Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 35
MOHGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1975 35 Judomennim- ir í framför SlÐARI hluti afmælismóts Judo- sambands Islands fór fram á sunnudaginn i Iþróttahúsi Kenn- araháskólans. I þetta sinn var keppt í þyngdarflokkum. Urslit urðu þessi: Léttvigt (undir 63 kg) Jóhannes Haraldsson, Grindavfk, 2. Nfels Hermannsson, Ármanni, 3. Páll Þórðarson, Keffavík. Létt- millivigt (63—70 kg): Haildór Guðbjörnsson, Judofél. Rvikur, 2. Gunnar Guðmundsson Keflavfk, 3. Sigurður Pálsson, Judofél. Rvikur. Miiiivigt (70—80 kg) Viðar Guðjohnsen, Armanni, 2. Sigurjón Kristjánsson, Judofél. Rvfkur, 3. Þorgeir Sigurðsson, Gerplu, Kóp. Léttþungavigt (80—93 kg): Gfsli Þorsteinsson, Armanni, 2. Haildór Guðnason, Judofél. Rvíkur, 3. Benedikt Páls- son, Judofél. Rvfkur. Þungavigt (yfir 93 kg) Svavar M. Carlsen, Judofél. Rvikur, 2. Hannes Ragn- arsson, Judofél. Rvfkur, 3. Gfsli Þórðarson, Ármanni. Keppnin fór mjög vel fram, þó það skyggði á, að einn okkar allra bezti og reyndasti judomaður, Sigurður Kr. Jóhannsson, meidd- ist svo á fæti, að hann varð að hætta keppni. Augljóst er, að ár- angur þjálfunar og kennslu Michals Vachuns landsþjálfara er farinn að koma í ljós. Keppnin var yfirleitt mjög hörð, og þrek B-mót í blaki BLAKSAMBANDIÐ efnir nú, eins og sl. ár, til blakmóts fyrir lið sem ekki komast i úrslita- keppni Islandsmótsins 1975. Rétt til þátttöku hafa öll félög og héraðssambönd innan ISl. Þau félög sem taka þátt í úr- slitum hafa rétt til að senda lið i mótið svo fremi sem þau nota ekki sömu leikmenn i bæði mótin. Efsta a-lið í B-mótinu öðlast rétt til að keppa við neðsta liðið i úrslitum um sæti í 1. deild næsta keppnistímabil. Þátttökutilkynningar skulu berast Guðmundi E. Pálssyni, Stórholti 32, Reykjavík, simi 18836, fyrir 15. febrúar. Þátt- tökugjald kl. 1.500,00 fyrir lið sem ekki tóku þátt í undan- keppni islandsmótsins skal fylgja tilkynningunni. Badmin- tonmót OPIÐ mót i badminton verður haldið 23. febrúar n.k. i Iþróttahúsinu í Njarðvik. Keppt verður í einliða- og tvi- liðaleik karla og kvenna í B- flokki. Þátttaka tilkynnist til Þórðar Guðmundssonar í síma 92-1666 eða til Friðriks Guðmundssonar í sima 92- 1741, fyrir 20. febrúar. Mótið mun hefjast kl. 13.30. Skíða- boðganga N.K. LAUGARDAG, 1. febrúar, fer fram skiðaboð- ganga i Hveradölum. Gengnir verða 3x8 km og eru fimm sveitir skráðar til keppni. Auk þess verður svo tekinn tími á einstaklingunum í keppninni. Er . það von forráðamanna keppni þessarar, sem er Skíða- félag Reykjavíkur, að sem flestir komi til þess að fylgjast með keppninni, en búizt er við að um mjög jafna baráttu verði að ræða milli sveitanna. Gang- an hefst kl. 14.00. keppenda og baráttuhugur i ágætu lagi. Vissulega má enn bæta við, en það er einkum á tæknilega svið- inu, en þar eigum við í meiri erfiðleikum en flestar aðrar þjóð- ir, vegna þess hve erfitt og kostn- aðarsamt er að koma á keppni við erlenda judomenn. Þetta veldur því að okkar judomenn verða að leggja sérlega mikið upp úr þrek- þjálfun til að vega á móti meiri keppnisreynslu erlendra judo- manna. Mjög var ánægjulegt að sjá á þessu móti mörg ný andlit meðal þeirra hörðustu. Ber þar fyrst að nefna Viðar Guðjohnsen, sem ný- lega er orðinn 17 ára, en hann sigraði Islandsmeistarann í milli vigt, Sigurjón Kristjánsson, sem er einn okkar reyndasti og leikn- asti judomaður. Viðar er afburða duglegur við æfingar, og vegna þess hve hann er ungur, hefur hann mikla möguleika á að þjálfa sig í alhliða leikni, og ætti að leggja áherslu á það, því að þrek hans er í besta lagi. Þá má nefna kraftajötuninn Hannes Ragnars- son i þungavigt, sem hafði yfir- burði yfir Svavar M. Carlsen mest alla lotuna, þótt meiri reynsla og kunnátta Svavars segði til sin að lokum, enda hefur hann lagt alla þungavigtar judomenn Norður landa, og segir það nokkuð til um getu hans. I léttþungavigt