Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANUAR Í975 Frá 1972 til 1975 jókst þjóðarframlciðsla um 24.4 milljarða króna, þar af voru 23,6 milljarð- ar vegna verð- hækkana cn 0,8 miiljarðár raunvcruleg- kur vöxtur. Launin hafa hækkað um 472% en ráðstöfunartekjur um 39% 0,8 HAGDEILD Vinnuveitendasam bands íslands hefur unnið upp yfirlit yfir þróun launakostnaðar sl. 10 ár, þar sem m.a. er gerð grein fyrir hvernig launahækkanir í krónum talið hafa étist upp vegna verðlagshækkana og skattahækkana. í yfirliti hagdeild- arinnar segir m.a.: „Frá árinu 1972 til 1973 jukust árstekjur faglærðs starfsmanns um kr. 152.200. Til viðbótar þessu greiddi atvinnurekandinn kr. 31.500 meira í launatengd gjöld 1973 en árið áður. Þannig hækk- aði heildarlaunakostnaðurinn á milli áranna um kr. 183.700 á hvern faglærðan starfsmann. Þótt launþegin fengi kr. 152.200 meir í tekjur árið 1973 en árið áður urðu skattar og verðhækkanir þess valdandi að raunráðstöf- unartekjur hans lækkuðu um kr. 3.400 milli þessara ára." — Hœkkun launa og framleiðsluaukningin Síðar segir I yfirlitinu: „Efna- hagsþjóðfélag okkar er margþætt. ÞaS er I örum vexti. ÞjóSarfram- leiðslan eykst, fjárlögin hækka. vinnulaunin hækka, en samt sem áður er svipað komið fyrir fyrir- tækinu eins og starfsmanninum þ.e. hærri tölur þýða ekki endilega að úr meiru sé að spila. Þjóðarframleiðslan hefur á síð- ari árum aukist um rúm 5% á ári. Þjóðarframieiðslan er samtala þeirrar vöru og þjónustu sem við framleiðum á einu ári. Fjárlög rlk- isins hafa aukist 4—5 sinnum meira á sama tíma. Misræmið milli aukningar framleiðslunnar og ríkisútgjalda er ein af ástæðunum fyrir verðbólgu. Á árunum 1972 og 1973 jókst heildarlaunakostnaður fyrirtækja að meðaltali um 28% á ári. Á sama tlma jókst framleiðslan um rúm 5% á ári. Á síðari árum hefur aukning launakostnaðar verið um 4—S sinnum meiri en fram- leiðsluaukningin. Misræmið á milli aukningar framleiðslunnar og hækkunar launa hefur orsakað verðhækkanir og þar af leiöandi aukið á veröbólguna. — Laun í krónum og raunráðstöfunartekjur i yfirlitinu er gerð grein fyrir þróun launakostnaðar frá 1963 til 1973, en launakostnaður er sú upphæð. sem fyrirtæki greiðir fyr- ir hvern starfsmann. Samkvæmt yfirlitinu hefur launakostnaður hækkað frá 1963 úr 140.400 krónum I 871.400 krónur árið 1973. Ráðstöfunartekjur, eftir að tekið hefur verið tillit til skatt- greiðslna, hafa á sama timabili, miðað við fast verðlag, hækkað úr 116.000 krónum 1161.200 krón- ur. En á árinu 1973 lækkuðu raunráðstöfunartekjur frá árinu áður um 3.400 krónur. Á þessu timabili hafa, sam- kvæmt yfirliti hagdeildarinnar, orðið eftirfarandi breytingar: Heildarlaunakostnaður hefur hækkað um 521% eða meira en sexfaldast. 0 Launatengd gjöld hækkuðu um 1.600%, sem þýðir að þau hafa sautjánfaldast. 0 Skattgreiðslur hækkuðu um 765% eða rúmlega áttfölduðust. 0 Ráðstöfunartekjur hækkuðu þvl I raun aðeins um 39% miðað við fast verðlag. — Raunveruleg framleiðsluaukning Hagdeildin fjallar einnig um breytingar á þjóðarframleiðslu I yfirlitinu og um það atriði segir m.a.: „Almenn velferð á íslandi hefur vaxið allt frá aldamótum, en þó sérstaklega á sfðustu þrem ára- tugum. Við mælum þessa velferð m.a. með þjóðarframleiðslu. Þjóðarframleiöslan er samtala þeirrar vöru og þjónustu sem við framleiðum á ákveðnu ári. Með samanburði milli ára fæst vöxtur þjóðarframleiðslunnar, sem við notum oft sem mælikvarða á aukningu velferðar. Á sl. 14 árum hefur þjóðarframleiðslan rúmlega tlfaldast. Stór hluti framleiðslu- aukningarinnar, sérstaklega á seinni árum, er vegna verðhækk- ana og þvl ekki raunveruleg