Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975 25 Sjötugur íþróttafrömuður Ölafur Jónsson (Flosa) er 70 ára í dag. Alveg kemur það manni á óvart þegar þeir, sem leggja samtíðinni til svipmót og yfir- bragð æskumannsins, eiga stóraf- mæli, en Ólafur hefur verið einn af þeim fáu áhugamönnum, sem aldrei hefur misst trúna á æsku- manninn og gildi íþróttahreyfing- arinnar á íslandi. Hann hefur var- ió miklum tima og fyrirhöfn i þágu knattspyrnuhreyfingarinn- ar; vil ég þar sem Víkingur þakka honum þau miklu störf og ein- lægni i þágu Vikings frá fyrstu tíð. Ölafur gekk í Víking árið 1919 og hefur öll -þessi 56 ár verið meira og minna í forustuliði Vik- ings. Hann varð gjaldkeri i stjórn Víkings 1937, og sem gjaldkeri setti hann bókhald félagsins í mjög fastar skorður, en ég held að flest íþróttafélögin hér í Reykja- vík hafi sótt ráð til Ólafs um upp- setningu á reikningum sínum fyrr á árum. — Margrét Tómasdóttir frá Klængsseli Framhald af bls. 14 vel borgið. Honum skjátlaðist ekki I þvi. Ungu hjónin í Klængsseli höfðu æskudug og áræði helst verðmæta þegar þau hófu búskap. Þegar þau rugla saman reitum sínum var ekki verið að sameina eignir eða fjársjóði heldur gengu tveir hraustir einstaklingar í félag um atorku sina. Þau þurftu sannar- lega á atorku að halda. Jörðin er ein sú minnsta og kostarýrasta í sveitinni, 5 hundruð að fornu mati. En með ótrúlegri elju og hyggindum tekst þeim Margréti og Einari að hefja sig upp úr fátækt sem þó var aldrei eymd til góðra bjargálna og skapa á jörð- inni sómasamlegt miðlungsbú. Þarna fékkst ekkert gefins og það var unnið vel til verklauna. Búskaparárin í Klængsseli urðu rétt 40. Þeir fjórir áratugir eru líklega mesta umbyltingarskeiðið sem gengið hefur yfir sveitir landsins. Og hjónin í Klængsseli létu ekki sitt eftir liggja að eiga hlut að framvindunni og vera ger- endur hennar. 1 búskapartfð þeirra er bærinn hýstur tvisvar, engjar bættar með áveitu og flóð- görðum, land brotið til ræktunar og lagt undir víðlend tún, ný tækni tekin upp eftir því sem tiltækilegt var. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en þau ólu upp þrjú börn frá vandalausum sem sín eigin væru. Á heimili þeirra átti marg- ur athvarf um lengri og skemmri tíð. VI. Einar Halldörsson fæddist í Klængsseli 28. febrúar 1892, dó á Selfossi 29. júní 1963. Foreldrar hans voru Halldór Einarsson bóndi og Guðrún Halldórsdóttir bústýra hans og sambýliskona. Halldór var fæddur i Klængsseli 17. ágúst 1845 og dó þar 18. júlí 1934. Einar faðir hans var Guömundsson fæddur ofarlega í Eystri-Hrepp um 1808, en Hall- dóra móðir hans var Magnús- dóttir fædd um 1803 neðarlega á Rangárvöllum. Guðrún móðir Einars Halldórssonar var fædd á Dísastöðum í Sandvíkurhreppi 24. október 1849, dó 11. febrúar 1934 að Strönd á Stokkseyri. Þau Guðrún og Halldór voru ekki sam- vistum síðustu 15—20 árin en hvíla hlið við hlið í kirkjugarðin- um f Gaulverjabæ. Auk Einars áttu þau Halldór og Guðrún Maríu er var 7 árum eldri en hann. Maria átti allan síðari hluta ævinnar heima á Stokkseyri, gift Filpusi á Klöpp. Hvorugt þeirra systkinanna Maria eða Einar eignaðist afkomendur. Halldór í Klængsseli átti nokkur systkini, en aðeins ein systirin, Jórunn, eignaðist börn og eru flestir afkomendur hennar búsettir í Reykjavik. VII. Flóamenn voru um aldir snauð- ur lýður mestanpart og þar á ofan undir hæli danska verslunar- valdsins á Bakkanum. Það lætur þvi að líkum að hugmyndaleg eða efnahagsleg viðreins landsins hófst ekki