Morgunblaðið - 02.03.1975, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975
Þ' ng.-.
spjall
Efnahagsvandinn, sem sett hef-
ur slagsíðu á þjóðarskútuna, hef-
ur undanfarið leitt huga flestra
tslendinga að málefnum útgérðar
ug fiskvinnslu f landinu. Sjóða-
kerfi sjávarútvegsins hefur af því
tilefni verið mjög á milli tanna
almennings, án þess þó að kerfið
hafi verið brotið til mergjar eða
útskýrt svo nokkru nemi. Þegar
skyggnst er í tfttræddan stuðning
við sjávarútveginn, kemur í Ijós,
að fjármagn það, sem veitt er til
útvegsins, er að meginhluta til
frá honum sjálfum komið með
einum eða öðrum hætti, tekjutil-
færsla milli einstakra greina f
veiðum og vinnslu sjávarafurða.
Ilér á eftir verður lauslega reynt
að skýra tilurð og vegferð þess
fjármagns, sem sjóðakerfi sjávar-
útvegsins spannar, þó stiklað
verði á stóru og viðfangsefninu
hvergi nærri gerð tæmandi skil.
Ekki er fjallað um sjóði fisk-
vinnslunnar.
3. Bátar yfir 100 lestir: Sjóður-
inn greiði staðaliðgjald, skv.
ákvörðun Iðgjaldanefndar, að
frádregnum 6% v. hafnarlegu
endurgreiðslu. Auk þess 94% af
aukaiðgjaldi vegna loðnuveiða.
4. Bátar undir 100 lestum:
Sjóðurinn greiði 94% iðgjalda.
5. Bráðafúatrygging: Sjóðurinn
greiði 77% iðgjalda.
Skilyrði og takmarkanir ið-
gjaldagreiðslna:
A) Framangreint er miðað við,
að skip hafi fullt úthald, 270 daga.
Sé úthald skemmra, lækkar
greiðsla hlutfailslega.
B) Ekki skal telja með í úthaldi
grásleppuveiðar. Ekki skal heldur
telja með í úthaldi tímabil, sem
bátur er til viðgerðar.
C) Þrátt fyrir framangreindar
reglur skal greiðsla ekki vera
hærri en 10% af aflaverðmæti
viðkomandi skips á árinu að
greiðslu f Stofnfjársjóð meðtal-
inni. Við ákvörðun aflaverðmætis
Sjóðakerfi sjávarútvegs:
Þessi lánaða mynd Storm-Petersen fellur e.t.v. ekki nægilega að efni þessarar frásagnar. Hún ýkir
eilítið þá „sjálfshjálp" sem sjóðakerfi sjávarútvegsins spannar. Engu að sfður segir hún sfna sögu og
er íhugunarefni.
Útflutningsgjöld á sjávaraf-
urðir til stuðnings sjávarútvegi
Útflutningsgjöld
af íslenzkum
sjávarafurðum
Með lögum nr. 1 frá árinu 1966
eru upptekin sérstök útfiutnings-
gjöld af sjávarafurðum. Gjöld
þessi, sem ríkissjóður innheimtir,
eru ýmist reiknuð af magni eða
verðmæti útflutningsafurða.
Gjöld þessi hafa allar götur frá
þvi þau voru upp tekin runnið
með einum eða öðrum hætti til
stuðnings útgerð- og fiskvinnslu,
eftir ákvörðun Alþingis hverju
sinni, sem fram hefur komið í
breytingum á umræddum lögum.
Samkvæmt lögum nr. 19 frá ár-
inu 1973 runnu útflutningsgjöld
af sjávarafurðum til eftirtalinna
kostnaðarliða (fremri dálkur).
Með lögum um ráðstafanir f
sjávarútvegi frá því í desember sl.
var ráðstöfun þessara tekna lítil-
Iega breytt (aftari dálkur):
1. Til greiðslu vátryggingar-
iðgjalda fiskiskipa, skv.
nánari ákvörðun sjávarútvegs-
ráðuneytis .....85,0%—87,8%
2. Til Fiskveiðasjóðs
Islands ..........9.4%—7.5%
3. Til Fiskimála-
sjóðs ............2,5%—2.0%
4. Til smíði haf- og fiski-
rannsóknarskips ..1,5%—1,2%
5. Til bygginga í þágu
rannsóknarstofnana sjávar-
útvegsins ........0,6%—0,5%
6. Til Landssambands ísl.
útvegsmanna ......0,5%—0,5%
7. Til samtaka
sjómanna .........0,5%—0.5%
Meginhluti þessarar skatt-
heimtu af útfluttum sjávar-
afurðum, eða nær 88%, fer þvf til
greiðslu á vátryggingariðgjöldum
fiskiskipa. Verður nú gerð grein
fyrir með hvaða hætti þær
greiðslur eiga sér stað.
