Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975 3 Fjörkippur 1 bílasölu Friðrik skákmeist- ^ 11» ari Reykja- víkur 1975 %"'j&g "!; lifi KraSS’J ELLEFTA og síðasta umferðin 1 i# mmMmr M á Skákþingi Reykjavikur var tefld í fyrrakvöld. Þá tefldu Y y i'v^jx vE m.a. saman Friðrik Ólafsson og hinn ungi og efnilegi skák- maður Margeir Pétursson. Fóru leikar svo, að Friðrik vann heldur auðveldlega, enda mun hann hafa teflt skákina einstaklega vel. Friðrik hlaut 9!4 vinning af 11 mögulegum á Skákþinginu og sigraði með yfirburðum. Hlýtur hann þar Afeag,,., .,,, .:*Æ. IHÉar.glli með titilinn „skákmeistari Reykjavfkur 1975“. I öðru sæti varð Jón Kristinsson og allar líkur eru á því, að Björn Þor- steinsson hreppi 3. sætið, en . r ■; • hann á biðskák, og er staða hans talin mun betri f skákinni. Ef Björn vinnur skákina verður Margeir Pétursson í 4. vIBbM||PPi t - sæti. Þessi 14 ára piltur hefur tryggt sér þátttökurétt I lands- liðsflokki á Skákþingi Islands sem hefst um páskana. i 11. og síðustu umferð Skák- þingsins urðu úrslit þau, að Friðrik vann Margeir, Jón Kristinsson vann Björn Friðrik Ólafsson að tefla á Skákþingi Reykjavíkur. Ljósm. Mbl. Framhald á bls. 22 Sv.Þorm. Mengunin 1 Vestmannaeyja- höfn minni en búizt var við Unnið að gerð nýrra skolpleiðslna — MENGUNIN I Vestmannaeyja- höfn er minni en við áttum von á og ekkert meiri en i höfnum annarsstaðar á landinu, sagði Magnús H. Magnússon, bæjar- stjóri í Eyjum, þegar við höfðum samband við hann I gær. — Hinsvegar þýðir þetta ekki, FÆRÐIN var víðast hvar góð í morgun, en siðdegis var víða farið að skafa og spáð versnandi veðri, þannig að búast má við slæmri færð víða á landinu í kvöid, sagði Hjörleifur Ölafsson hjá Vegaeft- irlitinu þegar við ræddum við hann í gær. Hann sagói, að ágætis færð væri um Suóurnes og Suðurlandsund- irlendi allt austur á Sólheima- sand, og þaðan hefði i gærmorgun verið fært austur yfir Mýrdals- sand. Um hádegisbilið var hins vegar orðið slæmt veður þar, og reiknuðu menn með að vegurinn myndi teppast þá og þegar. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði ruddur á ný í dag. Um Hvalfjörð og Borgarfjörð var góð færð og ennfremur á Snæ- fellsnesi og i Búðardal. Þá var fært yfir Holtavöróuheiði allt norður i Skagafjörð, en hætt var við aó þessir vegir allir teppt ust i gær. A Vestfjörðum var ágætis færð í nágrenni Patreks- fjarðar og ennfremur var fært frá Isafirði til Bolungar- vikur. Annarsstaðar voru mikij snjóþyngsli. Í Eyjafjarð arsýslu eru mikil snjó- þyngsli, en í gær var vegurinn á milli Húsavikur og Raufarhafnar opinn. A Austfjörðum var það að frétta, að fært var á milli Egils- 938 þús. kr. i menningar- og vísindastyrki A FUNDI í Dansk-íslenzka sjóðn- um, sem haldinn var i Kaup- mannahöfn fyrir skömmu, var ákveðið að veita samtals 45.100 d. kr. (938.000 ísl. kr.) til menning- ar- og vísindalegra samskipta milli Islands og Danmerkur. Styrkirnir verða fyrst og fremst veittir til náms og rannsókna. að við ætlum ekkert að gera í þessu sambandi. Nú er verið að hanna nýja skolpleiðslu fyrir gamla bæinn og ætti það verk að geta hafizt í sumar. Þegar búið verður að leggja þá leiðslu fer skolp úr gamla bænum norður fyrir Eiði. staða og Reyðarfjarðar og þaðan var fært til Eskifjarðar, einnig var fært frá Egilsstöðum útí Hjaltastaðaþinghá. Og frá Höfn i Hornafirði var fært austur i Lón og vestur í Suðursveit. Magnús sagói, að allt skolp úr nýja byggðarkjarnanum færi í sjóinn vestur af eynni. Þá væri áætlað að koma upp dælustöð, sem dældi