Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975
Sjálfboðaliða
vantar til ýmissa starfa,
laugardag kl. 1 3.00.
Heimdallur S.U.S. í Reykjavík
hefur ákveðið að gangast fyrir tveimur námskeiðum i febrúarmánuði
n.k.
Fyrra námskeiðið sem haldið verður dagana 10 —14 febrúar verður
námskeið i ræðumennsku og fundarstjórn.
f framhaldi af því námskeiði verður haldið námskeið um almenna
stjórnmálafræðslu, þar sem tekið verður fyrir m.a.
Sjálfstæð isstefnan
Saga og starfshættir stjórnmálaflokkanna.
' Utanrikis- og öryggismál.
Efnahagsmál og
Launþegamál.
Þátttökugjald fyrir bæði námskeiðin verður krónur 500.00.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Heimdallar sími 1 7100.
Stjðrnin.
Er Framkvæmdastofn-
unin „óskabarn"
Sjálfstæðisflokksins?
Heimdallur S.U.S. heldur almennan
félagsfund um Framkvæmdastofnun ríkis-
ins.
Fundurinn verður haldinn að
Hótel Esju, 2. hæð miðvikudag-
inn 5. febrúar n.k. kl. 20.30.
Framsögumenn verða þeir Sverr-
ir Hermannsson alþingismaður
og Þorsteinn Pálsson blaðamað-
ur.
Munu þeir að loknum framsögu-
erindum svara fyrirspurnum
fundarmanna.
Allir velkomnir Stjórnin.
Heimdallur Byggung
Byggingarfélag ungs fólks
í Reykjavík
heldur áríðandi félagsfund að Flótel Esju sunnudaginn 2. febrúar kl. 2
e.h.
Fundarefni:
1. Væntanleg bygging fjölbýlishúss.
Frummælandi Þorvaldur Mawby formaður félagsins.
2. Nýjungar í byggingu fjölbýlishúsa.
Frummælandi: Vilhjálmur Þorláksson byggingaverkfræðingur.
Stjórnin.
3 nýjar íbúðir
4 herbergi og eldhús til leigu.
Aðeins reglusamt fólk kemur til greina. Leigutil-
boð sendist Mbl. fyrir 5 febrúar merkt „Reglu-
semi 7296".
Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð á húseigninni Þórsmörk 4, Selfossi, eign Ólafs
Þórarinssonar, áður auglýst i 76., 78. og 79. tbl. Lögbirgingablaðs
1974, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. febrúar 1975 kl.
1 1.00.
SÝSLUMAÐUfl ÁRNESSÝSLU.
Byggingarfélag verkamanna,
Reykjavík.
Tíl sölu
3ja herbergja íbúð í 3. byggingarflokki við
Háteigsveg. Skuldlausir félagsmenn skili um-
sóknum sínum til skrifstofu félagsins að Stór-
holti 1 6 fyrir kl. 1 2 á hádegi föstudaginn 7.
febrúar n.k.
Félagsstjórnin.
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða til viðtals í Galtafelli
Laufásvegi 46 frá kl. 14 —16. Er þar
tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum
boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 1. febrúar verða til viðtals:
Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður,
Ragnar Júlíusson, borgarfulltrúi og Ulfar
Þórðarson, varaborgarfulltrúi.
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
SÍMAR 21150 -21570
Til sölu
Steinhús í Austurbænum
Húsið er um 90 fm., 2 hæðir og ris. Mikið endurbyggt
með vinnuhúsnæði 30—40 fm. í viðbyqqingu oq
bílskúr. Eignarlóð (hornlóð) Á góðum viðskiptastað.
3ja herbergja íbúðir við:
Vífilsgötu efri hæð, um 90 fm. Nokkuð endurnýjuð. Sér
hitaveita.
Hraunbraut, Kópavogi um 80 fm í tvíbýli. Góð eldhús-
innrétting. Bílskúrsréttur. Útb. aðeins kr. 2,4 millj.
