Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1975
Bergþór Teitsson
skipstjóri — Minning
Fæddur 22. maí 1893
Dáinn 22. janúar 1975.
I dag er frændi minn og nafni,
Bergþór Teitsson, Melhaga 4,
Reykjavík, kvaddur af vinum og
vandamönnum og borinn til
hinstu kvildar.
Hann var mér ókunnur maður
uns ég hafði náð fullorðins árum.
Að vísu man ég stuttar heimsókn-
ir hans til foreldra minna er ég
var á barnsaldri. Það var ævin-
týraleg tilbreyting fyrir okkur
bræðurna í Hitardal — afdala-
börn þeirra samgangna — að fá
svo víðförlan gest í heimsókn sem
frændi okkar var. Hann hafði
siglt um öll heimsins höf — og
komið til útianda. Það var mikið í
þá daga. Hann kunni vel að segja
frá svo að eftir væri tekió enda
drukkum við krakkarnir það i
okkur og mundum lengi sumt,
jafnvel enn í dag.
Minnisstæðust er mér frásögn
hans af því þegar hann þurfti að
koma eldavélinni sem fara átti
upp að Hítardal um borð í Suður-
landið sem þá gekk milli Borgar-
ness og Reykjavíkur. Hann varð
heldur seinn fyrir, skipið var að
leggja frá. Hann sagði svo frá.
„Ég hljóp upp bryggjuna, náði
mér í fjóra menn, þeir höfðu svo
mikið að gera að þeir máttu ekki
vera að því að anda, en þeir komu
samt.“ Þetta fannst okkur bræðr-
unum æði stórbrotið og tilkomu-
mikið, það hlaut að vera anna-
samt i Reykjavík, fólk mátti ekki
einu sinni vera að þvi að anda.
Það höfðum við aldrei heyrt fyrr.
En ég held að einmitt þessi setn-
ing lýsi frænda minum hvað best.
Þannig var hann bæði til orðs og
æðis ef eitthvað lá við, ef eitthvað
þurfti að gera fljótt, þá var hrað-
inn og krafturinn svo mikill og
smitandi að jafnvel þeir, sem ekki
máttu vera að því að anda, þeir
hrifust með. Þannig leið bernska
okkar bræðranna í Hítardal að við
höfðum aðeins óljósar spurnir af
frændanum, sem sigldi um heims-
höfin á skipum, sem voru stærri
en við höfðum séð myndir af,
hvað þá augum litið. Þau skip
voru nefnd togarar. Að eiga
frænda, sem stýrði slíku skipi,
það var ekki svo lítið í þá daga.
Sjómennskan var hans aðal-
starf frá fermingu fyrst á skútum
svo lá leiðin I Stýrimannaskólann
og þaðan á togarana. Fyrst frá
Reykjavík en siðan frá Patreks-
firði þar sem þau hjón voru bú-
sett á annan áratug. Öll þessi ár
var hann frændinn í fjarlægð,
hinn ókunni, en þó í nálægð meó
sifelldri umhyggju fyrir skyld-
fólki sínu, sendandi gjafir og góð
ráð til allra. Meðal annars barst
mér í hendur forláta veiðistöng
sem hægt var að taka í sundur í
þrjá parta. Hvílík umskipti frá
hrifuskaftinu, sem dugað hafði til
þessa. Hann var alla tíð fundvís á
það sem börnum kom best.
Það bar upp á sama árið, að ég
hóf nám í Kennaraskólanum og
þau hjónin, Bergþór og Guðrún
Sigurðardóttir, fluttust frá
Patreksfirði til Reykjavíkur. Þá
buðu þau mér að vera hjá sér að
öllu leyti og var ég þar öll mín
námsár og æ síðan ef ég dvaldist
í bænum um lengri eða skemmri
tíma. Ætíð stóð þeirra heimili
mér opið og fékk ég oft ákúrur
fyrir ef langur tími leið án þess ég
liti þar inn.
Þau urðu að vissu leyti straum-
hvörf í lífi þeirra hjóna er þau
fluttu frá Patreksfirði til Reykja-
víkur haustið 1946, og þó sérstak-
lega í lífi Bergþórs þar sem hann
yfirgefur sjóinn fyrir fullt og allt
eftir um 40 ára sjósókn. Það eru
ærin umskipti að taka við verk-
stjórn hjá Landsímanum og setj-
ast undir stýri á bíl og aka upp á
Rjúpnafellshæð og prila þar upp
á möstur eða standa við stýri út á
rúmsjó. Þó aldan sé kröpp er veg-
urinn oftast breiður þar.
