Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1975 Golfklúbbur Selfoss AÐALFUNDUR Golfklúbbs Selfoss verður haldinn I Gagnfræðaskóla Selfoss þann 1. febrúar og hefst fundurinn kl, 14 e.h. — Friðrik Jóhannsson, jafntefli gerðu Ömar Jónsson og Bragi Krist- jánsson, Leifur Jósteinsson og Jóhann ö. Sigurjónsson, en biðskákir urðu hjá þeim Jóni Þorsteinssyni og Birni Þor- steinssyni, Gylfa Magnússyni og Haraldi Haraldssyni. Staðan i mótinu er þá þessi: 1. Friðrik Olafsson 9‘A v. 2. Jón Kristinsson 8 v. 3. Margeir Pétursson 7 v. 4. —5. Björn Þorsteinsson 6‘A + biðskák, Ómar Jónsson 6‘A v. 6. Jón Þorsteinsson 5'A + bið- skák. 7. Bragi Kristjánsson 5 v. 8. Leifur Jósteinsson 4‘A v. 9. Gylfi Magnússon 4+ biðskák. 10. Jóhann Örn Sigurjónsson 3‘Av. 11. Haraldur Haraldsson 2‘A + biðskák. 12. Björn Jóhannsson l'A v. I B-riðli urðu úrslit þau, að Asgeir Asbjörnsson varð efstur með 8 vihninga. Magnús Ölafs- son hlaut 7'A og Jón L. Árnason 7 vinninga. I C-riðli sigraði Svavar G. Svavarsson, hlaut 10'A vinning af 11 mögulegum og í C-riðli tvö hlaut Jóhannes Jónsson 8 vinninga af 8 mögu- legum. — Minning Framhald af bls. 27 heimilisföður og vin og ég veit, að almáttugui- Guð mun þerra tár þeirra og græða sárin. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum Steingrím með söknuði og þökkum honum einlæga og trygga vináttu og biðj- um Guð að blessa fjölskylduna í Samtúni 28 og alla aðra í hans fjölskyldu og vinahópi. Ivar Hannesson. — Norglobal Framhald af bls. 36 hægt að bræða því sem næst meiri afla á sólarhring. A timabilinu frá kl. 21.30 i fyrrakvöld til kl. 21.30 í gær- kvöldi tilkynnti 31 skip um afla til loðnunefndar samtals 5685 lestir. Mestan afla var Súlan EA með, 650 lestir. Flest skipanna eða 20 fóru til Djúpavogs og Hafnar i Hornafirði, og fylltu þau þróar- pláss þar. Eftirtalín skip til- kynntu um afla: Flosi IS með 90 lestir, Náttfari ÞH 260 1., Skírnir AK 250 1., Þor- steinn RE 200 1., Ljósfari ÞH 190 1., Jón Finnsson GK 200 1., Súlan EA 650 1., Isleifur VE 200 1., Fifill GK 350 1., Magnús NK 200 1., Þorbjörn 2. GK 90 1„ Gissur ÁR 60 1., Jón Garðar GK 150 1., Ásver RE 80 1., Arnarey SJ 60 1., Höfrungur 3. AK 120 1., Sæberg SU 100 1., Ólafur Magnússon EA 150 1., Héð- inn ÞH 280 1., Víðir NK 100 1., Asberg RE 250 1., Sandafell GK 60 1., Hilmir SU 100 1., Óskar Hall- dórsson RE 250 1., Faxaborg GK 250 1., Helga Guðmundsdóttir BA 200 1., Bjarnarey VE 50 1., Þórður Jónasson EA 250 1., Reykjanes GK 251., og Skógey SF 1001. — Norskir Framhald af bls. 1 fékk leyfl til veiða við tsland. Að auki sóttu um fjögur skip, sem voru yfir 125 fet, en þau fengu synjun. Telja norskir sjómenn, að stærð skipanna skipti óverulegu máli fyrir aflagetuna. — Vatnsleysi Framhald af bls. 36 mjög þreytt á þessu ástandi og vonandi sér bæjarstjórn sér nú fært að gera almennilega vatns veitu eftir 27 ára yfirráð, enda verður ekki unað við þetta ástand lengur. Ásgeir. — Margrét Framhald af bls. 25 hæfa okkur sem fæst orð. En for- eldrar okkar eru meðal þeirra mörgu sem skulda Margréti Tómasdóttur þær þakkir er ekki verða með orðum tjáðar. — Eftir langan starfsdag hjón- anna í Klængsseli voru kraftarnir farnir að þverra, einkum hjá Einari, en þau orðin ein eftir á bænum. Ekkert uppeldisbarn- anna staðfestist við búskapinn og urðu þau