Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1975 33 Laní Morö ö kvenréttindarööstefnu Jöhanna Kristjönsdöttir býddi 30 Ösjálfrátt hopar hún á hæli og um stund virðist hún ætla að flýja út úr herberginu. Hún er i senn hrædd og reið. — Þér hafið unnið og þér vitið það sjálfur. Ég hef ekki I hyggju að ganga svo langt í umhyggju minni fyrir fulltrúunum að ég eigi á hættu að deyja úr stry'..mn- eitrun. — STRYKNIN? Hvers vegna haldið þér að það sé einmitt stryknin? — Þér skuluð ekki láta eins og kjáni. Það er vist augljóst að þér hafið fullt vit i kollinum. Frá því augnabliki að Camilla sagði yður frá þessu i símanum hafið þér gert yður grein fyrir því að dauða- einkennin voru full æðisleg til að hafa stafað af hjartasjúkdómi. Ég skal játa það hreint út: mér sýnist allt benda til að eitrað hafi verið fyrir veslings stúlkuna með stryknin. — Einmitt það. Hann talar hljóðlega og hæðni er horfin með öllu úr fasi hans. — Og hvað með dánarvott- orðið? — Eftír það sem nú hefur gerzt mun ég að sjálfsögðu ekki undir- rita neitt slíkt plagg. Þess í stað ætti ég víst að senda boð til lög- reglunnar og spyrjast fyrir um, hvað eigi að gera í málinu... En ég tel að það sé óþarft, þar sem yfir- maður morðdeildar Stokkhólms- lögreglunnar hefur brotizt inn I herbergið og tekið málið I sínar hendur! Ég ætla að lýsa því yfir að ég þvæ hendur mínar af þessu máli öllu og nú ætla ég að ræða við hina lifandi fulltrúa í klúbbn- um okkar. Sælir á meðan. — Hátíðlegar kveðjur eru sjálf- sagt óþarfar. Ætli við hittumst ekki öðru hverju næstu klukku- tímana. — Jú, því miður. Hún strunsar á braut með miklum pilsaþyt og hann hugsar með sér að honum geðjist eigin- lega allbærilega að hinum geð- stirða andstæðingi sínum. En hann gerir sér einnig ljóst að það er óheppilegt að taka af- stöðu of fljótt til hinna ýmsu aðila sem kunna að koma við sögu í þessu máli. Oft fer svo að lög- regluforingjanum líkar langsam- lega best við morðingjann sjálfan.... Lögregluforinginn að störfum Innst inni er Christer Wijk sammála Ase Stenius Hann veit að jafnskjótt og hann hefur til- kynnt bæði lögreglunni í Karlstad og nokkrum duglegustu aðstoðar- mönnum sínum um atburðinn það er allt komið á fleygiferð, blöðin fara á stúfana og fréttamanna- kapphlaupið hefst af fullum krafti og veit að áhugi fólks á þessu máli verður fljótur að komast að suðumarki, sakir þess að ung og efnileg listakona hefur verið myrt... þar sem hún var stödd í hópi virtra og þekktra kvenna. Hann hefur fulla samúð með þessum konum, — og auk þess með sjálfum sér, þegar hann hugsar til þess að hann hefur ákaflega fátt að segja forvitnum og spurulum blaðamönnum en meðaumkunartilfinning hans hverfur snarlega, þegar hann verður því sem næst fyrir árás af einni þeirra — og það er reyndar sú sem þekktust er þeirra allra. Eva Gun Nyren kemur þjótandi eins og valkyrja frá borðsalnum og rödd hennar verður tryllings- legri með hverri sekúndu. Hún er eldrauð I kinnum og í augum hennar speglast örvæntng og bræði. — Ase.... Áse segir að það verði að slíta ráðstefnunni.... vegna þess að sumt bendi til að Betti hafi verið myrt. Og að þér hafið sent eftir lögreglunni.... og .... og... eruð þér alveg snarvitlaus maður. Skiljið þér ekki að þér eruð með þessu að eyðileggja okkur allar... mannorð okkar... framtíð þér eruð að leggja okkur algerlega í rúst. Enda þótt svipaðar hugsanir hafi hvarflað að Christer meðan hann var einn, verður hann gripinn andstyggð og svarar þvi hranalegar en hann hefði annars gert: — Það er nú kannski ekki alveg sannieikanum samkvæmt, fröken Nyren. Þeir einu sem verða fyrir þvi sem þér kallið „eyðileggingu" í svona máli eru þeir sem eiga allt sitt undir af- stöðu almennings varðandi lýð- hylli og frægð. Það á sjá'lfsagt við um einhverjar konur í klúbbnum, en þó