Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975 19 I GLEFS Langur er orðinn í útvarpinu lestur kvöld- sögunnar „í verum" eftir Theödór Friðriks- son, komnir yfir 20 lestrar og heldur áfram, enda bókin 729 bls. En þessi merkilega sjálfs- ævisaga opnar öllu yngra fólki innsýn i heim, sem það getur varla trúað að hafi verið til og það fyrir svo stuttu siðan. „Ævisaga Theódórs er átakanleg skjalfesting á stórbrotnu lifs- stríði fátæks fjölskyldumanns og hinu kaldrifj- aða, miskunnarlausa umhverfi, sem þetta lifs- strið er háð i, og það er þessi styrjöld sem gefur bók hans sérstaklega gildi," segir Þór- bergur Þórðarson m.a. i mjög merkilegum og itarlegum ritdómi, sem hann skrifaði þegar hún kom út. Hann lýsir fyrst lifsbasli Theódórs, uppvexti hans, „þar sem einu heimsgæðin, sem lifið hefur upp á að bjóða, eru óframúrráðanleg fátækt, ill húsakynni, lélegur klæðnaður. vond veður og afléttulaust strit fyrir einfald- asta mat og óbrotnasta drykk. Hann heldur áfram að fara ver úr veri, til að leita sér viðunandi lifskjara, þvi hungursneyðin þrumir sifellt eins og umsátursher á næstu grösum við heimili hans. Hann getur aldrei notið þeirra lifsþæginda að dveljast heima hjá konu og börnum lengur en nokkrar vikur á ári. Hann stundar sjó á árafleytum, mótorbátum, hákarlaskipum og fiskiskútum. beitir lóð. fletur fisk. dregur lifrarvagna og þegar léttir i verstöðvunum, fer hann i kaupavinnu, þrælar á eyrinni eða sullar i sláturverkum. Hann neitar sér um allar lifsnautnir, getur aldrei séð af grænum eyri sér til upplyftingar, hefur aldrei efni á að gera sér glaðan dag, getur atdrei keypt sér bók, aldrei lagt i þann kostnað að hafa neitt i kring um sig, sem á máli siðaðra manna kallast hibýlaprýði. En þrátt fyrir þennan hvildarlausa þrældóm, þessa menningardrepandi sjálfsafneitun og niðurlægingu er hann alla ævi svo örsnauður. að tæplega munar hársbreidd, að hann lendi þá og þegar á sveitinni með fjölskyldu sina". Konan skilur raunar við hann og tvö upp- komin börn hans deyja úr tæringu. Og svo segir Þórbergur: „En nú kemur það, sem lesandanum finnst eitt af þvi óskiljanlegasta, sem hann hefur nokkurn tima heyrt. Niðrii þessu sólarlausa diki þrældóms og fátæktar kviknar i höfundin- um ómótstæðileg ástriða til að skrifa bækur. Þó er bókleg menntun hans ekki meiri en það að vera sæmilega læs, eitthvað skrifandi og litið lesinn. Fyrst ritar hann smásögur, svo rómana, siðan bók um hákarlaveiðar, hverja bókina af annarri. Þetta bókagerðarstref opnar honum leið að nokkrum menntamönn- um i Reykjavik. Þaðan flýr hann siðan alfarinn af æskustöðvum sinum í Flatey og verður pallavörður á Alþingi Islendinga. Þar rækir hann starf sitt með svipaðri samvisku- semi og i verstöðvunum. En innræti Theódórs er lélegt efni i pólitiskan þræl, og þess vegna missir hann pallavörsluna. Nú á hann ekki annars úrkosti en að hverfa aftur i slorþrærn- ar i Vestmannaeyjum og niðuri ræsgröft i götum höfuðstaðarins. En um þessar mundir tekst Theódóri að pina sér út rithöfundastyrk á Alþingi íslendinga. að visu svo vesældarlega útlátinn, að auðsætt virðist að hann hafi öllu heldur verið veittur honum til háðungar en andlegrar forfriskunar — 500 kr á ári." En styrkurinn er hækkaður i 1500 krónur og settur á 18. grein fjárlaga, sem stendur „að- eins stutta stund. 