Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1975
Norsk æfintýri
P. Chr. Asbjörnsen
og Moe:
Kolagerðarmaðurinn
Jens Benedikts-
son íslenzkaði
„Já, ekki vantar það, góða mín,“ sagði kolagerðar-
maðurinn, „því nú er ég orðinn prestur, — hér
sérðu bæði hempuna og kragann.“
„Ekki færðu mig til að trúa því,“ sagði kona hans.
— „Sterkt öl gerir stór orð, og það er nú held ég
sama hvað snýr upp og niður á þér,“ sagði hún. —
„O, vertu róleg,“ sagði maður hennar. „Þú færð nú
að sjá ýmislegt enn.“
Svo var það einn góðan veðurdag, að fjöldi
hempuklæddra presta fór fram hjá kofa kolagerðar-
mannsins. Þeir voru á leiðinni til konungsins, svo
eitthvað hlaut að vera þar á ferðum. Og kolagerðar-
maðurinn vildi líka vera með í ferð þessari og fór í
skrúðann, en keriing hans hélt honum væri best að
vera kyrrum heima, því þótt hann fengi að halda í
hest fyrir einhvern höfðingjann, þá keypti hann sér
sjálfsagt brennivín eða tóbak fyrir þá skildinga, sem
hann fengi fyrir það.
„Allir tala um drykkinn, en enginn um þorstann,“
HÖGNI HREKKVÍS]
. Heyrðu það er ofsagaman að spæla snjókalla.
góða mín, sagði karlinn, „en því meira sem maður
drekkur, því þyrstari verður maður,“ bætti ann við
og lagði svo af stað til konungshallarinnar.
Þar var öllum prestunum boöið inn til konungs og
kolagerðarmaðurinn fór auðvitað inn líka. Svo sagði
konungurinn þeim, að hann hefði tapað dýrasta
gullhringnum sinum og væri hræddur um að honum
hefði verið stolið. Þess vegna hefði hann gert öllum
prestum í ríkinu boð, til þess að vita, hvort einhver
þeirra gæti ekki af visku sinni sagt honum hver
stolið hefði hringnum.
Og svo lofaði hann því, að launa þeim, sem gæti
sagt honum þetta, þannig að væri hann embættis-
laus, skyldi hann fá brauð, væri hann prestur, skyldi
hann verða prófastur, væri hann prófastur, skyldi
hann verða biskup, og væri hann biskup, skyldi
hann verða æðsti ráðgjafi konungs. Svo spurði
konungur hvern af öðrum, og þegar hann kom að
kolagerðarmanninum, þá spurði hann: „Hver ert
þú?“
„Ég er hinn vitri og sanni spámaður,“ sagði
kolagerðarmaðurinn.
„Þá geturðu sjálfsagt sagt mér, hver hefir tekið
hringinn minn?“ sagði konungur.
„Já, ekki er það alveg vonlaust, að það, sem skeð
hefir í myrkri, geti komið fram í ljósið. En það er
ekki á hverju ári, sem laxinn leikur sér í trjátopp-
unum,“ sagði hann. „Nú hefi ég lesið og lært í sjö ár
Hér eru tvær myndir, sem báðar virðast vera
eins! Á neðri myndina vantar þó 7 atriði, sem eru
á efri myndinni. Lausnin fylgir hér (á haus).
FEROIIVIANO
(neÖtno^unhoífinu
Hvernig geturðu verið svona
lengi með blaðið, þegar gler-
augun þfn urðu eftir á salern-
inu.
Það verður að taka
drenginn úr þessum
júdótímum.