TryggingarsjóÖur
fiskiskipa
Reglur um greiðslur iðgjalda
fiskiskipa úr Tryggingarsjóði
voru á sl. ári sem hér segir:
1. Síðutogarar, minni gerð:
Sjóðurinn greiðir iðgjaldió, skv.
ákvörðun Iðgjaldanefndar, að frá-
dregnum 6%, en að viðbættum
kr. 250.000.00.
2. Síðutogarar, stærri gerð:
Sjóðurinn greiðir 94% þeirra
iðgjalda, sem Iðgjaldanefnd
ákveóur, að frádregnum 6%
vegna áætlaðra hafnarleguendur-
greiðslu.
skal fara eftir gögnum Stofnfjár-
sjóðs fiskiskipa og miða við það
aflaverðmæti sem greitt er af til
Stofnfjársjóðs.
Reglur þessar eru skv. ákvörð-
un Sjávarútvegsráðuneytisins,
dags. 2. maf 1974. Þeim hefur
ekki verið breytt að öðru Ieyti en
því, að 11. növember 1974 var
ákvæði í C-lið hér að framan
hækkað úr 10 í 15%. Hvort þær
breytast fyrir árið 1975 skal hér
ósagt látið.
Sjálfsábyrgð
skipseigenda
og refsiiðgjöld
Sjálfsábyrgð skipseigenda í
hverju tjóni á yfirstandandi ári
(1975):
Bátar 100—199 lestir... 85.000
Bátar200—299 lestir . . .. 100.000
Bátar 300 lestir og stærri 115.000.
Skuttogarar að 700 brl. 130.000
Aðrir togarar ........ 200.000
Refsiiðgjöld eru á skipum með
slæma tjónareynslu. Tryggingar-
sjóður tekur engan þátt í greiðslu
þeirra. Refsiiðgjöldin árið 1975
eru allt að 400.000.- kr. á skip.
Refsiiðgjöldin eru i heild um 5%
af iðgjöldum allra bátanna, en
lægra hlutfall á togaraflotanum.
Aflatryggingarsjóður.
Aflatryggingarsjóður (lög nr.
80/1971) hefur það hlutverk, að
bæta aflahluti skips og áhafnar,
þegar almennan aflabrest ber að
höndum. Sjóðurinn skiptist í
þrjár deildir: bátadeild, togara-
deild og jöfnunardeild. Reglugerð
um starfsemi sjóðsins skal stað-
festa af ráðherra að fengnu sam-
þykki: Alþýðusambands Islands,
Félags ísl. botnvörpuskipa-
eiganda, Fiskifélags íslands, LÍÚ
og Sjómannasambands íslands.
Sjóðsstjórn er skipuð að tiinefn-
ingu greindra aðila. Megintil-
gangur sjóðsins er að tryggja skil
á ákveðnum lágmarkslaunum, er
aflabrestur verður.
Sjóðurinn var stofnaður með
ákveðnu stofnfjárframlagi, er
ríkissjóður greiðir. Megintekjur
sjóðsins eru 1.25% gjald af út-
flutningsverðmæti sjávarafurða
hverju sinni (fob-verðmæti).
Ríkissjóður greiðir á móti sem
svarar fjórðungi gjalds þessa. Lög
og reglugerð ákveða nánar um
forsendur og fyrirkomulag
greiðslna úr sjóðnum, sem í aðal-
atriðum byggist á aflamagni skips
miðað við meðalveiðimagn.
Olíusjóður
fiskiskipa.
Sjóður þessi er stofnsettur með
lögum um ráðstafanir í sjávarút-
vegi í desember á sl. ári. Tilgang-
ur sjóðsins er að greiða niður
brennsluolíu til íslenzkra fiski-
skipa, skv. reglum er sjávarút-
vegsráðuneytið setur.
Tekjur sjóðsins eru sérstök út-
flutningsgjöld á framleiðslu-
afurðir i sjávarútvegi:
1. 4% af fob-verði útfluttra
sjávarafurða, annarra en salt-
fisks, skreiðar, lagmetis og þeirra
afurða, sem koma frá hvalveiðum,
selveiðum og hrognkelsaveiðum.
2. 5.5% útflutningsgjald af fob-
verði útflutnings saltfisks og
skreiðar.
Fyrir síðustu olíuverðshækkun
greiddi útgerðin kr. 8.20 og olíu-
sjóðurinn kr. 9.00 af verði hvers
olíulítra er útgerðin notaði. Eftir
hækkunina hefur útgerðin greitt
kr. 11.70 og olíusjóðurinn kr. 9.00.
Hvort oliusjóðurinn tekur á sig
hluta hækkunar hefur enn ekki
verið tekin ákvörðun um.
Stofnf jársjóður
fiskiskipa.
Stofnfjársjóður fiskiskipa
(deild við Fiskveiðasjóð) var
stofnaður með lögum nr. 58/1968.
