Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 4
« MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR REIMTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR (g BÍLALEIGAN 21EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 piOMeer? Útvarp og stereo kasettutæki MARGAR HENDUR .... VINNA & SAMVINNUBANKINN Uk ÉTT VERK BILALEIGA Car Rental SENDUM 41660—42902 FERÐABILAR h.f. Bílaleiga, sími 81 260. Fólksbilar.-— stationbílar, sendibilar- hópferðabílar. 4 Éj 1ALL! \ ,n cL)of<? P 5» Vélapakkningar Dodge'46—'58, 6 strokka. Dodge Dart '60—'70, 6—8 strokka. Fiat, allar gerðir. Bedfprd, 4—6 strokka, dísilhreyfil. Buick, 6 — 8 strokka. Chevrol. '48 — '70, 6—8 strokka. Corvair Ford Cortina '63 — '71. Ford Trader, 4—6 strokka. Ford D800 '65 — 70. Ford K300 '65—'70. Ford, 6 — 8 strokka, '52— 70. Singer-Hillman- Rambler- Renault, flestar gerðir. Rover, bensín- dísilhreyfl- ar. Skoda, allar gerðir. Simca. Taunus 12M, 17M og 20M. Volga. Moskvich 407—408. Vauxhall, 4—6 strokka. Willys '46 —'70. Toyota, flestar gerðir. Opel, allar gerðir. Þ. Jónsson & Co Simar 8451 5—84516. Skeifan 1 7. 95% launþega í líífeyrissjóðum Matthías Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, hefur nú falið Guðjóni Hansen tryggingafræðingi að gera heildartillögur um breyt- ingar á lögum um almanna- tryggingar. Endurskoðun sú, sem tillögur tryggingafræð- ingsins miða að, nær til allra þátta tryggingakerfisins, og er bæði tímabær og þörf. Það, sem einkum verður hugað að, er: 1) að fullt samræmi verði á milli tegunda bóta og tryggingar- flokka, og sérstaklega tekið til athugunar, hvort og hvern veg sameina megi sjúkratryggingar og slysatryggingar, 2) hag- kvæmni I rekstri sjúkrastofn- ana, 3) hagkvæmni f uppbygg- ingu göngudeildarskiptra sjúkrahúsa, 4) núgildandi fyrirkomulag f ákvörðun dag- gjalds sjúkrahúsa, 5) tengsl skattamála og tryggingarmála, einkum hvað snertir f jöl- • skyldubætur, 6) núverandi fyrirkomulag tekjutryggingar og samanburðar á tekjutrygg- ingarákvæðum og ákvæðum í reglugerðum lífeyrissjóða, 7) hvern veg Iffeyrissjóðakerfið má ná til þeirra, sem enn eru utan þess, 8) hvern veg verð- tryggja megi lífeyrissjóði, sem nú búa við stórlega skert nota- gildi vegna verðbólguþróunar, 9) athugun á yfirstjórn og deildaskiptingu Trygginga- stofnunar rfkisins, einkum með tilliti til hagræðingar f starfi og tölvunotkunar. 1 umræðum um þessi mál á Alþingi kom fram, að 90—95% launþega, 20 ára og eldri, eru innan lffeyrissjóðakerfisins. Fjöldi Iffeyrissjóða er á milli 90—100 og ráða þeir yfir u.þ.b. 14 milljörðum króna og ráðstöf- unarfé þeirra f ár er talið 5.5 milljarðar króna. Höfuð- vandinn, varðandi lffeyrissjóði landsmanna, er, hvern veg megi tryggja verðgildi lffeyris, sem verðbólgan hefur rýrt svo mjög, að hrópandi misrétti rfkir milli lffeyrisþega, annars- vegar opinberra stofnana og hins vegar þess fólks, er starfar við atvinnuvegi landsmanna. Athyglisverð þings- ályktunartillaga I þessu efni er rétt að minna á athyglisverða þingsályktunar- tillögu, sem Guðmundur Garðarsson o.fl. fluttu á yfir- standandi þingi, svohljóðandi: „Alþingi ályktar fela ríkis- stjórninni að láta kanna, hvort grundvöllur sé fyrir því að breyta Iffeyrisgreiðslukerfi óverðtryggðra lífeyrissjóða þannig, að eftirlaunagreiðslur þeirra fullnægi eðlilegri fram- færsluþörf sjóðfélaga. Jafn- framt verði kannað með hvaða hætti unnt verði að tryggja, að allir lffeyrisþegar sitji við sama borð gagnvart eftirlaun- um, með tilliti til ævitekna og framfærslukostnaðar á hverj- um tfma. — Við framkvæmd þessarar þingsályktunar skal haft samráð við heildarsamtök vinnumarkaðarins og lands- sambönd lffeyrissjóða.