Ekki fór það fram hjá mér að
hann saknaði sjávarins sennilega
meir en margur hugði, aldrei
hafði hann þó orð á þvl svo að ég
heyrði. En hugurinn var allur við
sjóinn og meðfram höfninni lá
leið hans hvern morgun áður en
hann fór til vinnu sinnar. Arrisull
var hann umfram aðra menn,
hvort sem var virkan dag eða
helgan og þótti honum ég stund-
um seinn í fötin er við fórum
sunnudagsferðina um höfnina til
þess að athuga hvaða skip voru á
út- eða innleið og hver breyting
hefði á orðið frá I gær. A þessum
gönguferðum okkar hittum við
marga menn og alla þekkti nafni
minn og heilsaði upp á þá. Það
voru víst menn sem stóð líkt á og
fyrir honum. Það var gleðihreim-
ur og ánægja í röddum þeirra er
þeir ræddu um aflabrögð, um
skip sem komu og fóru og hver
væru væntanleg næstu daga. Með
öllu var fylgst af lífi og sál. Þess-
um ferðum niður að höfninni hélt
hann alla tíð meðan kraftar
leyfóu allt til þess síðasta.
Já, það urðu viss straumhvörf í
lífi þeirra hjóna er Bergþór fór að
vinna I landi. Guðrún, sem lét sér
svo annt um líðan hans og alla
velferð, hafði hann nú hjá sér alla
daga. En áður hafði einveran og
óvissan ríkt hjá henni eins og svo
mörgum sjómannskonum og ekki
hvað síst á stríðsárunum, þar sem
hættan leyndist við hvern vog og
vík. Enginn vissi hver yrði síðasta
ferðin. En nú var hann kominn
heim og þau nutu þess bæði á
vissan hátt. Nú voru þau nær vin-
um og vandamönnum enda oft
gestkvæmt á heimili þeirra hjóna.
Vel var veitt og allir fóru glaðir
og hreifir til síns heima. Margur
var það sem leitaði ásjár hjá
frænda mínum enda var hann „sí
reddandi" hinum og þessum
hvenær sem var svo Iengi sem ég
man. Hann er oróinn stór hópur-
inn sá sem notið hefur hans hjálp
ar og fyrirgreiðslu. Ötrúlegustu
hluti hafði hann tök á að útvega
mönnum, þar sem aðrir höfðu frá
gengið.
Vinnu Bergþórs var þann veg
háttað sem verkstjóra að hann
þurfti daglega að hafa samneyti
við marga menn bæði á vinnustað
og utan hans. Hann sagði oft frá
orðræðum þar að lútandi er heim
kom að kveldi. I öllum þeim orð-
ræðum er hann sagði frá var þó
einn hópur viómælenda hans
sýnilega stærstur og hann hafði
mesta ánægju af — það voru
börnin. Það voru margar og lang-
ar sögur, sem hann sagði af börn-
um, sem hann hitti á förnum vegi.
Þannig eignaóist hann marga
smávaxna vini í nágrenni hvers
vinnustaðar, sem komu hvern dag
að ræða við hann, og biðu næsta
dags með óþreyju. Þeim hjónum
varð ekki barna auðið en barngóð
voru þau bæði fram úr hófi, og
þess nutu I ríkum mæli frændur
og frænkur langt fram í ættir.
Eftir að Bergþór missti konu
sina, bjó hann með systrum sín-
um, Helgu og Kristínu, er önnuð-
ust hann af sérstakri alúð og um-
hyggju svo erfitt sem það var orð-
ið síðustu árin og þökkum við,
fjarskyldari ættingjar, þeim það
mikla starf og umhyggju sem þær
sýndu frænda á erfiðum stund-
um.
Þökk sé öllum þeim sem styttu
honum stundirnar í lokin. Og hon-
um þakka ég samfylgdina og fyr-
irgreiðsluna á liðnum árum. Hvíl
þú i friði, frændi minn.
Bergþór Finnbogason.
Bergþór Teitsson fyrrv. skip-
stjóri andaðist að heimili sínu
Melhaga 4 hér i borg þann 22.
þ.m. kominn á átttugasta og ann-
að aldursár.