þannig til að rjúfa keðju kynslóðanna. Það var því sjálfgert fyrir þau Margréti og Einar að selja bú og jörð vorið 1956 og fluttust þau þá upp að Selfossi. Þar fengu þau íbúð I húsi finafólks sfns, Sesselju Símonardóttur og Sigurðar I. Grímssonar frá Svanavatni (Mið- Kekki). Mann sinn Einar missti Margrét eftir langvinn veikindi sumarið 1963. Sárt var hann syrgður og annað áfall var dauði systurinnar Kristínar f Hanfsteini, en hann bar að höndum á öndverðu árið 1967. Margrét er æðrulaus kona og finnur styrkitrúogstarfi. Henni hefur aldrei gengið verk hendi firr um dagana og er svo enn eftir þvf sem heilsa leyfir. Hreingern- ingar hefur hún stundað fram á síðasta haust og enn fær margur hlýjan sokk á fót úr prjónavélinni hennar. Vissulega er likaminn farinn að láta undan þótt sterkur sé í gerð- inni en öndin er óbuguð og fögur sem forðum. Nú varir trú.von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kær leikurinn mestur. Hjalti Kristgeirsson. — Línu- og netasvæði Framhald af bls. 2 manna á svæðinu frá Vestmanna- eyjum til Vestfjarða til þessa máls. Þar sem hin ýmsu félaga- samtök mæltu með slíku lfnu- og netasvæði, hefur sjávarútvegs- ráðuneytið nú gefið út reglugerð, sem bannar allar veiðar með botn- vörpu og flotvörpu frá útgáfudegi reglugerðarinnar til apríl 1975 á svæði úti af Snæfellsnesi, er afmarkast af linu milli eftir- greindra punkta. 1) 64° 51,5’N —24° 13,0’ V. 2) 64° 47,5’ N — 24° 31,0’ V. 3) 65° 10,0’ N — 24° 45,5’ V. 4) 65° 10,0’ N — 24° 25,0’ V. — Sex flokkar Framhald af bls. 1 herralista. Fráfarandi rikisstjórn var hins vegar skipuð 9 ráðherr- um. Annar möguleiki er sá, að Hart- ling fái verkefnið aftur f hendur, og þar skiptir miklu máli að hann hefur ótvírætt enn á bak við sig flokka með samtals 90 þingsæti, þ.e. meirihluta. Þeir eru Venstre með 42, Famfaraflokkurinn með 24, Ihaldssami þjóðarflokkurinn með 10, Kristilegi þjóðarflokkur- inn með 9, sennilega einnig Mið- demókratar með 4, og loks Græn- lendingurinn Nikolaj Rosing. Astæðan fyrir því að unnt er að taka Framfaraflokk Mogens Gli- strups með f reikninginn er sú, að nú er um að ræða val milli Hart- lings eða Jörgensens i forsætis- ráðherraembættið, og Glistrup hlýtur að styðja Hartling. Hingað til hefur vandamálið við hugsan- legt stjórnarsamstarf með Fram- faraflokknum verið það, að ekki var vitað hvaða skilyrði flokkur- inn gerir til slfks samstarfs. Það sem öruggast er í þessum efnum, er það, að hin nýja rikis- stjórn verður ekki mynduð fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. — Minning Kristín Framhald af bls. 27 sem árin liðu og maður gat betur gert sér grein fyrir því með meiri reynslu. Þó minnist maður þess sérstaklega hve góð hún var alltaf við okkur og aldrei féll frá henni æðruorð til nokkurs manns og ljúft er að minnast þess hve skap- góð þessi trausta sveitakona var og söng óg músíkelsk. Margt er það sem maðurgleymir er það líður inn í djúp liðins tíma, en sumt er það sem maður gleymir ekki meðan lff bærist og hlýjan sem ávallt stafaði frá Kristinu er gott dæmi um það. Þannig drógu líka ættihgjar hennar dám af henni, því frá heimili hennar og þvi fólki sem frá henni er komið, hefur ávallt sýnt sig drengskapur beztur og fas, sem lífgar upp hvert stefnumót og ekki síður f kjölfari þvi sem hver góð