Morgunblaðið - 02.03.1975, Qupperneq 1
48 SIÐUR
49. tbl. 62. árg.
Óvíst
um örlög
Lorenz
V-Berlín 1. marz
Keuter — AP
YFIRVÖLD í V-Berlín létu í
morgun laus þau Ettore Canella
og Gerhard Jagdman, sem setið
höfðu f fangelsi frá þvf í nóvemb-
er sl. fyrir að hafa tekið þátt í
ólöglegum mótmælaaðgerðum, en
ræningjarnir, sem hafa borgar-
stjóraefnið Peter Lorenz á sínu
valdi höfðu krafizt þess að þau
yrðu látin laus ásamt 6 stjórn-
leysingjum úr Baader-
Meinhofhreyfingunni í skiptum
fyrir Lorenz. Yfirvöld höfðu ekki
tekið ákvörðun um það hvort orð-
ið yrði við þeirri kröfu, er Mbl.
fór í prentun I gær. Kosningar til
borgarstjórnar í V-Berlín fara
fram í dag, sunnudag og er
Lorenz talinn koma til greina sem
sigurvegari í þeim.
Ræðismaður-
inn myrtur
Cordoba 1. marz Reuter
BANDARlSKI ræðismaðurinn f
Cordoba f Argentínu, John
Patrick Egan, fannst myrtur í
gær. Skæruliðar f Montoneros-
hreyfingunni rændu honum á
fimmtudag og kröfðust þess, að
yfirvöld í Argentínu slepptu 6
skæruliðum, sem nýlega voru
handteknir. Var bandarfska
sendiráðinu tilkynnt í gærkvöldi,
að stjórnvöld myndu ekki verða
við kröfum skæruliðanna, enda
hefðu þau ekki umrædda sex-
menninga í haldi. Mun Egan hafa
verið tekinn af lífi skömmu síðar
og var dagblaði í Cordoba til-
kynnt hvar lfk hans Væri að finna.
Hann hafði verið skotinn einu
sinni á milli augnanna og var
lfkið sveipað fána skæruliða-
hreyfingarinnar.
Hjá likinu fannst miði, sem
skrifað var á: „Áfram til sigurs
hgrshöfðingi minn.“ Var þar átt
við Juan Peron hinn látna forseta
landsins, en skæruliðarnir telja
sig einu sönnu stuðningsmenn
Perons og berjast gegn stjórn
ekkju hans, Mariu Peron.
HFTIVtATIIRIÍIN
ATÓMSPRENGJA?
Washington, 1. mars
— Reuter.
TVlTUGUR bandariskur háskóla-
stúdent hefur búið til frumstæða
en nothæfa kjarnorkusprengju,
að því er sumir sérfræðingar
telja. Þetta kemur fram í nýrri
sjónvarpsmynd, sem sýnd verður
i Bandaríkjunum 9. mars. Sjón-
varpsstöðin, Public Broadcasting
Service hafði skorað á stúdentinn
að reyna að smíða slíka sprengju
til að komast að því hvort sú
kenning hefði við rök að styðjast,
að unnt væri að búa til heimatil-
búna kjarnorkusprengju einungis
á grundvelli þeirra upplýsinga
sem birtar hafa verið um þessi
efni, m.a. með tilliti til þeirra
möguleika sem slík sprengja gæti
veitt hermdarverkasamtökum.
Framhald á bls. 47.
SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.
Hvaða borgarhluta sýnir myndin? — Þessi mynd var tekin úr lofti af ákveðnum borgarhluta í' Reykjavík að
kvöldi til. Geta lesendur áttað sig á því hvaða götur og hverfi myndin sýnir?
Brátt verður allt líf
í hafinu á heljarþröm
— segir Thor Heyerdahl
□ „MIKIÐ ríður á því að sett
verði lög, sem komi f veg fyrir
mengun heimshafanna. Við
verðum að gera okkur grein
fyrir því að sjórinn er á
stöðugri hreyfingu og lýtur
ekki lögsögu nokkurs ríkis.
