Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975 Áttræð í dag: Marp*ét Tómasdótt- ir frá Klængsseli ÁTTRÆÐ er í dag, 31. janúar, Margrét Tómasdóttir Smáratúni 12, Seifossi, áður húsfreyja í Klængsseli f Bæjarhreppi f Flóa. I. Fjallahringurinn sem getur að líta úr neðanverðum Flóa er sá viðasti á íslandi: austan frá Selja- landsmúla norður um Heklu, sjónhending þaðan f Bláfell og fjöllin ofan Tungna og Laugar- dals, Botnsúiur, Hengill og fram Reykjanesskaga en þar minnist landið við haf í vestri. Fjarlægðar vegna er þetta blár garður sem að meira en tveim þriðju lykur um breiðar byggðir suðurlandsundir- lendis, eilftið mismunandi blár og einmitt þess vegna mjög heill- andi. Eina fjailið sem er í þeirri nálægð að litur bess er meira f ætt víð jörð en loft er Ingólfsfjall, — þar koma fram tnyndir af fugli og sel eða hverju ,sem skyggni. og fmyndun leyfaC Og stundum verður loft svo tært yfir fjörrum fjöllum að jökiar í innlöndum megna að senda skjannahvít skiiaboð um tilveru sína niður til strandarinnar. I landsuðri rísa Eyjar eins og álfaborgir en suðurúndan er hliðið stóra út til heimsinsV hafið óefldáníegt og sagt að land finnist fyrst hinumegin á jörðinni ef nógú langt væri siglt beint út. En nær er mýrin mjúk og gljúp, klettaholt og móabörð, fífill í varpa og sóley f túni. Þannig hygg ég að Margréti Tómasdóttur sé tamast að sjá Fló- ann •_ sinrv-fyrir sér, — æsku- .S'fÖðvar, starfsvettvang og fullorð- -insheimkynni. En skoði hún hug sinn rtjan hún ekki aðeins sumar- dýrðinð, blámann upp tii víðerna landsiós, birtuna fram um spegil- sléttan £æinn, ilm úr grasi, kyrrð í lofti, trygg hljóð frá kviðfullum ■ Bjismala. Hún minnist einnig þess '.þegar höfuðskepnurnar fara ham- jförum: Þrálát útsynningsél sem -gera hverri skepnu óverandi utanhúss og jafnvel einnig herra jarðarinnar, — rigningarsumur þegár jarðargróðinn rotnar hvort sém' mannshöndin hreýfir við honum eður éi, — sjóavetur þegar landnórðanstrekkingurinn stóð alla góuna, kaffærði bæi og gerði gegningarnar að þrekvirki hvern dag. Og sjórinn löðrandi fram af Öldunni, hvftur brimgarður frá því fyrir austan Loftstaði og vestur að Stokkseyri, — strókar hærri en nokfcúrt mannvirki sém þá eða sfðar héfur risið á þessari lágu strönd, — gæftaleysi vikum saman óg þörfin æpandf á nýmeti fyrir’ fófkið. Á slíkum stundum gaf ekki sýn til hinnáToftkenndy bláfjalla heldur varð hver að halda á allri sinni útsjónarsemi tij. að kunna fótum sínum forráð. Allt þetta ' hefur Margrét Tómasdóttir lifað og verið sjálf hluti af þessu umhver-fi f blíðu og stríðu. Rótföst er Margrét í Flóan- um og þangað er henni kærast að hverfa. Þar og í grennd eru áar hennar, vinir, samferðarfólk. 1 þessa gljúpu jörð hefur hún sótt lífsmagn sitt og þrek ómælt, þar eru rætur hennar og liggja langt aftur í tímann. Það má því líta svo á að líf Flóans hafi jafnframt með nokkrum hætti verið líf Mar- grétar Tómasdóttur. II. Margrét Tómasdóttir fæddist 31. janúar 1895 1 Arabæjarhjá- leigu í Villingaholtssókn, Gaul- verjabæjarhreppi í Flóa. For- eldrar hennar voru Tómas Frið- riksson og Ólöf Jónsdóttir þá vinnuhjú, síðar búandi í Ossabæ I sömu sveit. Tómas var fæddur í Reykjavík 2. desember 1858, dó í Ossabæ 6. október 1916, son Friðriks, f. 18. ágúst 1834, er 1858 var ógiftur vinnumaður í Gufunesi, og segir ekki meira af honum. Foreldrar Friðriks voru Þorkell Jónsson, f. 1794 d. 1852, og