Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975 Framkvi Utgefandi emdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Svainsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni GarBar Kristinsson. ASalstrnti 6. sfmi 10 100. Aðalstrnti 6, sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. 4 mánuði innanlands. I lausasölu 35,00 kr. eintakiB. Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiBsla Auglýsingar ó að hverjum manni sé ljóst, að við geig- vænlegan vanda er að etja í efnahagsmálum, er ekki ástæóa til að örvænta. Við höfum áður lent í slíkum erfiðleikum og ráðið fram- úr þeim með skynsamleg- um vinnubrögðum. Á árun- um 1967 og 1968 urðum vió fyrir miklum áföllum í þjóðarbúskapnum. í fyrsta lagi varð gífurlegt verðfall á afurðum okkar erlendis og í öðru lagi minnkaði fiskaflinn. Þessi ytri áhrif höfðu vitaskuld veruleg áhrif á lífskjör fólksins um stundarsakir. Með mark- vissum aðgerðum í efna- hags- og atvinnumálum komumst við yfir þessa erfiðleika og með hækk- andi afurðaverði bötnuðu lífskjörin á ný. Efnahagur þjóðarinnar er nú í miklum öldudal, en við verðum að líta á þetta sem tímabundna örðug- leika, sem við munum yfir- stíga. Engin ástæða er til aö ætla annað en við kom- umst út úr þessum þreng- ingum meö skaplegum hætti eins og jafnan áður, þegar vanda hefur borið að höndum. Á hinn bóginn er kominn tfmi til þess að menn geri sér grein fyrir þeirri brýnu nauðsyn, að tekin verði upp ný vinnu- brögð við stjórn efnahags- mála. Við verðum að jafna þær miklu tekjusveiflur, sem ávallt verða í helstu útflutningsgreinum okkar. Sjávarafurðir eru háðar miklum tekjusveiflum og það gengur ekki til lengdar að veita hátindum slíkra tekjusveiflna hverju sinni út i efnahagsstarfsemina. Hér verður að spyrna við fæti og koma upp öflugum verðjöfnunarsjóðum. Það þýðir hins vegar, að ekki er unnt aó taka jafn stór stökk í lífsgæðakapphlaup- inu, en þar kemur á móti, að erfiðleikarnir verða ekki jafn miklir, þegar kemur í öldudalinn. Þegar við höfum náð tök- um á þeim erfióleikum, sem nú er við að etja, hljót- um við að taka upp ný vinnubrögð í þessum efn- um. Fyrsta skrefin í þessa átt voru stigin á tímum við- reisnarstjórnarinnar, en síðan var horfið frá þeirri stefnu. Nú hljóta menn hins vegar að sjá, að það er engum til góós að halda áfram með þeim hætti, sem gert hefur verið. Þó að ekki sé ástæða til aö örvænta, þegar horft er til framtíðarinnar, má öllum vera ljóst, að þær aðstæð- ur, sem nú eru fyrir hendi, hljóta að setja okkur veru- leg takmörk fyrst um sinn. Á síðasta ári urðum við fyrir verulegum ytri áföll- um, en vegna þeirrar ringulreiðar, sem fyrir ríkti í efnahagsmálunum, hefur að ýmsu leyti verið erfitt um vik að mæta þeim. Hækkun olíuverðs- ins olli miklum erfióleikum hjá atvinnufyrirtækjum, ekki síst í sjávarútvegi. Nú er svo komið, að verð á mjöli er um það bil 58% lægra en fyrir ári og verð á þorskblokk á Bandaríkja- markaði er 32% lægra en á sama tíma í fyrra. Til við- bótar þessu kemur svo vax- andi sölutregða á erlend- um mörkuðum eins og glögglega hefur komið fram varðandi sölu á frystri loðnu til Japans. Við eigum nú engan gjald- eyrisvarasjóð og viðskipta- hallinn vió útlönd er meiri en nokkru sinni fyrr. Þjóðarframleiðslan minnk- aði um 1% á siðasta ári og horfur eru á að hún dragist enn saman á þessu ári. Það lýsir best þeim erfið- leikum, sem nú er við að etja, að á síðasta ári rýrn- aði kaupmáttur útflutn- ingsverðmætisins um tæp 25%. Á sama tíma hækk- uðu kauptaxtar verka- manna og iðnaðarmanna um 50 til 60%. Öllum má ljóst vera, að með öllu var útilokað að halda þeim kaupmætti, þegar kaup- máttur