Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1975 5 „Reykjavík 1100 ár” í Helsinki UM ÞESSAR mundir eða dagana 18. janúar til 2. febrúar er haldin í Helsingfors sýningin „Reykja- vfk 1100 ár“. Sýning þessi var á s.l. hausti haldin í Hásselby- stofnuninni f Stokkhólmi, en hún er sem kunnugt er menningar- miðstöð, sem höfuðborgir Norður- landa reka sameiginlega. Sýning- in vakti þar allmikla athygli og að henni lokinni bauð borgarstjórn Helsinki, að sýningin yrði sett upp f „Glogalleriet“, en það er sýningarsalur, sem er eign Hels- inki-borgar. Sýningin var opnuð laugardag- inn 19. janúar s.l. við hátíðlega athöfn. Yfirborgarstjórinn í Hels- inki, Teuvo Aura, bauð sýninguna velkomna til borgarinnar, en Birgir Isleifur Gunnarsson, borg- arstjóri, opnaði sýninguna og hélt um leið fyrirlestur um Reykjavík. Þá var sýnd kvikmynd um Reykjavík. Margt manna var við- statt opnunina. Á sýningunni má sjá þróun Reykjavíkur í myndum og texta svo og Reykjavíkurlífið í dag. Þá eru sýndar barnateikningar, en það er úrval úr ýmsum barnaskól- um borgarinnar. Þá eru sýndar litskyggnur eftir Gunnar Hannes- son í sérstökum hliðarsal og a.m.k. daglega er sýnd Reykjavfk- urkvikmynd Gísla Gestssonar. Um uppsetningu sýningarinnar sá Stefán Snæbjörnsson, innan- húsarkitekt. Bátur sökk í Siglu- fjarðarhöfn FIMM tonna bátur, Jökull SI 118, sökk við bryggju í Siglufjarðar- höfn í fyri*adag. Atvikið átti sér stað — samkvæmt upplýsing- um fréttaritara Mbl. á Siglufirði — með þeim hætti, að annar og stærri bátur var að fara frá bryggju og sprengdi isspöng frá lagís í höfninni og rakst spöngin í Jökul og gerði á hann gat. Jökull sökk svo til samstundis. Eigandr bátsins er Gunnar Jóhannsson, en báturinn hefur að undanförnu verið á línu- og hand- færaveiðum. •ftlovgtmWatníi MARGFALOAR JHorgunWaMfc MARGFALDAR 2ttov£imMat>it> MARGFALOAR VETRARUTSALAN SEM ALLIR HAFA BEÐH) EHIR HEFSTI 4 40 I ■§ VERZLUNUM SAMTÍMIS M.A.: □ STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF TERYLENE- OG ULLARBUXUM FRAMLEIDDAR BEINT Á ÚTSÖLUNA ALDREI MEIRA ÚRVAL □ PEYSUR — BLÚSSUR — BOLIR □ HERRASKYRTUR — BINDI □ KULDAJAKKAR □ KJÓLAR — PILS — JAKKAR □ FÖT M/VESTI — STAKIR JAKKAR LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA LÆKJARGÖTU 2 SIMI 21800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.