Sigrfður Jóns- dóttir í Stekkjarkoti í Reykjavík. Var Þorkell son Jóns Þorkels- sonar er búið hafði í Biskups- tungum og í Grímsnesi en ættaður í föðurætt frá Hjálmsstöðum í Laugardal (segur Pétur Zoph. í Víkingslækjarætt). Móðir Tómasar Friðrikssonar var Margrét Guðmundsdóttir er 1858 var ógift vinnukona á Mið- húsum í Reykjavík en kemur fram austur í Flóa skömmu síðar. Hún dó i Skógsnesi í Gaulyerja; bæjarhreppi 20. janúar 1901 sögð 83ja ára göiivul. Hún er í manntöl- um sögð fsedCf-Villíngaholtssókn og sýnist mér ekki leika vafi- á þvf að hún hafi vérið úóttir hjónanna Guðmundar Guðfnundssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur á Syðri- Sýrlæk, fædd 22. júní 1818. Guð- mundur faðir hennar, var frá Kolsholti í sömu sveit, Villinga- holtshreppi,' en móðirin Guðrún frá Fossnesi í Eystri-Hrepp. Ólöf Jónsdóttir móðir Margrétar Tómasdóttur afmælis- barns var fædd 14. október 1862 austur f Þykkvabæ í Rangárþingi, dó á Stokkseyri 7. ágúst 1956. Foreldrar hennar voru Jón Jóns- son bóndi í Suður-Nýjabæ, f. 14. ágúst 1833, dó 3. nóvember 1904 f Qssabæ og kona hans Snjáfríður Olafsdóttir, f. 1829 eða 30 en dáin í Ossabæ 15. maí 1917. Snjáfríður var dóttir Ólafs Ormssonar bónda í Nýjabæ og á Norðurbakka, d. 1860 og konu hans Snjáfríðar Gísladóttur. Jón var aftur son Jóns Ólafssonar á Snotru f Þykkvabæ, d. 1854, og könu hans Sigríðar Árnadóttur frá Húnakoti í Þykkvabæ (sjá nánar Víkings- lækjarætt, en þar er þó kven- leggurinn rakinn miður e'n skyldi). III. Vinnukonuævin hennar Margrétar „ömmu“ ef skráð hefði verið segði mikla sögu af kjörum smælingjanna á fyrri tið, fólksins sem aldrei þekkti nema strit I annarra þágu frá vöggu til grafar. Og vísast að auðmýkt hjartans hafi verið slík að alleinasta um- hugsunin um ávexti stritsins hafi verið vfðs fjarri. Þegar Margrét á Syðri-Sýrlæk fæðist eru 7 yngri systkini fyrir á bænum og á næstu 8 árum bætast enn 5 börn í hópinn. Þá deyr heimilisfaðirinn, rúmlega fimmtugur að aldri. Einhvern veginn hokrar ekkjan áfram með eins og helming barnanna á fram- færi sinu, sum hinna dóu fyrir miskunn himnanna, önnur eta brauð miskunnarinnar á nálæg- um bæjum og það er eftilvill sýnu verra. Frá árinu 1828 þegar Margrét er 10 ára segir ekki frekar af búskap ekkjunnar á Sýr læk. .Þaö má ímynda sér höfuð- , verlc-hreppstjóranna við að ráð- stafá" hehniJTsfólkinu og hver býður lægst’fyrír þessa 'ómaga? En 10 ára barn getur einnig verið liðækur vinnukraftur:og það hefur Margrét litla áreiðanlega mátt reyna. Neyðin er figrður , húsbóndi og húirgerir fólk harð-'. neskjufullt umfram innrætffy Sjálf mótaðist Margrét ekki af þvi. Næst verð ég var ,v£í Margréti litlu á Fljótshólum; 13 ára. Hús- bændur hennar þar eru ÓTáfur Þorleifsson og ’ .J4argrét GuðmundsdÖttir alnafna'/ litlu stúlkunnar og raunar einnig ættuð úr Villingaholtshreppi. Þarna dvelur Margrét frá Sýrlæk 1 14 ár samfleytt, fermist þaðan með góðum vitnisburði og er síðan vinnukona hjá nöfnu sinni — sem verður fljótlega ekkja en býr áfram með börnum sinum. Árið 1845 hverfur Margrét Guðmundsdóttir yngri mér sýn- um og skýtur ekkijipþ- aftur fyrr en hið örlágaríkg^ðr sem hún er fyrir sunnan. Og' raunaV er litTð hægt að fullyrða um ævikjör þessarar jmkómulausu stófku frá því að.hún 10 árg kvé'ður móður sína þahgað til húri 30 árum síðar heijsar Syni^íiíum nýfæddum. Ilyaðif. ’gar það sem stýrði SD,águiií?bé£inar austan