Bergþór fæddist að Meiðastöð-
um i Garði I Gullbringusýslu 22.
maí 1893. Foreldrar hans voru
Teitur Pétursson skipasmiður
fæddur 1847 í Fornaseli i Mýrc-
sýslu og kona hans Kristín Berg-
þórsdóttir fædd í Straumfirði í
Mýrasýslu 1858.
Árió 1903 fluttist Bergþór með
foreldrum sinum til Reykjavikur.
ur.
Ungur að árum gerðist hann
sjómaður og tók próf frá Stýri-
mannaskólanum 1919. Siðan
gegndi hann árum saraan ýmist
skipstjórastöðu eða stýrimanns-
stöðu á togurum er gerðir voru út
frá Reykjavík eða Patreksfirði.
Þann 25. júní 1932 kvæntist
Bergþór frændkonu sinni
Guðrúnu dóttur Sigurðar fanga-
varðar Péturssonar og konu hans
Guðrúnar Gilsdóttur. Sama ár
fluttu þau hjón búferlum til
Patreksfjarðar og bjuggu þar unz
Bergþór hætti sjómennsku árið
1946, eftir 40 ára erfitt og áhættu-
samt starf. Síóan áttu þau hjón
heimili hér í borginni. Guðrún
var góð kona og fyrirmannleg,
sem bjó eiginmanni sínum gott og
fagurt heimili. Hún andaðist árið
1967, eftir langa vanheilsu.
Ekki varð þeim hjónum barna
auðið.
Eftir komuna hingað til Reykja-
víkur gerðist Bergþór verkstjóri
hjá Landssíma íslands og gegndi
því starfi til sjötugs aldurs, eða til
ársloka 1963.
Þótt Bergþór væri hættur sjó-
mennsku þá var hugur hans jafn-
an bundinn við sjósókn og sjávar-
útgerð og varð það að ráði, að
hann jafnhliða verkstjórastarfinu
hjá Landssimanum, tæki að sér
eftirlit með veiðarfærum Haf-
rannsóknastofnunarinnar. Þessu
eftirlitsstarfi gegndi hann til 1.
febrúar 1973. Á þessum árum var
dr. Árni Friðriksson forstöðumað-
ur Hafrannsóknastofnunarinnar.
Starf Bergþórs leiddi til traustrar
vináttu við dr. Árna og eftir að
hann fluttist árið 1954 til Kaup-
mannahafnar og gerðist þar for-
stjóri Alþjóðahafrannsóknaráðs-
ins, þá fól hann Bergþóri að ann-
+
Faðir okkar,
VILMUNDUR ÁRNASON,
frá Löndum, Grindavík,
er lést 23. janúar, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju 1. febrúar
kl. 1:30. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12:30.
Börnin.
+
Útför eiginmanns mins,
ÓLAFS G MAGNÚSSONAR,
símaverkstjóra,
Selfossi,
fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 1 febrúar kl 2
Sigrún Rúnólfsdóttir.
+
Útför móður minnar,
VALGERÐAR INGIBJARGAR ÁSGEIRSDÓTTUR,
fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 1. febrúar kl 1 1.30.
Fyrir hönd barna hennar og systkina,
Sigurður Ingþór Pálsson.
+
Útför móður okkar,
GUÐRÍOAR GUTTORMSDÓTTUR,
fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 1 febrúarkl. 10.30.
Pálína Þorsteinsdóttir, FriSgeir Þorsteinsson,
Halldór Þorsteinsson, Anna Þorsteinsdóttir,
Pétur Þorsteinsson.
+
Útför bróður okkar
BERGÞÓRS TEITSSONAR
fyrrverandi skipstjóra
Melhaga 4.
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 31 janúar kl 1 3.30
Blóm vinsamlega afþökkuð Helga Teitsdóttir
Kristin Teitsdóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
dóttur okkar,
HELGU ANTONÍU ÓSKARDÓTTUR,
Bólstaðarhlið 42, Reykjavik.
Svava Árnadóttir,
Óskar Emilsson.
ast ýms einkaerindi sín hér
heima.
Bergþór var morgunmaður.
Fyrir alla aldir var hann kominn
niður að höfn til starfa síns og þá
hugði hann jafnframt að komu
fiskiskipa og hafði tal af skip-
stjórnarmönnum um aflabrögð og
fékk hjá þeim, ef svo bar undir,
fisksýnishorn til rannsókna.