Mengun sem á upptök sín á
einum stað kann að dreifast um
heimshöfin öll. Sjórinn er
sameign alls mannkyns. Við er-
um í þann veginn að eyðileggja
hann með mengun. Því þörfn-
umst við alþjóðlegrar stofnun-
ar sem getur gripið til skyn-
samlegra aðgerða og komið í
veg fyrir það að við drepum
svif hafsins og allt líf þess.“
Q Þetta segir hinn heimskunni
norski vfsindamaður Thor Hey-
erdahl f samtali f Dagbladet
nýlega. Heyerdahl ætlar að
fara á hafréttarráðstefnuna f
Genf f vor til að reyna að hafa
áhrif á afstöðu stjórnmála-
mannana til hafréttarmála.
„Aðalatriðið er, að
Sameinuðu þjóðirnar fái ákveð-
inn hluta i efnahagslögsögunni.
Hún má ekki verða einka-
lögsaga einnar þjóðar upp á 200
mílur. S.Þ. ættu að fá 20% af
afrakstrinum af hafsbotninum
milli 12 og 200 milna. Þetta
S.Þ.-gjald ber að miða við
þjóðartekjur á hvern íbúa við-
komandi strandrikis, þannig að
land eins og t.d. Indland fái að
halda tiltölulega meiru af tekj-
um sínum af hafinu undan
ströndum þess en t.d. Bandarík-
in.“
„Hér er um að ræða auðlindir
eins og oliu, gas og málma úr
hafsbotni. Hins vegar er eðli-
legt,“ segir Heyerdahl, „að
strandríkin fái rétt til að
stjórna fiskveiðum innan 200
mílna markanna til að koma i
veg fyrir að mikilvægir fisk-
stofnar verði éyðilagðir á með-
an beðið er eftir alþjóðlegu
samkomulagi.“ Og i þessu sam-
bandi, leggur Heyerdahl
áherzlu á greinarmuninn milli
landgrunnsins og sjávarins yfir
þvi. Hann segir það jafnvon-
laust að ætla að setja lög um
eða afmarka slika vatnsmassá
á landakorti og að ætla að koma
lögum yfir skýin á himninum.
Vatnið sjálft sé á stöðugri
hringferð um hnöttinn, og þvi
verði að gilda aðrar reglur um
fiskveiðar en um málma eða
olíu hafsbotnsins.
Heyerdahl segir að þótt erfitt
kunni að reynast að finna
hljómgrunn fyrir slik sjónar-
mið í Genf, þá sé ljóst að eitt-
hvað verði að gera áður en
heimshöfin verði fullkomlega
eyðilögð. „Eins og ég sagði í
Caracas: Hér sitja pólitikusarn-
ir og reyna að koma sér saman
um skiptingu eplis, um leið og
þeir láta eplið sjálft rotna. Við
vitum allir í dag, að hafinu eru
takmörk sett. Það er langtum
minna en menn héldu á miðöld-
um. Mönnunum fjölgar ofboðs-
lega ört. Við höfum fundið upp
ýmiss konar efni sem ekki
leysast upp og klofna þegar þau
koma út í hafið. Hvort um er að
tefla 20 ár eða 50 ár skiptir litlu
máli. Alla vega er öruggt að við
getum ekki haldið áfram að
nota hafið sem ruslatunnu. Ef
við gerum það, töpum við þeim
eggjahvítuefnum sem við
þörfnumst úr fiskinum, og við
munum einnig eyðileggja mik-
inn hluta þess súrefnis sem við
þurfum til öndunar og fram-
leitt er af svifi sjávarins."
Trúi ekki á
heimskreppu
- segir dr. Karl Kla-
sen, forseti Bundes-
bank í V-Þýzkalandi
DR. KARL Klasen, forseti aðal-
banka Vestur-Þýzkalands,
Bundesbank, sagði I viðtali við
bandaríska vikuritið Newsweek
fyrir skömmu, að hann væri
þeirrar skoðunar, að heims-
kreppa væri ekki yfirvofandi, og
kvaðst telja að það kæmi I Ijós
með næsta hausti.
Dr. Klasen sagði, að milliríkja-
viðskipti væru enn geysimikil og
sú staðreynd, að verðbólga væri
á undanhaldi i mörgum löndum
yrði mörgum fyrirtækjum hvöt til
framkvæmda og yki líkurnar á
lánveitingum til langs tíma með
lægri vöxtum. Enn sagði hann að
væri mjög mikil eftirspurn eftir
Framhald á bls. 47.