Um hann fjalla og lög nr. 79 frá
sama ári. Stofnfé sjóðsins var
framlag úr rikissjóði að fjárhæð
124 m.kr. Samkvæmt ákvæðum
laga um ráðstafanir í sjávarútvegi
frá því í desember á sl. ári skal
fiskkaupandi eða fiskmóttakandi
í landi greiða til Stofnfjársjóðs
15% af aflaverðmæti. Þegar fiski-
skip landar afla erlendis skal það
greiða 21% heildarsöluverðmætis
til sjóðsins. — Stofnfjársjóðsgjöld
skulu leggjast inn á reikning þess
skips hjá Stofnfjársjóði, sem afl-
að hefur þess hráefnis, sem gjald-
ið er greitt af.
Meginhlutverk Stofnfjársjóðs
er að koma inn í myndina við skil
á stofnfjárkostnaði fiskiskipá,
fyrst og fremst með því að greiða
afborganir og vexti af lánum
þeim, sem veitt hafa verið úr
Fiskveiðasjóði og tryggð eru með
veði í skipunum.
Aörir sjódir.
Enn eru ótaldir tveir sjóðir, er
gegna veigamiklu hlutverki í
þágu sjávarútvegsins, en hlutverk
þeirra spannar hvorttveggja mál-
efni útgerðar og fiskvinnslu.
Fiskveiðasjóður er stofnlánasjóð-
ur, m.a. til nýframkvæmda á sviði
veiða og vinnslu. Hann lýtur sér-
stakri stjórn, er i umsjá Útvegs-
bankans og heyrir undir Sjávarút-
vegsráðuneytið. Ríkissjóður
ábyrgist allar skuldbindingar
hans gagnvart innlendum aðilum.
— Fiskimálasjóður lýtur þing-
kjörinni stjórn. Hann veitir við-
bótarlán vegna nýframkvæmda i
útgerð og fiskvinnslu. Haf-
rannsóknir, rannsóknir á fiski-
göngum og fiskstofnum, tilraunir
i veiðum og með veiðarfæri, hag-
ræðing í rekstri fyrirtækja I
sjávarútvegi og markaðsleit og
könnun eru meðal viðfangsefna,
er heyra undir hans lánasvið.
Greinarkorn þetta átti ein-
vörðungu að fjalla um sérsjóði
útgerðar og verður þvi ekki farið
lengra út í þessa samsjóði veiða
og vinnslu, enda umfangsmeira
verkefni en rúmast innan ramma
Haccorar frácnanar
Með lögum um ráðstafanir I
sjávarútvegi, er sett voru í desem-
ber sl., var gengishagnaði, vegna
gengislækkunar þá, ráðstafað sem
hér segir: 1. Til að greiða hluta
gengistaps vegna erlendra skulda
eigenda fiskiskipa 600 m. kr. —
Sjávarútvegsráðuneytinu var og
heimilað að verja 400 m. kr. til
lánveitinga í sjávarútvegi til 2—3
ára til að bæta lausafjárstöðu
fyrirtækja. 2. Öafturkræft fram-
lag til bátaflotans til að mæta
rekstrarerfiðleikum þess árs 250
m. kr. 3. Óafturkræft framlag til
skuttogara vegna rekstrarerfið-
leika 230 m. kr. 4. Til Verðjöfn-
unarsjóðs fiskiðnaðarins, vegna
fiskmjöls annars en loðnúmjöls,
50 m. kr. 5. Til að verðbæta lif-
eyrisgreiðslur aldraðra sjómanna
15 m. kr. 6. Til orlofshúsa sjó-
mannasamtakanna 11 m. kr.
Gengishagnaður, vegna nýrrar
gengislækkunar, verður lagður
inn á sérsjóð hjá Seðlabankanum
og verður ráðstafað með sérstakri
löggjöf.
Með hliðsjón af fyrri ráðstöfun
við svipaðar aðstæður og nú má
ætla, að ráðstöfun gengishagnað-
ar nú verði í tengslum við fyrir-
hugaðar hliðarráðstafanir i efna-
hagsmálum þjóðarinnar og erfiða
rekstrarstöðu útgerðarinnar í
landinu.
sf.
REIÐSKÓLINN
VESTRA GELDINGAHOLTI
Páskavikan
26.—31. marz. Námskeið fyrir unglinga (14
ára og eldri). Hlýðnisæfingar, útreiðar og kvöld-
vökur.
Tímabilið apríl-maí
Tvo eða fleiri daga að vild. Kennsla eða upprifj-
un fyrir áhugafólk um hestamennsku.
Börn og unglingar
Námskeið fyrir börn og unglinga hefjast í
endaðan maí.
Allar nánari upplýsingar að Vestra Geldinga-
holti og hjá
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
Eimskipafélagshúsinu simi 26900