Þeir, sem til þekkja, munu vera
samdóma um, að Bergþór hafi
verið skyldurækinn drengskapar-
maður og hafi leyst af hendi verk
sín með prýði. Sem skipstjórnar-
maður og verkstjóri var hann lag-
inn og gætti þess, að samstarfs-
menn hans gerðu skyldu sina, en
jafnframt var hann tillitssamur
og léttur i lund. Starfsmennirnir
treystu honum og báru til hans
vinarhug.
Þá er vert að minnast mikils-
verðs þáttar Bergþórs I ræktun
túnanna uppi á Vatnsendahæð og
Rjúpnahæð, umhverfis stöðvar
Landssimans þar. Þarna voru
blásnir melar, en nú gleðja augað
gróin tún.
Bergþór var á sínum tíma einn
af stofnendum hlutafélagsins
Hampiðjunnar, mikils þjóðþrifa-
fyrirtækis, eins og kunnugt er.
Hann sat i fyrstu stjórn fyrir-
tækisins og siðan í aðalstjórn eða
varastjórn þess til ársins 1972.
Þá var hann félagi Frimúrara-
reglunnar hér i Reykjavik.
Þrjátiu og tvö ár eru liðin síðan
ég ásamt vinum minum þeim
prófessor Pétri Sigurðssyni, há-
skólaritara, bróður frú Guðrúnar,
og Jens lækni Jóhannessyni, á
ferð okkar um héruð Breiðafjarð-
ar, dvöldum nokkra daga á
heimili þeirra Guðrúnar og Berg-
þórs á Patreksfirði. Það var gott
að vera í fóstri hjá þeim. Siðan
hef ég átt vináttu Bergþórs.
Bergþór var vinsæll maður og
vinmargur, trölltryggur og vildi
hverjum manni greiða gera.
Barnavinur var hann mikill. Hvar
sem þau hjón vor búsett, hændust
börn að Bergþóri, hann hafði sér-
stakt lag á því að fylgja hugsana-
gangi þeirra og naut þess að ræða
við þau á þann veg, er þau skildu.
Þetta segir sína sögu.
Þegar Bergþór hætti störfum
við veiðarfæraeftirlitið hjá Haf-
rannsóknastofnuninni, vegna ald-
urs, fóru frændur hans iðulega
með hann i ökuferðir meðfram
höfninni, til þess að hann gæti
fylgst með því, sem þar var að
gerast. Þetta var hans kærasta
dægradvöl og var hann þakklátur
frændum sínum fyrir þessa
hugulsemi.
Nokkru eftir lát eiginkonu sinn-
ar bjó Bergþór með systrum sin-
um Helgu og Kristinu að Melhaga
4. Á þessu notalega og elskulega
heimili naut hann umhyggju
systra sinna þegar heilsunni fór
að hraka hin síðari ár.
Langur æviferill er að baki.
Við hjónin þökkum vináttu
Bergþórs og flytjum systrum hans
og öðrum ástvinum innilegar
samúðarkveðjur.
Gunnlaugur E. Briem.
Aldinn sjómaður, Bergþór
Teitsson, fyrrum togaraskipstjóri,
er kvaddur í dag. Hann andaðist
hinn 22. jan. s.l. rúmlega áttræð-
ur, þrotinn kröftum, enda aldur-
inn hár og vinnudagurinn langur
og oftast strangur.
Bergþór sótti sjóinn um 40 ára
skeið, en hvarf i land skömmu
eftir heimsstyrjöldina síðari.
Gerðist hann þá verkstjóri hjá
Landssima íslands.
Mörgum kappsömum sjómanni
gengur illa að samlagast störfum í
landi, tiltölulega reglubundnum
vinnutima og annarri vinnutil-
högun en á sjó tíðkast.
Var þessu án efa þannig farið
með Bergþór, þótt hann léti þessa
breytingu lítt á sig fá, en gekk að
hinum nýju störfum af sínu al-
kunna kappi og áhuga. Var
Landssiminn ekki svikinn af hans
þjónustu, enda ekki verið að skrá
vinnutimann of nákvæmlega.
Annað var það, er gerði sjó-
manninum Bergþóri umskiptin
auðveldari. Árni Friðriksson,
fiskifræðingur, sem mat hann
mikils, tók snemm að leita til hans
ráða og fór það vaxandi er timar