útflutningsverð- mætis þjóðarbúsins rýrn- aði um 25%. Kaupmáttur kauptaxta hlaut því að minnka, og þvi miður er ekki unnt að bæta úr skák fyrr en hagur þjóðarbús- ins batnar á ný. Við slíkar aðstæður er þó óhjákvæmi- legt að gera sérstakar ráð- stafanir til þess að bæta hag láglaunafólks eins og núverandi ríkisstjórn hef- ur gert og ráðgert er að halda áfram. Á hinn bóginn er á það að líta, að við erum að sumu leyti vel undir það búin að taka á okkur þá erfiðleika, sem skollió hafa yfir. Þannig hafa ver- ið gerðar sérstakar ráðstaf- anir til þess að mæta óhjákvæmilegri rýrnun kaupmáttar launataxta-. Niðurgreiðslur á landbún- aðarafurðum voru stór- auknar svo og fjölskyldu- bætur, skattalögum var breytt, og sett voru lög um launajöfnunarbætur í stað vísitöluuppbóta á laun. Þegar öll þessi atriði hafa verið tekin með hefur kaupmáttur ráðstöfunar- tekna heimilanna aukist um rúm 8% á síðasta ári samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Það er því óþarfi að vera með mikla svartsýni, ef allir að- ilar eru reiðubúnir til þess að mæta vandanum og taka mið af þeim aðstæðum, sem nú eru fyrir hendi og ekki verða umflúnar. Samhliða nýjum aðferð- um við stjórn efnahags- mála, þurfa bæði atvinnu- rekendur og launþegar að vinna aó umbótum á fyrir- komulagi kjarasamninga með það í huga, að kjara- samningar á hverjum tíma tryggi raunverulegan kaupmátt en étist ekki upp í verðbólgunni. Siðustu samningar voru verðbólgu- samningar og þeir geta aldrei orðið launþegum til hagsbóta. Það er því allra hagur, að samkomulag ná- ist um ný vinnubrögð í þessum efnum, og þá ekki síst að þvi er varðar vísitöl- una. Við munum komast fram úr erfiðleikunum Giscard og Sámur frændi VALÉRY Giscard d’Estaing forseti Frakklands lýsir gjarn- an franskri utanríkisstefnu sem aiheimsstefnu, en með þvf á hann við, að Frakkar vilji vera vinir allra þjóða, taka þátt f varðveizlu auðlinda heimsins og verndun náttúrunnar. Stað- reyndin er engu að sfður sú, að hann hefur lagt mikið á sig til þess að bæta sambúð Banda- rfkjanna og Frakklands. Á undanförnum árum hefur sambúð rikjanna ekki gengið svo sem bezt varð á kosið og því hefur það komið Giscard nokkuð á óvart, að þessi stefna hans virðist hafa hlotið góðan hljómgrunn í Frakklandi. Kommúnistar og töluverður hluti U.D.R., gamla Gaullista- bandalagsins, eru haldnir ólæknandi andúð á Banda- ríkjunum, en þrátt fyrir það virtist forsetinn hafa fundið, að mikill meiri hluti frönsku þjóð- arinnar er stefnu hans fylgjandi. Giscard er líkt farið og fyrir- rennurum hans, de Gaulle og Pompidou, að þvl leyti, að hann dregur enga dul á þá fyrirætlun sína að hafa sjálfur á hendi stjórn utanríkis- og varnar- mála. Hann skoðar þessi svið sem „einkamál forsetaem- bættisins". Áður en hann tekur mikilvægar ákvarðanir óskar hann hins vegar eftir hrein- skilnislegum og opnum skoð- anaskiptum um þau innan rikisstjórnarinnar. Enginn vafi Ieikur á því, að sambúð Bandaríkjanna og Frakklands var beint inn á nýjar brautir á fundi þeirra Giscards og Fords i Martinique á dögunum. Giscard d’Estaing hefur sagt vinum sinum, að Ford forseti hafi komið honum fyrir sjónir sem hreinskilinn, skemmtilegur, vel upplýstur (sérstaklega í hernaðarmálum) jNeUrJ!orkStme$ Eftir C.L. Schulzberger og algjörlega tortryggnislaus maður. Ford forseti skýrði Gis- card sjálfur frá fundi sínum með Leonid Brezhnev i Vladi- vostok, í stað þess að láta Henry Kissinger utanríkisráðherra gera það. Bandaríkjamönnum og Frökkum hefur nú tekizt að brúa að miklu leyti bilið sem var á milli þeirra i orku- og gjaldeyrismálum og Giscard hefur lýst því yfir að þar með sé stærstu hindrununum