1500 kr. hrökkva skammt til að leysa snauðan mann úr fjötrum hinna lægri plana fortiðarinnar. Hann verður að gera sér að góðu að setjast að við sóðalega moldargötu, láta sér nægja litla herbergis- kompu og sætta sig við, að um hana gangi allskonar hrakhólafólk, er hirist i svolitilli hliðarskonsu út undir súðinni. En i þessari vistarveru situr höfundurinn samt lon og don myrkranna millum og skrifar eina af merkileg- ustu ævisögum, sem ritaðar hafa verið á islandi. Þar endar hin prentaða striðshistoria Theódórs Friðrikssonar i þessum heimi." Þetta er glefs i langan ritdóm meistara Þórbergs um kvöldsöguna sem Gils Guðmundsson les í útvarpinu og langt eins og sagan. Þó mun enn aðeins gripið ofan í umsögn Þórbergs um stiiinn: „Stíll Theódórs r sömu ættar og still íslendingasagna. Hann ar fremur stuttur og formun setninga ekki tilbreytingamikil. Stillinn verður þvi nokkuð einslegur, og i engu er hann óvenjulegur. En hann er lifrænn og fjörugur, bjartur og glað- legur, og þessvegna verður hann ekki þreyt- andi. Hann er einkar Ijós, en ekki djúpur. Óbrotinn, en ekki einfaldur og hvergi frum- stæður. Skýr en ekki málandi. Nokkurn veg- inn nákvæmur, en ekki meitlaður. Liðlegur en tæplega nógu sveigjanlegur. Aldrei lágkúru- legur, en hvergi heldur upphafinn. Karlmann- legur, en ekki magnaður." Og um frásögnina segir Þórbergur m.a. „En sú gáfa yfirskyggir þó flesta aðra hæfileika Theódórs, hve vel hann getur sagt frá og hve sæmilegt vit hann hefur á þvi, hvað er frásagnarefni." Þrátt fyrir lengdina hafa margir mjög gaman af lestri Gils Guðmundssonar á þessari sögu, enda gerir ekkert til þó maður missi úr og heyri bara kafla við og við. E.Pá. Á SUNNUDAGINN kemur Trausti Ólafsson, blaðamaður á Vikunni, með gesti i stofur sjónvarpshlust- enda. Þeir eru allir útlendir og langt að komnir, en hafa búið á íslandi. Þeir eru Kjuregej Alexandra, kona frá Siberiu, sem hefur búið hér i 8 ár og á 4 hálfíslenzk börn, Adnam Moubarak frá Sýrlandi, sem rekur hér verzlun og hefur búið hér með íslenskri fjölskyldu sinni i 8 — 9 ár, og Japaninn Kenechin Takefusa sem stundar nám í viðskiptafræði í Háskólanum og kennir austurlenzku glimuna karate, en hann hefur búið hér í 4 ár með konu sinni og barni. Þeir ræða um sínar fjarlægu heima- slóðir og hvernig þeim hefur líkað að búa á íslandi. Auk þess mun Kjuregej Alexandra syngja lög frá Siberíu og Takefusa sýna karate. Þar á eftir kemur hálftíma norskt leikrit eftir sögu Roalds Dahl. En kl. 21.30 hefjast viðræður Nóbelsverð- launahafanna í raunvísindum 1974 og segir þýðandinn, Jón 0. Edwald, að þetta sé góð mynd og skemmti- legustu umræður Nóbelsmanna, sem hann hefur heyrt. En hann hefur nú í nokkur ár þýtt viðræður, sem Svíinn Bengt Feldreich hefur haft við raunvisindamennina um vandamál heimsins. Þeir, sem nú taka þátt i umræðunum, eru eðlis- Dick Cavett talar við kvikmyndaleikkonuna frægu, Bette Davies, í sjónvarpsþætti á miðvikudag. málið i upptökusalinn, og líkaði svo við Cavett að hún sagði ..Við skulum taka þetta núna." Og þannig urðu einu áhorfendurnir að þessu fræga viðtali upptökumennirnir, en ekki fullur salur áhorfenda! Cavett talaði við Orson Welles i fyrsta þætti sínum i islenzka sjón- varpinu, og nú Bette Davies sem I 40 ár hefur haldið sinu á hvita tjaldinu og leikið i hverri myndinni af annarri. Á laugardagskvöld verður sýnd kynningarkvikmynd, sem Gisli Gestsson, kvikmyndagerðarmaður, gerði fyrir ferðamálanefnd Reykja- vikurborgar á árunum 1971—74 Hún er i rauninni gerð fyrir útlend- inga til kynningar á Reykjavik og með enskum texta Magnús Magnússon sá um efni og texta En eitt eintak var gert með islenzku tali til að gefa (slendingum kost á að sjá höfuðborgina á tjaldinu og hefur myndin verið sýnd i kvikmyndahís- um hér og úti á landi. Gisli tók í sumar kvikmynd af tilefni þjóðhátið- ar og mun það vera fyrsta myndin, sem íslendingur tekur i cinema- scope fyrirfullt breiðtjald. Efnið eitt i myndina kostaði 600 þúsund krónur, sagði Gisli, og er hann nú í bili stopp með frágang hennar af fjárhagsástæðum Laugardagsmynd sjónvarpsins er svo bandarisk og nefnist á frum- málinu Captain Horatio Hornblower. Hún er gerð árið 1 950 og i aðalhlut- verkum eru Gregory Peck og Virg- inia Mayo Þetta er ævintýramynd með hraðri atburðarás og greinir frá brezkum sjóforingja