Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975 Varðskipið Ægir og togarinn Þormðður goði f Vestmannaeyjahöfn f gærmorgun. Hlaut 1 millj. kr. sekt Afli og veiðarfœri metin á 8,3 millj.kr. DÓMUR var kveðinn upp f máii Sverris Erlendssonar, skip- stjóra á togaranum Þormðði goða, hjá bæjarfógetaembætt- inu f Vestmannaeyjum iaust fyrir kl. 4 f fyrrinðtt. En sem kunnugt er stðð varðskipið Ægir togarann að meintum ðlöglegum veiðum innan 12 míina markanna úti af Skarðs- fjöruvita. Skipstjóri togarans viðurkenndi þegar brot sitt og bað um að málinu yrði flýtt. Fyrir rétti sagði hann, að hann hefði ekki athugað að umrætt veiðisvæði væri lokað togurum á þessum árstíma. Skipstjórinn var dæmdur til að greiða kr. 1 millj. í sekt til Landhelgissjóðs Islands innan 4 vikna frá birtingu dómsins en sæta ella 3ja mánaða varðhaldi. Þá voru afli og veiðarfæri skipsins gerð upptæk og rennur andvirðið til Landhelgissjóðs. Aflinn var metinn á 2,5 millj. kr. og veiðarfærin á 5.8 millj. kr. Ennfremur er skipstjóran- um ,gert að greiða allan sakar- kostnað. Dóminn kvaddi upp Jón Þor- steinsson, fulltrúi bæjarfógeta í Eyjum, en meðdómendur voru skipstjórarnir Angantýr Elías- son og Páll Þorbjörnsson. Ægir kom með Þormóð goða til Vestmannaeyja um kl. 10.30 í fyrrakvöld og réttarhöldin hófust strax kl. 23 og lauk kl. 04 um nóttina eins og fyrr segir. Skipherra á Ægi er núna Gunnar Ölafsson. Landsmönnum f jölgaði um 3.102 á s.l. ári Sáralítil fjölgun í Reykjavík ÞANN 1. desember s.l. voru Is- lendingar alls 216.172 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Is- lands og hafði fjölgað um 3.102 á árinu eða um 1.29%. tbúar í Reykjavík voru 1. des. sl. alls 84.642 en voru 1. desember 1973 alls 84.333 og hafði þvf fjölgað aðeins um 309 eða 0.3—0.4%. Öf- ugt við flesta staði landsins eru konur f nokkrum meirihluta í Reykjavík, voru 43.425 1. des. s.l. á móti 41.217 körlum. Fjölmenn- asta sýsla landsins er nú Arnes- sýsla með 9.206 íbúa. Kópavogur er annar stærsti kaupstaður landsins með 11.941 íbúa, þá kemur Akureyri með Týr kemur í febrúar Guðmundur Kjœrnested verður skipherra GERT er ráð fyrir, að hið nýja varðskip, Týr, verði afhent seinni hluta febrúarmánaðar og mun það þá koma beint til lands- is. Upphaflega var gert ráð fyrir, að skipið, sem er eins og Ægir, yrði afhent f desember, en af- hending á vélum seinkaði því um tvo mánaði. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þegar væru nokkrir menn af áhöfn skipsins farnir til Dan- merkur og skipherra þess færi bráðlega. Skipherra á nýja varð- skipinu verður eins og flestir bjuggust við Guðmundur Kjærne- sted, sem undanfarin ár hefur verið skipherra á Ægi og er nú- verandi formaður Farmanna- og fiskimannasambands tslands. Niðurstöður bandarisku lyfjarannsóknarinnar: Eiga ekki við íslenzka sykursýkissjúklinga VARÐANDI frétt í Morgun- blaðinu í gær frá Reuter- fréttastofunni um niðurstöður rannsóknar á áhrifum sykursýkis- lyfsins tolbutamide og fleiri svipaðra sykursýkislyfja, í Banda- ríkjunum er rétt að taka skýrt fram, að sú niðurstaða að notkun lyfsins geti verið lífshættuleg, á alls ekki við meðferð þess hér á landi. Að sögn Þóris Helgasonar, læknis, sem er forstöðumaður göngudeildar Landspítalans, fyrir sykursjúka, á áðurnefnd niður- staða aðeins við um ranga notkun lyfsins, en menn hafa vitaó I allmörg ár, að notkun lyfsins getur verið hættuleg fyrir feitt fólk. Þær reglur hafa hins vegar Línu- og netasvæði úti af Snæfellsnesi EINS OG á sl. ári barst sjávarút- vegsráðuneytinu beiðni frá stjórn Útvegsmannafélags Snæfellsness um að sett yrði sérstakt línu- og netaveiðisvæði úti af Snæfells- nesi á komandi vetrarvertíð. Sjávarútvegsráðuneytið sendi þessa beiðni til umsagnar Fiski- félags Islands, sem kannaði við- horf útgerðar- og skipstjórnar- Framhald á bls. 22 gilt um meðferð lyfsins hér, að það er ekki fengið feitu fólki. Fyrir aðra sykursýkissjúklinga hefur lyfið verið í notkun frá ár- inu 1956 og borið góðan árangur. Lagði Þórir á það ríka áherzlu, að sykursýkissjúklingar hér á landi, sem nota lyfið nú, þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því, að það væri hættulegt. Þvert á móti gæti það haft alvarlegar afleiðingar ef þeir hættu að nota það. Baldur Jónsson kjörinn rektor Kennaraháskólans 11.646 ibúa og Hafnarfjörður með 