Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 6

Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 DAGBÖK 1 dag er 2. marz, sem er 3. sunnudagur i föstu og Jónsmessa Hólabiskups á föstu. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 10.06, sfðdegisflóð kl. 22.33. Treystið Drottni æ og ætíð því að Drottinn, Drottinn er eilfft bjarg. Því að hann niðurlægir þá, sem byggja á hæðum; háreistu borginni steypir hann niður, hann steypir henni til jarðar og leggur hana f duftið. Fætur troða hana niður, fætur fátækra, iljar umkomulausra. Vegur hins réttláta er sléttur, götu hins réttláta ryður þú. (Jesaja 26. 4—7). I dag halda færeyskar konur basar á handunnum munum, heimabökuðum kökum og öðrum eigulegum varningi í færeyska sjómannaheimilinu við Skúla- götu. Eins og áður hefur verið sagt frá er nú unnið að undirbúningi byggingar nýs sjómannaheimilis rétt neðan vió Sjómannaskólann. Allur ágóði af basarnum í dag rennur til byggingarinnar. Á myndinni er Justa Mortensen með hluta munanna, sem seldir verð á basarnum. FRÉTTIR | KHOSSGÁTA Láréít: 2. beita 5. ólíkir 7. leit 6. mannsnafn 10. skammstöfun 11. hrafnar 13. ósamstæðir 16. blaðra 15. komastyfir 16. hvílt 17. hress. Lóðrétt: 1. pokann 3. óvægnar 4. brakaði 6. merkja 7. kofa 9. ósam- stæðir 12. leyfist Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1. gabb 6. sál 8. ás 10. kaun 12. skikinn 14. tóri 15. DA 16. PN 17 raunir Lóðrétt: 2. ás 3. bakkinn 4. blái 5. kastar 7. annar 9. skó 11. und 13. irpu. Blöð -og tímarit Verzlunarskólablaðið, 41. árg., er komið út. Blaðið er glæsilegt að vanda, 96 síður, prentað í Ingólfs- prenti. I blaðinu er m.a. efnis, ávarp Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra, ávarp Hallfríðar Bjarnadóttur, sem er ritstjóri blaðsins, ágrip af 70 ára sögu skólans eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, mörg viðtöl við fyrr- verandi nemendur skólans, auk greina eftir fyrrverandi og nú- verandi nemendur. Blaðið er prýtt fjölda mynda. Febrúarhefti Asgarðs, blaðs B.S.R.B. er komið út. Af efni má nefna ávarp á kvennaári, grein um greiðslu yfir- vinnu í veikindum, grein eftir Guðmund Inga Sigurðsson hrl., sem nefnist Kistulagning starfs- öryggis og viðtal við Guðna í Sunnu um orlofsferðir. Auk þess eru í blaðinu ýmsar félagsfréttir. Frew, 2. tbl. 71. árg. er komið út. Foifystugrein Jónasar Jónsson- ar ritstjóra nefnist Vanmat á landbúnaði og sóun á verðmætum jarðarinnar. Þá er i blaðinu grein um alþjóðlegu matvælaráðstefn- una í Róm á síðasta ári, viðtal við Eystein Sigurðsson á Arnarvatni um vetrarrúning sauðfjár, auk annars efnis. Barnablaðið er ný- komið út. I því er að vanda kristi- legt efni við hæfi barna og unglinga. Meðai efnis í 1. tbl. Sjómanna- blaðsins Vikings er viðtal við Eggert Gíslason, skipstjóra á Gísla Arna, um sildveiðar í Norðursjó, grein um landhelgis-^ mál eftir Pétur Guðjónsson, af- mælisgrein um Guðfinn Þor- björnsson vélstjóra 75 ára, grein eftir Valdimar Guðmundsson skipstjóra, er nefnist „Stýri- mannaskóli á Þingeyri fyrir 40 árum“, félagsmálaopna, greinar um kjaramál, fitumælingar í fiski o.fl. I nýútkomnum Verzlunar- tíðindum, málgagni Kaupmanna- samtaka Islands, birtist erindi, sem Magnús Erlendsson flutti á grænmetis- og ávaxtanámskeiði samtakanna nýlega, sagt frá