fyrst í Flóa en hann Ólafur var tvivegis formaður félagsins, á árunum 1940—1941 og 1960—1965, og átti sæti í stjórn félagsins um áraraðir. Fulltrúi Víkings í stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavikur frá 1945—1970 og sat hann þar yfir 1000 fundi. Við Vikingar höfum verið lánsamir að eiga slikan mann í okkar forustu- sveit. Olafur varð heiðursfélagi Vik- ings árið 1965, og hefur hann ver- ið sæmdur mörgum heiðurs- merkjum fyrir frábær störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Ólafur hefur verið góður fulltrúi Víkings á þingum og í samskipt- um við innlend og erlend félög á liðnum 56 árum sem hann hefur verið okkar félagi. Hann er einn af þessum fáu siungu mönnum, sem fylgjast með og skilja þörf íþróttahreyfingarinnar fyrir bætta aðstöðu og þá kröfu sem gerð er til betri árangurs hjá íþróttafólki. Hann hefur verið góður fulltrúi þeirra manna sem dróst með þegar skriður var kom- inn á annars staðar. Og á þessari öld hefur Flóinn oft verið til fyrirmyndar um félagslegar og at- vinnulegar framfarir. Eftilvill vann enginn einn hér að svo að sköpum skipti en átak hinna mörgu sést I sinni réttu stærð þegar heildin er skoðuð. Það er alveg til blöskrunar hvað þessi tiltölulega mikli fjöldi fólks sem búsettur var í Bæjarhreppi um aldamótin síðustu hafði lítið fyrir sig að leggja. Bústofn var furðulega lítill og óarðbær. Greinilegt er að jörðin hefur verið ófrjó og verkfærin léleg en nóg var stritað, svo mikið vitum við. 1 fardögum 1902 er Tómas i Ossabæ með 2 kýr og samtals 12 sauðkindur þar af aðeins 3 lamb ær. Svipað er ástandið hjá sam- býlismönnum hans, Jóni og Jóhanni. Halldór f Klængsseli hefur 3 kýr og 15 fjár, þar af 6 lambær. Herdís í Árabæjarhjá- leigu hefur 4 kýr og 48 fjár, 18 lambær, og Bjarni á Fljótshólum hefur 5 kýr og 67 fjár, 24 lambær. Þarna er því komið talsvert yfir meðaltalið á býli sem er 3,5 kýr, 9,3 ær með lömbum eða 25 sauð- kindur alls. Kristín í Austurkoti er þó enn betur stæð með 5 kýr og 90 fjár, 24 lambær. En enginn skákar prestinum, séra Ingvari sem situr á stórbýlinu Gaulverjabæ. Hann er með 7 kýr og 70 fjár, þar af 40 lambær. Á hverju lifðu þá Ossabæjar- bændur og aðrir sem höfðu álfka bústofn? Svarið er auðvitað að finna í þvi mikla nábýli sem þarna er við sjóinn. Fyrrum voru flestir bændur i sveitinni ýmist landsetar Skál- holtsstóls eða kóngsins ef jörðin lá undir Gaulverjabæ. Þá varð kvöð um mannslán á vertíð i Þor- lákshöfn eða á Loftstaðasand. Tími kvaðanna er liðinn þegar hér var komið sögu en Flóabyggð- in ekki hætt að hafa annan fótinn i sjó og hinn á landi. Frá hverjum bæ fara menn i verið, helst allir fullfriskir karlmenn, en konur, börn og gamalmenni eru heima á vertíðinni og gegna. Einmitt matbjörgin úr sjónum mun hafa valdið mestu um það að ameríkuferðir voru frekar litlar úr Flóa enda þótt landþrengsli væru mikil og hefðu átt að orka hvetjandi til vesturfara. Á vertíðinni 1902 ganga 15 opn- ir bátar úr fjörunni við Loftstaði (og Baugstaði væntanlega líka) og áhafnir þeirra eru ekki minna en 80 manns. Þá eru rúmlega 400 manns búsettir í Bæjarhreppi að ungviði meðtöldu. Karlmenn til sjósóknar hafa því ekki verið miklu fleiri en þessir 80 i hreppn- um. Og það kemur í ljós af skýrsl- um að afli bæhreppinga við hinn brimasama sand er um helmingur að magni á við þann afla sem berst á land í þeirri nafntoguðu verstöð Þorlákshöfn. A þessu ári draga bæhreppingar samtals 5 þúsund þorska og 45 þúsund ýsur. Það gerir meira en 100 fiska á