á leiðinni til bættrar sarobúðar rutt úr vegi. Jafnvel í deilunum um sölu á herþotum til annarra aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins komust ráðamennirnir að gagnkvæmu samkomulagi um, að sá sem sigraði í kapp- hlaupinu skyldi hjálpa hinum til þess að ná ýmsum minni- háttar samningum, þar sem slikt væri mögulegt. Engu að síður var samþykkt, að ekki gæti orðið um neina tvíhliða sölusamninga að ræða. Frakklandsforseti virðist einnig sannfærður um að Bandaríkjamenn vilji fremur ræða slík mál við Frakka en aðrar Evrópuþjóðir. Kannski álitur hann að viðræður Banda- ríkjamanna og Frakka fari fram á þægilegri hátt en við- ræður Bandaríkjamanna og annarra Evrópumanna. Hann virðist sannfærður um að Bret- ar séu ekki lengur ábyrgir aðilar, þar sem þá skorti algjör- lega sjálfstraust, og þótt Vest- ur-Þjóðverjar njóti vissra for- réttinda er þeim aldrei treyst fullkomlega. Þetta er mjög þægileg niður- staða en tvennt getur þó ávallt valdið erfiðleikum: Hinn mikli áhrifamunur Bandarfkjanna og Frakklands, og hve hægt gengur að koma sameiningu Evrópu um kring. Viðvíkjandi fyrra atriðinu hefur Giscard fram að færa mjög svipaða kenningu og de Gaulle hafði, þótt hann sé engan veginn hreinn gaullisti: Hann er þeirrar skoðunar að Giscard Bandaríkjamenn geri sér ekki grein fyrir afli sínu og mætti i samanburði við aðrar þjóðir, og þetta leiðir til pólitisks skilnings á þyngdarlögmálinu: likaminn þekkir ekki fallhraða sinn. Og þar sem sambúð Frakka og Bandaríkjamanna er svo flókin, á sviði viðskipta fjármála, tæknifræði og menningarmála, er hún mun erfiðari viðfangs en sambúð Frakka og Sovétmanna, þar sem er um hrein millirikjavið- skipti að ræða: I Sovétríkjun- um sér ríkið um allt. Seinna atriðið sem veldur Giscard nokkrum erfiðleikum, er að sameining Evrópu gengur ákaflega hægt, þótt af henni verði vafalaust á endanum vegna þess að hún er söguleg nauðsyn. Gallinn er bara sá, að á meðan sameiningunni er komið um kring verða Banda- rikin að vinna á tvihliðagrund- velli gagnvart hverju Evrópu- ríki um sig, þótt Efnahags- bandalagið kjósi fremur við- ræður á fjölhliða grundvelli. Þetta gerir málið enn flóknara. Frakklandsforseti er auð- sjáanlega þeirrar skoðunar, að Bandaríkjamönnum og Frökkum beri að vinna saman að friðsamlegri lausn deilu- málanna fyrir botni Miðjarðar- hafs. Að hans áliti bera slikar tilraunir þó ekki árangur nema fyrst sé gengið frá þremur grundvallaratrióum. Vandamál Palestínuaraba verður aö leysa; Arabarfkjun- um verður að skila þeim land- svæðum sem þau misstu i sex daga stríðinu 1967 og eftir það; Öryggi ísraels innan gömlu landamæranna verður aó tryggja fullkomlega. Um eitt grudvallarmál eru þeir Giscard og Ford auðsjáan- lega ósammála og það var ekki rætt á fundinum á Martinique: Atlantshafsbandalagið. Banda- ríkjamenn líta á bandalagið sem hornstein utanríkisstefnu sinnar, en Frakkar hafa ekki tekið þátt í hernaðarsamvinnu bandalagsríkjanna og hafa alls ekki i hyggju að gera það. Þeir virðast ekki einu sinni vera sannfærðir um nauðsyn banda- lagsins. Sannleikurinn er þessi: De Gaulle og Pompidou hrósuðu Atlantshafssáttmálanum upp í hástert, en í augum Giscards virðist hann ekki hafa mikla þýðingu. Honum finnst svo sjálfsagt og eðlilegt að vest- rænar þjóðir sameinist um að hrinda árás úr austri, að sátt- málinn hafi þar enga þýðingu. Þetta vita allir og það er í sam- ræmi við staðreyndir. Þessi skoðun Frakka er skemmtileg og skynsamleg, en hins vegar er fremur ólíklegt að bandariskir ráðamenn geti fallizt á hana, þar sem þeir telja hana óraun- hæfa. (þýð. J.Þ.Þ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.