Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1975 21 Sfðan friður var saminn fyrir tveimur árum hafa 28.000 suður- vietnamskir hermenn fallið og 113.000 særzt. A annarri hverri mfnútu missir suður-vfetnamskur borgari heimili sitt. Myndin sýnir særða hermenn sem var bjargað frá Phuoc Long-fylki sem hermenn Norður-Víetnama og Viet Cong hafa lagt undir sig. Stríðið sem aldrei hætti(r) Tvö ár eru liðin frá undirritun samningsins sem átti að koma á vopnahléi og hafa í för með sér frið f Víetnam. Samningur- inn var undirritaður f Parfs 27. janúar 1973. Samkvæmt honum hættu Bandaríkjamenn þátt- töku sinni f strfðinu. En samn- ingurinn batt ekki enda á styrjöldina. Á þessari stundu fellur eða særist suður-vfetnamskur her- maður á áttundu hverri mfn- útu. A annarri hverri minútu missir suður-vfetnamskur borg- ari heimili sitt. Jafnframt eru skuggalegar horfur f efnahags- málum Suður-Vfetnam. Að sögn fulltrúa frá vest- rænum ríkjum ríkir nú meira vonleysi í Suður-Víetnam en nokkru sinni siðan átökin þar hófust fyrir rúmum þremur áratugum þvi að Parísar- samningurinn vakti vonir um að styrjöldinni mundi linna og þær urðu að engu. Harðir bardagar hafa geisað í landinu síðan í desemberbyrj- un og allt útlit er fyrir að bar- dagarnir eigi enn eftir að harðna. Litil líkindi eru til þess að setzt verði að samningaborði þvi ágreiningur styrjaldaraðila virðist ósættanlegur. Övíst er með öllu hvað framtíðin ber í skauti og þaó eina sem fólkið í Suður-Vietnam þorir að vona er að átökin fjari út. Fátt minnir nú á viðtæka þátttöku Bandaríkjamanna i stríðinu, en bandarískar flug- vélar fara enn í könnunarferðir bæði yfir Norður- og Suður- Vfetnam til að afla vitneskju um athafnir nörðanmanna og bandaríska stjórnin virðist þess albúin að styðja Nguyen Van Thieu forseta ef hann ákveður eins og almennt er gert ráð fyrir að bjóða sig fram i þriðja skipti i forsetakosningunum sem eiga að fara fram í október. Þeim Bandarikjamönnum sem starfa i Vfetnam, opinber- lega og óopinberlega, hefur fækkað í nokkur þúsund. Tæp- lega 3.000 starfa á vegum bandarísku stjórnarinnar. Rúmlega 1.000 Bandarikja- menn munu nú starfa á vegum bandaríska sendiráðsins, hjálp- arstofnunarinnar AID, leyni- þjónustunnar CIA og land- varnaráðuneytisins. Bandarísk- ir embættismenn viðurkenna að þessa menn mætti kalla ráðunauta en þó eru þeir ekki í daglegu sambandi við suður- víetnamska embættismenn. Bandarísku embættismenn- irnir viðurkenna einnig að Suð- ur-Vietnamar fái tæknilega að- stoð að vissu marki, bæði frá bandarískum herforingjum og óbreyttum bandarískum borg- urum, en þeir segja að hern- aðaraðstoðin einskorðist við birgðamál. Norður-Víetnamar og Viet Cong halda þvi fram að aðgerð- ir Bandarikjamanna sýni að þeir hafi ekki hætt að hlutast til um innanríkismál Suður- Víetnams og segja að þær séu brot á Parísar-samningnum. Bandaríkjamenn svara þvi til að þeir veiti Iöndum víða um heim tæknilega aðstoð og ann- ist sjálfir stjórn þessarar að- stoðar í þessum löndum og auk þess styðji þeir enga stjórn- málaaðila i Suður-Víetnam. Bandarikjamenn halda því enn fremur fram að könnunar- ferðir þeirra yfir Norður- Vietnam séu ekki brot á samn- ingnum, en