aukn- ing. Ef tekið er tillit til verðbólg- unnar til að fá hina raunverulegu framleiðsluaukningu, kemur I Ijós, að hún hefur tvöfaldast á siöustu 14 árum. Ef borin eru saman árin 1972 og 1973 kemur I Ijós, að þjóðar- framleiðslan jókst um 24.4 millj- arða króna. Ef litið er nánar á samsetningu þessarar aukningar kemur I Ijós, að raunveruleg fram- leiðsluaukning var ekki nema 0,8 milljarðar króna. Afgangurinn er vegna verðhækkana. Aukin vel- ferð hvort heldur er hjá einstakl- ingunum sjálfum eða I samneyslu I gegnum hið opinbera saman stendur af þessum 0,8 milljörðum króna. Það er nefnilega ekki hægt að skipta meiru en aflað er." — Hlutur hins opinbera I yfirlitinu kemur einnig fram, að á sl. 10 árum hefur fjöldi opin- berra starfsmanna aukist um 75%. Á sama tlma hefur vinnuafl I framleiðsluatvinnugreinunum aukist um 30%. Þannig hafa at- vinnuvegirnir þurft að minnka vinnuafl sitt til þess að opinberir aðilar gætu fullnægt vinnuafls- eftirspurn sinni. Afleiðing þessar- ar þróunar kemur fram með ýms- um hætti, m.a. hafa rfkisútgjöld aukist úr 20% af þjóðarfram- leiðslu árið 1963 I 29% árið 1973. Árið 1963 námu beinir skattar 7% af heildar tekjum rlkis- sjóðs, en árið 1973 26%. Árið 1974 lækkaöi þetta hlutfall þó aftur og er komið niður I 18%. Um þessa þróun segir I yfirlit- inu: „Hin glfurlega aukning opin- bera geirans hefur einnig haft áhrif á verðlag og kostnaðarþróun hér á landi. Við flutning fram- leiðsluþátta frá atvinnuvegunum til hins opinbera skapast vöntun og þar með hærra verð á vinnuafli og fjármagni, þ.e.a.s. launum og vöxtum." «71.400 Skýringarmynd: Á þessu yfirliti er sýnt hvernig meðallaunakostnaður fyrirtækis fyrir hvern iðnlærðan verkamann hefur þróast á síðustu 10 árum. Efsti hluti súluritsins sýnir aukningu í launatengdum gjöldum. Þá er sýndur sá hluti launanna, sem starfsmaðurinn greiðir í skatta og þar fyrir neðan sá hluti, sem eyðist í verðlagshækkun- um. Neðsti hlutinn sýnir svo hvernig ráðstöfunartekj- urnar hafa breyst á föstu verðlagi frá ári til árs. Súlan að frádregnum efsta hlutanum sýnir heildarlaun starfsmannsins. Launatengd gjðld Skattar Sá hluti ráðstöfunartekna sem fer í verð hækkanir eftir 1963 Raunráðstöfunartekjur. Alexander Solzhenitsyn. Bygging Stalín- skurðarins kostaði 250.000 mannslíf 1 TILEFNI þess, að út er komið f Þýzkalandi annað bindi ritverks Alexanders Solzhenitsyn, „GULAG-eyjaklasinn“, birtist eftirfarandi grein f þýzka blaðinu „Welt am Sonntag": Eini núlifandi rithöfundurinn, sem öruggur má teljast um að öðlast ódauðleikann, ef nokkur getur það yfirleitt, hefur aldrei skrifað skáldsögu. A hinum nær 700 síðum annars bindis „GULAG-eyjaklasans" heldur Alexander Solzhenitsyn áfram að lýsa sovézku fjöldafangabúðun- um. Tími hans er knappur. Hann ber merki alvarlegra veikinda, hann býr í útlegð og hann vinnur meira en 10 stundir á dag. Heimurinn býður eftir nýju rit- ■verki. Meðal alls þess, sem ber einstæðu siðferðisþreki vitni, er ekki minnst vert um þetta: Það er mikilvægara en líf hans og einnig mikilvægara en framlag hans til bókmennta að lýsa fyrir Rússum og mannkyni öllu ógnarstjórn- kerfi Sovétríkjanna og þjóna þannig þjóð sinni. Sá, sem fórnað var, færir hina mestu fórn, sem rithöfundur getur í té látið. Eðlilegt er, að menn beri saman annað bindi ritverksins við hið fyrra. Það er ekki eins skáldlegt og hið fyrra, en um leið læsilegra og meiraspennandi í beztu merk ingu þess ofðs, áhrifaríkara, átakanlegra. 