Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLI 1974 BR ASILIUMENNIRNIR STANDA FYRIR SÍNU LIÐ AMGENTlNU: Carnevali, Glaria, Heretlia, Bargas, Sabrindisi, Sueo, BabiigtM, Balbuena, Ayala, Kempes. Varaaeu: Carrascosa, Charzarreta, Hause- ■aa, Fillol. Perfumo. UÐ BKASILfU: Leao, Ze Maria, Pereira, Nariika, Franeisco Marinho, Ca ” aaí, Rivellino, Dirceu, Jairzlnl Varaunenn: Vuazza, Renato, / andinba.Edu. DÖMARI: Vital Loraux frá Belgfu Brasilíumenn, sem að margra áliti áttu litla möguleika til þess að ná í toppinn f þessari heims- meistarakeppni, og stóðu sig reyndar fremur slaklega í 16 liða úrslitunum, hafa nú sýnt, að þeir eru enn með í myndinni, og það minnsta, sem þeir geta hreppt, er f jórða sætið. Á sunnudaginn báru þeir sigurorð af nágrönnum sfn- um frá Argentínu í leik, sem fram fór í Hannover. Hafa þeir nú fjögur stig í sínum riðli og leikur- inn á miðvikudaginn við Holland verður hreinn úrslitaleikur um það að komast í úrslitaleikinn f Mfinchen. I þeim leik dugar Brasilíumönnum ekkert minna en sigur. Leikur Brasilfu og Argentínu var allan tímann mjög jafn og sigur gat fallið hvoru liðinu sem var í skaut. Bæði liðin þóttu sýna afbragðsgóða knattspyrnu — Brasilíumennirnir þá beztu, sem þeir hafa boðið upp á f keppninni hingað til, og þykir augljóst, að liði þeirra fer fram með hverjum leik. Var þetta 20. sigur Brasilfu- manna yfir Argentínumönnum f þeim 59 leikjum, sem lið þessara þjóðá hafa leikið, og jafnframt mikilvægasti sigurinn. Jairzinho — átti mjög góðan leik gegn Argentfnu. leiknum með marki Rivelinos á 31. mínútu, en aðeins fjórum mín- útum síðar höfðu Argentínumenn jafnað, eftir að Brindisi hafði skotið i þverslá og inn með glæsi- legri spyrnu, beint úr auka- spyrnu. Sigurmark Brasilíumann- anna var svo skorað á 4. minútu seinni hálfleiks. Bakvörðurinn Ze Maria, yfirgaf þá hinn sterka varnarmúr Brasilfumanna, storm- aði fram kantinn og sendi sfðan knöttinn fyrir með hárri send- : til Jairzinhos, sem ð fallegu skoti. Eftir mark þetta virtist sjálfs- traust Brasilfumannanna aukast og þeir náðu afbragðsgóðum leik- köflum, sem minntu á forna frægðardaga þeirra. En þeir máttu heldur aldrei slaka á. Argentínumennirnir börðust eins og grimm Ijón og áttu reyndar mörg góð tækifæri í hálfleiknum. Þannig fékk Balbuena, sem tví- mælalaust var bezti maður vallar- ins, galopið tækifæri þegar aðeins 16. mínútur voru til leiksloka, en þessum frábæra knattspyrnu- manni brást þá bogalistin og skaut yfir markið. Þá átti hinn síðhærði Ruben Ayala einnig gullið tækifæri skömmu fyrir leikslok, en þá var hann of fljótur á sér og skaut framhjá. Brasilíumennirnir áttu einnig góð tækifæri, t.d. er Rivelino skaut yfir eftir aukaspyrnu og er Jairzinho átti skot, sem sleikti markstöng argentínska marksins utanverða. Tveir leikmanna Argentínu: Houseman og Bargas fengu að sjá gula spjaldið eftir að hafa veitzt Framhald á bls. 23. Nýju liðin verði frá þriðja heiminum —HINN nýi forseti FIFA er gam- all sundknattleiksmaður. Þeim mun leiðinlegra er það fyrir hann að hljðta þau örlög að drukkna á þurru landi f eigin loforðum. Þannig fðrust einum af forýstu- mönnum Evrópuknattspyrnusam- bandsins orð um Havelang, eftir að ljóst var orðið, að hann mun hafa lofað rfkjum þriðja heims- ins einu og öðru styddu þau hann sem forseta FIFA. Þegar hefur verið ákveðið að bæta fjórum liðum við I næstu úrslitakeppni HM og Havelang hefur lýst því yfir, að hann mundi berjast fyrir því, að 24 lið tækju þátt í lokakeppninni 1982. En það er ekkert skilyrði, að fjölgun þessi verði til að tryggja það, að beztu knattspyrnuþjóðir heims komist örugglega í úrslit. Þvert á móti. FIFA-forsetinn hefur hafið baráttu fyrir því, að þau lið, sem bætast við í keppnina, verði frá Asíu og Afríku. Vill hann láta a.m.k. þrjú lið frá hvorri álfu komast sjálfkrafa í keppnina. Knattspyrnuíþróttin á sjálfsagt framtíðina fyrir sér í löndum þessara heimsálfa, en þeir, sem um málið hafa fjallað, eru sam- mála um, að lönd þriðja heimsins þurfi a.m.k. tvo áratugi til þess að standa Evrópu og S-Ameríku á sporði. Mörgum þykir nógu súrt I broti að lið frá Zaire, Ástralíu og Haiti komust í lokakeppnina í Þýzkalandi meðan Englendingar sátu heima, þótt ekki verði á