Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 32

Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 fólk — fólk — fólk — fólk 14 af 23 nemendum skólans á Klúku, en hinir voru heima við þegar við komum í heimsókn. Texti: Arni Johnsen siranda- l „Það eru orðnir fleiri hundará bæjunum Sveinn skólastjóri gantast við hundinn. en börn rr Hún gaf sér tíma fyrir dulið bros frá sauma- skapnum. Gf^ - M^ A KLUKU í Bjarnarfiröi er glæsilegt skólahús með heima- vist, íþróttasal og sundlaug. Þar stunda nyrstu íbúar Strand- anna af yngri kynslóðinni nám við góðan aðbúnað og það kemur manni sem ekki þekkir til skemmtilega á óvart að vera kominn norður Strandir og sjá allt í einu hin glæsilegu skóla- mannvirki blasa við í þessum nyrstu sveitum. Við röbbuðum um þetta yfir iskaldri mjólk og sjóðheitum ástarpungum í eld- húsi skólastjórahjónanna Sveins Kristinssonar og Gunn- varar Björnsdóttur, en þau eru kennarar skólans. „Ég tel,“ sagði Sveinn, „að þessi skóli hafi verið byggður hér fyrst og fremst fyrir harð- fylgi og ákveóni Matthíasar Bjarnasonar alþingismanns. Þótt margir hafi ef til vill lagt hönd á plóginn, á Matthías heiðurinn." „Hvað nema mörg börn hér?“ „Ég er hér með 23 börn, en í söfnuðinum er alltaf að fækka. Ég kom hingað 1972 og var fyrst með 30 nemendur, en þeir eru svo daufir við þetta karl- arnir, það er víst svo mikið að gera í tuðinu. En í heild stendur þetta dálítið illa af sér hér í sveitinni, fólkinu fækkar. Unga fólkið er nefnilega hætt að eiga börn, nema 1—2, svona til þess að hafa þau með. Það eru orðnir fleiri hundar á bæj- unum en börn. Hér í skólanum eru 7—14 ára gömul börn, öll skólaskyldan. Við kennum tvö hér, konan mín og ég og konan er íþróttakenn- ari að auki og svo sér móðir mín um mötuneytið, svo þetta er hálfgert heimilisfyrirtæki. Við höfum sæmilega aðstöðu hérna, öll venjuleg kennslu- tæki og húsið er nýtt. 1 heima- vist höfum við 8—9 nemendur, en kennslan fer þannig fram að fyrir áramót er kennt tvær vikur i senn en eftir áramót eru þau öll 23 svona eitthvað fram- eftir. Það fer eftir því hvað karlarnir verða þolinmóðir að biða eftir því að fá krakkana til vinnu heima vió. Þessi langa skólaskylda er stórvandamál til sveita. F'lestir skólar til sveita

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.