öllu skolpi frá vinnslu- stöðvunum norður fyrir Eiðið og hugmyndin væri að það kæmist á 1976. Þegar þessu verki væri lokið, ætti engin mengun að vera í höfninni, nema þá frá skipaflot- anum og ætti því Vestmannaeyja- höfn að geta haldizt mjög hrein í framtíðinni. Eftir að eldgosinu i Vest- mannaeyjum lauk óttuðust menn, að mengun yrði mikil í höfninni, vegna þess hve lokuð hún var og litil hreyfing i henni. Hinsvegar varð raunin sú að höfnin hreins- aðist alveg á flóði og fjöru. INNFLYTJENDUR bifreiða telja sig hafa merkt dálítinn fjörkipp í bifreiðasöiu síðustu vikna, en áð- ur hafði talsverð ládeyða verið i bílasölunni. Morgunblaðið hafði samband við nokkra bilainn- flytjendur og fékk hjá þeim upp- lýsingar um bílasöluna. Greiðslu- kjör éru mjög svipuð og verið hefur og lætur nærri að lán séu um 20% af andvirði bils. Heldur gengur nú treglegar en áður að afgreiða bfla til kaupenda og staf- ar það af þvi að gjaldeyrisleyfi eru ekki afgreidd i bönkunum með sama hraða og áður. Verður nú hver einstök gjaldeyrisum- sókn að fara fyrir gjaldeyris- nefnd. Jóhannes Ástvaldsson hjá Sveini Egilssyni, sem er umboðs- maður Ford, tjáði Mbl., að í janúarmánuði hefði fyrirtækið selt um 50 bifreiðar, einkum Cortinur. Aðallega eru þeir bílar af árgerðinni 1974, en Jóhannes kvað bílana vera á 25 til 30% lægra verði en ella. Raunar kvað hann þá bila, sem væru af árgerð 1975, einnig vera ódýrari, sem næmi þessu, og er það vegna þess að bílarnir komu til landsins fyrir áramót og 1. janúar varð hækkun frá verksmiójunum, sem nam 9,8%. Jóhannes kvað um helming bílanna, sem fyrirtækið hefði á boðstólum, vera af árgerðinni 1975. Þennan verðmun, sem er á bilunum, kvað Jóhannes vera i krónutölu um 85 þúsund krónur. Næsta árgerð af Ford-bilum, þ.e. árgerð 1976, er ekki væntan- leg á markað fyrr en í ágúst eða september, en verksmiðjurnar skipta venjulega um árgerðir eft- ir sumarfrí. Sumarfríum lýkur venjulega 25. ágúst. Jóhannes Ástvaldsson sagði að greiðslukjör væru ekki sérlega hagkvæm og umboðið lánaði ekki kaupendum nema innan við 20% af andvirði bilsins. Cortina kostar nú um 745 þúsund krónur og nemur því lán i slikum bil um 140 til 150 þúsund krónum. Jóhannes kvað miklar sögur hafa gengið um bætt greióslukjör, vegna þess mikla óselda fjölda bíla, sem til væri i landinu. Hann kvað þessar fréttir ekki réttar — greiðslukjör hefðu ekki breytzt. Jóhannes kvað gjaldeyri af- greiddan á mun lengri tíma en áður og tefði það fyrir afgreiðslu á bílunum. i fyrradag fékk fyrir- tækið t.d. ekki gjaldeyrisyfir- færslur fyrir 10 bíla, sem afgreiða átti fyrir mánaðamót til kaup- enda. Hann kvað alls ekki í þökk bílainnflytjenda að miklir fjör- kippir kæmu í bílasöluna. Þeirra ósk væri míklu fremur sú, að bila- salan væri jafnari og stöðugri. Björn Magnússon hjá P. Stefánsson og Co. tjáði Mbl. að greinilegur fjörkippur hefði færzt í bílasöluna á síðustu vikum og virtist honum ástæðan vera sú, að fólk óttaðist að lokað yrði fyrir gjaldeyrissölu og vildi tryggja sér nýjan bíl fyrir væntanlegar ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar, hverj- ar sem þær yrðu. P. Stefánsson hefur selt í janúarmánuði 36 bif- reiðar, aðallega Austin-Mini og Morris-Marina. Þessar bifreiðar eru eingöngu af árgerðinni 1975 og kvað Björn fyrirtækið eiga talsvert óselt eftir af bílum. Næsta árgerð af þessum bilutn, sem eru brezkir, kemur á markað i ágústmánuði. Björn sagði að greiðslukjör á þessum bílum væru þau, að P. Stefánsson lánaði í Mini um 100 þúsund krónur, en í Morris