úr Flóa suður til Reykjavikur? Tilviljun eða örlögin? — áreiðanlega ekki ævintýraþrá heldur miklu fremur nauðsynin að vinna fyrir sér. Hjá hjónunum á Miðhúsum eldur hún barn sitt. Sjálfsagt hefur Friðrik, barnsfaðirinn, ekki orðið oft á hennar leið, miklu yngri maður og að þvi er ætla má, með aðra lífsstefnu. Tveim árum sfðar kemur hún með aleiguna, sveininn unga, austur í Flóa og er fyrsta áriö- í vinnumennsku á sínum gaftila stað Fljótshólum, þá hjá Steindóri syni Margrétar er áður þjó þar. En á þeim árum er ekki til siðs að vinnukonur væru með börn í eftirdragi og bráðlega er drengn- um komið fyrir samkvæmt ráð- stöfun réttra yfirvalda. Tómas litli verður niðursetningur hjá Pálínu og Jóhannesi í Skógsnesi. Þar elst hann upp, er síðan vinnu- maður á bænum uns hann ræður sig til hjónanna í Arabæjarhjá- leigu, orðinn fullra 28 ára gamall. En Margrét móðir hans má enn ganga með litla pinkilinn sinn milli bæja á vinnuhjúaskildaga. Ég hef ekki fylgt henni eftir ár frá ári enda liggur leið hennar út úr sókninni, en frá 1872 til 1879 er hún enn á Fljótshólum, að þessu sinni hjá Halldóri Steindórssyni bónda þar rg er þá búin að þjóna þrem kyiiri*. um á sama bænum. Og svo þarf hún að ganga stfg vistráðninganna bæja á milli, komin á sjötugsaldur, en þó á fyrir henni að liggja að koma einu sinni enn að Fljótshólum — þar er hún þrotin kröftum sveitar- ómagi hjá Jóni Bjarnasyni 1889—91. : r; . Árið 1892 kemur hún^áð Skógs- nesi til fólksins er hafði-alið upp barnið hennar og þar dvélur hún þau 9 ár sem húflá-jeftir ólifuð. Loksins fær hún váranlegan samastað og hér ér fólk__sem hún getur - tengs'í tilfinniflgalegum •þöndum. Líklega hefur hún lifað - jriéirna fegurstu daga ævinnar, "jSlSFt- hún- missti sjónina, þvt að á bænúm elst nefnilega upp sonar- dStirin Kristín 4ra ara-.hnáta þegar amman kemur á heimilið. Skógsnesfólkið gekk Kristfnu í forelcfrastað og hefur efalaust búið'gömlu konunni góða hvilu. Og þefta, mátti hún þakka því hvað sotiur hennar Tómas hafði kopiið'sér þarna vel, en hann var^ núrieitbundihri Óiöfu í Arabæjay- hjáleigu. « Gamla ; virmökomí- hjartað hefur slegið örap þg§a!r síðari dójlir hjuarina í Arábæjar- hjáleign- vár skírð hennar nafni Margrét. Sú gamla-sparaði kan- disinn sem hún fékk með kaffinu : og geymdi hann handá litlu nöfnu sinni sem stundum var leyft að koma í heimsókn. Og svo fékk hún að þukla þá litli og fylgjast með þvi hvað hún stækkaði. Ætli hún Margrét gamla í Skógsnesi hafi ekki hugsað með sér að breyttir væru nú tímarnir þegar riafna hennar og sonar- dóttir fékk að fylgja foreldrum- sinum í þeirra vinnumennsku? Best gæti ég trúað þvf. Og það ævintýri lifði hún Margrét að drengurinn hennar ynni sig upp úr vinnumennskunni og setti saman bú á dágóðri jörð i sveit- inrii. Þá gat hún látið sin starandi augu aftur i hinsta sinn, þrauta- göngunni sem hófst á Sýrlæk þrem aldarfjórðungum fyrr var lokið. IV. Það var fátækt í búi Jóns og Snjáfríðar á Suður-Nýjabæ og Ölöf dóttir þeirra mun snemma hafa þurft að vinna af bæ. Ferill hennar minnir að sumu leyti á kjör Margrétar sem átti eftir að verða tengdamóðir hennar, en þó var eitthvað léttara undir fæti. Leiðin liggur vestur yfir á og árið 1883 er hún vistráðin v-innukona efst í Hraungerðishreppi, á fjöl- mennu heimili á Stóra-Ármóti. Tveim vorum síðar heldur hún niður eftir Flóa og ræðst til Jónasar er lengi bjó í Arabæjar- hjáleigu — og húsfrú Herdís raunar lengi eftir hans dag. Nú var Ölöf komin á yésturbakka Þjórsár gégnt æskuheimkynni sínu og raunar frekar stutt bæjar- leið á milli ef ékki hamlaði belj- andi fljótið. 