Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1975 23 Hver ber ábyrgðina? Já: Ég spyr hverjir bera ábyrgðina á því gífurlega tjóni, sem orðið hefur vegna þessara tíðu og alvarlegu bilana á afl- vélum skuttogaranna, er keyptir hafa verið til landsins í tið vinstri stjórnarinnar. Þessar bilanir sem fram hafa komið hafa kostað þjóð- arbúið svo skiptir tugum milljóna fyrir utan öll óþægindi sem eig- endur skipanna verða fyrir. Er ekki svarið vinstri stjórnarinnar og þá fyrst og fremst Alþýðu- bandalagsins? Þvi að það hefði ábyggilega, ef einhverja aðra hefði verið við að sakast, látið koma hljóð úr horni. Og sam- kvæmt sögn þeirra sjálfra í Þjóð- viljanum réðu Alþýðubandalags- menn öllu i vinstri stjórninni. P’ramsókn bara elti. Það eru Þjóð- viljans eigin orð í leiðara eigi alls fyrir löngu. Þessvegna á að sjálf- sögðu að skrifa á reikning Lúð- víks Jósepssonar allar misfellur í sambandi við vélakaupin, í því miður alltof margra skuttogara. Hverjir sáu eiginlega um véla- kaupin I togarana? Hefði ekki verið hyggilegra að kaupa í togarana reyndar og viðkenndar gerðir? Ég nefni sem dæmi Vespor, sem er viður- kennd fyrir öryggi, enda notuð í hollenska og þýska dráttarbáta. En gallar hafa ekki einungis komið fram í aðalvélunum heldur og i spilum skipanna þá er notkun þeirra hefur hafist. Ég endurtek aftur: Hverjir sáu um þessi skipa- kaup? Mér dettur í hug að það hefði borgað sig að hafa togurun- um einum færra en betra eftirlit með gerð þeirra. Ég fullyrði að Alþýðubandalagið hefði ekki sparað gífuryrðin ef Sjálfstæðis- flokkurinn hefði átt þarna ein- hverja hlutdeild í. Nú það má svona til gamans skjóta því hér inn, að það voru keyptir togarar fyrir tslendinga áður en Lúðvík Jósepsson varð sjávarútvegsráð- herra og gengu snurðulaust. En það verður varla sagt um skut- togarana því miður. 24. janúar 1975 Ólafur Vigfússson Hávallagötu 17 Rvík. — Sjötugur Framhald af bls. 25 er að vísu skoðanafastur og heldur fram máli sinu af röksemi og staðfestu. Það fer ekki milli mála að Ólafur Jónsson hefur um áratugi lagt fram gífurlegt starf fyrir knattspyrnuhreyfinguna, m.a. setið yfir 1000 fundi í KRR. í blaðaviðtali á 60 ára afmæli Víkings segir Ólafur, sem er tákn- rænt fyrir hann: ,,Ég vil leggja sérstaka áherzlu á að ég lít ekki á störf mín í þágu knattspyrnu- hreyfingarinnar eða íþróttahreyf- ingarinnar i heild sem neina fórn. Þau hafa veitt mér óskipta gleði. Samstarfið yfirleitt i Víkingi og KRR hefur verið með ágætum og ég hefi kynnzt mörgum góðum drengjum. Hafi ég eytt tíma til að stuðla að framgangi knattspyrn- unnar hef ég fengið það að fullu endurgoldið." — Þetta eru vissu- lega höfðingleg orð, skörulega og drengilega mælt. Svo sem að líkum lætur hefur Ólafur komið víðar við en í Víkingi og KRR á löngum ferli. Hann hefur m.a. átt sæti i stjórn I.S.t, IBR og i iþróttaráði Reykja- víkur. Vissulega hefur Ólafur hlotið að makleikum margskonar viðurkenningu fyrir störf sín, hlotið heiðursmerki m.a« ISÍ, IBR, KRR, Víkings og fleiri. Knattspyrnuráð Reykjavikur sendir afmælisbarninu hugheilar hamingjuóskir með innilegum þökkum fyrir giftumikið starf fyrir KRR og trausta handleiðslu á liðnum árum. KAU PM AN NASAMTÖK ISLANDS Kaupmannasamtök Islands minna félagsmenn sína á almennan umræðu- fund sem haldinn verður þriðjudagskvöldið 1 1 . febrúar n.k. kl. 30:30 í baðstQfu kaupmanna að Marargötu 2. Athygli skal vakin á því að fundurinn verður ekki þriðjudaginn 4. febrúar eins og áður hafði verið ákveðið, heldur viku seinna. Stjórnin. Prófilasagir til afgreiðslu strax. G Þorsteinsson og Johnson Ármúla 1. Sími 85533. FYRIRLIGGJANDI ÚRVALS KJARNFÓÐUR FYRIR ALLAN BÚPENING AFGREIÐUM LAUST EÐA SEKKJAÐ, MJÖL OG KÖGGLA Nauðungaruppboð. Nauðungaruppboð á húseigninni Borgarhraúni 5 í Hvargerði, eign Vals M. Valssonar, áður auglýst i 76., 78. og 79. tbl. Lögbirtingablaðs 1974, fer fram á.-eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. febrúar 1975 kl. 15.00. SÝSLUMAÐUR ÁRNESSÝSLU. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDÁ Stjórnun I Fjallað verður um eftirfarandi: Hvað er stjórnun og hvert er hlutverk hennar? Stjórnunarsviðið og setning markmiða. Stjórnun og skipulag fyrirtækja. Námskeiðið gefur innsýn í stjórnunarvandamálin. Því er einkum ætlað að auka möguleika þátttakenda til að líta á viðfangsefnin, sem fjallað er um á öðrum sviðum, frá sjónarhóli stjórnandans. Námskeiðið verður haldið þriðjud. 4. febr. og miðvikud. 5. febr. 1975 frá kl. 1 3:30 til 19:00. Leiðbeinandi: Brynjólfur Bjarnason, rekstrarhagfræðingur. Símanámskeið Fjallað verður um eftirfarandi: Starf og skyldur símsvarans, eiginleika góðrar símraddar, símsvörun og simtækni, kynningu á notkun símabúnaðar, kallkerfis o. fl. Á öld fækninnar má segja, að símsvarinn sé nokkurs konar andlit fyrirtækisins. Tilgangur námskeiðsins er að fræða símsvara um þau símtæki, sem almennt eru notuð, og þjálfa þá í að tileinka sér ýmsa þætti mannlegra samskipta s. s. árvekni, glaðværð, látleysi og skýrleika í tjáningu, þannig að þeir geti innt starf sitt betur af hendi. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Bankamannaskólans, Laugavegi 103, fimmtud. 6. febrúar kl. 14:00 til 17:00, föstud. 7. febrúar kl. 14:00 til 1 8:00, laugard. 8. febrúar kl. 9:1 5 til 1 2:00. Leiðbeinendur: Helgi Hallsson, fulltrúi og Þorsteinn Óskarsson, sím- virkjaverkstjóri. Nánari upplýsingar og þátttökutilkynningar i sima 82930. AUKIN ÞEKKING ARÐVÆNLEGRI REKSTUR TEKK" ERUM FLUTT AÐ LAUGAVEGI 15 LITIÐ INN OG SKOÐIÐ OKKAR MIKLA OG VANDAÐA VÖRUURVAL. VÖRUR FYRIR ALLA~ VERÐ FYRIR ALLA Heill þér sjötugum. K.R.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.