kjaft í hreppnum. Mestir aflamenn eru þeir Bjarni á Fljótshólum og Jón Er- lendsson á Eystri-Loftstöðum með 4.600 fiska hvor — Barni rær á sexæring en Jón á 4ra manna fari. Þórður í Hólshúsum hefur 4.300 búnir eru að koma knattspyrnu- hreyfingunni í gegnum hina erfiðu bernsku, af mölinni á gras- velli og i það að geta spilað með góðum árangri á erlendum vett- vangi. Við Víkingar erum stoltir af slikum manni í okkar röðum — og við vitum að þau störf sem fiska á sinn sexæring og Þorvarð- ur i Meðalholtum 3.600 á sinn. Ólafur i Sviðugörðum hafði 3.400 fiska, Jón í Meðalholtum 3.500 fiska, Þorkell í Norðurkoti 3.200 fiska. Þannig eru formenn og báta- eigendur upp um alla sveit. Halldór i Klængsseli reri jafnan hjá Jóni í Meðalholtum og lágu við i Þembubúð við Baugstaði. Einar I Klængsseli var aldrei fyrir sjóinn þvi búskapurinn var hans yndi. En hjá sjónum varð ekki komist. Unglingur var hann við beitingu á Stokkseyri, siðan var hann á skútu, þá á togara og svo 7 vertíðir samfleytt í Höfn- inni. Þetta teygðist fram á hans eigin búskaparár. Og ekki hafði hann enn bitið úr nálinni þvi nú réðst hann á mótorbát á Stokks- eyri og var um skeið hjá Karli i Hafsteini svila sínum. Hér var ekki um neitt að velja: jörðin bar ekki þann bústofn sem gæti framfleytt heimili á viðun- andi hátt. Einar mun aldrei hafa róið á Baugstöðum eða Loftstöðum nema þá i ígripum eða til að ná sér i soðið. Það voru að koma nýir hættir í útgerð sem skákuðu þess- um brimstöðum frá. Hér mun einnig hafa komið til að „fiskur lagðist frá“ (eða var það bretinn sem skóf upp grunnmiðin?) Nú skal flett upp i búnaðar- skýrslum 1921. Á þeim 19 árum sem liðin voru frá fyrri athugun, 1902, hafði búum fækkað um 1 og fólki um 60. En á sama tíma hafði kúm fjölgað um 34 og sauðfé um 1 þúsund. Lambær voru nú orðnar rúmlega þúsund í stað tæplega 500. Á þessum tíma voru fráfærur að leggjast niður, en margir tekn- ir að selja kúarjóma í rjómabúið á Bugstöðum. Þéttbýlismyndun í landinu tók að verða örari en hún skapaði markað fyrir ket. Allt þetta ýtti á eftir breytingum i búnaðarháttum. En búin voru enn smá. Vorið 1921 er Einar í Klængsseli með 3 kýr og 20 lambær. Það sér á að nágrannar hans eru betur settir með slægjur og beitiland: Þor- varður i Meðalholtum með 5 kýr og 15 lambær, Magnús i Hjáleig- unni með 5 kýr og 30 lambær, Kristín i Meðalholtum með 6 kýr og 30 lambær, Júníus á Hrútstöð- um með 4 kýr og 20 lambær. I meðalbúi eru þá 4,2 kýr og 19,8 lambær. Stærsta búið I sveitinni er vitanlega i Bæ hjá Degi, 12 kýr en að visu aðeins 17 lambær. Guðmundur í Tungu er með vænt bú, 9 kýr, 12 lambær. Mestur fjár- bóndi er Jósep i Skógsnesi: 40 ær með lömbum, 10 geldar, 40 sauðir, 32 gemlingar ásamt hrútum. Nú skulum við enn hugsa okkur 19 ára bil eða til 1940 en stökkið er stórt, það hefur gerst svo margt, í raun og veru heil bylting. Draumur heillar kynslóðar, nærandi áveiluvatn úr Hvitá flæðandi yfir engjar og annað lág- lendi Flóans á vorin, verður að veruleika 1927. Með þvi gerbreyt- ist aðstaða til öflunar heyja og þar með einnig til skepnuhalds. Klængsselshjónin þurftu ekki lengur að sækja slægjur fram að Skógsnesi, nærri 2ja tíma lesta- gang, eins og áður kom fyrir. Vinnan við flóðgarðana var gifurleg, að minnsta kosti þar sem Ólafur hefur lagt fram í þágu félagsins eru unnin af ræktar- semi og fórnfýsi. Við sem störfum fyrir íþrótta- félögin ' og íþróttahreyfinguna skiljum vel þá fórnfýsi og ein- lægni sem Ólafur hefur með sín- um miklu störfum