alveg sérstaklega hvað yður sjálfa varðar... þér sem eruð í klónum á flokki yðar og kjósend- um. Það væri því heiðarlegra ef þér hættuð að tala I fleirtölu og Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11 30, frá mánudegi til föstudags % Að bíða þess að þökin falli Jóhann Hjaltason skrifar: „Föstudaginn 17. þ.m. ritar Þórir Baldvinsson arkitekt grein með þesSari yfirskrift í Morgun- blaðið. Þórir er alþjóð kunnur fyrir mikið og gott starf á Teiknistofu landbúnaðarins s.l. 3—4 áratugi. Fyrst sem starfs- maður þar og síðar forstöðu- maður. Ennfremur er hann vel kunnur meðal alls bókmennta- sinnaðs fóks sem smásagnahöf- undurinn Kolbeinn frá Strönd. Þessi grein Þóris ásamt snjóflóðafréttum siðustu vikna minnti mig á það, að um Jóns- messuleytið sumarið 1939 var ég fótgangandi á ferð vestur I Súg- andafirði nánar sagt norðan megin fjarðarins. Bar mig þá að býlinu Norðureyri, m.a. i þeim tilgangi að biðja um flutning yfir í þorpið á Suðureyri, sem er beint á móti hinum megin fjarðar. Súgandafjörður er litill og þröng- ur umluktur 4—500 m háum hamrafjöllum, þar sem snjóflóð eru mjög tið. Bóndann á Norðureyri hitti ég úti. Meðan við áttum tal saman varð mér starsýnt á steinstöpul einn mikinn, landmegin við íbúðarhúsið sem einnig var stein- steypt. Stöpull þessi var þríhyrnd- ur og áfastur húsgaflinum, jafn- breiður honum og jafnhár, en eitt hornið og sennilega hið hvassasta sneri gegn fjallinu. Kvað bóndi, að hin árvissu snjóflóð á þessum stað hefðu ekki valdið verulegu tjóni, eftir að hann veitti þennan umbúnað. Nú klofnuðu flóðin á stöplinum og rynnu út i sjó báðumegin við ef afl þeirra væri þá svo mikið. Með því að ég er að mestu ókunnugur staðháttum og mann- lífi í Súgandafirði og man heldur ekki lengur allt það, sem Norður- eyrarbóndi sagði mér um þá hluti fyrir frekum aldarfjórðungi, enda skrifaði ég það ekki hjá mér og hefi ekki rifjað neitt af því upp fyrr en nú, þá sé ég þann kost vænstan að vitna um það efni i Árbók F.í. frá árinu 1951. Hún er að meginefni til skrifuð af greinargóðum manni, Kristjáni G. Þorvaldssyni i Suðureyri, Þar seg- ir svo: „Norðureyri er mesti hættu- staður sveitarinnar og er enginn sá blettur i landi hennar að óhætt sé fyrir snjóskriðum. Oft hafa þær tekið bæinn og þá stundum valdið manntjóni, og tjón á sauðfé hefur iðulega orðið af þeirra völd- um. Vatn varð áður að sækja upp undir hlið, en þar var hættan enn meiri. Þrátt fyrir þetta er ekki vitað til, að jörðin hafi verið óbyggð um langan tíma. í byrjun 18. aldar minntust menn þess, að tvisvar hefði hlaup- ið á bæinn, en hvorugt sinnið orðið manntjón. Tvisvar varð manntjón þar á 19. öldinni. Hið fyrra i desember 1836. Braut þá niður öll hús og fórust 6 menn. Var hlaupið svo mikið, að það gekk á land vestan við fjörðinn. Tvö stórhlaup hafa fallið á bæinn á þessari öld, en hvorugt valdið manntjóni. Smá- hlaup sem lítið tjón gerðu gleymdust fljótt. Bætur þær sem gerðar hafa verið á jörðinni eru verk Kristjáns Sigurðssonar sem lengi hefur búið þar og oftast verið einyrki. Hann er nú (þ.e. 1951) á áttræðisaldri. Hann hefur byggt íbúðarhús úr steini og leitt í það vatn. Ofan við það hefur hann gert fleygmyndaða klöpp úr steini, jafnháa húsinu. Þetta hefur þegar fengið nokkra reynslu. 1931 hljóp á Norðureyri og braut þá niður öll útihús og sum fóru algerlega. Stóð ibúðar- húsið óskemmt að öðru en því, að snjórinn braut nokkrar rúður, um leið og hann straukst fram hjá. Skepnuhús og hlöður voru þá byggó úr steini i vari ibúðarinnar. Veturinn eftir kom hlaup sem bóndinn taldi meira en hið fyrra, en engar skemmdir urðu. Ætla má, að þarna sé svo öflugt virki, að enginn snjóflóð vinni á því, en utan virkisveggjanna er hættan sama og áður.“ 20. jan. 1975, Jóhann Hjaltason." 