bætt. Verða heima SPURNINGUNNI um, hvort leikmenn a-þýzka landsliðsins hefðu leyfi til þess að taka hugsanlegum atvinnutilboðum frá félög- um f Vestur-Evrðpu, svar- aði ríkisþjálfarinn, Georg Buschner, þannig: Við setjum ekki stein í götu þeirra leikmanna, er það vilja. Þeir ráða sjálfir, hvort þeir taka slfkum til- boðum, ef þau berast. Hins vegar hef ég engar áhyggj- ur. Enginn leikmannanna hefur minnsta áhuga á þvf að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Þeir koma heim eftir keppnina og verða þar! WORLDCUP JOHANN CRUYFF ll/MM 741 SNILLINGUR SNILLINGANNA Á WM 74 NOTAR Klapparstig 44 Reyk|ovik simi 11783 Gerd Muller á þarna f höggi við A-Þjóðverjann Konrad Weise I leiknum í Weise hins frækna HoIIendings, Johans Cruyff, en Miiller barðist með V-Þjóðverjar ur að taka á öllu U«) V-ÞVZKALANDS: Sepp Maier, Vogls, Breitner, Sehwarzenbeek, Beeenbauer, Bonhof. Höness, Hölzenbein, Overath, Muller, Herzog. Varamenn: Nigbur, Höttges, Cullmann, Flohe, Grabowski. LZÐ SVtÞJOÐAB: Hellström, Olsson, Augusts- son, Karlsson, Nordqvist, Larsson, Thorstens- son, Tapper, Edström, Grahn, Sandberg. Vara- menn: Hagberg, Grip, Ijdersted, Lindman, Pers- son. DOMARl: Pavel Kasakov frá Sovétrfkjunum. Það var sem skvett hefði verið köldu vatni á hina fjölmörgu þýzku áhorfendur í Dusseldorf er Svfþjóð tók forystu í leiknum við heima- menn á 25. mfnútu. Og það voru ekki bara áhorfendur, sem voru miður sín. Mark þetta virtist fá mjög á þýzka liðið, sem náði sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum. Þjálfari þess, Helmut Schön, sýndi hins veg- ar hvers hann er megnugur. I leik- hléinu tókst honum að tala kjarkinn í sína menn, og það var gjörbreytt þýzkt lið, sem kom inn á völlinn í seinni hálfleik. Og því tókst að vinna þennan mikla baráttuleik 4:2 og þar með er Þýzkaland búið að tryggja sér réttinn til þess að leika um a.m.k. þriðja sætið í heimsmeist- arakeppninni. Nægir liðinu jafn- tefli í leiknum við Pólland á mið- vikudaginn til þess að komast í úr- slitaleikinn. Leikurinn í Diisseldorf á sunnu- dagskvöldið var mjög jafn framan af. Svíarnir voru þó heldur atkvæða- meiri, og náðu góðum tökum á miðju vallarins. Svo var þá á 25. mínútu, sem Svíarnir sóttu og lauk sókninni með því að Sandberg átti glæsilega og nákvæma sendingu fram á Edström, sem staðsett hafði sig hárrétt, og áður en Sepp Maier hafði áttað sig lá knötturinn í mark- inu fyrir aftan hann. Þung vonbrigðastuna leið frá áhorfendum, en fljótlega upphófst mikill gauragangur á áhorfenda- pöllunum. Þýzku áhorfendurnir kröfðust þess að þeirra lið jafnaði og sigraði síðan. Virtust þessi læti virka mjög i þá átt að gera þýzka liðið óstyrkara, en á sama hátt tví- efldust Svíarnir og höfðu mjög góð tök á leiknum í fyrri hálfleik. Kom- ust þeir nokkrum sinnum í góð marktækifæri, án þess þó að hafa heppnina til að binda endahnút á sóknina með sér. Helmut Schön breytti liði sínu nokkuð í hálfleik og sendi m.a. Grabowski inná. Átti það eftir að verða heilladrjúgt fyrir þýzka liðið. Grabowski átti þarna Vestur-þýzki markvörðurinn Sepp M: þann bezta leik, sem hann hefur Sandbergs, sem fylgt hefur fast. nokkru sinni náð og var maðurinn á bak við sigur þýzka liðsins. Þegar seinni hálfleikur hafði staðið í 5 mínútur og knötturinn verið á vallarhelmingi Svíanna allan þann tíma, kom loks að því, að Þjóðverjarnir jöfnuðu. Mikil bar- átta var inni f vftateignum og lauk henni með því að Overath fékk knöttinn og gat sent hann í gegnum þvöguna rétta boðleið í markið. Og nú slaknaði loks á spennunni meðal leikmanna og áhangenda þýzka liðs- ins. Strax eftir að miðjan var tekin náðu Þjóðverjarnir sókn, og áður en Svíarnir náðu að átta sig lá knött- urinn í marki þeirra að nýju. Kom það mark á mjög svipaðan hátt og hið fyrra. Þvaga myndaðist fyrir framan markið og Bonhof náði að skjóta. Knötturinn leriti í stönginni hægra megin og hinn ágæti mark- vörður Svfanna kastaði sér á eftir honum. Frá stönginni skoppaði knötturinn eftir marklfnunni í stöngina vinstra megin og þaðan inn í markið. Martröð Þjóðverjanna breyttist með marki þessu í gífurlegan fögn- uð. Ætlaði allt um koll að keyra á áhorfendapöllunum og úti á leik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.