Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975 IGLUGG 1 GLUGGI I sjónvarpsdagskrá síð- ustu viku er sjálfsagt að stað- næmast við Lífsmark, þriðju kvikmynd þeirra Þorsteins Jóns- sonar og Ólafs Hauks Símonar- sonar, sem sýnd var á sunnudags- kvöld. Þeir ieiddu okkur með ágætri myndatöku austur fyrir Fjall til fjögurra ungmenna, sem þar hafa sett sig niður og lifa dálítið rómantfsku sveitalffi með hunda og Iftil þægindi f eldhúsi. Þau hafa það sýnilega notalegt þarna saman, enda þykir flestu ungu fólki gaman að bjástra við hlutina saman, spjalla og syngja saman og fá gesti. Þetta var það sem við sjónvarpsáhorfendum blasti. Erindi þessa unga fólks virtist vera — eftir myndunum að dæma — að losna úr bílaumferð- inni og búa fjarri öðrum, svo hægt væri að spila og syngja og hafa gleðskap á hvaða tíma sem er, án þess að trufla náungann, sem cr góðra gjalda vert. Það virtist þó ekki gefa sérstakt til- efni til spaklegra umræðna á eft- ir um mjög nýstárlegan lífstfl. Og borgarmyndirnar gáfu ekki til- efni til hvassra ummæla unga fólksins um lífið þar. Ekki svo að skilja að ekki sé fullkomin ástæða til umræðna um streitu og hávaða borgarlffsins og bruðl- þjóðfélagsins, en þarna var fburðarmikil alsnægtaveizla fyrir gesti, sem komu í bflum og höfð uppi háreysti eins og hjá hundun- um á hinum bæjunum. Umræð- urnar urðu þvf af tilefnisleysinu dálftið flatar. Mikil áherzla var lögð á böl bílaumferðarinnar og það kom fram hjá ungum manni, að ef þetta fólk byggi f borg, þá yrði það neytt til að kaupa bfl af því strætisvagnaþjónustan væri svo léleg. Þá vaknar sú spurning, af hverju fólk, sem ekki vill flýta sér eða vita af klukku getur ekki eins beðið eftir strætó eins og sjansabíl úti á vegi í sveit. Varla getur myndin talizt skörp ádeila, en ágæt heimsókn til ungmenna fyrir austan Fjall, sem eru að leita fyrir sér f lffinu að Iffstíl, sem þeim hentar, og væri gaman ef farið yrði með kvikmyndavél til þeirra eftir 10—20 ár og séð hvað úr verður. Seinna á sunnudagskvöldið var endursýndur sfðasti þátturinn um Vesturfarana sænsku, sem fyrir utan það að vera afbragðs kvikmynd, vöktu ýmsar spurning- ar og athugasemdir um efnið hjá áhorfendum. Ætli fslenzku Vesturfararnir hafi átt eins erfitt? Svíarnir Karl Jóhann og Kristina fóru um 1850 til Minnesota, en á þær slóðir komu fyrstu Islendingarnir ekki fyrr en 1870. Þá hafði mormónahópurinn farið til Utah um 1855—56 og Brasilfuhópurinn 1859. Til Is- lendingabyggðar við Winnipeg- vatn í Kanada komu landnemarn- ir ekki fyrr en 1875. En þeir ferð- uðust eins og Svíarnir í mynd- inni, á fljótabátum, f lestum og loks með pramma aftan f skipi upp Rauðá og inn á Winnipeg- vatn svo seint á hausti, að vatnið var að leggja. Skipið sneri því við og prammarnir með landnema- hópnum lentu á Vfðinesi með all- an farangurinn og þarna vaknaði fólkið morguninn eftir í frosti á nesinu og átti eftir að koma hafurtaskinu á land, byggja kofa yfir sig fyrir veturinn og koma sér fyrir. Þarna undir steini fæddist fyrsta barnið. Landnámið var valið vegna þess að Islending- ar voru fiskimenn, sem gætu afl- að fisks matar. En þeir kunnu bara ekki að veiða niður um fs. Veturinn 1876—77 kom svo bólu- sóttin, svo fólkið hrundi niður og byggðin var einangruð. Nei, þeir höfðu það ekki léttara en Svíarnir í Vesturförunum. Sama var raun- ar hér heima á Fróni. Hópur sjón- varpsáhorfenda furðaði sig t.d. á því, þegar Karl Óskar bjargar syni sfnum frá að frjósa f hel með þvf að slátra nauti og stinga drengnum inn f heitan skrokkinn. Ég man ekki betur en ég hafi heyrt að það hafi Björn Eysteins- son, afi Björns Þorsteinssonar, Ifka gert frammi á húnvetnskri heiði, er hann sfátraði hesti og stakk barninu inn f volgan skrokkinn til bjargar. Nútíma- fólki kemur þetta ókunnuglega fyrir sjónir. Og ekki efa ég að mörgum hafi dottið í hug blessun pillunnar sælu, þegar horft var á þáttinn f Vesturförunum, þar sem Kristina, útslitin eftir 7 barneign- ir, verður að velja á milli þess að sofa hjá manni sfnum eða hætta lffinu með þvf að halda áfram að vera sfófrísk — og velur dauðann. Þannig mætti telja. Vesturfararn- ir vöktu umræður sjónvarps- áhorfenda, fyrir utan