lagt af mörk- um. Víkingar vilja i dag þakka Ólafi og konu hans Svövu fyrir öll þau mörgu og gæfuríku störf, sem þau hafa lagt af mörkum fyrir félagið okkar. Á þessum tima- mótum óska ég Ólafi og hans ágætu eiginkonu gæfu og gengis á ókomnum árum. F.h. Knattspyrnufélagsins Vfkings Jón A. Jónasson. í DAG, hinn 31. janúar 1975, er Ölafur Jónsson framkvæmda- stjóri sjötugur. Ólafur er fæddur i Reykjavík og sannur Reykvíking- ur i húð og hár. Margir eru þeir orðnir sem á liðnum áratugum hafa lagt fram mikil og margvis- leg störf í þágu iþróttahreyfingar- svo vel var að unnið sem i Klængsseli, og upp 1 það fékkst dálitill styrkur. Það var þó alltaf reiðufé. Þá fékkst mikil vinna við lagn- ingu þjóðvegarins niður Flóann. Bílar fóru að bruna um og aldrei mundi nokkur maður síðan þurfa að ganga til Reykjavíkur. Fióa- áveitan sýndi mönnum hvers sam- tökin eru megnug og ruddi þann- ig brautina fyrir Mjólkurbúi Flóa- manna og kaupfélaginu, hvoru tveggja við Ölfusá á því plássi sem síðan var farið að kalla Sel- foss. Selstöðuverslunin á Eyrar- bakka var löngu búin að syngja sitt fegursta en félagssamtökin við Ölfusá greiddu þvi sem eftir hjarði af fornri frægð Bakkans sem verslunarstaðar náðarhöggið. Búskaparlag allt var komið með annan og betri svip 1940 en verið hafði 19 árum fyrr. Samt lá kreppan mikla á milli. Árið 1940 voru kýr orðnar meira en tvöfalt fleiri en 1921, lambám hafði fjölgað um þriðj- ung þótt heildarfjöldi sauðfjár stæði i stað, 2.300. Einar I Klængsseli hefur nú 12 kýr og 20 ær. Þá eru nágrannarn- ir með: ívar í Hjáleigunni 9 kýr, 50 ær. Jón í Meðalholtum 9 kýr, 26 ær. Hannes í Meðalholtum 8 kýr, 40 ær. Júníus á Hrútstöðum 6 kýr, 45 ær. Meðaltalið á býli í hreppunum er nú orðið 10,2 kýr og 33,7 ær. Á stærstu búunum eru 20—21 kýr og 35—60 ær. Bændur sækja ekki lengur sjóinn úr Bæjarhreppi. Einar í Klængsseli hefur ekki farið á vertið í áratug eða meira. Og enn er haldið áfram i sókn til betri lifsafkomu. Nú tekur við túnræktin og vélvæðingin. Og margir byggja. Einar í Klængsseli hafði byggt upp bæ sinn og flest útihús á áratugnum milli 1930 og 40. En góðviðrisdag einn snemma sumars árið 1944 — ég held viku fyrir þjóðhátið — brennur bær- inn. Þegar bóndinn kemur heim frá því að leiða kú er allt rjúkandi rúst. Þau hjónin ráðgast um hvað gera skuli og það verður úr að ekki skuli undan slegið heldur sótt á. Byggja skal allt upp að nýju og færa um leið bæinn á betri stað i landareignina. Eftir nokkra daga eru bygg- ingarframkvæmdir hafnar á nýja staðnum, það verður að hafa hrað- ann á því óhjákvæmilega verða frátafir um sláttinn. Og nú kom hin gamla samtryggingarregla sveitanna vel í ljós. Allir voru reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum. Ef fáir komu á Þingvöll 17. júní úr Bæjarhreppi var það ekki vegna þess þeir væru mót- snúnir lýðveldinu heldur af því að hér var brýnna að hjálpa til í Klængsseli. Á fáum árum risa allar bygg- ingar að nýju í Klængsseli. Og á sama tíma var túnið fært svo mikið út — þrátt fyrir bæði grýtt landi og blautt — að siðustu árin var Einar hættur að þurfa að fara á engjar, með enn stækkandi bú. Flest hefur umbylst í Bæjar- hreppi siðustu 80 árin. Býlum hefur fækkað um fjórðung en fólkinu um helming. Þá voru 8 manns I heimili að meðaltali, nú 5. innar. Þar er Olafur í fremstu röð. Þegar á unga aldri batt hann slíkan trúnað við knattspyrnu- íþróttina að fágætt er, eða allt frá árinu 1919, er hann gerðist félagi Víkings. Það sýndi sig er fram liðu stundir, að