2 árum eftir þetta hefur vinnu- maðurinn í Skógsnesi, hann Tómas, vistaskipti og ffyst út að Arabæjarhjáleigu. Hafði hann þegar fest hýrt auga á Ölöfu eða fundu þau hvort annað við verkin hjá sameiginlegum húsbændum? Frá þvf greina heimildir ekki. Nema nokkuð er það að 1888 4. júni fæðist þeim dóttir sém fær nafnið Kristín. Ekki þóffu tök á því að móðirin fengi að hafa hana hjá sér enda ofúrseld húsbænda- valdi annarra. En foreldrarnir gátu þó haft hönd í bakka með afdrifum barnsins og varð úr að því var komið fyrir í Skógsnesi, á heimili sem hafði reynst Tómasi hið besta. Þar var Kristín heimilisföst í 30 ár svo að vel hefur hún unað hag sínum í fósturgarði. Þegar þeim Ólöfu og Tómasi fæddist önnur dóttir 7 árum sfðar, en það var Margrét sem nú er áttræð I dag, voru aðstæður svo breyttar að þau fengu að halda henni hjá sér þótt enn væru þau ósjálfstæð hjú. Margrét dvaldi frá því fyrsta á heimili með for- eldrum sínum: fyrstu 3 árin f Arabæjarhjáleigu, síðan 2 ár á Fljótshólum þar sem enn var þjónað öðrum, Bjarna Halldórs- syni og Jóhönnu Sæmundsdóttur. Þá loks, eftir tilhugalff sem hafði staðið á annan áratug, treystu þau sér til að láta gefa sig saman í hjónaband, 21. maf 1899 að afstöðnum þrem lýsingum i Bæjarkirkju. Það var tekið að hilla undir að úr rættist fyrir þeim: ári siðar eða aldamótaárið setja þau Tómas og Ölöf saman bú á hluta jarðarinnar Ossabæ og höfðu tæp 10 ábúðarhundruð undir. Á móti þeim bjuggu fyrstu 2 árin Jón Guðnason og Jóhann Magnússon, eftir það Jóhann einn í 1 ár, en þá tók við búi á þeim hluta jarðarinnar Jason Stein- þórsson frá Arnarhóli og kona hans Helga ívarsdóttir frá Austurkoti. Bjuggu þeir Tómas og Jason saman í Ossabæ á annan áratug eða allt þar til er Tómas hætti búskap og gerðist húsmaður hjá Jasoni. En þá var lifskraftur- inn raunar tekinn mjög að þverra og lést Tómas einn gráan haust- dag nokkru siðar. Þrátt fyrir lítil efni var það . fyrsta verk Ólafar í sjálfstæðum búskap að taka til sín foreldra sína, Jón og Snjáfríði, og önduð- ustriatf bæði þar á heimilinu, Jón eftir 4ra ára dvöl þar, Snjáfriður 17 ár.u Og nú var komið að þeim Tómasi og Ólöfu að halda sjálf vinnuhjú enda búskaparhættir þeirra tíðar mjög vinnukrefjandi. : Svo vildi til að fyrri sambýlis- ; maður þeirra, Jón, deyr eftir stuttan búskap í Hól og kemur þá ekkjan Guðlaug til baka með son- inn Gest með sér. Þarna hefur rikt gagnkvæmur skilningur á aðstæðum og velkomin hefur hún verið með barnið. Þénaði hún hjá þeim Tómasi lengi og eftir það hjá Jasoni. Þeir Tómas og Jason bjuggu nokkurs konar félagsbúi: heyskapur var sameiginlegur og heyjum jafnvel ekki skipt fyrr en ýið gjöf að yetrarlagi en skepnu- -hrrðing aftur á móti út af fyrir si|, Við slíkt br .kaparlag þarf gott samkomulag og ekki sfður innanbæjar — mér skilst að fólk allt hafi sofið I sömu baðstofu, Jason og hans fólk í suðurenda, Tómas með sfnu liði f norðurenda. Þarna er Margrét á sinum æsku- og unglingsárum. Hún fékk nóg að borða hefur hún sagt mér, fyrsta kynslóðin sem ekki líður skort á mat. Enda vex Margrét og þroskast skjótt, verður kvenna stærst eftir því sem þá gerðist og þó lipurleg, virkamikil hvort sem var til inni- eða útiverka (þetta