samkvæmt honum er lagt bann við „öllum hern- aðaraðgerðum" gégn yfirráða- svæði Norður-Víetnam, þar sem könnunarflugvélarnar fljúgi meðfram ströndinni og séu búnar sérstökum myndavélum sem geti tekið ljósmyndir þótt flugvélarnar haldi sig utan við 12 mílna landhelgi Norður- Víetnams. í samningnum er ekkert minnzt á könnunarflug í Suður-Víetnam. Mannfallið í þeim bardögum er hafa geisað síðan vopnahléi var lýst yfir er ótrúlega mikið. Samkvæmt siðustu tölum Saigon-stjórnarinnar hafa rúm- lega 28.000 suður-vietnamskir hermenn, tæplega 2.000 opin- berir starfsmenn, rúmlega 500 lögreglumenn og rúmlega 5.600 óbreyttir borgarar fallió á þeim tveimur árum sem liðin eru frá undirritun Parísar- samningsins. Jafnframt hafa rúmlega 113.000 suður-vietnamskir her- menn særzt samkvæmt tölum Saigon-stjórnarinnar og rúm- lega 1.500 lögreglumenn og tæplega 16.000 óbreyttir borg- arar. Saknað er rúmlega 15.000 suður-vietnamskra hermanna, rúmlega 2.600 opinberra starfs- manna, rúmlega 200 lögreglu- manna og tæplega 10.000 óbreyttra borgara. Fulltrúar vestrænna rikja áætla að 700.000 flóttamenn hafi flosnað upp vegna bardaga i bæjum og þorpum siðan vopnahlénu var lýst yfir. Um miðjan janúar hafði herlið Norður-Víetnama og Viet Cong náð á sitt vald einni fylkishöf- uðborg, Phuoc Binh, um 110 km norður af Saigon, 11 bæjum og tugum herstöðva og útvirkja þar á meðal flestum þeirra sem bandarískir hermenn höfðu á valdi sinu á sínum tíma. Siðan Phuoc Binh féll hefur Bandarikjastjórn formlega sak- að Norður-Víetnama um alvar- legt brot á Parisar-samningnum og sagt að Hanoi-stjórnin „verði að taka öllum afleiðingum gerða sinna“. Þessi ásökun kom fram í mótmælaorðsendingu sem var send frá Washington til Sovétríkjanna, Bretlands, Kína, Frakklands, Ungverja- lands, Póllands, Indónesíu, írans, það er þeirra ríkja sem ábyrgðust Parísar-samninginn, og til Kurt Waldheims, aóal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Áður en orðsend- ingin var send hafði Ford for- seti látið í ljós þungar áhyggjur THIEU af þróun mála i Suður-Vietnam. Fylkið Phuóc Long, sem liggur að landamærum Kambódiu og er um 110 km norður af Saigon, féll i hendur Norður-Víetnömum og Viet Cong 7. janúar og siðan hafa stórir hlutar annarra fylkja meðfram norður- og vestur- landamærum Suður-Víetnams og stór hluti fylkisins Tay Nin og fylkisins Binh Long vestur af Phuoc Long einnig horfið undir yfirráð Norður-Vietnama og Viet Cong. Allir heiztu þjóð- vegirnir sem liggja í norður og norðvestur af Saigon hafa verið rofnir í um 50 til 80 km fjar- lægð frá borginni. Norður-Vietnamar halda því fram aó engu minna mannfall hafi orðið i liði þeirra og Viet Cong og segja að stjórnarher- menn hafifelltrúmlega 107.000, meóal annars með stórskota- og loftárásum. Vestrænir hern-. aðarsérfræðingar segja að þess- ar tölur séu aðeins áætlað mannfall og engar áreiðanlegar tölur eru til um mannfall Norð- ur-Vietnama og Viet Cong. Her- stjórn Norður-Víetnama og Viet Cong hefur neitað að segja frá tölum um mannfall. Samkvæmt Parisarsamningn- um var komið á laggirnar eftir- litsnefnd með aðild fjögurra ríkja, og sameiginlegri her- málanefnd hinna tveggja striðs- aðilja, en starf þessara nefnda