Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975 JHffirgiiisiM&frifr nuGivsinGnR ^22480 Seðlabankinn: í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Seðlabanka Islands, segir, aó nokkrar breyting- ar hafi verið gerðar á af- greiðslu gjaldeyrisum- sókna, þannig, að þær geti verið tafsamari en áður en hins vegar hafa engar gjaldeyrishömlur verið settar á. Fréttatilkynning- in er svohljóðandi: „A ný hefur verið tekinn upp sá háttur i gjaldeyrisafgreiðslum, að Gjaldeyrisdeild bankanna fjalli um yfirfærsluumsóknir áður en til afgreiðslu kemur, og getur þetta leitt til dráttar á afgreiðslu þeirra. Þeirri reglu er fylgt, að aðeins gjaldfallnar kröfur eða kröfur sem eru að falla til greiðslu, verða afgreiddar. Á sama hátt skal á það bent, að gjaldeyrir vegna ferðalaga er af- Algjört vatnsleysi í Neskaupstað Ný vatnsveita nauðsyn Neskaupstaður 30. jan. VATNSLEYSI plagar Norðfirð- inga mjög mikið, og við cinstaka götur eins og t.d. Blómsturvelli hefur vart komið dropi úr krana siðan fyrir áramót. Fjölmargir fá vatn kannski í hálfa klukkustund á dag og þá verður hver og einn að vera tilbúinn að láta renna i potta og kyrnur. Hins vegar hafa bæjar- búar nægan snjó til að bræða og fjölmargir stunda þá iðju til að hafa eitthvert vatn. Bærinn hefur nú látið aka vatni í þær götur, sem verst hafa orðið úti. Af þessum sökum hefur t.d. orðið að láta loka í íþróttahúsinu og sundlaugin hefur ekki verið opin siðan um áramót. Ofanjarð- arleiðslur vatnsveitunnar í Nes- kaupstað hafa að líkindum skemmzt i snjóflóðunum í desem- ber og hefur sú skemmd ekki fundizt enn. Fólk er víða orðið Framhald á bls. 22 fyrir Langanes. greiddur þegar þrír dagar lengst eru til brottfarar. I þessu felst, að innflytjendur vara geta átt von á nokkurri töf í afgreiðslu gjaldeyris frá því sem verið hefur. Sama gildir um allar yfirfærslur utan frílista, svo sem alls konar þjónustu greiðsiur. Að gefnu tilefni skal loks tekið fram, að engar breytingar hafa verið gerðar á frilistanum né regl- um um náms- og ferðagjaldeyri eða aðrar hliðstæðar reglubundn- ar greiðslur." Norglobal á miðin um miðja næstu viku? Allar þrœr fullar frá Vopnafirði til Hornafjarðar — VIÐ vinnum I málinu af full-, um krafti og ég geri mér fastlega vonir um að samningar um leigu á Norglobal verði undirritaðir einhvern tfma á morgun. Eftir að tilskilin leyfi komu frá tslandi þá þurftum við að fara yfir mörg atriði og er það ástæðan fyrir því að samningar hafa ekki verið undirritaðir fyrr. Á morgun geri ég svo ráð fyrir, að byrjað verði að útbúa Norglobal til Islands- ferðarinnar og ætti skipið að vera komið á miðin um miðja næstu viku, sagði Jón Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri, þegar Mbl. hafði samband við hann f Ösló í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum Loðnulöndunarnefndar eru nú allar þrær á Austfjöröum eða frá Höfn í Hornafirði til Vopnafjarð- ar fullar og víða bíða bátar eftir löndun. Þaó rými, sem opnast öðru hverju á stöðunum, nægir yfirleitt einu skipi, enda eru farmar loðnuskipanna orðnir það stórir. Sjómenn biða því óþreyju- fullir eftir komu Norglobal. t gærkvöldi var byrjað að bræla á loðnumiðunum, komin 5 vindstig og erfitt var þá að sigla með afla Afkastageta þeirra verksmiðja, sem nú eru í gangi á Austfjörð- um, á svæðinu frá Vopnafirði til Hornafjarðar, er samtais 3210 lestir á sólarhring, en með til- komu Norglobal, sem bræðir allt að 2500 lestir á sólarhring, verður Framhald á bls. 22 Sigurgeir f Eyjum tók þessa mynd f pökkunarsal Fiskiðj- unnar í Eyjum, en f bakgrunni sjást fjórar af 12 myndum, sem Fiskiðjan lét mála til þess að skreyta fiskvinnslusalinn, en þar vinna um 100 konur þegar allt er komið f fullan gang. Myndirnar eru allar ein- faldar f formi, en Guðni Her- mansen listmálari gerði frum- teikningarnar. Á myndinni eru nokkrar af blómarósum