var nefnilega áður en farið var að tala um „hefðbundna verkaskipt- ingu kynjanna“). Þegar Ólöf missir mann sinn er það hamingja hennar að hafa dætur sínar tvær, ungar og glæsi- legar, Kristinu saumakonu í Skógsnesi og Margréti nýorðna húsmóður í Klængsseli. Fyrst um sinn er Ölöf áfram f Ossabæ hjá Jasoni og veitti aðstoð á erfiðum tímum. Helga húsfreyja barðist lengi við dauðann og laut að lok;7 um í lægra haldi, dó frá ungum börnum. Inn á heimilið kom Kristín frændkona hennar Helga- dóttir frá Súlholti. I fyllingu tím- ans tók hún við forráðum innan bæjar, gerðist síðari kona Jasonar, gekk börnunum í móður- stað og bætti systkinum f hópinn. Þá var hlutverki Ólafar lokið í Ossabæ, en þess er enn minnst með þakklæti. Þegar hér var komið sögu var Kristín Tómasdóttir sest að á Stokkseyri. Hún giftist Karli Magnússyni sjómanni i Hafsteini en*hann hafði misst fyrri konu sína Márgréti Bjarnadóttur árið 1919 frá þrem börnum, Karítas, Sigríði og Magnúsi. Við þessu heimili tók Kristin. Þá flutti Ólöf út að Stokkseyri og gekk undir barnabörnum sínum af mikilli elskusemi og fórnfýsi, en það voru: Svanur, Tómas, Jóhanna, Ólöf og Sesselja. Á sumrin var Ólöf Jónsdóttir á þessum árum oft í Klængsseli um sláttinn. Og þegar Karl í Hafsteini þurfti að fara í aðra verstöð með bát sinn var Ólöf boðin og búin til að vera matráðskona. Þannig hljóp Ólöf undir bagga á víxl eftir þvi sem þörfin kallaði að. Eg man eftir Ólöfu harðfullorð- inni í orlofsferðum í Klængsseli, henni fylgdi hlýja og hóglát glað- værð. Ólöf dvaldi siðustu árin hjá dótturdóttur sinni og nöfnu i Ásbyrgi á Stokkseyri og Iést þar komin á tfræðisaldur. V. Það ok er fyrri kynslóðum var bundið var aldrei sýnilegt á Margréti Tómasdóttur. Ung hélt hún út í lifið, frjálsleg fríð og kát, búandi yfir óvenjumiklu afli til átaka og bjartsýni á að geta beitt þvi sjálfri sér en þó fyrst og fremst öðrum til heilla. Á mót- unaraldri kynnist hún ungum bóndasyni í sveitinni, Einari Halldórssyni í Klængsseli og fella ’þau hugi saman. Hún fer i kaupa- vinnu að Klængsseli sumarið 1915, er í vist í Reykjavfk vetur- inn eftir til að öngla saman aurum en um vorið, 11. júni 1916, eru þau Einar gefin saman í hjónaband í Garðhúsum af frí- kirkjuprestinum sem þá þjónaði Gaulverjabæjarsókn, séra Runólfi Runólfssyni. Svaramenn voru feður brúðhjónanna, Halldór og Tómas. Það lýsir Margréti vel að hún skyldi bjóða börnunum úr Ossa- bæ til athafnarinnar og veisl- unnar en þá var oft dauft yfir heimilinu vegna veikinda móður þeirra. Margrét hefur alltaf viljað leyfa börnunum að koma til sín, þess geta margir minnst. Þegar brúðkaupssálmarnir voru sungnir spilaði séra Runki undir á harmoniku því orgel var ekkert I garði hans. Á eftir beið ljúffeng máltfð heima í Klængsseli — hinir ungu brúðkaupsgestir sem þá voru muna þessi atvik enn sem eitt það er varpaði ljóma yfir bernskuna. Það hefur sópað að brúðhjón- unum, Einar hár og herðibreiður, ljósgullinn yfirlitum, og um Margréti eru áður sögð lýsingar- orðin. Einar var hagur á tré og járn, hafði næmt auga fyrir skepnum og víkingur til allrar vinnu. Margrét jafnvíg úti sem inni. hreinleg í bænum og kunni til allrar iðju sem tilheyrir vetrar- vökum. Halldór í Klængeeli eftirlét glaður syni sfnum og tengda- dóttur jörðina og hefur séð að hjá þessu gervilega fólki væri henni Framhaid á bls.25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.