangur mest keppenda. Samtals lyfti Kári 172,5 kg en átti bezt áður 160 kg. Gústaf varð f öðru sæti, en þriðji varð Arni Þór Helgason, KR, sem lyfti 252,5 kg — átti bezt áður 255 kg. óskar Sigurpálsson varð f jórði, lyfti 315 kg, en átti bezt áður 320 kg. Atti Óskar góðar tilraunir til þess að jafnhatta 192,5 kg og setja ts- landsmet. Fimmti f keppninni varð svo Skúli Óskarsson, UtA. Hann snaraði 100 kg, en féll úr f jafnhöttuninni. höfðu Vestur-Þjóðverjar verið álitnir sigurstranglegastir. 231.000 áhorfendur voru að leikjunum fjórum á sunnudaginn, og er það hæsta áhorfendatala, sem verið hefur að keppninni á einum degi. Heildaráhorfenda- tala í leikjunum 32, sem fram hafa farið, er 1.566.000, eða mjög svipuð því, sem fyrirfram var gert ráð fyrir. Markhæsti leikmaður heims- meistarakeppninnar til þessa er Grzegorz Lato frá Póllandi, sem skorað hefur 6 mörk. Landi hans, Andrzej Sxarmach, hefur skorað 5 mörk, Johnny Rep frá Hollandi hefur skorað 4, þrjú mörk hafa skorað: Johnny Nneskens frá Hol- landi, Ralf Edström frá Svíþjóð, Rivellino frá Brasilfu, Dusan Bajevic frá Júgóslavíu, Kazimier Deyna frá Póllandi og tvö mörk hafa eftirtaldir leikmenn skorað: Johann Cruyff, Holiandi, Jair- zinho, Brasilíu, Hector Yazalde frá Argentínu, Rene Houseman, Argentlnu, Paul Breitner, V- Þýzkalandi, Gerd MUller, V-Þýzka- landi, Stanislav Karasi, Júgó- slavíu, Joe Jordan, Skotlandi, Emannuel Sanon, Haiti, Roland Sandberg, Svíþjóð, og Wolfgang Overath. Þótt hart væri barizt f leikj- unum á sunnudaginn hlutu aðeins tveir leikmenn áminningu og ein vítaspyrna var dæmd. STAÐAN Staðan f átta liða úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar 1 knattspyrnu er nú þessi: A-RIÐILL: Holand 2 2 0 0 6:0 4 Brasilfa 2 2 0 0 3:1 4 Argentfna 2 0 0 2 1:6 0 A-Þýzkaland 2 0 0 2 0:3 0 B-RIÐILL: V-Þýzkaland 2 2 0 0 6:2 4 Pólland 2 2 0 0 3:1 4 Svfþjóð 2 0 0 2 2:5 0 Júgóslavfa 2 0 0 2 1:4 0 Mótið hálfnað KEPPNI 1 1. og 2. deild tslands- mótsins 1 knattspyrnu er nú hálfnuð. Má ljóst vera, að barátt- an verður gffurlega hörð og óhugsandi að segja um það á þessu stigi málsíns hvaða lið hreppir Islandsmeistaratitilinn, hvaða lið fellur 1 aðra deild og hvaða lið vinnur sig upp úr þeirri deild. óneitanlega hafa Akurnesingar náð góðrí stöðu f mótinu, en þeir eru með 11 stig eftir 7 leiki og eru eina liðið, sem hingað til hefur ekki tapað leik 1 mótinu. Þeir hafa þó aðeins þremur stigum meira en næsta lið á eftir. Óhætt er að fullyrða, að Akurnesingar séu eina liðið, sem er úr fallhættu f deildinni, en hin liðin eru enn 1 hættu — Framarar f mestri, en þeir hafa aðeins fjögur stig eftir sjö leiki, og er eina liðið f 1. deildinni, sem ekki hefur unnið leik til þessa. 1 annarri deild stendur barátt- an milli FH, Þróttar og Breiða- bliks, en Haukar hafa góða mögu- leika á að bianda sér f þá baráttu. Lfnurnar um botninn f 2. deild eru hins vegar Ijósari en þar skera tvö lið sig nokkuð úr: Ar- mann, sem hefur tvö stig, og tsa- fjörður, sem aðeins hefur eitt stig. Framkvæmd tslandsmótsins hefur gengið með allra bezta móti f ár, og Iftið sem ekkert hefur verið um frestanir leikja. Ahorf- endatalan virðist vera mun hærri en f fyrra, og hefur verið nokkuð jöfn og góð aðsókn að leikjunum f 1. deild. Metaðsókn var að leik Vfkings og Vals, en rúmlega 1800 manns fylgdust með þeim leik. Þessa skemmtilegu mynd tók H. Dan. f leik KR og Akraness á laugardaginn. Björn Pétursson hefur misst af þvf að skalla knöttinn, en að baki hans hefur Karl Þórðarson stokkið upp og skallar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.