0 Náðarspeni að sunnan Ingjaldur Tómasson skrifar: „Það væri fróðlegt að fá upplýs- ingar um það hvað vanræksla vinstri stjórnarinnar í virkjunar- málum norðanlands hefir kostað þjóðina. Ef vel hefði verið á mál- um haidið hefði stórt orkuver get- að byrjað framleiðslu rafmagns fyrir næstkomandi vetur eða jafn- vel fyrr. í stað þess að taka á þessum málum með meðalmanns- viti, var fjármagninu ausið í rann- sóknir á hálendinu með það fyrir augum að leggja náðarspenann þar yfir. Það hljóta allir Islendingar að skilja, að eftir því sem raforka er flutt lengri leið, þeim mun meiri hætta er á bilunum af völdum isingar, stórviðra, snjó- og skriðu- falla og annarra náttúruhamfara, svo sem eldgosa, sem hafa verið tið á Þjórsár- og Tungnaársvæð- inu. Ég er lika viss um, að Sunnlend- ingar þurfa á allri sinni orku að halda, bæði til störiðjufram- kvæmda og til stórvaxandi orku- notkunar annarrar eins og ég hefi áður getið. Þess vegna er lagning há- spennulínu frá Sigölduvirkjun með byggðum vesturog norður um land algertbráðabirgðar- og neyðarúrræði. Þótt ég viti, að þessi lína geti komið sér vel þegar veita þarf innan tiðar mikilli orku um þá landshluta, sem línan ligg- ur yfir, þá er það ekki bráð nauð- syn nú þegar. Það væri miklu vitmeira- að verja fjármagninu, sem á að fara í línuna; til þess að byrja á næsta vori að reisa nokk- uð stóra virkjun fyrir norðan. Ut- boðum mætti haga þannig, að það fyrirtæki fengi verkið, sem gæti lokið því á sem skemmstum tima. Ný virkjun fyrir norðan á met- tíma, — það er fljótvirkasta leiðin til að minnka ófremdarástandið, sem nú er í orkumálum nyrðra. Ingjaldur Tómasson." 0 Hvað er að vera fullorðinn? Sigríður J. Magnússon hringdi og sagðist nýlega hafa lesið um hugsanabrengl hér í dálkunum, en þar var vitnað í grein Odds Sigurjónssonar blaða- manns á Alþýðublaðinu. i þessu sambandi vildi Sigríður vekja athygli á rangri notkun orðsins fullorðinn. I sinum huga væri fullorðinn maður sá, sem kominn væri á fullorðinsár, — væri fulltiða, en ekki aldraður maður eða roskinn. Nýlega sagðist Sigriður hafa lesið frétt um að fullorðinn maður (um sjötugt) hefði orðið fyrir slysi. Að sínu mati hefði átt að segja, að maðurinn væri roskinn eða jafnvel aldraður en alls ekki fullorðinn. SlGeA V/öGA £ ‘f/LVtWki V£<b5/ HA90R S£óW A9 W \IA?lS) mW VofómO'b \ WA0b\K/K A VÍOK/OW/ V£6tö V/4WN M Slftm VDÁ MSKl H.Í W VA* VíAOSlWW AVÝSO' —zC U/VÆðVA* MAOSWK AV ÝS 0/ SlóGA ^------ SUMARBÚSTAÐA- EIGENDUR OG AÐRIR SEM ÆTLA AÐ FÁ ÞENNAN VINSÆLA OLÍUOFN AFGREIDDAN FYRIR SUMARIÐ. VINSAM- LEGAST PANTIÐ SEM FYRST? ÞAR SEM MARGIR ERU Á BIÐ- LISTA. Rafborg RAUÐARÁRSTÍG 1. Sími11141. rr^ELECTROLUX L ^ J Eftirtaldir aðilar nanam se|ia Eiectroiux heimilistæki: v Akranes: örin h.f., Skólabraut 31. S. 93-1880 Borgarnes: Kf. Borgfirðinga. S. 93-7200. Ilellissandur: Raft. verzl. Óttars Sveinbjörnss. S. 93-6685 Patreksfjörður: Baldvin Kristjánsson. S. 94-1295. Bolungarvík: Jón Fr. Einarsson. S. 94-7351. Isafjörður: Straumur S. 94-3321. Blönduós: Kf. Húnvetninga. S. 95-4200. Sauðárkrókur: Kf. Skagfirðinga. S. 95-5200. Siglufjörður: Gestur Fanndal. S. 96-71162. ólafsfjörður: Raft. vinnustofan s.f. S. 96-62164. Akureyri: KEA S. 96-21400. Svalbarðseyri: Kf. Svalbarðseyrar S 96-21338. Húsavík: Grimur ogÁrni S. 96-41137. Vopnafjörður: Kf. Vopnfiröinga S. 97-3201. Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa S. 97-1200. Seyðisfjörður: Kf. HéraðsbúaS. 97-2200. Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskfirðinga S. 97-6200. Reyðarfjörður: Kf. Héraðsbúa S. 97-4200. Höfn, Hornafirði: Kask S. 97-8200. Vestmannaeyjar: Húsgagnaverzl. Marinós Guðm. S. 98 1200. Þy kkvibær: Verzl. Friðriks Friðrikss. S 99-5650. Keflavfk: Stapafell h.f. S. 92-1730. Reykjavfk: Raflux s/f, Austurstræti 8. S. 20301.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.