Fiskiðjunnar, en f baksýn haf, blóm, klettar og tungl. Reyndi að smygla inn 159 flöskum af áfengi Tekinn með varninginn í bíl, réttindalaus og ölvaður LÖGREGLAN í Hafnarfirði hand- tók f fyrrinótt skipverja á vöru- flutningaskipinu Reykjafossi, þar sem hann var að reyna að smygla í land rúmiega 13 kössum af áfengi. Samtals voru þetta 159 flöskur, 99 flöskur af vodka og 60 flöskur af genever. Þegar maður- inn var tekinn með smyglið var hann lagður af stað með það frá skipshlið í sendibíl. Reyndist hann bæði ölvaður og réttinda- laus og hafði auk þess tekið bif- reiðina ófrjálsri hendi. Hann hef- ur verið úrskurðaður í gæzluvarð- hald á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Reykjafoss kom til Hafnarfjarð- ar klukkan 16 á miðvikudaginn, og var hann að koma frá Rotter- dam i Hollandi. Að sögn Sveins Björnssonar aðalvarðstjóra rann- sóknarlögreglunnar í Hafnarfirði, urðu lögreglumenn i Hafnarfirði Framhald á bls. 22 Geirfinnsmálið: Hálf milljón i verð- laun fyrir lausnina AÐILI, sem ekki vill láta nafns síns getið hefur ákveðið að veita hverjum þeim hálfa miiljón króna í verðlaun, sem getur látið lögreglunni í té upplýsingar, sem verða til þess, að hvarf Geirfinns Einarssonar upplýsist. Þessi aðili hafði sam- band við Morgunblaðið í gær, og bað um að þessu yrði komið á framfæri. Sparisjóðurinn í Keflavík mun greiða út fyrr- greinda upphæð, að fengnu samþykki lögreglunnar í Kefla- vfk. Viðkomandi skal snúa sér til lögreglunnar f Keflavík, og verður farið með allar upplýs- ingar sem algert trúnaðarmál. Geirfinnur Einarsson hvarf i Keflavik hinn 19. nóvember sl. og eru því liðnir nær tveir og hálfur mánuður frá hvarfi hans. Víðtæk leit hefur farið fram og rannsóknin á hvarfi hans hefur verið geysilega um- fangsmikil. Upplýsingar hafa borizt frá almenningi svo hundruðum skiptir, en þrátt fyrir það hefur enn ekkert komið fram, sem hefur getað upplýst þetta dularfulla manns- hvarf, sem hefur komið róti á hugi allralandsmanna og fengið mjög á nánustu ástvini Geir- finns. Þeir lifa i stöðugri óvissu um afdrif hans. Með það i huga fyrst og fremst að létta þessari óvissu, hefur fyrrgreindur aðili boðið fram verðlaunin. BANN VIÐ RÆKJU VEIÐUM NÖKKVA Skipstjórinn fær ekki að fara út fyrir lögsagnarumdæmið I GÆR var kveðinn upp sá úr- skurður á Hvammstanga, að rækjubátnum Nökkva HU-15 væri óheimilt að stunda rækjuveiðar fyrr en dómur hefði verið kveð- inn upp f „rækjumálinu" svo- nefnda eða málum lokið á annan hátt fyrir héraðsdómi. llm leið leggst rækjuvinnsla niður hjá Sæ- rúnu h.f. á Blönduósi, þar sem fyrirtækið hefur engan afla til ad vinna úr. Sigurður Hallur Stefánsson, setudómari í þessu máli sagði í samtali við Morgunblaðið i gær- kvöldi, en hann var þá á Hvamms- tanga, að hann hefði yfirheyrt áhöfn Nökkva í gær á Hvamms- tanga og þá úrskurðað að skip- stjóra bátsins væri óheimilt að fara út fyrir takmörk lögsagnar- umdæmisins. Þá hefði hann kunngert, að bann yrði sett við því, að Nökkvi héldi til rækju- veiða þar til dómur væri uppkveð- inn eða málinu lokið á annan hátt fyrir héraðsdómi. Þá sagði hann, að yfirheyrslum yrði lialdið áfram á morgun, föstudag, og þeim myndi væntan- lega ljúka þá, og siðan myndi rannsókn málsins haldið áfram. Kæran, sem iiggur fyrir, af hendi ráðuneytisins, hljóðar upp á að Nökkvi hafi stundað rækju- veiðar eftir að leyfi bátsins hafði verið afturkallað, en síðan það var gert hefur báturinn farið 10 veiðiferðir. Verjandi i þessu máli er Bene- dikt Blöndal hrl. en fyrir hans hönd við réttarhöldin i gær mætti Óttar Yngvason, hrl. Mbl. náði í gærkvöldi tali af Óttari, þar sem hann var staddur á Hvamms- tanga. Óttar hafði eftirfarandi um málið að segja: „Dómnum var auðvitað mótmælt, sem alltof fljótt ákveðnum á Framhald á bls. 22 Engar gjald- eyríshömlur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.