það að myndflokkurinn var frábær að gerð, leik og myndatöku. Kostur var líka, að allir þættirnir voru endursýndir jafnóðum, svo eng- inn þurfti að missa af svo góðu efni. — E. Pá. Hér eru Welche Foss og Pal Skjönberg að dansa vals í hlutverkum frú Biksbys og ofurstans, vinar hennar, í kvikmyndinni um „Frú Biksby og pelsinn", sem sýnd er á sunnudaginn. Sænsku rithöfundarnir Eyvind Johnson (t.v.) og Harry Martinson (t.h.) tóku við Nóbelsverðlaunum í bókmenntum 10. des. 1974, en Peter Hallberg segir frá þeim í útvarpi á laugardag. Solzhenitsyn, verðlaunahafinn 1970, og dr. Palade, verðlaunahafinn í læknisfræði, klappa fyrir þeim. I HVAÐ EB AÐ HEYRA? Blandað í svartan dauðann heitir útvarpssagan, sem Karl Guðrriundsson leikari er að lesa í útvarpið og er 5. lestur í kvöld, en síðan heldur sagan áfram á mánudags-, miðvikudags-, og föstudags- kvöldið og er alls 9 lestrar. Sagan er eftir Steinar Sigur- jónsson og var fyrri hlutinn fyrst skrifaður og kom út á árinu 1959 sem Ástarsaga. Siðan skrifaði Steinar seinni hlutann og endurbætti og kom bókin þá út hjá Al- menna bókafélaginu. Síðari hlutinn segir frá því, þegar sögumaðurinn Halldór kemur aftur upp á Akranes eftir 10 ár og hittir sömu konuna og sömu félagana. En sagan fjallar um líf í sjávarþorpi og ákaflega íslenzka hætti sögu- persónanna. Þar er fyllerí, ástir og sjómennska, ástriðu- full eiginkona, og mennirnir þrír í lífi hennar, Dóri, eigin- maðurinn og skipstjóri á bát. Þetta er stríðsárasaga og hefur höfundurinn sagt að nú mundi hann ekki skrifa svona sögu. Karl Guðmundsson, leik- ari, les söguna ákaflega skemmtilega. Hann breytir röddu og fer i hlutverk sögu- manna. — Ég hefi gaman af að lesa þetta, segir hann. Það er erfitt viðfangs og ég er ekki viss um að ég túlki það rétt. En mig langar til að punta svolitið upp á lesturinn og fell í það að reyna að búa til persónurnar. Sagan er kannski svolítið óljós fyrr en í lokin, því botn- inn kemur í hana á end- anum. Að vestan og austan nefn- ist þáttur, sem Páll Heiðar er með í næstu viku. Hann fjallar þó ekki um austrið og vestrið og stjórnmála- ástandið í heiminum, heldur einfaldlega fólk á Vestfjörð- um og Austfjörðum, sem Páll hitti á ferðum sínum um norðurhluta Vestfjarða og á Austfjörðum í haust. Og við- fangsefnið er hin margum- rædda byggðastefna. Þarna kemur fram fólk frá ísafirði, Bolungarvík, Suðureyri og Flateyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði. Það er rætt við sveitarstjóra, kennara og framkvæmda- menn og ungt fólk, sem er nýbúið að ákveða að búa úti á landi. Engström er góður sögu- "naður og lofar góðu. Steinar Sigurjónsson Karl Guðmundsson Og á laugardaginn 8. febrúar er viðtal, sem Sigmar R. Hauksson tók við Peter Hallberg um Nóbelsverðlaunahafana sænsku, Harry Martinson og Eyvind Johnson. Fáum við því í þessari viku rækilega að kynnast Nóbelsverðlaunahöf- undum ársins 1974, þvi sjónvarpið sýnir sunnu- daginn á undan viðtöl Nóbelsverðlaunahafanna í raunvísindum. Nokkurrar gagnrýni varð vart, þegar tveir Svíar fengu bókmennta- verðlaun Nóbels á árinu 1 974, en það var m.a. skýrt með því að nú átti Alexander Solzhenitsyn að taka við sin- um verðlaunum fyrir 1970 og mundi vekja mikla athygli. En enginn efaðist um að sænsku höfundarnir væru báðir hæfir og vel að verðlaunum komnir. Og mun Peter Hallberg ræða um þá og kynna okkur þá nánar í útvarpinu. TÓNHORN -----------------... .. A sunnudagsmorgun verda f út- varpinu flutt tvö mjög skemmti- leg verk, sem ekki heyrast oft. Sfðasta verkið fyrir veðurfréttir, um kl. 9.45, er kvintett fyrir blás- ara og píanó eftir Mozart. Það er blásarakvartett Lundúna sem leikur ásamt Vladimir Ashken- azy. Kvintettinn er skrifaður fyrir pfanó, óbó, klarinett, horn og fagott og er eina verkið, sem Mozart samdi fyrir þessa hljóð- færasamsetningu. Beethoven gerði það líka og eru þessi tvö verk eftir meistarana Mozart og Beethoven einu verkin fyrir þessi hljóðfæri saman. Kvintett Mozarts var fyrst fluttur árið 1784. Eftir veðurfréttir leikur Arthur Rubinstein svo píanókon- sert eftir Chopin með Ffladelffu- hljómsveitinni, sem Eugene Ormandy stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.