Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1975 Steingrímur Vigfússon innheimtumaður - minning liðu. Var Bergþór í tengslum við Fiskideild, síðar Hafrannsókna- stofnun svo og við Fiskifélagið að nokkru, um tveggja áratuga skeið frá um 1950 til 1970. Kunni hann þvi mjög vel að vera þannig á ný kominn i snertingu við sjóinn. Kaup var auka-atriði. Hugsaði hann um veiðarfæri og annan veiðiútbúnað þessara stofnana af alkunnri samvizkusemi, enda þoldi maðurinn ekki bruðl eða aðra óráðsíu. Bergþór var maður hreinskipt- inn, snöggur uppá lagið og gat verið beinskeyttur i tilsvörum. Eru mörg tilsvör hans fleyg, eink- um meðal togaramanna. Er ekki grunlaust um, að sum þeirra hafi verið aukin f meðför- um og Bergþóri jafnvel kennd ýmis hnyttiyrði, eins og titt er þegar slikir menn eiga í hlut. Ég kynntist Bergþóri fyrst að marki fyrir rúmlega 20 árum. 1 dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Kristinar Árnadótt- ur, fyrrum húsfreyju á Ragn- heiðarstöðum í Flóa. Nokkur kveðjuorð um þessa hugljúfu konu segja ekki mikið af þeirri miklu sögu manngæsku.dugnaðar og umburðarlyndis, sem Kristín á Ragnheiðarstöðum spann með lífi sínu, en ekkert er manni ljúfara en það fólk, sem sýnt hefur manni tryggð og traust í hvívetna. Margs konar svipbrigði ber fyr- ir í önn dagsins og kemur þar ýmist til, bæði dapurlegt og gleði- legt, en sumir þættir skera sig úr og eru hafnir upp yfir annað þannig að þeir veita manni ávallt gleði og öryggi þegar maður hugsar til þeirra. Þannig er minningin um Kristínu á Ragn- heiðarstöðum. Minningin um hana er eins góð og hún sjálf var í lífi sinu, eins sviphrein og það bezta sem maður finnur í lífi sam- ferðafólksins. Þau hjón, Kristín og eftirlifandi eiginmaður hennar, Sighvatur Andrésson, áttu mikið myndar- heimili saman og þar áttu margir góða að, því ávallt var mikill fjöldi barna og gesta í heimili hjá tn e\i <D Hafði að sjálfsögðu heyrt manns- ins getið áður. Mikil vinátta var milii Bergþórs og Guðrúnar konu hans og tengda foreldra minna og ættartengsl, því að Guðrún og Pétur tengda- faðir minn voru systkin. Reynd- ust Bergþór og Guðrún mér og mínum tryggir vinir alla tið og þá ekki sízt börnunum, því að bæði voru barngóð mjög. Eru ótaldir þeir dagar, er þau buðu smáfóik- inu heim uppá góðgerðir og þá jafnan að lokinni skoðunarferð um höfnina eða upp í sveit. Bergþór var maður vinmargur og vinfastur. Þegar mér verður hugsað til allra þeirra heiðurs- manna, er ég kynntist hjá honum — sumir eru horfnir, aðrir aidnir orðnir — og þegar ég jafnframt minnist þeirra gömlu fræða, að kenna megi mann af vinum hans eða þeim er hann helzt kýs að umgangast, þarf Bergþór Teits- son ekki að óttast dóm heirra. er erfa landið. Már Elfsson. þeim sæmdarhjónum í sveitinni og að öllum var hlúð með hlýju og drengskap þannig að það bezta var laðað fram i hverri manneskju. Maður fann það vel strax á æskuárunum hve Kristín var sér- iega myndarleg húsmóðir, en skildi það þó enn betur eftir því Framhald á bls. 22 Fæddur 12.8 1918 Dáinn 25.1 1975. S.l. laugardagsmorgun andaðist í Landakotsspitala, Steingrímur Vigfússon innheimtumaður hjá Samvinnutryggingum, eftir mikil og langvinn veikindi. Við vinir Steingrims bjuggumst ekki við, að kallið kæmi svo snöggt, sem þó varð, enda þótt allir vissu, að sjúkdómur hans var aivarlegur. Steingrimur fæddist 12. ágúst 1918, að Laxárdal í Þistilfirði, og eru foreldrar hans Vigfús Sigfús- son og Aldis Sigurgeirsdóttir, sem bæði eru háöldruð. Vigfús er bú- settur á Raufarhöfn, en Aldís er á elliheimilinu Skjaldarvík. Steingrímur átti 7 háfsystkin og eru 2 þeirra farin á undan honum yfir móðuna miklu. Hann fór með móóur sinni aust- ur á Fljótsdalshérað. þá 4 ára gamall og var þar á ýmsum bæjum með móður sinni, en 10 ára að aldri fór hann að Flögu í Skriðdal og ólst þar upp. Að Litla-Sandfelli í Skriðdal, kom Steingrimur um 20 ára að aldri og þá varð hann þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta fyrir eft- irlifandi eiginkonu sína, Maríu Jensen, sem þar ólst þá upp. Þau Steingrímur og María gengu í hjónaband þann 2. september 1944 og hófu fljótlega búskap og