“ 1 greinargerð þessarar þings- ályktunartillögu segir m.a.: „Augljóst er, að lífeyris- greiðslur óverðtryggðu sjóð- anna eru alisendis ófullnægj- andi við ríkjandi aðstæður og fyrirsjáanlega verðlagsþróun f nánustu framtíð, auk þess sem núverandi lífeyrissjóðakerfi felur f sér mikið misrétti. Á þessu verður að verða gjör- breyting til hins betra. Brýn nauðsyn er að þessi mál verði tekin til meðferðar og eigi látið dragast að finna leiðir, er tryggi hlut Iffeyrisþega óverð- tryggðu sjóðanna. Til þess að styrkja greiðslu- getu óverðtryggðu lffeyrissjóð- anna kæmi til greina að verð- tryggja útlán að hluta, en f þeim efnum verður að fara með aðgát, svo að greiðslugetu lán- takenda verði ekki ofboðið. Til greina kæmi að heimila lífeyrissjóðunum að greiða við- bótarframlag á lífeyri umfram ákvæði gildandi reglugerða. Flutningsmönnum er Ijóst, að eigi er hægt að greiða meira úr lífeyrissjóðum en tekjur þeirra nema. Hins vegar er vitað, að f nánustu framtíð mun árlegt ráðstöfunarfé sjóðanna verða mun meira en trygg- ingarskuidbindar og útgjöld nema, eins og uppbyggingu sjóðanna er háttað. Verulegur hluti þessa fjár brennur upp í verðbólgubálinu. Er því nauðsynlegt að fram fari ftarleg könnun á því, hvað unnt er að gera Iffeyrisþegum til styrktar vegna nýrra og breyttra kringumstæðna." Bruninn á flugvellinum og „vatnsskorturinn” HINN 17. þessa mánaðar birti Timinn viðtal við Bárð Danielsson, forstöðumann Brunamálastofn- unar rikisins. vegna bruna þess, sem varð á Reykjavikurflugvelli tveim dögum áður og öllum er um kunnugt. Viðtal þetta er birt undir stórri fyrirsögn, sem er svo hljóðandi „Reykjavikurborg ábyrg fyrir vatnsskortinum á Reykjavikur- flugvelli?" Þar koma fram ýmsar villandi upplýsingar, hvort sem er af vangá eða vanþekkingu, og tel ég þvi rétt að upplýsa aimenning um hið rétta i þessu efni. Bárður Danielsson segir m.a. á einum stað: „Nýlega var búið að leggja 4" lögn frá Njarðargötu eftir gamla Reykjavíkurveginum." Hér er ekki rétt með farið, þvi að þessi lögn er yfir 30 ára gömul og var aðallögn fyrir Skerjafjörð, þangað til byggingaframkvæmdir hófust þar á ný fyrir nokkrum árum, svo að ibúafjöldi hefur margfaldast á þessu svæði i skjótri svipan. Þá lagði Vatnsveita Reykjavikur 10" lögn suður Suðurgötu að Einarsnesi, en i þeirri götu, Einarsnesi, er 8" lögn að Bauganesi og eftir Bauganesi að Skeljanesi (sem áður hét Shell- vegur) er siðan 6" lögn. Á mótum Bauganess og Einarsness greinist þessi lögn i 4" norður Reykja- víkurveg — undir flugbraut og eftir Reykjavikurvegi — en siðan i mýrinni austan Oddagötu, og er þar tengd 24" æð skammt fyrir norðan Norræna húsið. Eftir Einarsnesi — frá Bauga- nesi — er 3" lögn að Skeljanesi og er hún tengd við Bauganes hjá Skildinganesi með 4" lögn og siðan aftur við Skeljanes. Við Einarsnes eru fjórir bruna- hanar og eru tveir þeirra með 4" inntaki en hinir með 3" inntaki. Þessir brunahanar eru i aðeins 400 og 430 metra fjarlægð frá flugskýli 5, sem bruninn varð i. Slöngukerfi slökkviliðsins var hins vegar EKKI tengt við þessa hana, þegar barizt var við brunann. Þá segir Bárður Danielsson á öðrum stað í framangreindu við- tali, að vatn hafi verið sótt i brunahana við Hótel Loftleiðir og hafi þar fengist vatn i tvær 2'/2" slöngur. Þessi brunahani er i 700 metra fjarlægð frá flugskýli 5. Brunahanarnir fjórir við Einarsnes, sem að framan eru nefndir, gefa MEIRA EN HELMINGI MEIRA VATN en sá 6" brunahani við Hótel Loftleiðir, sem hér kemur við sögu. I framhaldi af þessu má svo minna á, að Slökkvilið Reykja- víkur hefur nú aðeins föstu liði