Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 25. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Útifundirnir bann- aðir af yfirvöldum Lissabon 30. janúar — Reuter. PORTtJGALSKI herinn til- kynnti í dag kommúnist- um og sósíalistum að þeir fengju ekki að halda ráð- Norskir sjómenn: Stærri skip innan íslenzku 50 mílnanna Þrándheimi 30. janúar — NTB. NORSKA sjómannasambandið telur að takmarkaður fjöldi norskra veiðiskipa stærri en 125 fet eigi að fá veiðiheimild innan fslenzku 50 mflna mark- anna. Fer sambandið þess á leit við norsk stjórnvöld, að þau ræði þetta mál við tslend- inga til að fá undantekningu frá núgildandi reglum. Sam- kvæmt þeim hafa um 45 lfnu- bátar innan við 125 fet leyfi til veiða innan markanna, og sam- komulag er um, að ekki fleiri en 30 bátar séu á miðunum samtfmis. Arið 1974 var sam- tals 31 skip, sem sótti um og Framhald á bls. 22 gerða útifundi sína á morgun, föstudag, en báðir flokkarnir höfðu ætlað að koma saman á næstum því sama stað og sama tíma til að minnast uppreisnarinn- ar gegn konungsveldinu 1891. 1 yfirlýsingu hersins segir, að þessir útifundir væru f andstöðu við tilraunir stjórnvalda til að beina landinu f lýðræðisátt. Óttazt var, að útifundir flokkanna tveggja leiddu til árekstra milli stuðningsmanna þeirra. Hins veg- ar hefur Maóistaflokkurinn enn f hyggju að halda sinn fund I trássi við bönn stjórnvalda. Bæði kommúnistar og sósíalistar eiga sem kunnugt er aðild að núverandi ríkisstjórn, en upp á siðkastið hefur komið upp vaxandi ágreiningur milli þessara tveggja flokka. Það var Vitor Alves, majór, sem er ráðherra án ráðuneytis, sem gaf fyrrnefnda yfirlýsingu i sjónvarpi fyrir hönd hersins. Alves visaði á bug full- yrðingum um að flotaæfing á veg- um NATO undan Portúgalsströnd um þessar mundir styddi yfir- lýsingu Mario Soares, utanrikis- ráðherra og leiðtoga sósíalista, um að ihlutun utan frá i málefni Portúgals væri yfirvofandi vegna óvissuástandsins i landinu. Vestur-Þjóðverjar vondaufir um lausn Bonn 30. jan. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá AP: VESTUR-þýzka utanrfkisráðu- neytið telur litla möguleika á þvf, að unnt verði að leysa fiskveiði- deilu Islendinga og Vestur-: Þjóðverja í bráð, að þvf er ríkis- stjórnin skýrði frá f dag. Hans- Jiirgen Wischenewski, ráðuneyt- isstjóri, skýrði landbúnaðarnefnd þingsins frá því f gær, að samn- ingaviðræður hefðu valdið von- brigðum. Hann kvaðst harma átök á miðunum, jafnvel fyrir ut- Nixon-gögnin ekki opinberuð? Washington 30. janúar — Reuter HENRY Ruth, Watergatesaksókn- ari, tjáði Bandaríkjaþingi í dag, að hann væri andvígur þvf, að gögn um hlutverk Nixons, fyrrum forseta, f Watergate-málinu, yrðu birt opinberlega vegna þess að slíkt bryti í bága við stjórnar- skrána. Einnig yrði með því geng- ið á rétt annarra manna, sem rannsókn málsins beindist að, en ekki voru ákærðir. Sagði Ruth í yfirheyrslu fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar að illgerlegt væri að birta gögn sem eingöngu f jölluðu um þátt Nixons. an 50 mílna landhelgina, milli vestur-þýzkra skipa og fslenzkra, en skýrði það ekki nánar. Wischnewski sagði að rfkisstjórn- in hyggðist halda áfram að reyna að leysa þorskastrfðið. Hann sagðist vondaufur um að Efnahagsbandalag Evrópu vildi hefja einhvers konar þrýsting á tslendinga. Hins vegar sagði emb- ættismaður f utanríkisráðuneyt- inu, að hann vonaðist eftirjákvæð- um árangri í samningaumleitun- um vegna málamiðlunarsam- komulagsins sem náðist milli Norðmanna annars vegar og Vest- ur-Þjóðverja, Breta og Frakka, hins vegar, um togveiðibann við Noreg. Danmörk — Karl Skytte, forseti danska þjóðþingsins, t.h., ræddi í gær m.a. við fulltrúa Venstre-flokksins, Poul Hartling, fráfarandi forsætisráðherra, og Knud Engaard. Sex flokkar halda nú áfram stjómarmyndunarviðræðum Ríkisstjórn jafnaðarmanna og Radikale Venstre enn sennilegust Kaupmannahöfn 30. janúar. Frá fréttaritara Morgunblaðsins Gunnari Rytgaard: 0 FORMAÐUR þjóðþingsins, Karl Skytte, ræddi f allan dag við flokksleiðtoga um möguleika á myndun rfkisstjórnar f Dan- mörku. Að afloknum viðræðum dagsins kom f ljós, að fjórir stjórnmálaflokkar hafa útilokað sig frá áframhaldandi viðræðum. I fyrramálið, föstudag, munu hins vegar hinir flokkarnir sex, sem eru reiðubúnir til að taka þátt f myndun breiðrar ríkisstjórnar, hittast