i Ólafi hafði Víkingur eignast forustumann, dugmikinn, þolgóðan og þraut- seigan. Hann lét sig ekki einungis varða málefni félagsins, heldur og vékst hann og undir áraburð sameiginlegra málefna knatt- spyrnuhreyfingarinnar i heima- borg sinni. Hann gerðist einn af höfuðleiðtogum Knattspyrnuráós Reykjavíkur og sýndi þar sem annars staðar þá félagslegu hæfi- leika sem skipa honum í fremstu röð þeirra sem unnið hafa að mál- efnum knattspyrnunnar. Um ára- bil gegndi Ólafur formennsku i ráðinu, svo og gjaldkerastörfum. En ekkert ráð var svo ráðið innan KRR að ekki væri borið undir Ólaf að hann segði sina skoðun þar á.Ólafur er óvenju samvinnu- þýður og sanngjarn, laus við smá- munasemi alla og félagsrig. Hann Framhald á bls. 23 Um aldamótin kom minna en ein kýr á hverja 2 íbúa i hreppn- um (182 kýr), nú eru 3 kýr á hvern ibúa (625 kýr). Þá komu alls rúmlega 3 kindur á ibúa (1.300), nú tæplega 10 (2.000). Hross eru nú þriðjungi fleiri en mannfólkið, nálega ekkert brúkuð meir og aðallega til augnayndis á haganum. Um alda- mótin voru hrossin snöggtum færri en íbúar sveitarinnar, svo ómissandi sem þau þá voru til reiðar og áburðar. Fjarri mér sé að fullyrða neitt um það hvort allar breytingar búskaparhátta siðustu árin, þar með talin mikil fjölgun búpen- ings, sé eðlilegt framhald á fram- farasókn þess 40 ára skeiðs sem þau Einar og Margrét bjuggu í Klængsseli. Það er svo margt í sveitum landsins sem nú er á hverfanda hveli. Það eru 12 jarðir í eyði í Bæjar- hreppi. Þar af eru 6 í næsta nágrenni Klængssels, en 7unda eyðijörðin þar i grennd liggur í Stokkseyrarhreppi. Á árinu 1920 bættust hjónunum í Klængsseli 2 nýir heimilismenn. Annað var ungbarn, hitt var rosk- in kona. Siðsumars það ár fæddist heimasætunni i Norðurkoti og bóndasyni í Suðurkoti í Hrút- staðahverfi sonur. Vegna þess hvernig á stóð buðust Klængssels- hjónin til að taka hann í fóstur og var það þegið. Ólst Reynir Geirsson því upp hjá þeim í Klængsseli frá nokkurra vikna aldri. Konan sem getið var hét Lísibet Sigurðardóttir frá Efra-Velli. Hún var ekki sterkbyggð en trútt hjú og var hún um kyrrt í Klængs- seli til dauðadags 1932. Veturinn Í925 til 1926 voru hjónin beðin um að veita ásjá stúlku frá Arnarhóli sem kom þunguð og með smábarn úr Reykjavik og hafði lent þar i hnjaski veraldarinnar. Þetta gerðu þau fúslega og eftir miðjan vetur varð stúlkán léttari að mey- barni. Þetta barn, Hulda Magnús- dóttir, fór ekki frá Klængsseli fyrr en fullþroska. Tveim árum áður en Lisibet heitin dó réðst bróðir hennar Sigurður Sigurðsson í vinnu- mennsku að Klængsseli. Hann var alltaf heilsuveill og ágerðist þaó með aldrinum. Ekki var hann þá látinn fara burt heldur tekinn i tölu heimilismanna og veitt fyllsta aðhlynning. Hann var blindur i hartnær 2 áratugi og rúmfastur i nieira en áratug. Eftir 25 ára dvöl í Klængsseli andaðist hann áttræður að aldri 1955. Fimmti aðvifandi heintilis- maðurinn og jafnframt þriðja fósturbarnið var Hjalti Krist- gerisson, tekinn á heimilið 3ja ára 1936 þegar móðir hans lá fyrir dauðanum og systkinin frá Hella- hjáleigu tvístruðust. Einnig hann var fram á fullorðinsár hjá þeim Margréti og Einari. Öllum fósturbörnunum frá Klængsseli, Reyni, Huldu og Hjalta, er tamt að kalla þau Margréti og Einar mömmu og pabba. Öll eru búsett í Reykjavík og eiga þar börn, en þeint er Margrét amma. — Við fósturbörn erum ekki hetjur þeirrar frásögu er höfð skal uppi i dag og þess vegna Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.