bjuggu þá um tíma á Ánastöðum i Breiódal. Arið 1947 fæddist þeim dóttirin Kristbjörg, sem er eina barn þeirra og er hún var aðeins þriggja mánaða gömul veiktust þau Steingrimur og María og voru um nokkurn tíma á Kristneshæli. Dóttirin litla var þá í fóstri hjá hjónunum Hólmfriði Þóoddsdótt- ur og Sveinmari Jónssyni, sem þá bjuggu á Dagverðareyri við Eyja- fjörð. Reyndust þau Kristbjörgu litlu sem bestu foreldrar þann tíma, sem hún var hjá þeim og ávallt síðar. Sveinmar er nú lát- inn fyrir nokkrum árum. Krist- björg var hjá þeim hjónum i um 4 ár, en fluttist þá til foreldra sinna, sem þá höfðu stofnað heim- iii á Akureyri. A Akureyri vann Steingrimur við verzlunarstörf. Til Reykjavíkur fluttist fjöl- skyldan árið 1958 og hóf Stein- grímur þá að vinna í verzl. Fálk- anum og vann þar i um 11 ár. Árið 1970 hóf hann að vinna hjá Sam- vinnutryggingum sem innheimtu- maður og vann þar til dauóadags. Steingrimur átti við mikla van- heilsu að striða siðustu æviár sín og það vissum við, sem sæmilega þekktum hann, að oft var hann sárþjáður, þótt hann gengi sem heill til vinnu sinnar og slik var samviskusemin, að hann leyndi veikindum sínum sem mest hann mátti, enda vildi hann reynast sínum vinnuveitendum sem best hann gæti og vissu því oft aóeins hans nánustu hversu þjáður hann var. Hann hafði órúlegan lífsþrótt, enda var lifsviljinn mikili og kari- mennska honum í blóð borin. Steingrímur var fallegur maður og karlmannlegur og það sópaði að honum, er hann var kominn á bak viljugum hesti, en mesta un- un hans var hestamennskan. Hann og fjölskylda hans áttu ávallt hesta og munu hafa átt marga góða gæðinga og þeir voru margir, sem leituðu ráða hjá Steingrími, ér gefa þurfti hesti lyf, eða ef járna þurfti hest, enda fóru margar hans fristundir í að liðsinna öðrum i sambandi við hesta og það hafa kunnugir sagt mér, að slíkt hafi hann aldrei talið eftir sér og hann hirti hesta sina svo af bar. Hann gat þó síðari árin minna helgað sig þessu áhuga- máli sinu, en var ávallt ráðgjaf- inn, en eiginkona hans og dóttir sáu um hirðinguna, enda áhugi þeirra á hestunum samur og hans. Það var sem leiftraði hamingja frá Steingrimi er hann í hópi vina og fjölskyldu talaði um þennan eða hinn gæðinginn og margar ljósmyndir eru til á heimili hans af gæðingunum. Steingrimur var einstakur heimilisfaðir og bar hamingju fjölskyldu sinnar fyrir brjósti framar öllu og er missir þeirra þvi mikill og vandfyllt skarð hans. Heitast held ég, að hann hafi unnaó litlu dótturdóttur- sinni, Mariu Steingerði, sem nú er þriggja ára að aldri og hefur búið á heimili Steingrims og Mariu frá Kristín Arnadóttir frá Ragnheiðarstöðum í Flóa 27 fæðingu, en nýlega höfðu þau Kristbjörg og unnusti hennar, Baldur Sigurðsson, fest kaup á ibúð í húsinu og var þess beðið með tilhlökkun, að Steingrímur kæmi heim og fjölskyldurnar festu rætur fyrir alvöru i húsinu, sem þau nú áttu allt, en það er að Samtúni 28, Reykjavik. Ég, sem þessar línur skrifa, átti því láni að fagna að kynnast Steingrími og fjölskyldu hans fljótlega eftir að þau fluttust til Reykjavíkur, en hafði áður þekkt þau af afspurn, en móðir mín og móðir Maríu voru uppeldissystúr. Hafa kynnin verið náin og góð- ur vinskapur, sem aldrei hefur neinn skugga borið þar á. Sérstak- lega viljum við hjónin þakka vin- semd þeirra við okkur og einkum þó við litla son okkar, sem fæddist tveimur dögum eftir að Stein- grfmur varð fimmtugur. Steingrimur hafði yndi af börn- um og kom það vel fram gagnvart litla syni okkar og minntist hann þess oft er hann eitt sinn kom i hesthúsið til Steingrims, þá korn- ungur, og fékk að sitja á baki eins af hestum Steingrims. Steingrimur var algjör reglu- maður, en kunni þó vel að skemmta sér í vinahópi. Ég gæti haldið áfram upptalningu um ágæti þessa látna vinar okkar, en veit, að þess þarf ekki, enda vissu allir, sem til þekktu, hver ágætis- maður hann var. Yfir fjölskyldu hans hvilir nú mikil sorg og söknuður þeirra, sem misst hafa elskulegan Framhald á bls. 22 Gagnkvæmt tryggingtifélag ? Já, Samvinnutryggingar g.t. eru gagnkvæmt tryggingafelag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.