kveðja og heimsókn skilúr eftir sig. Þótt Kristín sýndi aldrei annað en dugnað i löngu dagsverki þau 80 ár sem hún var þessa heims; þá var hún lengst af ekki heilsu- hraust. En lifsgleði hennar og lífsánægja þeirra hjóna og virðing bar á dreif slíka erfið- leika. Síðustu árin var Kristin mjög veik, en þá ekki siður en endranær i langri sambúð kom vel I ljós hve samrýnd þau hjón voru og trygg því góða og jákvæða í hverju máli. Með þökk og virðingu minnumst við ástsællar konu og með sama þeli sendum við eigin- manni og ættingjum kveðjur okkar. Lilja Jónsdóttir. — Smygl Framhald af bls. 36 varir við grunsamlegar ferðir bíls við Reykjafoss nóttina eftir, þ.e. í fyrrinótt. Var bílnum veitt eftir- för og hann stöðvaður í Kópavogi, þar eð lögreglumennirnir töldu, að ökumaðurinn væri undir áhrif- um áfengis. Við leit í bflnum fannst umrætt áfengismagn. Voru það 8 kassar af vodka, samtals 96 flöskur, 5 kassar af genever, sam- tals 60 flöskur, og þrjár tveggja litra flöskur af amerísku vodka. Við leit i Reykjafossi f gær fannst ekki meira af áfengi, og ekki mun annar smyglvarningur hafa fund- izt í skipinu. Við yfirheyrslur hef- ur skipverjinn sagt að hann eigi smyglið einn. Reykjafoss liggur nú í Straumsvík. — Bann Framh.ild af bls. 36 frumstigi rannsóknar, enda eiga ýmsir eftir að koma fyrir dóm í rannsókn málsins, eins og t.d. sjávarútvegsráðherra, til þess að upplýsa það sem máli skiptir varðandi leyfissviptinguna og grundvöll hennar og þau skilyrði sem ráðuneytið telur sig hafa sett um sölu afla m.b. Nökkva. Afla- salan til Blönduóss virðist hafa verið höfuðástæða leyfis- sviptingarinnar. Upplýsingar um þessi atriði geta skipt höfuðmáli sem sýknugrundvöllur í málinu. Skipstjórinn og áhöfnin komu fyrir rétt og lýstu því yfir, að þeir teldu sig enn þann dag i dag hafa fullgilt veiðileyfi, enda var leyfis- bréfið enn um borð í skipinu. Bann dómarans við þvf að skipið haldi á rækjuveiðar þýðir nánast kyrrsetningu bátsins á þessum árstíma. Jafnframt stöðvast öll rækjuvinnsla á Blönduósi og 12—15 manns missa strax atvinn- una. Að öðru leyti vil ég ekki á þessu stigi tjá mig meira um þetta mál.“ — Fjörkippur Framhald af bls. 3. borg eru þau, að lánaðar eru um 100 þúsund krónur að jafnaði i hverjum bfl. Hins vegar geti í einstökum tilfellum verið lánað meira i hverri einstakri bifreið, ef kaupandi getur greitt lánið hrað- ar niður. Bílaborg á nú óseldar nokkrar „pick-up“-bifreiðar og ör- fáar Mazda 929. Slík bifreið kost- ar 880 til 920 þúsund krónur, en sú bifreið, sem mest hefur selzt, er Mazda 818, sem kostar 720 þúsund krónur. Davíð Daviðsson, sölumaður hjá Fiat-umboði Davíðs Sigurðssonar, sagði, að bílasalan hefði gengið ágætlega og hefði greinilega aukizt, þegar fram kom i miðjan janúar. Umboðið hefur selt um 30 bila í þessum mánuði, en heldur hefði dregið úr afgreiðslu nú siðustu daga, þar eð lengur tekur en áður að fá gjaldeyri afgreidd- an í banka. Getur umboðið því ekki annað eftirspurninni sem skyldi — sagði Davíð, sem kvað dálítið fyrirliggjandi af pöntun- um. Umboðið liggur nú með óselda um 150 bila, 50 pólska Fiata og um 100 italska, allt af árgerð 1975. Nýja árgerðin eða árgerð 1976 kemur ekki á markað fyrr en I septembermánuði. Næsta sending af Fiat-bilum kem- ur til landsins í apríl og kvað Davið að þá yrði