hefur lamazt. Ætlunin var að viðræóur full- trúa Viet Cong og Saigon- stjórnarinnar í hermálanefnd- inni tryggðu að vopnahléið væri virt en það hefur ekki tekizt og viðræðurnar hafa legið niðri siðan í júní. Jafn- framt var til ætlazt að viðræður milli fulltrúa Saigonstjórn- arinnar og Viet Cong i Paris leiddu til þess að pólitiskum ákvæðum samningsins yrði hrundið i framkvæmd. Þær við- ræður hafa legið niðri síðan í apríl. Vestrænir sérfræðingar telja að tilgangur þeirrar sóknar, sem Norður-Vietnamar og Viet Cong hófu í desemberbyrjun, sé sá að valda stjórn Thieus svo miklum erfiðleikum að hann neyðist annaðhvort til þess að segja af sér eða gera svo miklar pólitískar tilslakanir að mynduð verði samsteypustjórn þar sem kommúnistar hafi tögl- in og hagldirnar. Viet Cong hefur krafizt þess að Thieu verði vikið frá völdum og neitað að semja við hann. Thieu segir þessa . afstöðu brjóta í bága við Parísar- samninginn og sérfræðingar segja að ekkert bendi til þess að hann muni bugast þrátt fyrir mikið mannfall á vigvellinum, áföll i efnahagsmálum og and- stöðu annarra hópa en komm- únista, kaþólskra manna, búddatrúarmanna og stjórn- málamanna sem halda því fram að stjórnin sé spillt og hafi ekki tekizt að binda enda á stríðið og látið undir höfuð leggjast að innleiða aftur mannréttindi og koma til leiðar félagslegum um- bótum. Barátta stjórnarandstöð- unnar hefur borið litinn árangur og henni hefur ekki tekizt að sameinast og koma samstarfi til leiðar og stjórn- málasérfræðingar segja að hún hafi engan virkan fjöldastuðn- ing að baki. Þessir sérfræð- ingar telja að meðan áfram sé barizt af eins mikilli hörku og raun ber vitni séu andstæóing- ar stjórnarinnar tregir til að efna til mótmælaaðgerða því þeir vilji forðast ásakanir um að þeir gangi erinda kommún- ista. Margir foringjar stjórnarand- stöðunnar telja að árið 1975 geti ráðið úrslitum um framtíð Suður-Víetnam þar sem forseta kosningar eiga að fara fram i október. Vestrænir sérfræðing- ar benda enn fremur á að horf- urnar i efnahagsmálum lands- ins séu skuggalegar en telja þó of snemmt að meta afleiðingar baráttunnar á efnahagsástand- ió. Erfiðasta vandamálið er að tryggja öryggi landsmanna. Margir þeir staðir þar sem stjórnin hefur hafizt handa um verklegar framkvæmdir eru á svæðum sem barizt er um eða á útjöðrum yfirráðasvæða stjórn- arhersins. Herútgjöld nema tæpum helmingi heildarútgjalda á fjár- lögum Suður-Vietnams, striðið veikir sífellt stöðuna i. efna- hagsmálunum og það eina sem heldur Saigon-stjórninni á floti er hernaðar- og efnahagsaðstoð Bandarikjamanna. Aó visu bendir ekkert til þess að stjórn Thieus muni hrökkl- ast frá völdum, en fulltrúar vestrænna rikja eru þeirrar skoðunar að framtíð stjórn- arinnar sé undir því komin að henni takist að ráða við hern- aðarástandið, að hernaðar- og efnahagsaðstoð haldi áfram að berast frá Bandarikjunum og andstæðingum hennar sem eru ekki kommúnistar takist ekki að sameinast. Harðir bardagar geisa í Binh Dinh-héraði f Suður-Víetnam. Hér hafa hermenn Norður-Víetnama og Viet Cong sprengt brú í loft upp en suður-vietnamskir hermenn reyna að komast yfir ána.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.