11.394. Annars er íbúafjöldi i kaupstöðum landsins þessi: Sel- tjarnarnes 2.476, Grindavík 1.596, Keflavík 6.097, Akranes 4.470, Bolungarvík 1.018, Isafjörður 3.045, Sauðárkrókur 1.769, Siglu- fjörður 2.092, Ölafsfjörður 1.112, Dalvik 1.159, Húsavík 2.149, Seyð- isfjörður 926, Neskaupstaður 1.658, Eskifjöróur 962 og Vest- mannaeyjar 4.384. Eins og fyrr segir þá er Arnes- sýsla fjölmennasta sýslan, en fjólksfjöldi i sýslum landsins er annars þessi: Gullbringusýsla 4.088, ibúar, Kjósarsýsla 6.141 íbúi, Borgarfjarðarsýsla 1.431, Mýrasýsla 2.265, Snæfellsnessýsla 4.446, Dalasýsla 1.173, Barða- strandarsýsla 456, V- Barðastrandarsýsla 1.976, V- ísafjarðarsýsla 1.686, N- Isafjarðarsýsla 576, Strandasýsla 1.172, V-Húnavatnssýsla 1.419, A- Húnavatnssýsla 2.430, Skaga- fjarðarsýsla 2.384, Eyjafjarðar- sýsla 2.712, S-Þingeyjarsýsla 2.919, N-Þingeyjarsýsla 1.830, N- Múlasýsla 2.209, S-Múlasýsla 4.306, A-Skaftafellssýsla 1.830, V- Skaftafellssýsla 1.359, Rangár- vallasýsla 3.555. BALDUR Jðnsson, cand. mag., var i fyrradag kjörinn rektor Kennaraháskðlans f stað Brodda Jðhannessonar, sem lætur af störfum í vor. Baldur hefur undanfarið verið aðstoðarrektor skðlans. Baldur er fæddur að Mel í Skagafirði 31. október 1923. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, en stundaði síðan nám við Háskóla Islands og varð cand. mag i íslenzku árið 1952. Eftir það stundaði hann fram- haldsnám við háskólann i Upp- sölum í Svíþjóð, en stundaði siðan kennslustörf hér heima, fyrst við gagnfræðaskólastigið. Við Kenn- araskólann og síðan Kennarahá- skólann hefur Baldur kennt frá árinu 1964. Hann er kvæntur Jó- hönnu Jóhannsdóttur. Kjör rektors við Kennara- háskólann fer fram með þeim hætti, að lektorar dósentar, prófessorar, skólastjóri Æfinga- skólans og fulltrúar stúdenta kjósa rektor. Athugasemd við tilkynn- ingu flugslysanefndar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá þremur Akureyringum, Húni Snædai flugumferðarstjóra, Har- aldi Ásgeirssyni flugmanni og Sigurði Aðalsteinssyni flugstjóra, vegna fréttatilkynningar rannsóknarnefndar flugslysa um þyrluslysið. Athugasemdin fer hér á eftir: „Fréttatilkynning rannsóknar- nefndar flugslysa hefur vakið undrun margra. Furðulegt er hvað nefndin gefur i skyn áður en rannsókn er lokið. Okkur undir- rituðum finnst full ástæða til að vekja athygli á eftirfárandi. 1. 1 bókinni The Aircraft of the World, Macdonald, London 1965, sem hefur allar sinar upplýsingar beint frá flugvélaframleiðendum Bílvelta — kona og bam sluppu ómeidd SKÖMMU eftir hádegi i gær valt Bronco-jeppi á Reykjavegi - við Hofteig. Kona ók bílnum og var hún með lítinn son sinn með. Hún var á leið norður Reykjaveginn. A móts við Hof- teig rann bfllinn tii á hálku og við það missti konan stjórn á bílnum, svo hann valt á topp- inn. Gekk stýrishúsið alveg nið- ur að sæti. Þótt ótrúlegt megi virðast sluppu konan og dreng- urinn alveg ómeidd. Fengu þau að fara heim af slysavarðstof- unni eftir stutta athugun. Bfll- inn er hins vegar stórskemmd- ur eins og þessi mynd ber með sér, en hana tók ljósm. Mbl. Sv. Þorm. þegar unnið var að þvf að rétta bílinn við á áreksturs- staðnum f gær. segir m.a. um Sikorsky S-55. Hún var fyrsta þyrlan, sem Flugmála- stjórn Bandaríkjanna leyfði reglubundið áætlunarflug, og þá með allt að sjö farþega, auk tveggja flugmanna. Hjá banda- riska flughernum mátti hún flytja 10 vígbúna hermenn. Um þungatakmarkanir segir svo í bókinni. Tómaþungi: 2375 kg. Mesti flugtaksþungi 3550 kg. Mis- munurinn, 1175 kg er burðarþol þyrlunnar. Samkvæmt þessu ætti þyrla Þyrluflugs ekki að hafa verið of- hlaðin, þótt hún hafi verið með rúmlega 500 kg af eldsneyti. 2. Hvernig getur þyngdarpunkt- ur farið aftur fyrir leyfileg mörk, þegar aðeins fimm farþegar eru i tíu manna klefa? 3. Staðreynd er að þyrlur láta betur að stjórn í ókyrru lojti held ur en venjulegar flugvélar og virðist okkur því úr lausu lofti gripið að þyrlunni hafi stafað nokkur hættá af órólegu veðri. Akureyri, 30. janúar 1975 Húnn Snædal, flugumferðar- stjóri. Haraldur Asgeirsson, flugmaður Sigurður Aðalsteinsson flug- stjóri. Bankamenn AF gefnu tilefni skal þess getið, að Starfsmannafélag Iðnaðar- bankans er aðili að Sambandi íslenzkra bankamanna. Er reyndar fjórða elzta aðildar- félagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.