f svonefndu sáttaherbergi þingsins, — herbergi nr. 50 í Kristjánsborg —, til að reyna að ná samkomulagi um pólitfskan grundvöll. Ekki eru þó taldar lfk- ur á að stjórn verði mynduð fyrr. en í fyrsta lagi f næstu viku. 0 Flokkarnir sex, sem enn taka þátt í viðræðunum, eru Jafnaðar- mannaflokkurinn, Venstre, Framfaraflokkurinn, lhaldssami þjóðarflokkurinn, Radikale Venstre og Kristilegi þjóðar- flokkurinn. Flokkarnir þrfr á vinstri vængnum, — Sósfalíski þjóðarflokkurinn, Kommúnistar og Vinstri-sósfalistar — hafa ekki viljað taka þátt f myndun breiðrar rfkisstjórnar, — sá fyrst- nefndi vegna þess að hann vill ekki rfkisstjórn með þátttöku Venstre og Framfaraflokksins, hinir tveir vegna þess að þeir vilja aðeins jafnaðarmenn f stjórnina. Miðdemókratar, sem f kosningunum hröpuðu úr 13 þingsætum f 4, lögðu ekki út f stjórnarþátttöku af taktfskum ástæðum. Þeir hyggjast þó styðja breiða samsteypustjórn á þingi. Óljóst er hversu löng stjórnar- kreppan verður. Verkefni Skyttes sem „konunglegs rannsakanda“ er að finna möguleika á myndun breiðrar rikisstjórnar. Heppnist það ekki hlýtur hlutverki hans að vera lokið. Líkur eru á einhliða aðgerðum ef ekki næst samkomulag 1 Genf — segir David Ennals, aðstoðarutanríkisráðherra Breta London, 30. janúar. Reuter. HÆTTA á einhliða útfærslu fisk- veiðilögsögu rfkja mun aukast stórlega ef hafréttarráðstefnunni f Genf tekst ekki að koma á sam- komulagi f aðalatriðum um þessi efni, að þvf er David Ennals aðstoðarutanrfkisráðherra Bret- lands sagði f dag á hafréttarfundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og brezka fiskiðnaðarins. Hann benti á að ráðstefnan f Genf f vor kynni að vera sfðasti möguleikinn til að ná samkomulagi og gæti skapazt alvarlegt ástand á höfun- um ef það tekst ekki. Ennals ftrekaði vilja brezku stjórnarinnar til að ræða um 200 milna efnahagslögsögu, sem m.a. myndi ná til fiskveiðiréttinda, „svo framarlega sem siglinga- frelsi og flugfrelsi... er tryggt". „Við gætum ekki viðurkennt efnahagslögsögu, þar sem réttur strandríkisins yrði svo viðtækur, að hún nálgaðist að jafngilda landhelgi,“ sagði Ennals enn- fremur. Varðandi hina umdeildu smá- eyju Rockall undan vesturströnd Skotlands sagði Ennals: „Rockall er hluti Bretlands. Samkvæmt núgildandi alþjóðalögum hefur Rockall að okkar mati sitt eigið landgrunn. Eyjan hefur einnig sína eigin 12 mílna fiskveiðilög- sögu eins og hver annar hluti Bretlands." Bæði írland og Dan- mörk hafa sem kunnugt er gert tilkall til Rockall vegna réttinda til að nýta hugsanlegar gas- og olíulindir þar. Þetta mál mun væntanlega verða tekið fyrir á hafréttarráðstefnunni í Genf. Raunsæislega séð, má segja að hin svokallaða breiða rikisstjórn verði ekki mynduð. Hins vegar er mikill áhugi meðal þjóðarinnar á að slík stjórn verði mynduð með þátttöku bæði Jafnaðarmanna- flokks Anker Jörgensens og Venstre-flokks Poul Hartlings, að þvi er fram kemur í skoðanakönn- unum. Stuttu eftir kosningar jókst þessi áhugi frekar er 19 velþekktir borgarar, einkum úr hópi jafnaðarmanna og Venstre- manna, hvöttu þessa tvo stóru flokka opinberlega til að mynda samsteypustjórn. Marius Ander- sen, borgarstjóri eins stærsta bæjarfélags Danmerkur, Ála- borgar, sem er jafnaðarmaður, sagði i dag i viðtali í Kristeligt dagblad að Danmörk hefði nú þörf fyrir ríkisstjórn jafnaðar- manna, Venstre og Radikale Venstre, og hvatti til myndunar slíkrar stjórnar. En enginn stjórnmálaskýrandi telur líklegt að jafnaðarmenn með sin 54 þingsæti og Venstre með 42 þori að hefja náið stjórnarsamstarf, af því að annar hvor þeirra verður að afsala sér forsætisráðherraembættinu, sem nú er mjög eftirsótt. I stjórnar- myndunarviðræðunum sem nú standa yfir hefur leiðtogi Kristi- lega þjóðarflokksins, Jens Möller, einmitt lagt til af þessari ástæðu, að í embætti forsætisráðherra ætti að fá utanþingsmann. Ef Karl Skytte mistekst að mynda breiða stjórn þarf að fela öðrum stjórnarmyndunarstarfið. Óvist er hvort það verður Jörgen- sen eða Hartling, eða einhver annar, sem það verkefni hlýtur. Þess vegna er það ekki öruggt, en engu að siður sennilegt, að hin nýja ríkisstjórn Danmerkur verði mynduð af jafnaðarmönnum og Radikale Venstre. Þvi er haldið fram, að þessir tveir flokkar séu þegar tilbúnir með 19 manna ráð- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.