í Napoleons- styrjöldinni, sigrum hans i sjóorrust- um og ástum. Hún fær þrjár og hálfa stjörnu i bandarisku kvik- myndabiblíunni, en höfundum brezku bibliunnar finnst minna til hennar koma; að vísu þolanleg af- þreying hafi fólk, ekkert annað betra við kvöldið að gera en sitja fyrir framan skjáinn Leikstjóri þessarar myndar er Raoul gamli Walsh, fæddur árið 1 892 í New York og gat sér orð fyrir hæfni i meðferð harðsoðinna og hreystilegra þema hér á fjórða og fimmta áratugnum Eru þar annál- aðastar High Sierra með Bogard i aðalhlutverki (sýnt hér i sjónvarpi fyrir nokkru) og White Heat. sem báðar hafa að geyma tilraun til flóknaðri persónusköpunar en titt er i verkum Walsh, ásamt hinu fag- mannlega handbragði sern annars er aðalsmerki Walsh Annar er skemmtileg tilviljun að hér skuli sjást verk Walsh einmitt i þann mund sem Bandarikjamenn minnast þess, að öld er liðin frá fæðingu D W Griffiths. helzta frum- herja bandarisku kvikmyndarinnar Raoul Walsh var einmitt lærisveinn Griffiths, lék raunar John Wilkes Booth í hinni sögufrægu mynd Griffiths — Birth of a Nation — og var aðstoðarmaður Griffiths um tima. Kannski má sjá eitthvað af Griffith i gegnum þessa mynd Walsh, þó að hún teljist e.t.v. ekki til hans merkari verka Þessi fallega skúta siglir í laugardagskvikmyndinni „Captain Horatios Hornblower“. fræðingurinn Anthony Hewish frá háskólanum i Cambridge, belgiski Bandarikjamaðurinn Albert Claude, George Palade frá Bandaríkjunum og Christian de Duve frá Belgíu, sem allir hlutu verðlaunin i læknisfræði og verðlaunahafinn i efanfræði, Paul Flory. Segir Jón O. Edwald að þeir séu ekki torskildir, fari ekki of langt út f visindalegar umræður Þeir tala um það hvort lif sé á öðrum hnött- um og hvort við getum náð sam- bandi við aðrar verur þar, ef þær finnast, þeir benda á að lif okkar hér á jörðu sé ekki nema brot af aldri jarðar og sé lika lif annars staðar, þá yrðum við að hitta á það brot, sem það stæði þar, þvi boðin á milli eru svo lengi á leiðinni, milljónir Ijósára og þvi mikil nákvæmni ef þau eiga að hittast. Þeir ræða um þetta augnablik í lífi jarðar, sem mann- kynið er hér, og fara þá út i mengunina og hve óvarlega við för- um með orkuna. Orkan hér, þar með talin kjarnorkan, geti ekki verið nema bráðabirgðaráðstöfun, en við verðum að nýta hina eðlilegu orku, sólarorkuna, til lengdar. Spurt er hvort hér gildi sömu náttúrulögmál, sem eru annars staðar í stjörnu- geimnum, og hvort líf geti verið þar. Þessir frægu vísindamenn hafa að sjálfsögðu þruft að taka afstöðu til þess hvort annars staðar gætu verið aðrir mun gáfaðri en við, sem hættulegt væri þá að ná sambandi við, og hvort einhver mörk eigi að vera á því hvað eigi að rannsaka og uppgötva, svo sem þegar fengist er við breytingu á erfðum. Þetta tala þeir um Ijóslega Að sjálfsögðu er mjög erfitt að þýða slikar umræður, en Jón Edwald sagði, að það væri þó ekki eins slæmt eins og viðræður eðlisfræðinganna á sinum tima, sem notuðu mikið tækniorð En Jón 0 Edwald er mjög góður vísindaþýð- andi, sem kunnugt er. Ætti þetta að vera mjög fróðlegur þáttur Úr dagbók kennara heitir itölsk framhaldsmynd, sem er á þriðjudag, og fjallar um basl kennara i drengja- skóla. En á miðvikudag ræðir bandariski viðmælandinn Dick Cavett við kvikmyndastjörnuna Bette Davies, sem flestir þekkja úr frægum myndum. Cavett hefur lengi keppt um frægð viðtalsþátta sinna við annan Bandaríkjamann Johnny Carson. Hann hefur oft haft mjög gott fólk, og frægt var þegar hann náði eina sjónvarpsviðtalinu við Kathereen Hepburn, sem aldrei hafði tekið slikt í mál. Hún kom i peysu og síðbuxum til að athuga Ur föstudagsmyndinni um „Villidýrin", sem gerð er eftir fram- haldssöguþáttum bandarfska rithöfundarins Pouls Gallico. HVAÐ EB AÐ SJA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.