Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1975 IÞRÓTTAFRÉTTIR M0RGUI\IRLAÐSI1\I8_____________ ra Einstaklingsframtakið í fyrirrúmi hjá landsliðinu og það dugði gegn pressunni VAL landsliðsins ! handknattleik, sem er á förum til Norðurlandamóts, sem hefst ! Kaupmannahöfn á sunnudag, hefir verið talsvert gagn- rýnt. Þó hefir gagnrýnin ef til vill ekki verið eins hávær og oftast áður. Eðlilega má ætið deila um val ein stakra leikmanna. Þannig er það skoðun undirritaðs að mjög sé miður að Stefán Gunnarsson, Val, hafi ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsein- valdsins. Stefán er einn fárra sem fyrst og fremst bera hag liðsins sem heildar fyrir brjósti, en héðan af verður liðsskipan ekki breytt. Á miðvikudagskvöld mætti lands- liðið liði sem fréttamenn höfðu valið, pressuliði. I þeim leik kom margt mjög jákvætt fram. T.d. var mark- varsla beggja liða mjög góð. Varnar- leikur landsliðsins var og góður á köflum. Aftur á móti olli sóknarleik- ur landsliðsins vonbrigðum. Þar bar mest á einstaklingsframtaki, sam- vinna leikmanna var ! lágmarki. I stuttu máli gekk leikurinn þannig fyrir sig. Landsliðið skoraði tvö fyrstu mörkin. Þá minnkaði Sigfús Guðmundsson muninn ! eitt mark. S!ðan tók landsliðið mikinn fjörkipp, og skoraði næstu fimm mörk án þess að pressan svaraði fyrir sig, og staðan þv! 7—1 landsliðinu ! vil. Þegar svo var komið var Stefán Gunnarsson settur inn á fyrir press- una. Við það gjörbreyttist leikur pressunnar til hins betra. Stefán var iðinn við að „blokkera" fyrir sam- herjana, og hann batt vörnina vel saman. Það var þv! ekki að sökum að spyrja, þegar blásið var til leik- hlés var munurinn aðeins þrjú mörk, 12—9. Sama var uppi á teningnum ! upp- hafi siðari hálfleiks. Pressan sótti i sig veðrið og hafði eitt mark yfir þegar um 15 min. voru til leiksloka. En lokakaflinn hjá landsliðinu var góður, þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru, og sigruðu örugglega með 26 mörkum gegn 1 7. island hefir yfir mörgum snjöllum handknattleiksmönnum að ráða, um það verður ekki deilt. Án þess að draga ! efa ágæti þeirra leikmanna sem landsliðið skipa, er það skoðun undirritaðs að valið hefði getað heppnast betur. í liðinu eru tvímæla- laust of margir skotmenn. Það vant- ar menn til að opna vörnina fyrir skytturnar, menn eins og Stefán Gunnarsson og Gunnstein Skúlason. Það hefir löngum viljað brenna við þegar íslenskir handknattleiksmenn hafa att kappi við lið annarra þjóða, að mikið hefir verið um ótímabær skot, knettinum hefir verið haldið I of stuttan tíma. Þetta var of algeng sjón í leiknum við pressuna. og þyrftu leikmenn og þjálfari að at- huga þetta atriði gaumgæfilega áður en Norðurlandamótið hefst. En hvað um það, það er engin ástæða til að ætla annað en fsland nái góðum árangri á Norðuriandamótinu ef vel er á spilunum haldið. j leiknum á miðvikudag var Ólafur Jónsson driffjöður sem fyrr. Þá átti Stefán Halldórsson og ágætan leik, og I lokin sýndi Bjarni Jónsson hvers hann er megnugur. Pálmi Pálmason komst og allvel frá leiknum, skoraði mörg mörk, en tilraunirnar voru óþarflega margar. Markvörslunnar hef ir verið getið áður. í pressuliðinu var frammistaða Stefáns Gunnarssonar frábær. Einnig áttu þeir Páll Björgvinsson og Hannes Leifsson ágætan leik. Það er greinilegt að Hannes Leifsson er framtíðarmaður ! íslenskum hand- knattleik. Mörkin. Landslið: Pálmi 7, Ólafur 5, Stefán og Bjarni 4 hvor, Einar Magnússon 3, Viðar Simonarson 2 og Pétur Jóhannesson eitt. Pressan: Hannes 5, Páll 4, Stefán 2, Sigfús Guðmundsson, Þórarinn Ragnarsson, Friðrik Friðriksson, Björn Pétursson, Gísli Blöndal og Stefán Jónsson eitt mark hver. Ágætir dómarar voru Karl Jóhannsson og Björn Kristjánsson. Sigb. G. Copper^Lirfe frág] Electrolux Komið og skoðið 32 Vörumarkaöurinn hf. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112, REYKJAVIK Heimsmet upp á við og niður á við LAUGARDALSHÖLLIN var vett- vangur stórviðburða I frjálsum fþróttum á miðvikudagkvöldið, en í háifleik að leik landsliðsins og pressuliðsins fór þar fram há- stökkskeppni. Var þar bæði sett heimsmet f iágstökki og hástökki, en þvf miður verða met þessi sennilega ekki staðfest af al- þjóðasambandinu, og fær Dwight Stones þvf væntanlega að hafa nafn sitt efst á blaði enn um hrfð í hástökki en metið niður á við hefur vfst ekki verið skráð ennþá. Það var Jón B. Gunnlaugsson sem setti lágstökksmetið. Hafði hann búið sig gffurlega vel undir þessa keppni og m.a. farið f strangan megrunarkúr. 1 annarri stökktilraun sinni á miðvikudags- kvöldið lenti hann magalendingu ofan á ránni, og kom þá í ljós, að Jón verður að herða enn á við kúrinn, þar sem ráin þoldi ekki þunga kappans og brotnaði. Það var svo Haddi sem setti heimsmetið upp á við. Eftir að aðrir voru fallnir úr f keppninni, lét hann hækka f 2,31 metra og yfir þá hæð fór hann næsta létti- lega — meira að segja standandi. Notaði hann nýja aðferð við met- stökk sitt, svokallaða stigaaðferð, sem örugglega á eftir að valda gjörbyltingu f hástökki áður en langt um ifður. Meðfylgjandi myndir tók Frið- þjófur Helgason f hinni sögu- frægu hástökkskeppni. Önnur sýnir Ömar Ragnarsson og hinn frábæra stíl hans yfir ránni. Mun næsta fátftt að sjá hástökkvara vera eins langt yfir hæðinni og Ömar var er þessi mynd var tekin. Hin myndin sýnir svo Hadda í hinu glæsilega metstökki sfnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.