Með sérhitaveitu
2ja herb. góð íbúð um 60 fm. kjallari/jarðhæð við
Kársnesbraut. Nýleg eldhúsinnrétting, allt sér.
Einbýlishús í smíðum
á mjög góðum stað í Mosfellssveit. Húsið er hæð um 1 32
fm. og kjallari um 80 fm. (þar má gera litla íbúð). Húsið
er tekið til íbúðar en er ófullgert. Stór lóð — Útsýni.
Vesturborgin — Seltjarnarnes
Góð 4ra herb. íbúð óskast Skipti möguleg á úrvals
einbýlishúsi (tæpl. 100 fm.) í Garðahreppi.
Sérhæð — Einbýli
óskast fyrir traustan kaupanda. Æskilegur staður: Vestur-
bær, Seltjarnarnes, Fossvogureða Hraunbær.
Ný söluskrá heimsend.
ÁÍMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEGI 49 SÍMAR 21150-21370
Asaþór
°g
austrænn
Guru
GÆTI Þór og Guru verið sama
orð, sama nafn á misjöfnum
málum?
Eitt er vist, fólkið, sem finn-
ur ekki trúarþörf sinni svalað i
þvi litla, sem það þekkir til
kristins dóms, leitar til slíkra
heita, sem tákna leyndardóms-
full goðmögn genginna kyn-
slóða.
Börnin, sem fermdust i fyrra
eða hitteðfyrra, senda einn
góðan verðurdag úrsögn úr
kirkjunni, af þvi að hún sé of
gamaldags — og leita á vit
ennþá eldri trúarbragða. Einu
sinni þótti fjarstæóa að trúa á
stokka og steina. nú gæti það
þótt allra fullkomnast, áður en
varir, líkt og ganga í óhreinum
druslum.
Aðrir líta Bahai-trúarbrögð
bera af og krjúpa að fótum
Bahá-Ulla, sem er þó að heita
má ung grein á trúarbragða-
meiði heimsins.
En er ekki þetta allt það, sem
áður var nefnt „að fara yfir
lækinn“ til að leita vatnsins?
Ekki skal hér gert lítið úr
neinum trúarbrögðum, ekki
einu sinni „stokka og steina“
trú eða trú á „náttúruanda" og
alls konar undur og aðferðir til
svöruna á eilifri spurn manns-
sálar i sannleiksleit sinni,
þessu undursamlega fálmi út í
rökkurtóm lífsgátunnar. Efinn
— spurnin mikla — og trúin —
þráin eilífa, eru hvarvetna á
ferð og sníða sér sinn ferða-
kufl við hæfi hvers leitanda,
þroskasteig hans.
Trúarbrögðin eru og verða
aldrei annað en klæðnaður,
misjafnlega fagrar og misjafn-
lega sniðnar umbúðir þeirra
verðmæta, sem leitað er að á
vegum trúartilfinningar i vit-
und mannsins.
Og séu lesin og skýrð hin
helgu fræði löngu liðinna tima,
hvort sem yfirskriftin gæti
verið Þðr eða Guru, þá verður
„Bæói fróðlegt og fagur
margt þar inni,“
ekki sízt ef lesið er undir
leiðsögn góðra fræðara sbr.
Nordals hér á landi og
Krishna-Murti frá Indlandi.
En það má gjarna bæta við
hendingu' úr sama ljóði Þor-
steins Erlingssonar:
„En fossahljóð er aldrei
í landafræði þinni.“
Lífið sjálft er ekki með í
leiknum, niðurinn frá lindum
lífsins vatna á þar ekki framar
sinn grunntón.
Það hæfir ekki hugsun og
lífsþorsta ieitandi fólks á Vest-
urlöndum á 20. öld til lengdar
að gera sér helgihald með
hrossakjöti, blóðbruðli og
brennivíni, barnafórnum og
stóðlífi að hætti Þórstrúar-
bragða, Baalstrúarbragða og
álíka æsilegra dýrkunarhátta.
Framhald á bls. 13.