nýj- um verzlunum, auk félagsfrétta og minningargreinar um Kristens Sigurðsson, kaupmann í Hafnar- firði. Félag austfirzkra kvenna haldur skemmtifund mánudaginn 3. marz. Spilaó verður bingó. Dansk kvindeklub spiller selskabsviskt i Nordens hus tirsdag d. 4. marts kl. 20.30. Kvenfélag Lágafellssóknar heldur fund mánudaginn 3. marz að Brúarlandi kl. 20,30. Rauð- sokkar kynna starfsemi sína á fundinum. Svölurnar Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, heldur fund að Hagamel 4 mánudags- kvöld kl. 20.30. Gestur fundarins verður Guðmundur Einarsson, forseti Sálarrannsóknarfélags ís- lands. PEIMMAVIMIR | Kanada Mark Stanley Box 358 Milk River Alberta Canada Vill skrifast á við 11—13 ára dreng, sem hefur áhuga á íþrótt- um og lestri góðra bóka. Safnar mynt o.fl. Israel Erella Berman Ben-Jehuda 181 Tel-Aviv Israel Hún er 29 ára sem vill komast í bréfasamband við jafnaldra sinn. Ástralfa John Osman I Military Hospital Jeronga Lbl 4104 Australia Hann er 20 ára hermaður og vinnur 1 herspítala. Áhugamál hans eru kvikmyndir og tónlist. Hann langar til að skrifast á við jafnaldra sinn. Irland Adrian O’Brien II Cypress Lawn Templeogue Dublin 6 íreland Vill skrífast á við stúlku, 17—18 ára. Hefur áhuga á fjarskíptum og frímerkjasöfnun. Sérðu nokkuð til hans, góða? Hann er orðinn 1 0 sekúndum á eftir áætlun. ást er Wo . ... að hugsa vel um sig og sína TM Reg. U 5 Pot Off.—All rightv res.-rved 1975 by los Angeles Times | BRIPGE ~| Hér fer á eftir spil frá leik milli Spánar og Noregs í Evrópumóti fyrir nokkrum árum. Norður S. A-10-7-3 H. K-D-9-4 T. 6 L. Á-K-4-2 Vestur Austur S. — H. 10-7 T. A-D-G-9-4 L. D-G-10-7-6-5 S. 6-4-2 H. A-6-5-2 T. 10-8-7-5-3 L. 9 Suður. S. K-D-G-9-8-5 H. G-8-3 T. K-2 Við annað borðið sátu Spán- verjarnir N.—S. og þar gengu sagnir þannig: Vestur. Norður. Austur. Suður. 1T. D. 2 S. D. 3 L. 3 S. 5 T. 5 S. Ekki er hægt að neita því, að 2ja spaða sögn austurs er óvenju- leg og byggist væntanlega á því að hann á góðan stuðning í tígli og getur alltaf sagt 3 tígla, verði spaða-sögnin dobluð. Sagnhafi fékk 11 slagi og vann spilið. Við hitt borðið sátu Spán- verjarnir A.—V. og þar gengu sagnir þannig: Vestur. Norður. Austur. Suður p. 1 L. P 1 H. A G. 3 L. P. 3 S. P. 4 S. 5 T. 5 S. 6 T D. Allir pass. Hér voru A.—V. ákveðnari í sögnum en andstæðingar með sömu spil við hitt borðið. Loka- sögnin hefur vafalaust verið hugsuð sem „fórnarsögn“, það fór þó á annan veg, því sagnhafi vann spilið og fyrir spilið fengu Spán- verjarnir samtals 17 stig. Vikuna 21.—27. febrú- ar er kvöld-, helgar- og næturvarzla apóteka í Reykjavík í Háaleitis- apóteki, en auk þess er Vesturbæjarapótek opiö til kl. 22 alla daga vakt- vikunnar netna sunnu- dag. Merkið kettina Vegna þess hve alltaf er mikið um að kettir tapist frá heimilum sfnum, viljum við enn einu sinni hvetja kattaeig- endur til að merkja ketti sína. Áríðandi er, að einungis séu notaðar sérstakar kattahálsól- ar, sem eru þannig útbúnar, að þær eiga ekki að geta verið köttunum hættulegar. Við ól- ina á svo að festa litla plötu með ágröfnu heimilisfangi og sfmanúmeri eigandans. Einnig fást samanskrúfaðir plasthólk- ar, sem f er miði með nauðsyri- legum upplýsingum. (Frá Sambandi dýraverndun- arfélaga íslands).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.