umboðið að hafa selt þá 150 bíla, sem nú eru óseld- ir. Fyrir nokkru — eða um það leyti, sem mest lff var i bilasölu, sagði Davíð að umboðið hefði lán- að um 80 þúsund krónur í hverj- um bil. Nú lánaði það um 150 þúsund krónur, en hann kvað greiðslukjör þó ekki hafa batnað, þar eð verð bílanna hefði einnig hækkað. Léti því nærri að lánið væri um það bil sama hundraðs- tala af andvirði bílsins og áður. Umboðið lánar þó hlutfallslega mun meira i pólskum Fiötum en itölskum. Lánið í hverjum pólsk- um Fíat er 250 þúsund krónur. Davíð sagði að ástæður þessa væru þær, að fyrirtækinu væri meira í mun að losna við þá en ítölsku bílana, vegna þess að þeir hefðu þegar verið greiddir í banka. — Mengunar- aðferðir Framhald af bls. 3. áhuga, er málinu var fyrst hreyft við okkur.“ — Af Islands hálfu? „Ég held ég megi fullyrða að svo hafi verið, annars er orðið svo langt um liðið, að ég man það ekki glöggt.“ — Eru forráðamenn Union Carbide ánægðir með það sam- komulag sem náðst hefur. Nú hefur það breytzt talsvert frá þvf sem upphaflega var talað um, t.d. eignarhlutinn og orku- verð? „Við verðum að líta á mynd- ina í heild, en ekki einstök at- riði samkomulagsins. Báðir að- iljar eru að mínu áliti sammála um að bygging verksmiðjunnar þjónar hagsmunum beggja. Ekkert samkomulag hefði náðst ef báðir aðiljar hefðu ekki náð sínum helztu málum fram á fullnægjandi hátt. AHUGI fyrir frekari STÓRIÐJUFRAMKVÆMD- UM? — Hefur Union Carbide áhuga á að fara út í fleiri stór- iðjuverkefni á Islandi. Nú eru hér gífurlegir möguleikar á framleiðslu ódýrrar orku og eins og þér sögðuð áðan er land- ið vel staðsett hvað markaði snertir og býður upp á gott vinnuafl? „Það myndi algerlega verða undir Islendingum komið. Ég held sjálfur að lslendingar muni verða ánægðir með þessa samvinnu við Union Carbide og ef að þvi kæmi, er byggingu þessarar verksmiðju verður lokið, að Islendingar hefðu áhuga á stækkun, eða samvinnu á öðrum sviðum, myndi Union Carbide verða mjög móttæki- legt fyrir tillögum þess efnis, en ég vil leggja áherzlu á að slíkar tillögur myndu verða að koma frá Islendingum.” — Hvenær gætu framkvæmd- ir hafist, ef Alþingi samþykkir frumvarpið á næstunni? „Ef frumvarpið verður sam- þykkt, mun Union Carbide leggja allt sitt fram, til að fram- kvæmdir geti hafist sem fyrst og mjög fljótlega yrði væntan- lega farið að ráða fólk til starfa. Islendingar munu algerlega stjórna verksmiðjunni, en þeir, sem til þess verða ráðnir þurfa á þjálfun að halda hjá okkur í Bandaríkjunum á rannsóknar- stofum og i verksmiðjum.“ MJÖG GÓÐAR MARKAÐS- HORFUR — Hvað með framtíðarmark- aðshorfur á ferrosilikoni? „Við teljum að markaðshorf- ur næstu áratugi séu mjög góð- ar og að efnahagskreppa muni hafa teljandi áhrif á markað- ina, því að ferrosilikon er notað í svo geysilega marga fram- leiðslu.” — Eru möguleikar á veru- legri stækkun yerksmiðjunnar? „Já, þeir eru fyrir hendi og það er mitt álit, að er íslending- ar hafa sannreynt, að Union Carbide er heiðarlegur og traustur samstarfsaðili, muni koma í ljós hugsanlegur grund- völlur fyrir verulegri stækk- un. “ ■“TTT ■ stor ÚTSALA Kjólaefni, metravara Tilbúin fatna&ur fyrir konur, karla og börn Allt selt fyrir ótrúlega lágt verÓ Egill íacobsen Austurstræti 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.