á að skipa og fær þvi ekki aðstoð manna með sérþekkingu á veitu- kerfi Vatnsveitu Reykjavikur og af þvi leiðir, að það kemur næsta oft fyrir, að vatn sé sótt lengra en þörf væri á — eða alls ekki sótt eins og þegar hefur verið bent á hér að framan. Að endingu vil ég aðeins bæta þessu við þessar skýringar mínar: Á þeim tima sem undirritaður sá um uppsetningu og viðhald bruna- hana fyrir Vatnsveitu Reykjavikur, voru brunahanar ekki settir niður á einka eða leigulóðum, nema þess væri sérstaklega óskað af lóðarhafa. Af þessum sökum hygg ég, að flugvallarstjóri hafi séð um uppsetningu á flestum bruna- hönum innan Reykjavikurflug- vallar, enda er hann i rikiseign. Þó voru tveir brunahanar, sem eru við flugskýli nr. 5. sem brann á dögunum, settir niður af Vatns- veitu Reykjavikur. Ennfremur fór stjórn Loftleiða þess á leit við Vatnsveituna, þegar hótel félags- ins var í smiðum, að settir væru upp brunahanar vegna þess. Vatnsveitan varð að sjálfsögðu við þeirri beiðni, eins og eðlilegt verður að teljast, og voru þá settir þar tveir brunahanar — annar með 6" inntaki og þrem úttökum, en hinn með 4" inntaki og einu 2’/2" úttaki. Vatnsveita Reykjavikur hefur einnig og af eigin hvötum látið stækka og breyta þeim brunahön- um, sem nú eru smiðaðir, og aðrir brunahanar eru ekki settir niður en með 3" og 4" inntaki, en að mati þeirra manna, sem fróðir verða að teljast um brunavarnir, á slikt að nægja I þeim tilgangi i flestum tilfellum. Ég vona, að það. sem hér hefur verið sagt, nægi til að f æra sönnur á það, að það er engan veginn á rökum reist, að Reykjavikurborg sé „ábyrg fyrir vatnsskortinum á Reykjavikurflugvelli". Tæknileg skýring þessa er flókið mál. Ég er þess fullviss að bruna- mála-forstöðumaðurinn geti leitað til Vatnsveitu Reykjavikur og fengið öll kortin yfir veitukerfi borgarinnar með öllum tilheyrandi brunahönum. Hann mun þá sann- færast um að hann fer ekki með rétt mál í Timanum 17. þ.m., þvi það er ekki vatnsskortur á Reykja- vikurflugvelli eða þar i nágrenni. Reykjavik, 28. janúar, Jóhann Hannesson, fyrrum eftirlitsm. Vatnsveitu Reykjavikur. D "O K. ÍJ> WVAÐ Æ5Ti D)G 5V0NA Upp G'OÐI ? Þegar sex umferðum af 15 er lokið í úrtökumóti BSl hafa Ás- mundur Pálsson og Hjalti Elías- son tekið forystuna í opna flokknum og hafa glæsilega for- ystu með 105 stig. Staða 8 efstu para er annars þessi: Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson 105 Hallur Simonarson — Þórir Sigurðsson 84 Jakob Möller — Jón Baldursson 76 Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson 70 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 68 Bragi Erlendsson — Rikharður Steinbergsson 65 Árni ÞorvaldSson — Sævar Magnússon 63 Jakob Ármannsson — Páll Hjaltason 56 I unglingaflokki er staðan þessi: Guðmundur Sveinsson — Þórir Sigursteinsson 95 Helgi Jóhannsson — Logi Þormóðsson 90 Jón Alfreðsson — 84 74 72 70 Valur Sigurðsson Skafti Jónsson — Skúli Einarsson Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson Sigurður Sverrisson — Guðjón Steinsson Einar Guðjohnsen — Guðmundur P. Arnarson 69 Eirikur Jónsson — Þórður Björgvinsson 68 Næstu umferðir verða spil- aðar á laugardag og sunnudag kl. 13. Spilað er i Hreyfilshús- inu 3. hæð. Keppnisstjóri er Agnar Jörgensen. oooo Ranghermt var i laugardags- blaði að unglingalandsliðið sem spilaði á Norðurlandamóti fyrir tveimur árum hafi hafnað í neðsta sæti — þeir urðu fjórðu. Finnar urðu neðstir. oooo Þess má að lokum geta að gefnu tilefni að sjónvarpið hafði viðtal við forseta BSÍ Hjalta Elíasson sl. laugardag og birti það sama kvöld. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.