1 þessu bindi lýsir Solzhenitsyn örlögum hinna ofur- seldu kvenna, sem verða að þola hvers kyns kynferðislega niður- lægingu og svívirðu og að lokum dauða, og einnig örlögum kval- inna og pindra barna. I því efni er hræðilegust ákæran gegn skáld- inu Maxim Gorki, sem hugdjarfur fjórtán ára piltur hafði snúið sér til f raunum sinum. Gorki grét, skrifaði nafn sitt i gestabók og fór til miðdegisverðar, — en drengur- inn var skotinn. Hér kemur ein af bitrustu ákærum Solzhenitsyns greinilega fram: Ákæran gegn stjórnarkerfi, sem ekki aðeins reynir að útrýma andstæðingum sinum, heldur spillir og eyðilegg- ur hina beztu menn með þvi að gera þá samseka. Ég sagði ekki eins skáldlegt og fyrra bindið, en það geri ég með fyrirvara. Solzhenitsyn er það vel ljóst, að aukning ógnarinnar slæv- ir og sljóvgar. Þegar 250 þúsund manns láta lífið við byggingu Stalin-skurðarins, þegar 66 milljónir manna þola píslarvætti fangabúðanna, þá deyr með hinum deyjandi hæfileikinn til að skilja, til að sýna mótþróa, til að finna til samúðar. Við höfum reynt það af lýsingunum á fjölda- fangabúðum Hitlers, — af því að Þýzkaland eignaðist engan Solzhenitsyn. Hinn stórkostlegi skáldlegi styrkur Solzhenitsyns felst í því að bjarga hinum bjargarlausu, glötuðu einstakl- ingum upp úr hinu dimma nafn- leysi, sem enga meðaumkun eða samúð hlýtur. Þegar hann lýsir í fjórum línum tíu ára vítisdvöl tveggja kommúnista, sem ekkert hafa af sér gert annað en að spyrj- ast fyrir um það, af hverju flokks- þingið hafi ekki verið haldið, þá eru það drög að átakanlegri skáld- sögu. Solzhenitsyn, sem engar skáldsögur hefur skrifað, hefur i öðru bindi ritverksins „GULAG- eyjaklasinn" skrifað hundruð skáldsagna. Sá sem les þessa bók, sér fyrir sér uppdrætti að myndum Michelangelos og Leon- ardo da Vincis. Þessi drög standa myndum þeirra ekki að baki. Það kemur greinilegar fram i þessu bindi en hinu i'yrra, hversu óforbetranlegt þetta stjórnarfar er. Með vandvirkni og nákvæmni hins mikla fréttamanns lýsir Solzhenitsyn landslagi eyja- klasans, sem krabbi fangabúð- anna breiðir sig út um, en sagn- fræðingurinn Solzhenitsyn rekur uppruna sjúkdómsins til krabba- meinsvaldans Lenins, til for- skriftar, sem stalínisminn fór eftir og framdi hina hryllilegustu glæpi, en sem enn er farið eftir á dögum félaga Brezhnevs. Skömm hinna alþjóðlegu vinstri manna verður augljós, þegar timarit á borð við „Der Spiegel" skrifar, að útkoma annars bindis „GULAG- eyjaklasans" hafi því aðeins orðið möguleg, af því að kerfið hafi „breytzt", en þeir hlutir, sem höf- undur lýsi, gerist ekki aftur, þó að Solzhenitsyn gefi það í skyn, að þeir ,£eti endurtekið sig“. Þetta eru ekki hlutir, sem „gætu endur- tekið sig“, heldur eru þeir fyrir hendi. Þess vegna hyggur Solzhenitsyn á málaferli gegn Sovétríkjunum, því að tíminn er dýrmætur. Einnig það er fórn af hans hálfu. Það er fórn manns, sem er gæddur sterkri siðferðisvitund, manns, sem ákærir, en kvartar ekki. Eins og allir miklir rithöf- undar og öll stórskáld býr bjart- sýni i innstu fylgsnum hinnar kvöldu sálar hans. I fegursta kafla bókarinnar — „Skiring" — verður Ijóst, að Solzhenitsyn ætlaði ekki að síðustu að reisa þeim minnisvarða, sem komust af óbrotnir á sál. „Þess vegna segi ég, er ég hugsa til fangelsisára minna, — og það munu margir meðbræður mínir furða sig á: Vertu blessað, fangelsi mitt!“ Sá sem skilur ætlunarverk Solzhenitsyns, verður að færa þá fórn að leggja á sig þær kvalir, sem lestur annars bindis „GULAG-eyjaklasans“ hefur í för með sér. I formála að bókinni, sem Joseph Roth skrifar og ber hið táknræna heiti: „Endalaus flótti", segir hann m.a.: „Aðalatriðið er ekki lengur „að segja frá“. Hið mikilvægasta er það, sem horft hefur verið á.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.