lánaði fyrirtækið 150 þúsund krónur. Lánin væru til 10 mánaóa. Kvað hann Morrisinn vera af svipuðum verð- og gæðaflokki og t.d. Cortina. Hins vegar sagði hann að greiðslukjör á Range Rover og Land Rover væru mun slakari en á fólksbílunum. Steinn Sigurðsson hjá Bílaborg, sem flytur inn japanskar bifreiðir af Mazda-gerð, sagði að bif- reiðarnar væru að mestu uppseld- ar hjá umboðinu. Selzt hefðu 17 í janúarmánuði, en fyrir lægju um 50 pantanir á bílum, sem fólk myndi fá á næstu mánuðum. Steinn kvað bilasöluna vera mjög eðlilega miðað við fyrri tima, en allar bifreiðar, sem fyrirtækið hefði á boðstólum, væruaf árgerð- inni 1975. Greiðslukjör hjá Bíla- Framhald á bls. 22 „Teljum mengunarvarnaraðferðir okkar þær beztu í heimi” — segir Edward B. Pilcher, aðstoðarforstjóri Union Carbide „ Tilbúnir til aðhefja framkvœmdir efA Iþingi samþykkir frum varpið ” „EF ÁLÞINGI Islands sam- þykkir frumvarp ríkisstjórnar- innar um samning lslendinga og Union Carbide um byggingu járnblendiverksmiðju á ís- landi, þar sem lslendingar ættu meirihluta f fyrirtækinu og stjórnuðu þvi, mun Union Car- bide þegar leggja sitt fram svo unnt verði að hefja fram- kvæmdir sem fyrst,“ sagði Ed- ward B. Pilcher aðstoðarfor- stjóri Evrópudeildar Union Carbide f New York f samtali við Mbl. í gær. Frumvarp ríkis- stjórnarinnar er nú tilbúið hjá iðnaðarráðherra og mun hann leggja það fram á næstunni. Pilcher sagði, „Ég held að öll atriði samn- ingsins séu nú frágengin og við bíðum aðeins eftir niðurstöðum meðferðar Alþingis á málinu." Aðspurður um vióbrögð Union Carbide ' við umræðum um mengunarhættu frá slíkri verk- smiðju sagði hann „Við höfum afhent Íslendingum allar upp- lýsingar um verksmiðjuna og framleiðsluaðferðir hennar svo og þær aðferðir, sem við notum til að koma í veg fyrir mengun, en við teljum þær aðferðir þær beztu og fullkomnustu i heim- inum. Union Carbide er þekkt fyrir mikinn árangur i baráttu gegn mengun hér i Bandarikj- unum og við höfum hlotið fjölda viðurkenninga frá ýms- um bandariskum yfirvöldum á þvi sviði, þannig að það sem ég er að segja er ekki innantómur áróður, heldur staðreyndir, sem við getum sannað.1' — Hefur Union Carbide ihugað annan stað fyrir verk- smiðjubygginguna, ef af ein- hverjum ástæðum getur ekki orðið af byggingunni við Hval- fjörð? „Staðarvalið var algerlega látið í hendur Islendinga og við teljum aó staðurinn, sem fyrir valinu varð sé mjög góður hvað snertir efnahagsstoðir undir rekstur fyrirtækisins. Öll hráefni til framleiðslunnar verða flutt inn og öll framleiðsl- an flutt út og þarna eru mjög góð hafnarskilyrði." — Hver var grundvallar- ástæðan fyrir þvi að Union Car- bide valdi island til að reisa þessa ve'rksmiðju? HVERGI HÆTTA A HAGS- MUNAÁREKSTRUM „Það er margt, sem kom þar til, en grundvallarskilyrðið er að til komi sameiginlegir hags- munir landsins og fyrirtækisins og það var okkar álit, að það sem island hefði upp á að bjóða og það sem Union Carbide hefði upp á að bjóða myndaði formúlu, sem þjónaði vel hags- munum beggja aðilja. Staðsetn- ing islands markaðslega, næg orka mjög hæfir menn til aó reka stjórna og vinna við fyrir- tækið og mjög góð hafnarskil- yrði á móti tækniþekkingu, reynslu, markaðsþekkingu og sölukerfi Union Carbide gerðu heildarmynd, þar sem við töld- um að hvergi væri hætta á hags- munaárekstrum og það var ástæðan fyrir þvi að við fengum Framhald á bls. 22 Ur járnblendiverksmiðju Union Carbide í Quebeck f Kanada. Versnandi fœrð á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.