var af- ar hörð keppni á milli Gisla Þor- steinssonar og Halldórs Guðna- sonar. Þeir eru báðir með hraust- ustu mönnum, og báðir hafa góð- an stfl, og með meiri reynslu held ég að þeir verði afburða judo- menn. GIsli er alhliða-þjálfaður íþróttamaður, og hann vann að lokum á glæsilegu bragði, en hafði þó orðið undir í stigum um tíma. Halldór Guðbjörnsson er mjög harðskeyttur og þrekmikill keppnismaður, en hann mætti nú einum, sem gaf hvergi eftir. Bar- dagi þeirra Halldórs og Gunnars frá Keflavík var mjög harður, var það næstum kraftaverk hvernig Gunnar gat varist byltu tvisvar sinnum þegar Halldór sveiflaði honum yfir sig í næstum höfuð- hæð. Að lokum náði Halldór sínu uppáhalds bragði „Okuri- eri-jime“ svo að Gunnar varð að gefast upp. Judo er mjög erfið iþrótt, reyn- ir á alhliða krafta, úthald og leikni. Hér á landi er erfitt að finna fullharðnaða menn í léttvigt (undir 63 kg). Islendingar eru flestir fremur stórir og þungir, en þó eru fáir i þungavigt (yfir 93 kg). Erlendis eru flestir þeir sem keppa i þungavigt, yfir 100 kg. Sumir allt upp i 140 kg. Hér eru flestir judo- menn I flokkunum frá 63 til 93 kg, sem sagt okkur vantar ofan og neðan við. Það er næstum ástæða til að benda hraustum mönnum á, að hérerkominframíþrótt sem ætla má að eigi vel við íslendinga og ekki skortir viðfangsefni, verið er að koma á fót Evrópu- bikarkeppni, sem er skipulögð líkt og í fótbolta. Einnig dynja yfir tilboð um keppni erlendis frá. Fyrsta alþjóðlega stórmót, sem haldið er hér á landi, er Norð- urlandameistaramótið, sem hald- ið verður hér I Reykjavík 19. og 20. apríl n.k. Aðstaða til æfinga er orðin ágæt, og nú er hér afburða þjálfari, sem starfar á vegum Judosambands Islands. Aðsókn hraustra manna i judo hefur stór- aukist að undanförnu. Er þvi fyllsta ástæða til að vera bjart- sýnn uni framtið þessarar iþróttar hér á landi. Njarðvíkingar Þau mistök urðu i blaðinu f gær, er skýrt var frá ágætum árangri er þrjú ungmenni höfðu náð I sundi að undanförnu, að sagt var að þau væru úr Keflavfk. Hið rétta er hins vegar, að unglingarnir eru úr Njarðvíkum og keppa undir merki UMFN. Biðjumst við velvirðingar á mis- tökum þessum. Austurrfkismaðurinn Frani Klammer hefur stððugt forystuna f keppninni um heimsbikar- inn f Alpagreínum á skfðum. Hefur hann nú hlotið samtals 194 stig f keppninni. t öðru sæti er Italinn Gustavo Thoeni með 171 stlg, Piero Gros frá Italfu er f þriðja sætl með 145 stig, Ingemar Stenmark frá Svfþjðð er f fjðrða sæti með 130 stig, en sfðan koma Werner Grissmann frá Austurrfki með 84 stig, Erik Haaker frá Noregi með 79 stig. Herbert Plank frá Italfu með 69 stlg, Paolo de Chiesa frá Itaffu með 67 stig, Hans Hinterseer frá Austurrfki með 63 stig og f tfunda sæti er Francisco Franandez-Ochoa frá Spáni með 48 stig. Meðf.vlgjandi mynd af Franz Klammer var tekin f brunkeppni, sem fram fðr f Patscherkofel f Austurrfki um helgina, en þar vann hann öruggan sigur. Bikarglíma Bikarglima Glfmusambands Islands verður háð í Reykjavík, sunnudaginn 23. febrúar n.k. Keppt verður f tveimur flokkum, annars vegar þeir sem á almanaksárinu verða 20 ára og eldri, og hins vegar flokkur unglinga og drengja. Allir glfmumenn innan vé- banda GLl, sem náð hafa tilskild- um aldri, hafa rétt til þátttöku. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt fyrir 15. febrúar I pósthólf 997 f Reykjavfk. Austra boðið Eins og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu héfur nokkrum islenzkum knattspyrnuliðum ver- ið boðið til keppni á Spáni um páskana. Auk þeirra liða sem þegar hafa verið nefnd, hefur Austra frá Eskifirði borizt boð um þátttöku í mótinu. Sagði Guðmundur Gislason, einn for- ráðamanna félagsins, að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvort af þátttöku félagsins yrði. Kjólar — Kjólar Glæný sending — ofboðslegt úrval \tfl| íy.»_ 'ifif m ruin m ES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.